Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 41 ✝ Berta SoffíaSteinþórsdóttir fæddist 7. maí 1913 í Vestmannaeyjum. Hún lést á dvalar- heimili aldraðra Garðvangi í Garði 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Árnadóttir, ættuð frá Hvítanesi í Borg- arfirði, f. 23. nóvem- ber 1892, d. 1. júlí 1980, og Steinþór Albertsson, ættaður frá Kumlavík á Langanesi, f. 18. janúar 1885, d. 13. apríl 1955. Systkini Bertu eru Jóhann Ólafur, f. 24.7. 1918, d. 23.9. 1957, Ragnar Vilberg, f. 3.11. 1916, d. 22.10. 1940, Árný Hulda, f. 11.6. 1923, Gréta Þor- björg, f. 24.9. 1924, og Hilmar, f. 27.2. 1929. Berta giftist 12. sept. 1940 Sig- urði Magnússyni, frá Kalmanstjörn í Höfnum, f. 3. des- ember 1906, d. 7. júlí 1994. Þau eign- uðust tvö börn: Grétar Ólafur, f. 28. desember 1932, d. 15. febrúar 1999, maki Sigurveig Sig- urjónsdóttir, f. 3. janúar 1934, og Ragnheiður Steina, f. 27. júlí 1948, gift Sævari Péturssyni, f. 6. júní 1948, hún á tvo syni. Berta og Sigurður byrjuðu bú- skap í Höfnum. Þau fluttu í Sand- gerði 1942 og bjuggu þar alla tíð síðan. Hún starfaði ásamt hús- móðurstörfum við fiskvinnu hjá frystihúsi Miðnesi í Sandgerði. Útför Bertu fer fram frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að kveðja mína elsku- legu móður, sem ég á svo margt að þakka, með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Ragnheiður. Nú er tengdamóðir mín, Berta Soffía Steinþórsdóttir, búin að kveðja þennan heim, eftir erfið veikindi. Ég kynntist Bertu sem ábyggilegri og glaðlyndri konu. Berta hafði mjög gaman af að ferðast um landið, og ferðuðust Berta og maður hennar Sigurður, sem nú er látinn, mikið með tjald og tilheyrandi búnað. Voru þau þá oft í samfloti með systkinum henn- ar. Þá var víst oft tekið lagið, því Berta hafði gaman af söng. Berta hafði líka gaman af að lesa og var mjög fróð og hafði frá mörgu að segja. Oft fór hún í bíltúr með okk- ur Ragnheiði og var þá margt fróð- legt, sem hún gat sagt okkur um landið. Það var alltaf gott að koma í litla húsið þeirra hjóna í Sandgerði. Ef Berta vissi að við værum að koma var hún búin að baka pönnukökur fyrir okkur. Við Ragnheiður byggð- um okkur sumarbústað í Fljótshlíð- inni og þar undi Berta sér vel á meðan hún gat. Berta og Sigurður voru með fisk- útgerð og menn í vinnu frá Kalmanstjörn í Höfnum. Síðan fluttu þau í Sandgerði og fór hún þá að vinna við fiskverkun í Miðnesi í Sandgerði, og vann hún þar til sjö- tugs er hún hætti að vinna. Síðan hafði hún nóg að gera við að halda húsinu við og snyrta garðinn. Svo kom að því að hún veiktist og gat ekki hugsað um sig sjálf. Þá fékk hún aðhlynningu á Garðvangi í Garði þar til yfir lauk. Viljum við Ragnheiður þakka starfsfólkinu al- veg sérstaklega fyrir mjög góða að- hlynningu og góðvild við Bertu. Einnig viljum við þakka Veigu og hennar börnum fyrir allar þær heimsóknir, sem þau fóru til Bertu eftir að hún fór á Garðvang, sem og öðrum aðstandendum. Ég kveð Bertu með söknuði, sem góðan vin og félaga. Guð geymi þig. Sævar Pétursson. Elsku amma mín, þá er komið að leiðarlokum hjá þér og veit ég að nú ert þú komin til þeirra sem þú þurftir að sjá á eftir yfir móðuna miklu, alltaf er erfitt að sjá á eftir þeim sem við elskum, en ég veit að þú ert hvíldinni feginn því þú varst á fullu alveg fram á síðustu stundu svo mikill var krafturinn í þér þrátt fyrir fjögur síðustu árin sem voru þér erfið. Þar af þrjú ár sem þú átt- ir á Garðvangi, þar var mjög vel hugsað um þig en þú áttir við erf- iðan