Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. alpaS M J Ö R Íslensk afurð – evrópsk hefð Frábært á brauð, í matargerð og bakstur UM 50 ær á bæ í Skagafirði hafa drepist af völdum salmonellusýking- ar. Sýkillinn hefur greinst bæði í hræjum og drykkjarvatni kindanna. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé að salmonellusýking greinist á þennan hátt í sauðfénaði. Að sögn Ólafs Valssonar, héraðs- dýralæknis í Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarumdæmi, virðist sýkingin, sem er af völdum sýkils að nafni Salmonella Typhimurium, vera bundin við eitt beitarhólf á umrædd- um bæ þar sem ærnar sem drápust voru. Beinist grunurinn að drykkjar- vatni ánna en sýkillinn greindist í vatni í skurði sem beitarhólfið liggur að. Aðspurður segir Ólafur drykkjar- vatn fólksins á bænum koma annars staðar frá. Auk kindanna 50 fannst dautt hross frá næsta bæ í skurðinum og er verið að kanna hugsanleg tengsl milli þessa. Að sögn Ólafs hefur salmon- ellan ekki greinst í hrosshræinu. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk í dag [í gær] er ekkert sem bendir til þess að hrossið sé orsaka- valdurinn í sjálfu sér,“ segir hann. Bæirnir tveir í farbanni Landbúnaðarráðuneytið hefur sett bæina tvo, sem hrossið og ærnar koma frá, í farbann að tillögu yfir- dýralæknis. Í fréttatilkynningu frá honum segir að engar afurðir hafi farið frá þessum bæjum að undan- förnu og að með farbanninu séu gerð- ar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að smit dreifist víðar, t.d. með flutningi dýra. Ólafur segir sýni hafa verið tekin frá öðrum bæjum í kring en niðurstöður þeirra rannsókna liggi ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Aðspurður segir Ólafur afar sjald- gæft að salmonella greinist í sauðfé. „Þetta hefur fundist einstaka sinnum í sviðahausum í gegnum árin og þá hefur það verið önnur tegund salm- onellu. En svona sýking er mjög óvenjuleg þar sem kindurnar drepast af völdum sýkingarinnar.“ Hann seg- ist ekki vita til þess að salmonella hafi greinst áður á þennan hátt í sauðfén- aði. „Að minnsta kosti ekki mörg undanfarin ár og ég held bara yfir- leitt ekki. Þetta er í fyrsta skipti á þessu svæði sem þetta greinist í sauðfé. Þessi tegund af salmonellu hefur ekki heldur greinst hér áður.“ Er það þá misskilningur, sem margir hafa talið, að óþarfi sé að full- steikja kindakjöt áður en þess er neytt? „Nei það held ég ekki, þetta virðist vera einstakt tilfelli eins og staðan er í dag,“ segir Ólafur. Um 50 ær hafa drepist af völdum salmonellu NEFND á vegum dómsmálaráð- herra leggur til að almennum hegn- ingarlögum verði breytt þannig að ekki verði lengur refsivert að stunda vændi í framfærsluskyni en að jafn- framt verði tryggt að í löggjöfinni verði ákvæði sem kveði á um að sekt- ir liggi við því að bjóða sölu á kynlífs- þjónustu á almannafæri. Nefndinni var falið að gera tillög- ur um úrbætur vegna kláms og vændis og var skýrsla hennar kynnt á blaðamannafundi í gær. Meðal annarra tillagna var lagt til að það skyldi varða allt að 12 ára fangelsi ef einstaklingur eldri en 18 ára hefur mök við barn yngra en 15 ára og að bann við dreifingu og birtingu á klámi „af vægara tagi“ yrði aflétt en gróft klámefni yrði áfram bannað. