Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 42
                                       ! "      ! " #$% "&%%  ' (&) *           % *       +)   % "&%% #            ,''- .  ,  /  0%12   $     %    &'"(" ) !     %         *+"( "&,"--"     & "&%% 0+ % "0+ * 0 0+  . /         3, (/ /  %4 5    "   $   0"( " ) !   (   " 6 3&4 "&%%   *   % 3&4 "&%% '75 "!+ *   3&4 "&%% ,"3&4 "&%% 0 0+ * 0 0 0+  . /                    3,'.6 / *)) %8 % ! 7 9 ,) )7 $!/  1 (        &2"(" ) !  (  3  !     76%%4 "&%% 3&4 63&4 "&%% '75 "3&4 *  MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á annan dag hvíta- sunnu féll frá gamall félagi og vinur, Indriði Jóhannesson, bóndi á Reykjum í Tungusveit. Ég kynntist honum fyrst sum- arið 1947 er foreldrar mínir flutt- ust úr Reykjavík og hófu búskap á Brúnastöðum, jörðinni sem hann hafði fæðst og alist upp á. Þau höfðu lítinn búskap fyrstu árin enda voru fjárskipti framundan vegna niðurskurðar. Þau lánuðu hluta af túninu og þannig vildi til að þeir bræður, Indriði og Krist- ján, heyjuðu á Ytra-Gerði eitt eða tvö sumur. Mér verður ætíð minn- isstætt hve Indriði var barngóður og tók vel þessum ellefu ára strákpjakk nýfluttum úr höfuð- borginni sem var dögum oftar að sniglast kringum þá bræður í hey- skapnum. Ekki skal því leynt að þeir höfðu forvitnilegt hjálpartæki við heyskapinn var það gamall Dodge Weapon pallbíll sem not- aður var til þess að flytja baggana og hafði hann aðdráttarafl fyrir ungan dreng sem fékk af og til að setjast undir stýri og færa bílinn milli heystæða. Var þetta fyrsta lífsreynslan mín á þessu sviði og grunar mig að fyrstu ferðirnar að minnsta kosti myndu nú ekki hafa fengið nein fegurðarverðlaun. Indriði ólst upp á stóru og gróskumiklu sveitaheimili þar sem oft var margt um manninn og létt- ur blær yfir heimilislífi. Móðursyst- ir mín, Sigrún, var kaupakona þar sumarið 1938, hún lýsti verunni þar með bros á vör. Húsbóndinn gat verið gamansamur og glensfullur og fylgdi ekki klukkunni af mjög mikilli nákvæmni í daglegum störf- um. Síðar eignaðist ég vinnufélaga hér í Reykjavík sem komst í sum- ardvöl hjá Ingigerði og Jóhannesi sumarið 1941 þá ellefu ára gamall. Lýsti hann heimilisbrag með glampa í augum og taldi það eitt sitt besta veganesti að hafa fengið að dvelja þar sumarlangt. Smalamennskur, göngur og rétt- INDRIÐI JÓHANNESSON ✝ Indriði Jóhann-esson, bóndi á Reykjum í Skaga- firði, var fæddur á Brúnastöðum 4. ágúst 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 20. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykjakirkju 29. maí. ir, eftirleitir, réttar- ferðir, sundurdráttur, bæjarrekstrar og fleira þess háttar var lengst af ævi Indriða einn gildasti þátturinn í að skapa þá litríku lífshætti og samstöðu sem samfélag sveita- fólks byggðist á hér fyrr á árum. Þá var sauðfjárbúskapur stundaður á hverjum bæ og afkoma bænda- fólks byggðist að lang- mestu leyti á árangri í fjárbúskap. Réttar- dagar voru með mestu hátíðisdög- um ársins fyrr á tíð og tími til- hlökkunar fyrir unga og aldna. Indriði var gildur þátttakandi í öll- um þessum störfum. Hann var dýravinur, afbragðsgóður fjármað- ur , átti þar kynbótagripi og rak um skeið eitt af stærstu fjárbúum sýslunnar. Hann átti góða og fal- lega hesta og var gangnamaður Vestflokks um langt skeið og gangnaforingi þar í mörg ár. Göng- urnar voru í hugum flestra tími sem hlakkað var til, kærkomin til- breyting eftir strit sumarsins við heyöflun Sú hefð hafði lengi tíðkast í sveitinni að ákveðnir bæir lögðu til mann eða menn í tilteknar göng- ur, venjulegast var miðað við fjár- fjölda. Faðir minn hafði í mörg ár verið gangnamaður Vestflokks en við fráfall hans snemma árs 1968 kom eins og af sjálfu sér að ég tók við hans göngum. Ég hafði ekki áð- ur komið á gangnasvæði Vest- flokks að austanverðu og því alveg ókunnugur þar. Það var góð tilfinn- ing að finna hvað Indriði var hæfur gangnastjóri, hann stýrði liði sínu af mildi og festu, þekkti hvern krók og kima og raðaði mönnum á svæðið af kunnugleika