sjúkdóm að etja, elsku amma mín. Ég á eftir að sakna ferða minna til þín, en ég lifi með minn- inguna um þig, afa og pabba (son þinn) meðan ég lifi. Ég er fyrsta barnabarn þitt af átta og ber nöfnin ykkar afa. Heima hjá ykkur á Sól- völlum fæddist ég og bjó fyrstu tvö árin mín, en þá fluttum við pabbi og mamma aðeins neðar í götuna, þar ólumst við upp sex barnabörn þín, með þig svo nálægt okkur og nut- um við góðs af því, og líka áttir þú dóttur, tengdason og tvö barna- börn sem búa í Reykjavík og hefur fjarðlægðin milli Sandgerðis og Reykjavíkur aldrei skipt þar máli. Margt hefur á daga þína drifið um ævina. Þú fæddist í Vestmanna- eyjum, fluttist kornabarn austur á Bakkafjörð, síðan aftur til Eyja, og þar varst þú til 15 ára aldurs, en þá fórst þú suður í Hafnir, að hjálpa frænku þinni henni Tobbu, meðan Gissur fór á vertíð til Hafnarfjarð- ar. Oft talaðir þú um það þegar þú sast hjá kindunum og gafst þeim deig. Þarna kynntist þú afa, Sig- urði Magnússyni sjómanni, og hóf- uð þið búskap á Kalmannstjörn, og fluttust síðan í Júnkaragerði, þar gerði afi út bát sinn Báruna, og höfðuð þið nokkra menn á vertíð, sem þú sást um að gefa að borða, þvo vinnugalla og veita húsaskjól, á þessum tíma eignaðist þú son þinn, þegar hann var 14 ára fluttust þið í Sandgerði, fyrst að Vinaminni, síð- an kaupið þið húsið Sólvelli við Túngötu, þar eignaðist þú dóttur þína hana Ragnheiði, og fleiri urðu börn þín ekki. Í mörg ár vannst þú hjá Miðnesi h/f, við allskonar fiskvinnslu, þú gast gengið í öll störf þar, því þú varst svo dugleg og ósérhlífinn starfskraftur, og þar vannst þú til sjötíu ára aldurs, er þú hættir að vinna. En þá var afi orðinn lamað- ur, og var á sjúkrastofnunum í mörg ár. Þú fórst með pabba eða mömmu í heimsókn til hans annan hvern dag þar til hann lést í júlí 1994, tveimur árum seinna greind- ist pabbi með illvígan sjúkdóm,og var það mikið áfall fyrir fjölskyld- una, og ekki síst þig, þar sem hann var þér svo mikið. Árið 1998 fer heilsu þinni að hraka mjög, þar sem þú fékkst þann erfiða sjúkdóm sem Alzheimer er. Árið 1999 lést pabbi, í sömu viku og hann var jarðaður færð þú pláss á dvalarheimilinu Garðvangi, erfitt var það fyrir þig í fyrstu, en þér var tekið svo vel þar af yndislegu starfsfólki. Þær eru margar stundirnar sem ég, Ragnheiður, mamma og Ester áttum með þér þar, ég verð að minnast á hvað við vorum stolt af þér þegar þú varst heiðruð á degi Verkalýðsins, 1. maí 1994 fyrir vel unnin störf. Við komum nokkur saman til þín á afmælisdaginn þinn 7. maí síðastliðinn, þú varst svo kát og glaðleg þann dag,og munum við eiga góða minningu um þann dag, ekki þurftir þú að liggja lengi rúm- föst þar til yfir lauk. Þér varð að ósk þinni um að fá að deyja að sumri til, í júní eða júlí sagðir þú alltaf, svo verður jarðarfarardag- urinn þinn á sumarsólstöðu 21. júní. Með þessum línum vil ég, Matti, börnin mín og barnabörn þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér, elsku amma mín, og þú munt aldrei hverfa mér úr minni. Ég bið góðan guð að varðveita þig, og styrkja okkur öll í fjölskyldunni á þessum tímamót- um. Þín nafna Sigríður Berta Grétarsdóttir. Nú ætlum við að kveðja þig elsku amma okkar, með nokkrum orðum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Blessuð sé minning þín elsku amma. Þínir dóttursynir Jóhann og Sigurður. Elsku amma mín. Þú sagðir allt- af við mig, „ég vil fá að sofna um sumar þegar sólin skín því þá er svo hlýtt,“ og svo sannarlega fékkst þú það, ég man