Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „EKKERT vitni er óttalegra né neinn ákærandi voldugri en samviskan í brjósti voru,“ segir í máltæki. Eins má segja að eng- in lög né rök geta yf- irunnið réttlætis- kenndina sem við berum í brjósti. Í framhaldi af þeim umræðum sem spunn- ist hafa vegna heim- sóknar eins af „mik- ilmennum“ nútímans, forseta Kína, öðlast þessi orð gildi. Því hversu mjög sem stjórnvöld og embætt- ismenn hafa keppst við að réttlæta þá ákvörðun að meina ákveðnum hópi mótmælenda inngöngu í land- ið fær það í engu breytt almenn- ingsálitinu sem lítur á þessa ákvörðun sem „löglega en sið- lausa“ svo vitnað sé í orð baráttu- manns gegn spillingu í íslensku stjórnkerfi. Það er engum vafa undirorpið í huga flestra að þessar hömlur voru settar vegna þrýst- ings frá kínverskum stjórnvöldum en ekki til að tryggja öryggi for- setans. Mig langar til að leggja fram eftirfarandi spurningar: 1. Hefði fylgismönnum baráttu- konunnar Aung San Sun Kyi, sem hefur setið í stofufangelsi í Búrma árum saman vegna andstöðu sinn- ar við ríkjandi einræðisstjórn, ver- ið neitað um inngöngu í landið ef forseti þess ríkis hefði verið í op- inberri heimsókn? Hún hefur m.a. hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir ódrepandi baráttu sína fyrir lýð- ræði í heimalandi sínu. 2. Sama spurning varðandi fylg- ismenn Jose Ramos-Horta frels- ishetju A-Tímor hefði forseti Indó- nesíu verið hér í sömu erinda- gjörðum? Hann hefur einnig feng- ið friðarverðlaun Nóbels. 3. Væri hægt að meina meðlim- um alþjóðasamtakanna Amnesty International inngöngu í landið til að mótmæla vegna heimsóknar al- ræmds einræðisherra sem hefði á samvisk- unni líf hundraða eða þúsunda manna? Einhverjum kann að virðast sem þau samtök sem hér eru upptalin séu ekki sambærileg við leik- fimi- og hugleiðslu- samtökin Falun Gong eins og þau hafa verið nefnd hér á landi. Þó hefur upphafsmaður þeirra, Li Hongzhi, verið tilnefndur til friðarverðlauna Nób- els. Og hvers konar samtök eru þetta? Eru þetta hryðjuverka- eða öfga- samtök sem berjast fyrir því að bylta stjórnvöldum í Kína? Eru þetta samtök sem hafa á sinni könnu markmið sem eru and- félagsleg, ósiðleg eða hvetjandi til sjálfstortímingar? Ekki hef ég séð neitt sem bendir í þá átt ef undan er skilin yfirlýsing talsmanns Kínastjórnar sem birt var í Morg- unblaðinu nýlega og getur nú hver svarað fyrir sig hversu hlutlaus sú skoðun er. Rauði þráðurinn í starf- semi Falun Gong er mannrækt byggð á aldagömlum austurlensk- um fræðum í ætt við fræði Búddha. Til þessa stunda meðlim- irnir æfingar sem minna á við- urkennd austurlensk hugræktar- kerfi svo sem yoga og kínverska leikfimi sem stunduð eru m.a. hér á landi og njóta mikillar virðingar. Hættan úr austri Egill Einarsson Mannréttindi Stundum heyrast þær raddir, segir Egill Einarsson, að ekki sé rétt að láta menn gjalda endalaust fyrir mis- gjörðir sínar. ÞAÐ er sennilega að bera í bakkafullan læk- inn að fjalla frekar um heimsókn forseta Kína, Jiang Zemins, á dögun- um og afleidd tíðindi sem af henni sköpuð- ust. