Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMYGL á fólki milli landa er núorð- ið algengara en eiturlyfjasmygl enda talið mun áhættuminna. Slíkir ólöglegir fólksflutningar hafa aukist mjög á undanförnum árum og er þessi starfsemi talin velta mörgum milljörðum króna á ári hverju. Þetta kom fram á ráðstefnu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bangkok í gær. Á ráðstefnu ÖSE, þar sem rætt er um hina mannlegu hlið öryggismála, kom fram að smygl á fólki sé að fær- ast í aukana þrátt fyrir tilraunir til að berjast gegn þessum ólöglegu viðskiptum. Bent var á að til að út- rýma þessari plágu þurfi að grípa til brýnna aðgerða, en ráðstefnunni nú er þó einkum ætlað að koma með hugmyndir að því hvernig hindra megi slíka flutninga, fremur en finna raunverulegar lausnir á vand- anum. „Á hverju ári eru milljónir karla, kvenna og barna fluttir á milli landa og búa eftir það við skilyrði sem líkja má við þrældóm,“ sagði Tadeu Soares, sendiherra Portúgals í Taí- landi, á ráðstefnunni. „Svo virðist sem þeir sem stunda þessi viðskipti taki nú flutning á fólki fram yfir eit- urlyfjasmygl enda er áhættan við að smygl á fólki áhættuminni.“ Soares sagði ennfremur að hnatt- væðingin hafi leitt til aukningar á fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpa- starfsemi sem hindri félagslega, efnahagslega og menningarlega þróun ríkja. Stjórnvöld og yfirvöld innflutningsmála í mörgum löndum sniðgangi, greiði fyrir og græði jafn- vel á slíkum viðskiptum. Á þetta þurfi að varpa ljósi. Starfsemi ÖSE nær til 55 ríkja í Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Amer- íku, en á ráðstefnunni kom fram að sérstakt áhyggjuefni sé hversu mik- ið smygl á fólki hefur aukist á Balk- ansskaga, þrátt fyrir mikla viðleitni til að sporna við því. Þá kom fram að mörg aðildarríki ÖSE eigi hagsmuna að gæta í Asíu í tengslum við ólöglega fólksflutn- inga, sérstaklega í löndunum sem tilheyra aðildarríkjum Suðaustur- Asíuríkja (ASEAN). Flest lönd séu áfanga-, upphafs- eða viðkomustað- ur fyrir ólöglega fólksflutninga og sum séu allt þrennt, svo sem Taí- land og löndin á Balkanskaga. Nauðsynlegt að ríki vinni saman Á ráðstefnunni kom fram gagn- rýni á þær leiðir sem hingað til hafa verið farnar til að reyna að hindra ólöglega fólksflutninga og bent var á að þær væru misheppnaðar. Rædd var nauðsyn þess að samvinna eigi sér stað milli þeirra landa sem eru upphafs- eða áfangastaðir fyrir smygl á fólki og bent á að til þess þurfi pólitískur vilji ríkisstjórna að vera fyrir hendi, en fram kom að Taíland hefur frá árinu 2000 verið samvinnuaðili ÖSE. Á ráðstefnunni var bent á að smygl á fólki hafi breyst töluvert frá tímum kalda stríðsins og línurnar í dag séu ekki eins skýrar. Áður fyrr hafi flestar konur sem smyglað var til Evrópu til að stunda vændi verið asískar og hafi þær aðallega komið frá Taílandi, en í dag séu fyrrum Sovétlýðveldi algengur upphafs- staður ólöglegra fólksflutninga. Fyrr í þessum mánuði fordæmdu bandarísk sjórnvöld verslun með fólk í skýrslu þar sem fram kom að allt að fjórar milljónir manna hefðu gengið kaupum og sölum í þrælaiðn- aðinum á síðasta ári. Smygl á fólki orðið algeng- ara en eiturlyfjasmygl Bangkok. AFP Stjórnvöld í mörgum löndum sögð greiða fyrir slíkum viðskiptum BANDARÍSKA flugfélagið South- west Airlines sætir nú mikilli gagn- rýni fyrir þá stefnu sína að láta feitt fólk greiða fyrir tvö flugsæti taki það meira pláss en góðu hófi gegnir. Talsmenn flugfélagsins segja mark- miðið hins vegar einungis það að tryggja að sessunautar íturvaxinna farþega geti notið flugsins. „Við stundum sölu á flugsætum og ef þú þarft á meira en einu sæti að halda verðurðu að borga fyrir það,“ sagði Beth Harbin, talsmaður Southwest. Fulltrúar Samtaka offitu- sjúklinga í Bandaríkjunum eru hins vegar yfir sig hneykslaðir. „Þessar reglur mismuna fólki og þær bera vott um illgirni,“ sagði Morgan Downey, framkvæmdastjóri sam- takanna. „Með þessu er verið að níð- ast á fólki – sem hvort eð er má þola fordóma – í stað þess að sinna þörf- um þess með breytingum á farþega- rýminu.