varla eftir fallegri degi en 14. júní þegar þú kvaddir. Alltaf var gott að koma á Sólvelli, en það hét húsið sem amma og afi bjuggu í á Túngötunni í Sandgerði, rétt hjá okkur systkinunum þar sem við ólumst upp í sömu götu. Ég minnist jólanna á Sólvöllum en þar var fjölskyldan alltaf á aðfanga- dagskvöld, amma að bera fram möndlugrautinn og passaði alltaf upp á að einhver okkar fengi möndluna, jólin byrjuðu eiginlega þegar amma kom með eplapokann til okkar því af eplunum kom jóla- lyktin, en við biðum alltaf eftir því að amma fengi eplakassa frá Mið- nes h/f, en þar vann amma frá því að ég man eftir mér og ég held ég segi satt þegar ég segi að hún hafi verið góður starfskraftur þar enda átti hún margar góðar minningar þaðan og talaði oft um þá daga. Ég á margar góðar minningar um þig elsku amma því við vorum líka mjög góðar vinkonur þó svo að það væru 44 ár á milli okkar, en þú varst nýorðin 89 ára þann 7. maí og varst þú farin að þrá hvíldina. Amma missti mikið þegar pabbi dó fyrir 3 árum og saknaði hún hans mikið en amma og pabbi voru mjög náin og þegar afi lamaðist þá heimsóttu þau hann annan hvern dag í 18 ár. Elsku amma, ég minnist morgn- anna í kaffi hjá þér, jólakökur og kleinur, og svo sterkt kaffi að ég sagði oft við þig að þetta kaffi væri svo sterkt að hægt væri að skera það, en svona fannst þér kaffið best. Þú sagðir oft söguna af litlu stelpunni sem kom og greiddi þér reglulega, en ekkert fannst þér betra en að láta dunda við hárið þitt, en það var bara eitt, þú skildir ekkert í því hvar þessi litla stelpa gæti alltaf bleytt greiðuna, því hún náði ekki upp í vaskinn, en svo laumaðist þú á eftir henni og jú, viti menn, hún náði í vatn ofan í kló- settskálina og eftir það fékk hún vatn í glas og hurðin á klósettinu var lokuð, en elsku amma ég sagði alltaf að þú hefðir fengið svona fal- legt hár útaf því að ég fékk líka alltaf að strjúka hárið þitt áður en þú kvaddir og það fannst þér gott. Amma var verkakona alla sína ævi og var hún heiðruð á degi verkalýðsins 1. maí 1994 og var hún mjög stolt af því. Elsku amma, ég mun sakna þess að fara ekki að heimsækja þig en þakka fyrir öll árin sem ég fékk að vera með þér, núna ert þú sæl með afa og pabba þér við hlið. Elsku Ragnheiður, þú hefur misst pabba þinn, bróður þinn og mömmu þína á átta árum og bið ég guð að styrkja þig og fjölskyldu þína, elsku mamma og systkini mín, guð veri með ykkur. Ég kveð þig amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín Ester Grétarsdóttir. Elsku amma mín (langamma). Það er alltaf sárt að kveðja, en ég veit að þú varst hvíldinni fegin þeg- ar þú kvaddir þennan heim 14. júní síðastliðinn. Þú varst nýorðin 89 ára og ég kom á afmælisdaginn þinn, 7. maí, í heimsókn til þín ásamt fleirum og fengum við kaffi og vöfflur og sátum öll saman að borða og tala. Þú leist svo vel út á afmælisdag- inn þinn, eins og alla aðra daga reyndar, alltaf svo sæt og fín enda kallaði ég þig alltaf dúllu, amma dúlla. Ég á margar minningar um þig elsku amma sem ég mun geyma hér í hjartanu mínu þangað til ég kveð þennan heim, ég veit að núna líður þér vel og ert komin til lang- afa og elsku afa sem dó fyrir 3 ár- um og þú saknaðir mikið. Ég kveð þig elsku amma mín með þessu ljóði því ég veit að þetta myndir þú segja við okkur... Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þín, Hildur Rós. Á fjórða áratug síðustu aldar var erfitt að fá vinnu og fóru margir úr mínu byggðarlagi á vetrarvertíð til Suðurnesja. Það þótti þó ráðlegra að tryggja sér vinnu áður en lagt var í langa og kostnaðarsama ferð. Ég þekkti engan sem gat greitt götu mína í þessu efni. Móðir mín vissi að Berta syst- urdóttir hennar var gift útgerðar- manni á Kalmanstjörn í Höfnum. Þótt Berta væri mér ókunnug varð það að ráði að ég skrifaði henni og bað hana að athuga með starf fyrir mig. Ég reyndi að lýsa sjálfum mér en gat þó ekki sagt að ég væri van- ur sjómennsku þótt ég hefði róið til fiskjar heima á árabáti í ígripum með bústörfum. Lánið var með mér. Ég fékk svar frá Bertu og var ráðinn í skiprúm hjá Sigurði Magn- ússyni manni hennar. Ég kom til Kalmanstjarnar að kvöldi dags. Sigurður tók á móti mér. Alúðin og hlýjan hjá þeim hjónum báðum hratt í burtu öllum kvíða sem ég hafði alið með mér en þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að heiman. Öll kynni mín af þeim hjónum voru með ágætum. Ég var svo heppinn að vera í heimili hjá þeim ásamt öðrum samstarfsmanni. Við vorum eins og hluti af fjölskyld- unni. Berta var elskuleg kona. Hún var alltaf hress og létt í lund og hugsaði vel um heimili sitt og nut- um við þess til hins fyllsta. Ég tók fljótt eftir því að þau hjónin nutu vinsælda, virðingar og trausts í byggðarlaginu. Ég var tvær vertíðir á Kalman- stjörn, 1936 og 37. Það var dýr- mætur reynslutími. Þetta var eini tíminn á ævi minni þar sem sjó- mennskan var mitt aðalstarf. Sig- urður var frábær sjómaður og stjórnandi. Alltaf rólegur, ákveðinn og sanngjarn. Berta var trausta og dagfarsprúða húsmóðirin sem hélt öllu í röð og reglu á heimilinu og gerði það notalegt og hlýtt. Það var mikið jafnræði með þeim hjónum. Frá dvöl minni á Kalmanstjörn á ég góðar og kærar minningar. Eftir að leiðir skildu vorið 1937 var fátítt að við hittumst. En fréttir bárust milli vina eins og títt er. Þau Sig- urður og Berta fluttu til Sandgerð- is. Það var gaman að heimsækja þau í snotra húsið þeirra þar. Hjartanlegar móttökur og hlýhug- ur yljaði fólki. Sigurður varð fyrir miklu heilsufarsáfalli og dvaldist eftir það á heilsustofnunum til ævi- loka. Berta reyndist manni sínum vel í þessum þungu veikindum. Jafnframt varð hún að vinna fyrir sér og var í fiskvinnslustörfum. Börn þeirra hjóna voru henni stoð og stytta á þessum erfiðu tímum. Það var Bertu mikið áfall að missa mann sinn og nokkrum árum síðar lést sonur hennar fyrir aldur fram. Síðustu árin átti Berta sjálf við mikið og erfitt heilsuleysi að stríða. Berta Soffía var alin upp í stórri fjölskyldu verkamanns. Á ung- lingsárunum kynntist hún atvinnu- leysi og harðæri kreppuáranna. Hún þekkti það vel að vinna hörð- um höndum til að sjá sér og sínum farborða. Þetta var harður skóli. En Berta og Sigurður brugðust ekki. Í ölduróti lífsins tóku þau virkan þátt í að marka þau spor sem fleytt hafa þjóðinni fram á leið til aukins þroska og bættra lífs- kjara. Börnin þeirra tvö komust vel til manns og voru þau og fjölskyld- ur þeirra þeim mikil gæfa á lífsleið- inni. Við sem þekktum Bertu minn- umst góðs og trausts samferðamanns. Hún mætti öllum erfiðleikum með æðruleysi og festu. Hún trúði á það góða í hverj- um manni og talaði vel um fólk. Vinátta hennar var traust og ein- læg. Það var notalegt að vera í ná- vist hennar. Við kveðjum góða samferðakonu með þökk í huga. Hún létti sam- ferðafólkinu sporin. Blessun fylgi henni á nýjum vegum. Fjölskyldu hennar flytjum við innilegar sam- úðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. BERTA SOFFÍA STEINÞÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.