Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 35 EXTRAVAGANT HÁRNÁKVÆMUR MASKARI SEM MARGFALDAR AUGNHÁRIN. MÖGNUÐ AUGNHÁR, ÞÉTT, LÖNG OG AÐSKILIN. Helena Rubinstein er sérfræðingur í augnháralitum. Nú er kominn nýr magnaður maskari á markaðinn. Útsölustaðir: Ársól Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ. Landið: Hjá Maríu Hafnarstræti Akureyri, Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og Menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræði 14 Vestmannaeyjum. w w w .h el en ar ub in st ei n. co m GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Björt og afar rúmgóð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í vel viðhöldnu fjölbýli (4 íbúðir í stigagangi). Íbúðin er um 80 fm. Í kjallara er aukaherbergi og sér- geymsla. Stigagangur nýlega málaður. Sjarm- erandi íbúð á spennandi stað. Verð 11,9 millj. Áhv. 0,7 millj. ÆGISGATA - LAUS STRAX ÞESSI pistill er svar við grein eftir Hjörleif Þórarinsson lyfjafræð- ing sem birtist nýlega undir nafninu „Hinn hættulegi gamanleikur Panódíl fyrir tvo“ í tíma- ritinu Lyfjatíðindi. Lyfjatíðindum er dreift til lækna, lyfjafræðinga og nokkurra annarra heilbrigðisstarfsstétta. Ábyrgðarmaður þessa tímarits er blaðamaður en ritstjórnin er fólk sem starfar hjá lyfjafyr- irtækjum. Hjörleifur skrifar þessa grein sem formaður Lyfjahóps Samtaka verslunarinnar – FÍS (Fé- lag íslenskra stórkaupmanna). Í þessari grein er vegið að starfs- heiðri undirritaðs og á ýmsan hátt hallað réttu máli og finn ég mig þess vegna knúinn til að leiðrétta og út- skýra það sem Hjörleifur segir. Forsaga málsins er að ég hef árum saman haft áhyggjur af samskiptum lækna og lyfjaframleiðenda og þeim aðferðum sem beitt er til að hafa áhrif á lyfjaval lækna. Ég hef oft skýrt frá þessu í fjölmiðlum og vona að það hafi borið einhvern árangur. Ég skrifaði grein í Læknablaðið í apríl sl. þar sem komið var inn á þessi mál og í framhaldi af því boðaði áður nefndur Lyfjahópur til málfundar undir yfir- skriftinni „Mútur eða miðlun upplýs- inga“ og í framhaldi af fundinum var nokkur umfjöllun um málið í fjölmiðl- um, einkum sjónvarpi. Í þessari um- ræðu lýsti ég enn áhyggjum mínum af samskiptum lækna og lyfjafram- leiðenda og því hvernig sumir lyfja- framleiðendur reyna með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á lyfjaval lækna, á lyfjarannsóknir og ekki síst á það hvaða rannsóknaniðurstöður eru birtar og hverjar ekki. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir, bæði erlend- is og hérlendis, og eru nýleg dæmi um að slík samskipti hafi leitt til op- inberra rannsókna og réttarhalda yf- ir læknum og lyfjafyrirtækjum, m.a. í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Um allt þetta er talsvert skrif- að erlendis, bæði í læknisfræðitíma- rit, vikublöð og dagblöð. Nú er svo komið að mörg virt fagtímarit og um- sjónaraðilar erlendra læknaráð- stefna gera þá kröfu að þeir sem kynna rannsóknir sínar á þeim vett- vangi verða að gera grein fyrir fjárhags- legum tengslum við lyfjaframleiðendur. Þetta er að sjálfsögðu gert vegna tortryggni í garð lyfjaiðnaðarins. Að ég skuli benda á þessar staðreyndir og vonandi leggja þar með eitthvað að mörk- um í baráttu gegn óeðlilegum samskipt- um af þessu tagi af- greiðir Hjörleifur og Lyfjahópurinn sem „ámælisverðar fullyrð- ingar“ og „að skjóta fyrst og spyrja svo“. Annars er Hjörleifur frekar óhepp- inn með nafnið á grein sinni og það sem hann segir um afskipti Lyfja- stofnunar af leikritinu „Panódíl fyrir tvo“ vegna þess að þar fer hann