Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Norrænt vinabæjamót í Garðabæ Vinir njóta nátt- úru og menningar NORRÆNT vina-bæjamót var settí Garðabæ í gær- kvöldi, en búist er við tæplega 400 fulltrúum vinabæja Garðabæjar, Birkerød í Danmörku, Asker í Noregi, Eslöv í Svíþjóð og Jakobstad í Finnlandi. Mikill undir- búningur hefur staðið yf- ir undanfarnar vikur vegna mótsins. Gestum er mörgum boðið að gista á heimilum Garðbæinga og er öllum gestunum boðið í kvöldmat á ís- lenskt heimili. Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- fulltrúi á bæjarskrifstof- um Garðabæjar, sagði okkur nánar frá vina- bæjamótinu. Hvernig hefur undirbúningur mótsins gengið? „Allt hefur gengið mjög vel, enda njótum við hjálpar margra, sérstaklega félaga í Norræna félaginu í Garðabæ. Undirbún- ingurinn hefur staðið lengi, enda er um stóran viðburð að ræða. Vinabæirnir skiptast á að halda mótið. Garðabær hélt það 1992, en það var síðast haldið í Birkerød fyrir tveimur árum.“ Hvað eigið þið von á mörgum? „Samtals eru um 360 gestir væntanlegir til okkar. Þeir eru ýmist fulltrúar norrænna félaga í vinabæjunum, bæjarstarfs- menn og aðrir bæjarbúar, eða þátttakendur í barna- og ung- lingamóti sem haldið er í tengslum við vinabæjamótið, til dæmis kóramót í samstarfi við skólakórana í Hofstaðaskóla og Flataskóla, skátamót í samvinnu við skátafélagið Vífil og fim- leikamót í samstarfi við Stjörn- una. Barna- og unglingamótið var styrkt af Norræna menning- arsjóðnum.“ Þið leggið greinilega áherslu á fjölbreytt tengsl vinabæjanna. „Já, skipuleggjendur mótanna hafa lagt á það ríka áherslu að bjóða nýjum hópum að taka þátt í mótinu. Það er nauðsynlegt til þess að halda samstarfinu lif- andi og gæta fjölbreytni. Með barna- og unglingamótinu er reynt að höfða sérstaklega til ungu kynslóðarinnar og sýna þeim mikilvægi þess að rækta tengsl við vinabæina.“ Hvernig er dagskrá mótsins uppbyggð? „Yfirskrift mótsins í ár er Ís- land – náttúra og menning. Á mótinu viljum við leggja áherslu á að þátttakendur nái að kynn- ast landinu og mannlífinu sem Garðabær býður. Á laugardag er málstofa þar sem fullrúar vinabæjanna ræða sameiginleg mál og norræn mál, ásamt skoð- unarferðum og gönguferðum í nágrenni Garðabæjar. Einnig er nauðsynlegt að fólk skemmti sér saman og bjóðum við til vinabæjakvöldvöku í kvöld, föstudagskvöld, og hátíð- arkvöldverðar á laug- ardag fyrir gesti og gestgjafa. Mótinu lýkur með messu í Vídalínskirkju á sunnudag.“ Hverju er það að þakka að vinabæjasamstarfið er svo blóm- legt í Garðabæ? „Því er sérstaklega norrænu félögunum að þakka. Þar höfum við og vinabæir okkar haft úr- valsfólk sem sýnt hefur sam- starfinu mikla rækt. Það skiptir máli að sveitarfélagið er ekki mjög stórt og persónuleg tengsl bæjarbúa eru mikil. Með þeim hætti næst samstaða meðal bæj- arbúa um starf af þessu tagi.“ Hefur Garðabær átt í vina- bæjasamstarfi lengi? „Já, við tókum upp vinabæja- samband við Birkerød árið 1966, og fyrstu fulltrúar Garðabæjar fóru á vinabæjamót þar árið 1968. Síðan hafa margir Garðbæingar kynnst fjölda fólks frá hinum vinabæjunum og eignast góða vini þar á meðal. Elsti gesturinn sem við eigum von á hingað er níræð heiðurs- kona frá Birkerød, sem eflaust hitti Garðbæingana fyrir rúmum þrjátíu árum.“ Á samstarf af þessu tagi enn erindi í samfélaginu? „Já, mikil ósköp. Þrátt fyrir neikvæðar raddir um minnkandi vægi Norðurlandasamstarfs sjáum við engin þreytumerki á samstarfi vinabæjanna, en að sjálfsögðu verður að sinna starf- inu af alúð og brydda upp á nýj- ungum og afla nýrra fylgis- manna. Með samstilltu átaki blómstrar starf af þessu tagi.“ Eru viðburðir mótsins öllum opnir? „Já, sannarlega eru allir vel- komnir. Ég vil sérstaklega benda áhugasömum á hand- verksmarkað á Garðatorgi á laugardaginn, þar sem von er á handverksfólki hvaðanæva að. Einnig eru kórtónleikar í tón- listarskólanum sama dag kl. 4. Loks eru tvær fimleikasýningar og keppni hjá fimleikadeild Stjörnunnar og fim- leikafélögum frá vina- bæjunum, seinni part- inn í dag, föstudag, og einnig á sunnudag kl. 3 í Ásgarði, og eru all- ir velkomnir að sjá viðburðina. Við hvetjum alla Garðbæinga eindregið til að mæta og bjóðum að sjálfsögðu alla aðra velkomna í heimsókn til okkar.“ Að lokum er minnt á vina- bæjakvöldvökuna í kvöld á Víf- ilsstaðatúni sem hefst kl. 8 og er öllum opin. Þar gefst kjörið tækifæri til að hitta norræna fé- laga og eignast nýja vini. Hulda Hauksdóttir  Hulda Hauksdóttir er fædd í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993 og BA-prófi í sænsku og ensku frá Háskóla Ís- lands, ásamt leiðsögumannaprófi frá Leiðsögumannaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem leið- sögumaður og flugfreyja. Und- anfarið ár hefur Hulda Hauks- dóttir starfað sem upplýsinga- fulltrúi á Bæjarskrifstofum Garðabæjar. Hulda er í sambúð með Gylfa Magnúsi Jónassyni tækniteiknara. Tækifæri til að eignast norræna vini Er ég nokkuð að skrökva mr. Santer, kostar ekki ein með öllu 8–10 milljarða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.