Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                          !"#$#%  & Hunang í kvöld FRANSKI píanóleikarinn Jacques Loussier er væntan- legur hingað til lands þann 20. september næstkomandi til að gleðja tóneyru lands- manna. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og þótt tæpir þrír mánuðir séu til stefnu er miðasala þegar hafin og hafa miðarnir rokið út eins og heit- ar lummur. Alls komast að 900 manns til að sjá hinn fingrafima Loussier leika listir sínar og þegar þetta er ritað hafa rúm- lega 500 miðar verið rifnir út. Áhugasamir ættu því að fara að hugsa sér til hreyfings vilji þeir ekki missa af Loussier. Miðasala fer fram í hljóm- plötuversluninni 12 Tónum á Skólavörðustíg. Tónleikar Jacques Íslandsvinurinn tilvonandi Jacques Loussier. Loussier Meira en helming- ur miða seldur ÍSLENSKUR læknir, Kristján Tómas Ragnarsson, var heiðraður á dögunum, fyrir starf sitt í þágu sjúklinga með mænuskemmdir (Lifetime Achievement Award) og voru það Samtök bandarískra lækna sem vinna með fólk með mænuskemmdir (American Spinal Injury Association) sem veittu þessa viðurkenningu. Að sögn Kristjáns voru verðlaunin veitt á árlegu sameiginlegu þingi samtak- anna og samskonar alþjóðlegra læknasamtaka (International Spin- al Court Society). Hann segist vera þrettándi maðurinn sem hlýt- ur þessi verðlaun og er að vonum ánægður, enda mikill heiður þegar eigin starfsfélagar veita slíka við- urkenningu, auk þess sem fyrri verðlaunahafar hafa allir staðið mjög framarlega í grein- inni. „Það er gaman að komast í þeirra hóp,“ segir hann. Kristján hefur verið búsettur í New York í yfir þrjá ára- tugi, ásamt konu sinni Hrafnhildi Ágústsdóttur gler- listakonu og fjórum dætrum. Hann er þekktur í sinni starfsgrein en er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín á þeim vettvangi. Hann komst töluvert í fjölmiðlana vestra fyrir nokkrum árum þegar hann annaðist ruðn- ingshetjuna Dennis Byrd, sem hálsbrotnaði í beinni sjónvarpsút- sendingu og fékk síðar ótrúlegan bata. Síðar var gerð kvikmynd um þetta. „Ég komst bara í blöðin vegna þess að fjölmiðlarnir fylgj- ast svo vel með slíkum köppum. En það tókst vel með hann og hon- um líður enn vel. Sem betur fer náði hann sér að mestu leyti þó að hann hafi upphaflega verið mjög lamaður,“ lýsir hann. Prófessor við Mount Sinai-læknaskólann Kristján segir verðlaunin litlu breyta, hann haldi áfram vinnu sinni á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York, þar sem hann sinni sjúklingum með mænuskemmdir og aðrar bæklanir, auk þess að stjórna stórri endurhæfingardeild, sem hann byggði upp næstum frá grunni. Kristján er einnig prófess- or við Mount Sinai-læknaskólann, þar sem hann kennir og stundar rannsóknir. „Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum í rúm þrjátíu ár og hef verið yfirmaður á þessari deild síðan 1986, en starfaði áður á Rusk-stofnuninni, sem er hluti af New York-háskóla.“ Hann segir, aðspurður hvað hafi orðið til þess að hann fluttist bú- ferlum til Bandaríkjanna, að það hafi verið líkt og með aðra lækna, hann hafi farið út í sérnám 1970 og ílengst. „Ég lauk námi 1975 og flutti þá heim, alfarinn með alla fjölskylduna. Ég hafði verið að vinna hér að rannsóknum og þeir báðu mig um að koma aftur tilbaka. Það átti nú ekki að vera nema þrjú ár en ég er hér enn,“ heldur Kristján áfram. Athvarf á Snæfellsnesi Kristján hefur enn sterk tengsl við Ísland og kemur hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Þau hjón hafa komið sér upp athvarfi á Snæfells- nesi, þar sem þau dvelja í fríum. Hann segir þau hafa