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að halda nokkrum grundvallar- atriðum til haga, en umræðan hefur farið um víðan völl og verið sumpart ruglingsleg. Það var eðlileg og sjálfsögð ákvörðun að bjóða forseta Kína vel- kominn til heimsóknar hingað til lands. Og okkur bar að taka vel á móti honum í alla staði. Við erum í góðum tengslum við Kínverja og eigum að vera það. Þróun mála í Kína hefur verið í rétta átt á síðustu árum; land- ið er að opnast og stóraukin sam- skipti Kína við lýðræðisþjóðir víða um heim hafa haft sín jákvæðu áhrif þótt enn sé verk að vinna. Tæpast eru margir þeirrar skoðunar að vilja reyna að einangra Kína, með sínar 1.200 milljónir íbúa úr samfélagi þjóðanna. Löng reynsla er af því að bein og hreinskilin samskipti þjóða í millum leiða til jákvæðrar þróunar í heimsmálunum. Þess vegna er Kína- forseti aufúsugestur. Hins vegar er jafnljóst að fulltrúar vinaþjóða ræða af hreinskilni þau mál sem uppi eru hverju sinni. Því var sjálfsagt að mannréttindamál sem og önnur mikilvæg málefni yrðu tekin upp í viðræðum fulltrúa þjóðanna, nú sem fyrr. Aftur á móti var með öllu óskiljanleg sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að reyna að koma í veg fyrir rétt al- mennings til að lýsa viðhorfum sínum til kínverskra málefna. Og einu gildir hvort sá al- menningur var íslensk- ur, eða um var að ræða erlenda gesti. Stjórnarskrárvarinn réttur fólks hér á landi er varðar mál- og skoðana- frelsi er skýr og afdráttarlaus. Þau réttindi eru ekki og eiga aldrei að vera háð mati stjórnvalda hverju sinni. Hvort um var að ræða málefni Falun Gong og meintar ofsóknir gegn þeim hópum í Kína, eða önnur álitamál, er ekki aðalatriðið. En að setja upp „svarta lista“ með fólki, sem hugsanlega hefði „óæskilegar“ skoðanir og hefta ferðafrelsi þess, er engu skárra en aðgerðir Sovét- kommúnismans forðum daga. Engin hætta var á hryðjuverkum. Aðeins var um það að ræða, að þetta fólk Lýðræði er ekki skiptimynt Guðmundur Árni Stefánsson HVERS vegna að ganga gegn fíkn? Ég viðurkenni að sú spurning var mér ekk- ert sérstaklega hug- leikin þegar ég missti af síðasta Breiðholts- vagninum í fyrravetur og þurfti að ganga alla leið heim. Rúmlega ári síðar fagna ég þátt- töku allra þeirra sem fylgja mér og Götu- smiðjunni í þessa fyrstu göngu gegn fíkn – sem nú er beint gegn sjálfri vímuefnafíkn- inni. Í þetta sinn er stefnt að því að ganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur og safna áheitum á leiðinni til styrktar Götusmiðjunni undir yfirskriftinni Króna á kíló- metra, sem hver liðsmaður þarf að leggja að velli. Eftirfarandi síma- númer tekur sjálfkrafa við áheitum: 908 2111. Heitið verður á 20 göngu- menn að ganga 50 kílómetra leið svo upphæð áheitsins nemur alls 1000 krónum. Fíknirnar eru trúlega jafn marg- ar og mennirnir. Flestir, ef ekki all- ir, kannast við fleiri en eina fíkn úr eigin lífi. Samkvæmt skilgreiningu orðabókar getur fíkn verið bæði áköf löngun, ástríða og óstjórnleg þörf. Þær fíknir sem mér eru efst í huga eru: áfengis– og eiturlyfjafíkn (öðru nafni vímuefnafíkn), tóbaks- fíkn, spilafíkn, átfíkn, kynlífsfíkn og vinnufíkn. Allar eiga