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir tillögur nefndarinnar athyglisverðar, en ljóst sé að um ýmsar þeirra geti verið skiptar skoð- anir. Þær tillögur sem beinist að dómsmálaráðuneytinu verði teknar til frekari skoðunar hjá ráðuneytinu og hjá refsiréttarnefnd en hún býst við að sumar tillagna nefndarinnar komi fram í lagafrumvarpi sem lagt verður fram á haustþingi. Í skýrslu nefndarinnar segir að Ís- land sé eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem refsivert er að stunda vændi í framfærsluskyni. Telur nefndin að þeir sem veita kynlífsþjónustu gegn gjaldi séu í flestum tilvikum einhvers konar fórnarlömb, s.s. fíkniefna eða kynferðislegrar misnotkunar, og þurfi því á hjálp að halda og þurfi að eiga þess kost að leita hjálpar án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. Skýrt er tekið fram að ekki sé verið að lögleiða vændi og leggur nefndin áherslu á að kapp verði lagt á að koma lögum yfir þá sem gera sér neyð viðkomandi einstaklinga að fé- þúfu, vændismiðlarana, eins og þeir eru nefndir í skýrslunni. Vændi til framfærslu verði ekki refsivert  Brýnt að/31 SELIRNIR í Hindisvík á Vatns- nesi höfðu það náðugt í gær og vörðust sólskininu. Þeir þurfa sjálfsagt að halda því áfram í dag þegar sumarsólstöður eru og lengstur sólargangur. Morgunblaðið/RAX Selir í sólbaði HELDUR óvenjulegt mál kom inn á borð lögreglunnar í Reykja- vík í gær þegar borgarar hringdu til hennar eftir að hafa hlýtt á við- tal í útvarpsþætti. Viðtalið var við mann sem staðhæfði að hafa verið nýlega í veislu þar sem kóbra- slanga hefði sloppið út. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík mun maðurinn hafa greint frá því í viðtalinu að hann hefði verið í veislu síðastliðið mánudagskvöld í húsi í Borgahverfi í Grafarvogi þar sem eiturslöngur hefðu verið í búri. Ein þeirra, einhvers konar kóbraslanga, hefði síðan sloppið út. Var fólki bent á að vara sig ef það sæi eitthvað mjótt og langt á jörðinni og vara sig á að beygja sig niður að því. Í kjölfar viðtalsins hafði nokkur fjöldi fólks samband við lögregl- una til þess að forvitnast um málið og þær fyrirspurnir leiddu til þess að lögreglan setti sig í samband við stjórnanda þáttarins þar sem viðtalið var tekið. Við eftir- grennslan kom í ljós að þátta- stjórnandinn vissi ekki nafn við- mælanda síns og segir lögregla að á því hafi rannsókn málsins strandað. Viðkomandi hafi ekki gefið sig fram þrátt fyrir að lýst hafi verið eftir honum á sömu út- varpsstöð. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort um gabb var að ræða en hins vegar þótti stjórnanda þátt- arins maðurinn trúverðugur. Haldið verður áfram við að kanna sannleiksgildi frásagnarinnar, að sögn lögreglu. Sagði eitur- slöngu hafa sloppið úr húsi Leitað viðmælanda úr útvarpsþætti Fundu fíkniefni við leit að þýfi LÖGREGLAN í Árnessýslu og Reykjavík lagði hald á ýmiskonar fíkniefni sem fundust við húsleit í íbúðarhúsi á Eyrarbakka síðdegis í fyrradag. Við leitina fannst amfeta- mín, e-pillur, maríjúana og hass. Að sögn lögreglunnar í Árnes- sýslu var um talsvert magn fíkniefna að ræða en það voru lögreglumenn frá auðgunarbrotadeild lögreglunn- ar í Reykjavík ásamt lögreglunni í Árnessýslu sem gerðu húsleitina. Ástæða leitarinnar var sú að grunur lék á að í húsinu væri geymt þýfi úr innbroti í Reykjavík. Í húsinu var gestur sem lögreglan í Reykjavík hafði verið að leita að í tengslum við innbrot og var hann handtekinn. Að sögn lögreglu hafði ekki verið leitað lengi þegar talsvert af fíkni- efnum fannst en fíkniefnaleitarhund- ur lögreglunnar í Árnessýslu var notaður við leitina. Húsráðandi, sem ekki var heima þegar lögreglan kom, var handtekinn nokkru síðar. Menn- irnir voru færðir í fangageymslu og hefur gestur húsráðanda gengist við að eiga fíkniefnin. Leggja til breytingar á almennum hegningarlögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.