verið einkar heppin að geta notið þess besta sem bæði löndin hafa upp á að bjóða. Kristján er stjórnarformaður American-Scandinavian Found- ation og að hans sögn er stofnunin mjög virk, til að mynda lét hún reisa hús á Manhattan fyrir um tveimur árum, sem meðal annars hýsir Halldór Laxness-bókasafn. „Ég hef verið í sambandi við Ís- land á svo margan hátt, ekki bara í gegnum American-Scandinavian Foundation. Ég er í stjórn Öss- urar hf., sem hæfir mjög vel úr því ég er í endurhæfingarlækningum. Tengslin við landið hafa alltaf ver- ið sterk og hafa ekki minnkað síð- ustu árin,“ lýsir Kristján. Til marks um þjóðrækni Krist- jáns má nefna að þegar hann hlaut viðurkenninguna á dögunum þurfti hann að sýna ljósmyndir úr eigin lífi og sýndi hann meðal annars ljósmynd af hvalskurði í Hvalfirði, þar sem hann vann ein sex sumur á unglingsárunum. „Ameríkanarn- ir kipptu sér ekki upp við þessa mynd, þeir hafa sjálfsagt búist við öllu frá mér og kannski fannst þeim þetta svolítið spaugilegt.“ Í gegnum tíðina hefur Kristján hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og var honum meðal annars veitt fálkaorðan fyrir nokkrum árum. „Það var að ein- hverju leyti út af læknisstörfum og einnig út af félagsstörfum. Það var mjög mikill heiður, líklega mesti heiðurinn,“ segir hann að lokum. Meðal þeirra fremstu Bandarísk læknasamtök heiðra Kristján Tómas Ragnarsson APÓTEKIÐ Brasilíski söngvarinn og gítaristinn Ife Tolentino leikur ásamt Óskari Guðjónssyni róm- antískar og hjartnæmar bossa nova- perlur. BÚÐARKLETTUR Dj Skugga- Baldur. CAFÉ AMSTERDAM Safaríkt Buff. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Kjartan Hlöðversson. CAFÉ FLÓRA, Grasagarðinum Sól- stöðutónleikar með Páli Óskari og Moniku. CLUB 22 Dj Krummi. GAUKUR Á STÖNG Land og synir. GRUNNSKÓLINN VESTMANNA- EYJUM Jóhann Örn Ólafsson með línudanskennslu. Hefst kl. 20. 1000 kr. GULLÖLD Ásgeir Páls. HÓPIÐ, Tálknafirði Sixties. KRINGLUKRÁIN Hljómsveit Rúnars Júlíussonar. LOFTKASTALINN El Prumpos Piss- os, uppistand með Sigurjóni Kjart- anssyni og Þorsteini Guðmundssyni. O’BRIENS Lísa Pálsdóttir og hljóm- sveit. PAKKHÚSIÐ, Selfossi Hljóm- sveitin Smack. PLAYERS-SPORT BAR Papar. SKVÍSUSUND, Vestmannaeyjum Í svörtum fötum. STÚDENTAKJALLARINN Djass- tríóið Flís, skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Helga Svavari Helgasyni og Valdimari Kolbeini Sigurjóns- syni. ÚTLAGINN, Flúðum Stefán Hilm- arsson og Eyjólfur Kristjánsson. VÍDALÍN Rokkslæðurnar og Dj Andrea Jónsdóttir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson bjóða upp á alvöru bossa nova-seið á Apótekinu í kvöld. BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Billy Joel er kominn í áfengis- og geðmeðferð vegna „persónulegra vandamála sinna“, að því er hljóm- plötuútgefandi Joels greindi frá í dag. Joel, sem er 53 ára, skráði sig inn á Silver Hill-sjúkrastofn- unina í New Canaan í Connecticut. Meðferðin mun taka tíu daga. Meðal frægustu laga Joels eru „Piano Man,“ „Just the Way You Are,“ „Only the Good Die Young“ og „Uptown Girl.“ Til stóð að Joel færi í tónleika- ferðalag með Elton John í mars sl. en ferðinni var frestað sakir heilsuleysis Joels. Ákveðið er að tónleikaferðalagið hefjist í sept- ember. Í grein í dagblaðinu New York Times, sem birt var skömmu áður en ferðalaginu var frestað, var Joel lýst á tónleikum sem röflandi og öskrandi og augljóst hefði ver- ið að hann væri búinn að fá sér eitthvað sterkara en hóstasaft. Reuters Billy Joel (t.h.) í banastuði ásamt Elton John. Píanómaðurinn í persónulegum vanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.