og glöggri yfirsýn. Sú lífsreynsla sem fylgdi því að fara þarna í göngur á þessum tíma er fjársjóður sem geymist alla ævi. Gamli kofinn við Hraunlæk var fyrsti áningarstaður, að sofa þar á strigapokum á moldargólfinu með úlpuna ofaná sér og hundinn þar ofaná er reynsla sem ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af. Á slíkum nóttum varð svefntíminn gjarnan stuttur og gesturinn kemst í nána snertingu við það lífsmunst- ur sem einkenndi tilveru forfeðra okkar um langan aldur og lýsir þrautseigju og þolgæði þeirra í lífs- baráttunni. Hvergi verður einstak- lingurinn minni í smæð sinni en einn á fjöllum uppi og hvergi er hann mikilvægari sem hlekkur í þeirri keðju sem mynda þarf svo takast megi að koma þúsundum fjár til byggða. Indriði kom með þá ágætu tillögu að ég yrði aðstoð- armaður lestarstjórans, Björns Eg- ilssonar, leist mér vel á það og fannst nokkur upphefð í, því hann var gamalreyndur ferðamaður og þaulkunnugur allri leiðinni. Ís- lenski hesturinn var aflgjafi allra flutninga hér á landi á fyrri tímum ýmist burðar- eða dráttardýr og svo var enn fram yfir miðja síðustu öld. Indriði var alinn upp í þessu umhverfi og hafði vanist því frá æsku. Fáum árum síðar þegar svo kom í minn verkahring að undirbúa og framkvæma breytingar á ýmsu er sneri að fjallskilamálum þ.m.t. að hætta við trússahesta og taka upp flutninga á ökutækjum fann ég stundum á félaga mínum að honum þótti nóg um. Lét hann mig stund- um heyra að þótt breytingar og framfarir væru svo sem ágætar á sína vísu þá væru þær kannski ekki alltaf undantekningarlaust til góðs. Ekki skal því neitað að hóp- urinn varð tilkomuminni þegar tíu klyfjahestar í lest hurfu af sjón- arsviðinu og eitt eða tvö ökutæki komu í staðinn. Við Indriði störfuðum saman í sveitarstjórn í nokkur ár, hann var jafnan glaðvær og tillögugóður, ekki maður málalenginga en gat verið gustmikill á köflum. Í lát- bragði hans mátti jafnan greina virðingu fyrir starfi og sjálfstæði íslensks bændafólks. Hann bar hag sveitunga sinna mjög fyrir brjósti og hafði metnað fyrir þeirra hönd og féllu viðhorf okkar og skoðanir gjarnan vel saman. Fyrstu árin fór drjúgur tími í það starf hjá hrepps- nefnd sem kallað var að jafna niður útsvörum, reikna út gjöld á sveit- ungana eftir skattskrá og hand- skrifa reikninga til þeirra. Hafði svo gengið til um langan aldur og féll mönnum það starf misvel. ,,Jamm, þá er þetta búið,“ sagði Indriði þegar síðustu seðlarnir fóru í umslögin, hafði hratt á hæli og kvaddi hópinn. Við urðum báðir jafn fegnir þegar breyting varð á og skattstofan tók við þessu hlut- verki. Þau Rósa og Indriði reistu sér fallegt heimili á Reykjum. Þar kom ég oft þegar ég starfaði á skrif- stofu hreppsins á Laugarbóli og átti með þeim notalegar stundir sem ég hugsa oft til með þakklæti í huga, kaffið var gott og kjötsúpan bragðaðist vel. Þar ríkti snyrti- mennska utan dyra sem innan og trjárækt sem hófst strax í upphafi dafnaði með ágætum, natni hús- móðurinnar og smekkvísi leyndi sér ekki. Indriði var glæsimenni, ljóshærður, beinvaxinn og stæltur og hreyfingar hans minntu á íþróttamann. Fas hans einkenndist allt af stolti og reisn íslenska bónd- ans. Hann var söngmaður góður, hafði fagra og hljómmikla bassa- rödd sem einkenndi hann bæði í tali og tónum jafnt í sveit sem á fjöllum uppi. Hann söng lengi í kórum og var vinsæll og góður fé- lagi. Útför hans fór fram á sólríkum vordegi eftir marga langa þoku- daga. Við vorum nokkur saman sem lögðum leið okkar að sunnan til að kveðja hann og hugurinn fylltist gleði og lotningu yfir að sjá sveitina okkar fögru ljóma í sól- skini á þessum kveðjudegi. Jói í Stapa var með í förinni og setti saman tvær vísur á leiðinni niður af Vatnsskarði í tilefni dagsins og vil ég enda þessar línur með því að tilfæra aðra þeirra: Hýrna tekur hugur minn hugljúf myndin lokkar. Fallega heilsar fjörðurinn og fagnar komu okkar. Indriði á Reykjum hefur kvatt. Skagfirskur bændahöfðingi er fall- inn frá. Heimur dals og heiða er fá- tækari en fyrr. Ég