þó þessar ólíku fíknir það sammerkt að eiga sér rót í öfgum af ýmsu tagi. Og ein fíkn orkar hvetjandi á aðra, vinnufíknin æsir t.d. upp drykkjufíknina o.s.frv. Þeir sem hafa lent í arnarklóm fíkninnar sjálfir, vinir eða aðstand- endur þekkja þó einir hinar hræði- legu afleiðingar þess að ánetjast jafn afgerandi niðurrifsöflum af eig- in raun. Trúlega er vímuefnafíknin ein hættulegasta fíknin, að minnsta kosti sú sem vinnur einna hraðast gegn ónæmiskerfinu. Æ stærri hóp- ur fólks, ekki síst ungs fólks, lætur glepjast af þeirri gervifullnægju sem úr fíkniefnum fást. Um leið er það fólk óneit- anlega öðrum í þjóð- félaginu víti til varn- aðar. Böl eins verður þó ævinlega annars kvöl. Flestir Íslending- ar lifa við töluverð efn- isleg gæði. Samt er fá- tækt orðin efnahagsleg staðreynd og aðrir sýnilegir meinbugir á frelsi okkar og ham- ingju verða æ sýni- legri. Skyldi það vera óhagganleg staðreynd að jafn margir falli fyr- ir vímugjafanum og raun ber vitni? Ég tel svo alls ekki vera. Sjálfur þekki ég brögð fíkninnar. En sú til- finning að vera fangi í eigin líkama og huga hefur blessunarlega haldið mér frá henni í vissri fjarlægð. Sá sem fullnægður er að líkama og sál hlýtur að vera mun ónæmari fyrir freistingum vímuefna. Hann veit hvað veitir honum sanna og ómælda gleði og lífsfyllingu. Hefur lært að stilla sig inn á rétta bylgju- lengd og sætta sig við eigið hlut- skipti, svo hann þarf ekki á neinum gervigjafa að halda. Getur verið að í ógnarhraða neyslukapphlaupsins höfum við gleymt því sem skiptir okkur sann- arlega mestu máli þegar á hólminn er komið? Höfum við borgað fyrir það sem við köllum efnisleg lífsgæði of hátt tilfinningalegt verð? Kann að vera að við höfum ruglast í rím- inu við val okkar og hlutskipti í líf- inu? Vímuefnavandinn í þjóðfélaginu er því miður meiri en margur áttar sig á. Til marks um það leituðu rúmlega hundrað ungmenni á náðir meðferðarheimilis Götusmiðjunnar að Árvöllum í fyrra. Flest yngri en átján ára. Og biðlistar þeirra sem leita eftir meðferð lengjast. Á Ár- völlum hefur í æ ríkari mæli verið leitast við að bjóða upp á fjölbreytt- ari dagskrá, einkum til handa þeim sem lokið hafa grunnmeðferð og þurfa á frekari fylgd og tækifæri að halda til að geta tekist betur á við lífið framvegis. Með því að heita á þessa fyrstu göngu gegn fíkn getum við sam- einað krafta okkar gegn vímuefna- vandanum. Að ganga gegn fíkn fel- ur þannig í sér vissa áskorun gagnvart lífinu. Áskorun sem best er að svara með samhentu liði. Vil ég nota tækifærið og þakka kærlega fyrir allan þann stuðning sem ófá fyrirtæki og félagasamtök hafa sýnt göngu þessari og samleið- ina með Götusmiðjunni. Sérstaklega þakka ég samstarfsmanni mínum, Jóni K. Guðbergssyni fjölskylduráð- gjafa, fyrir lærdómsríka og ánægju- lega samvinnu og Mumma fyrir gagnlegar ábendingar og uppbyggi- leg skoðanaskipti. Fjölmennum öll í gönguna gegn vímuefnafíkn föstudagskvöldið 21. júní klukkan 22.00 fyrir framan Stjórnarráðið. Rútur flytja göngu- menn frítt til Þingvalla, þar sem gangan hefst. Boðið verður upp á spennandi veitingar á leiðinni. Mos- fellingar halda hátíð með ýmiss konar uppákomum handa börnum og unglingum frá kl. 11.00–13.00 morguninn eftir. Tónleikar og stuð verða á Ingólfstorgi upp úr kl. 16.00 laugardaginn 22. júní þar sem gang- an endar. Öllum er frjálst að taka þátt í göngunni að kostnaðarlausu og ganga að vild. Að ganga gegn fíkn Benedikt S. Lafleur Forvarnir Með því að heita á þessa fyrstu göngu gegn fíkn, segir Benedikt S. Lafleur, getum við sam- einað krafta okkar gegn vímuefnavandanum. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur. „MAMMA! hver er munurinn á brauði og flatbrauði?“ spurði dóttir mín í síðustu viku. Af hverju spyrðu? – Vinkona mín var að byrja í líkamsrækt og þar var henni sagt að borða ekki brauð en hún mætti borða flat- brauð. Þessi „fróðleikur“ hefur gengið manna á meðal í þjóðfélaginu undanfarna mánuði. Það hefur ekki verið hægt að komast hjá því að svara þessari spurningu oft, sem fagmanneskja. Kannski er svarið komið við „of- fitu“ þjóðarinnar. Eru það kannski ákveðnar líkamsræktarstöðvar sem eiga stóran þátt í röngu mat- aræði fólks. Það eru alla vega ákveðnar líkamsræktarstöðvar sem eru með kennslu í mataræði og vita lítið eða ekkert um hvað málið snýst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðleggingar heyrast frá ákveðn- um líkamsræktarstöð- um um mataræði sem eru algjörlega út úr kortinu. Það er ekki þar með sagt þó svo að þú kunnir að hreyfa þig og getir kennt það öðrum, sem virðist vera stór uppistaða kennara á mörgum líkamsræktarstöðum, að þú hafir lært neitt í næringarfræði. Því miður vill það alltof oft brenna við að verið sé að fræða fólk á líkamsræktar- stöðvunum um mat- aræði. Þar er sjaldnast fagfólk á næringarsviðinu að verki og ástæða er til að benda þessum stöðvum á að leita sér faglegrar ráðleggingar, ef varanlegur árang- ur á að nást. Kannski er það markmið líkams- ræktarstöðva að viðhalda offitunni, eða eins og oftast gerist láta fituna koma og fara, til að halda stöðv- unum gangandi. Miðað við allar þær líkamsræktarstöðvar sem til eru á höfuðborgarsvæðinu er það „merkilegt“ hvað þjóðin þenst út, þrátt fyrir alla þá peninga sem notaðir eru í líkamsrækt. En hver er munurinn á brauði og flatbrauði? Meginuppistaðan í flatbrauði er rúgmjöl, vatn og salt en megin- uppistaðan í brauði er hveiti, heil- hveiti, klíð, rúgmjöl eða haframjöl, vatn, salt og ger. (Fer eftir tegund brauðs). Er þá einhver munur? Megin- uppistaðan í hvorutveggja er korn. Kornvörur eru æskilegar í fæði mannsins, hvort „brauðið“ er brauð eða flatbrauð hefur ekkert að segja um það hvort þú grennist eða ekki. Ekki hef ég kunnáttu til að segja hvort þú verðir fallegri eða stinnari af flatbrauði eða brauði, það læt ég aðra um. Kæru landsmenn! Það er mik- ilvægt að sá fróðleikur sem þú nýt- ir þér sé réttur og ekki rifinn úr samhengi við það sem rétt er. Borðum meira brauð Guðrún Þóra Hjaltadóttir Næring Það er mikilvægt að sá fróðleikur sem þú nýtir þér, segir Guðrún Þóra Hjalta- dóttir, sé réttur og ekki rifinn úr samhengi við það sem rétt er. Höfundur er löggiltur næring- arráðgjafi. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.