“ Sagði Downey að flugfélög ættu að hafa stærri sæti í vélum sínum enda bendi allt til þess að Banda- ríkjamenn séu sífellt að verða „um- fangsmeiri“. Er áætlað að einn af hverjum fjórum Bandaríkjamönn- um þjáist af offitu. Reglurnar eru að vísu afar mis- munandi eftir flugfélögum en flest eru þó á bandi Southwest. Sagði Downey að samtök sín væru að hug- leiða að fara fyrir dómstóla eða biðja Bandaríkjaþing um að banna þá reglu, að feitir séu neyddir til að borga fyrir tvö flugsæti. Tilkynnti George W. Bush Banda- ríkjaforseti einmitt í gær að hann teldi reglulega hreyfingu og heil- brigt mataræði til marks um föð- urlandsást fólks. Lýsti hann yfir stríði á hendur offituvandamálinu, sem rannsóknir sýna að færist í aukana. „Ef þú vilt stuðla að bættu sam- félagi þá geturðu gert það með því að hugsa vel um eigin líkama,“ sagði Bush og bætti við: „Gögnin tala sínu máli; aukin hreysti almennings tryggir öflugri Bandaríki.“ Bush, sem æfir reglulega, hvatti landa sína m.a. til að eyða hálftíma á dag í líkamsæfingar, borða betra fæði og hætta að reykja, auk þess sem hann sagði að vel færi á því að menn neyttu áfengis aðeins í hófi. Offitusjúklingar gagn- rýna bandarísk flugfélög Dallas, Washington. AP, AFP. Digrir farþegar látnir greiða fyrir tvö flugsæti ÓTTAST er, að meira en 100 menn hafi farist í mikilli gas- sprengingu í kolanámu í Heil- ongjiang-héraði í Norðaustur- Kína. Skýrði Xinhua-fréttastof- an frá því í gær. Um 140 menn voru við vinnu í námunni þegar sprengingin varð og lokuðust þá inni meira en 100 þeirra. Tekist hafði í gær að bjarga 24 mönnum og voru sumir mikið slasaðir. Er náman við borgina Jixi en í sprengingum í tveimur öðrum námum þar í apríl fórst 31 maður og 43 slösuðust. Í Kína stendur til að loka þúsundum smárra kolanáma á þessu ári til að draga úr skelfi- legum fjölda slysa og dauðs- falla í þessum atvinnurekstri. Samkvæmt opinberum tölum farast um 10.000 námamenn við vinnu sína á ári hverju en ýmsir sérfræðingar segja, að sú tala sé í raun hærri enda algengt, að ekki sé skýrt frá námaslysum. Stórslys í kínverskri námu Peking. AFP. MILLJÓNIR Spánverja lögðu niður vinnu í gær, en boðað var til allsherj- arverkfalls í landinu, til að mótmæla nýrri stefnu stjórnvalda í málefnum atvinnulausra. Tímasetning verk- fallsins í gær var afar óheppileg fyrir forsætisráðherra landsins, Jose Maria Aznar, en fundur Evrópusam- bandsins hefst í Sevilla í dag. Var að- gerðunum ætlað að gera undirbún- ing fundarins sem erfiðastan, en vegna verkfallsins þurftu margir Evrópuleiðtoganna að seinka komu sinni til Sevilla. Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að verslanir og þjónustufyrir- tæki voru víða lokuð og almennings- samgöngur voru skertar verulega. Hjá stærsta flugfélagi Spánar, Iberia, var einungis flogið um 20% af áætluðum ferðum. Að minnsta kosti 31 verkfallsmaður var handtekinn eftir átök við lögreglu, flestir í Madr- id að sögn spænska innanríkisráðu- neytisins. Stjórnvöld og forsvarsmenn verkalýðsfélaga greinir á um áhrif verkfallsins í gær. Verkalýðsfélög héldu því fram að yfir 80% verka- fólks hefðu tekið þátt í aðgerðunum en stjórnvöld sögðu að þær væru langt frá því að geta kallast allsherj- arverkfall og hér væri á ferðinni mesti ósigur stjórnarandstöðunnar í 20 ár. Ný stefna stjórnvalda í atvinnu- leysismálum sem fyrirskipuð var í síðustu viku felur meðal annars í sér að atvinnuleysisbætur verða lækk- aðar og falla niður til atvinnulausra einstaklinga sem hafa þrisvar sinn- um hafnað tilboði um atvinnu. Breyt- ingarnar fela einnig í sér að launa- greiðslur til starfsmanna sem hefur verið sagt upp störfum og hafa áfrýj- að til dómstóla falla niður og greiðslur til landbúnaðarverka- manna sem ráðnir eru tímabundið verða lækkaðar. Atvinnuleysismál eru viðkvæmt deiluefni á Spáni, en atvinnuleysis- hlutfall þar í landi er 11,5% sem er hið hæsta innan landa Evrópusam- bandsins. Allsherjarverkfallið í gær er hið fyrsta síðan hægri stjórn Aznar tók við völdum á Spáni árið 1996 og eru þetta mestu verkalýðsátök sem Azn- ar hefur tekist á við í forsætisráð- herratíð sinni. AP Verkfallsvörður nær tökum á ónafngreindum snoðkolli sem hóf slags- mál við röð verkfallsvarða í Valencia í allsherjarverkfallinu. Allsherjarverkfall á Spáni í gær Milljónir lögðu niður vinnu Madrid, Sevilla AP, AFP. ENSKI fótboltaáhugamaðurinn Michael Mime í York á Norður- Englandi bjó sig í gær undir að fylgjast með HM-viðureign Eng- lendinga og Brasilíumanna nú í morgunsárið. Gerði hann það með því að kaupa 1.050 nagla í næstu byggingavöruverslun og búa sér til þessa skemmtilegu hvílu. Segist hann hafa gert það vegna þess hve mikið hann hafi þjáðst í fyrri leikj- um enska landsliðsins og í þeirri von að þjáningin á nöglunum upphefji eða deyfi þá þjáningu sem er því samfara að fylgjast með leikjunum. AP Krókur á móti bragði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.