sendi systkinum hans og öðrum ættmennum sam- úðarkveðjur. Sigurður Sigurðsson. Nýja húsið þeirra Indriða og Rósu á Reykjum stendur nú autt, stóru aspirnar og lerkitrén hnípin í garðinum og vinir þeirra reyna að gleðja sig við góðu minningarnar. Þær eru ótal margar, en vináttu- böndin voru órjúfanleg frá upphafi kynna, er við fluttum að Mælifelli í fardögum 1972. Indriði Jóhannesson og Kristján tvíburabróðir hans voru kirkju- bændur á Reykjum í Tungusveit og buggu þau Rósa í gamla húsinu á kirkjuhlaðinu ásamt með Krist- jáni, þar til nýja húsið var fullbúið. Þau sungu öll í kirkjukórnum og munaði mikið um þau hvert í sinni rödd, Kristján meðhjálpari og Rósa annaðist umhirðu kirkjunnar og saumaði forláta altarisdúk. Messu- kaffi og móttökur allar í besta máta og hver samfundur tilhlökk- unarefni. Enn var allt með kyrrum kjörum í sveitum. Indriði var mikill fjárbóndi, snyrtimenni hið mesta og gladdist í góðra vina hópi. Félagslyndi Rósu snerti hjartastrengi hans, og sam- an stýrðu þau félagsheimilinu Ár- garði um margra ára skeið, hún með sínum alkunna myndarskap og verklagni, hann með festu og ábyrgð. Garðinn við Reyki II ræktuðu þau saman, en hún vön garðyrkju móður sinnar í Gilhaga og hafði græna fingur eins og sagt er. Ræktaði kálmeti, m.a.s. rauðrófur, sem þá var nokkur nýlunda. Nú verður enn meira rými til skrúð- garðræktar, þar sem Indriði færði út girðinguna næstu kynslóð til gagns og gleði. Rósu og Indriða varð ekki barna auðið, en þau tóku tryggð við sumarbörnin, sem hjá þeim dvöldu, mörg hver ár eftir ár. Þegar rafhitavatnið brást á Mælifelli, var gott að njóta jarð- varmans á Reykjum, jafnvel með erlenda gesti, og „heimasætuher- bergið“ beið mín þar, þegar mað- urinn minn var farinn á undan til nýja heimilisins í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn. Það var ætíð þar handa allri fjölskyldunni, er við gistum Skagafjörð á umliðnum ár- um, það var eins og að koma heim. Síðast gistum við hjá Indriða í byrjun september í fyrra, en í því bili lá leið hans á sjúkrahús á Ak- ureyri og sjúkdómsstríð hans hófst fyrir alvöru. Rósa lést með sviplegum hætti 1991. Þá vorum við flutt heim frá Kaupmannahöfn og hingað í Prest- bakka komu óútskýranleg boð, knýjandi þörf á að hringja í Reyki síðdegis á sunnudegi. Um miðaftan vorum við komin til Indriða til að deila með honum fyrstu erfiðu stundum ekkilsins. Indriði var afar heimakær og gerði ekki víðreist um dagana, kom t.d. ekki til okkar í Prestbakka þessi tæpu 13 ár, en vegna veik- inda þurfti hann oft á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, suður og norður til Akureyrar, þar sem hann gekkst undir stóra skurðaðgerð fyrir um tveimur árum. Var Rúnar Frið- riksson hans trúfasti fylgdarsveinn í þeim erfiðu ferðum og sannur vinur í raun. Nágrennið við Laug- arhvamm og Bakkaflöt var ætíð hið besta og athvarf Indriða, þegar hann var orðinn einn, sem og til nánustu skyldmenna á Reykjum og í Hamrahlíð. Nokkur ár söng Indr- iði í Rökkurkórnum og hafði mikla ánægju af því, áður fyrr á árunum í Heimi, hinum víðkunna skag- firska karlakór. Hafði Indriði næmt tóneyra eins og þau systk- inin öll. Torfbærinn, sem Kristján bróðir Indriða endurreisti á Reykjum og geymir safn hans af gömlum mun- um, sýnir þá þjóðlegu ræktarsemi, sem þeir bræðurnir áttu svo ríku- lega. – Við söknum hins fyrra, sem er farið. Hlý moldin geymir jarðneskar leifar Indriða og Rósu sunnan við sáluhlið og kirkjudyr á Reykjum, þar sem snýr að heimili þeirra. Hann hugsaði svo vel um leiðið hennar og dvaldi við góðar minn- ingar. Ógleymanleg verður stundin við gröfina að kveðju hans, þegar kirkjukórinn söng Skín við sólu Skagafjörður, við stjórn organist- ans Stefáns Gíslasonar. Samferða- maður okkar að jarðarför Indriða lýsti heimkomunni svo: Þó vermi sólin væn og hlý og virðist fegurð geyma, söknuður og sorg er í sveitinni okkar heima. (Jóhann Guðm. frá Stapa) Guð blessi kæran vin um alla ei- lífð. Í einlægri þökk. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.