með rangt mál. Hann segir „Af þessum sökum hefur Lyfjastofnun m.a. séð sig knúna til að gera athugasemd við aðstandendur leiksýningarinnar Panódíl fyrir tvo. Þarna var augljós- lega um ólöglega lyfjaauglýsingu að ræða, þótt um sé að ræða beina þýð- ingu á heiti leikrits sem byggir á einni kvikmynda háðfuglsins Woody All- ens“. Með þessari frásögn reynir Hjörleifur að draga úr trúverðug- leika Lyfjastofnunar en ekkert af því sem hann segir um afskipti stofnun- arinnar er rétt. Staðreyndir málsins eru í stórum dráttum þessar: 1) aldrei var gerð athugasemd við nafn leik- ritsins enda hefði slíkt verið óeðlilegt, 2) engin athugasemd var send að- standendum leiksýningarinnar, 3) vörumerki (logo) lyfsins Panodil var notað við auglýsingar á leikritinu og var umboðsmanni lyfsins bent á að til þess þyrfti hann leyfi ráðuneytisins, 4) sótt var um þetta leyfi sem var veitt mjög fljótt. Í greininni gerir Hjörleifur mér upp skoðanir hvað eftir annað og rangfærir ummæli mín. Hann segir t.d. „ ... hefur hann ítrekað fullyrt að lyfjafyrirtæki verji á bilinu 20 til 40% af veltu sinni til að hafa áhrif á lyfja- ávísanir lækna“. Þetta hef ég aldrei sagt. Það sem ég hef sagt er að lyfja- fyrirtæki verji 20–40% af veltu sinni til auglýsinga og kynninga og því hef- ur Hjörleifur ekki mótmælt enda eru það tölur sem almennt er miðað við. Ég hef jafnframt sagt að flestar lyfja- auglýsingar séu eðlilegar og í lagi en að gerðar séu hér á landi athuga- semdir við u.þ.b. 50 auglýsingar á ári. Margir vita að lyfjaframleiðendur styrkja vísindaráðstefnur, útgáfu fagtímarita og fleira í þeim dúr og er það þeim til sóma og hið besta mál. Hitt er líka alkunna að stundum fara þeir yfir strikið í viðleitni sinni til að fá lækna til að ávísa sínum lyfjum og það er þetta sem ég hef verið að gagnrýna. Hjörleifur segir að ég „...sé með ásakanir á stóran hluta heilbrigðiskerfisins um saknæmt at- hæfi eða a.m.k. siðferðilega rangt at- hæfi“. Ég hef aldrei haldið því fram að stór hluti lækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna hafi rangt við þannig að hér fer Hjörleifur ekki með rétt mál. Á öðrum stað segir hann að ég vilji herða eftirlitshlutverk og refsiúrræði Lyfjastofnunar gagnvart lyfjafyrirtækjum og fá til þess aukin fjárframlög. Aftur veit ég ekki hvað manninum gengur til, ég hef ekki haldið slíku fram. Í augum Hjörleifs er ég mjög fordómafullur og í um- ræddri grein notar hann það orð fimm sinnum. Samkvæmt orðabók- um hefur fordómar sömu merkingu og hleypidómar og eru þetta ákaflega ljót orð og þeir sem eru haldnir slíku eru ekki hátt skrifaðir. Auðvitað má Hjörleifur hafa þetta álit á mér en í greininni færir hann ekki fyrir því haldbær rök enda hef ég ekki gert annað en að skýra frá staðreyndum sem eru vel þekktar hérlendis og er- lendis. Ég stend í baráttu við meintan siðferðisbrest og átti aldrei von á að það skapaði mér vinsældir, en skrif eins og þau sem formaður Lyfjahóps- ins hefur viðhaft auka ekki bjartsýni á að hann eða hópurinn hafi áhuga á að bæta ástandið. Magnús Jóhannsson Höfundur er læknir, prófessor við Háskóla Íslands og starfar hjá Lyfja- stofnun. Starfsheiður Hjörleifur gerir mér upp skoðanir hvað eftir annað, segir Magnús Jóhannsson, og rangfærir ummæli mín. „Panódíl fyrir alla“ eða samskipti lækna og lyfjaframleiðenda Malasia - BALI - Singapúr Algjört heimsklassa - Tækifæri Sími 56 20 400 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA KARÍBAHAF - 12 d. hálfvirði = 2 fyrir 1 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.