Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 39
Það var árið 1994 að okkur í Lands- bankanum í Bankastræti barst góður liðsauki að vestan, það var þegar Rannveig flutti frá Patró. Um sviðað leyti höfðum við nokkrar samstarfs- konur og vinkonur í bankanum stofn- að með okkur félagsskap í kringum bíóferðir og prjónaskap. Við sáum strax er við kynntumst Rannveigu að hún mundi falla vel í okkar hóp og spurðum hana hvort hún vildi ekki vera með okkur í klúbbnum. Jú, það vildi hún gjarnan og taldi að hún ætti vel heima þar þó hún hefði gefið alla prjónana sína þegar hún flutti, ætti aðeins einn prjón eftir, þann sem hún stingi í kartöflurnar og jólakökuna með. Dúk átti hún líka ókláraðan sem hún gæti þá komið með. Oft síðan hef- ur dúkurinn góði orðið tilefni til skemmtilegs spjalls og hláturs. Eitt sinn í haust er ein okkar hringdi til að spyrja um líðan hennar þá sagði hún m.a.: „Segðu stelpunum bara að ég sé í fríi til að sauma dúkinn.“ Þessi til- svör lýsa svo vel hennar góðu kímni- gáfu og léttu lund. Elsku Rannveig, við í prjóna- klúbbnum þökkum þér samfylgdina sem varð allt of stutt. Minningin um góða vinkonu mun lifa. Kæri Kópur, Gríma, Þóra, Árni og fjölskyldur, við stelpurnar í prjónó sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg sem dunið hefur á fjölskyldunni að und- anförnu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Anna Kristín Birgisdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Rannveigu Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 39 ✝ Sæmundur Sæ-mundsson fædd- ist í Reykjavík 7. jan- úar 1961. Hann varð bráðkvaddur við heimili sitt í Reykja- vík 7. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sæmundur Hörður Björnsson fyrrv. flugumsjónar- maður, f. 31.10. 1926, og Hrefna Eyjólfs- dóttir bankastarfs- maður, f. 16.11. 1928, d. 27.12. 1993. Systkini Sæmund- ar eru: 1) Eyjólfur Þór, f. 28.9. 1950, eiginkona Gerður Sólveig Sigurðardóttir, f. 14.7. 1949. Börn Sæmundur var einhleypur og barnlaus. Sæmundur ólst upp í vesturbæn- um í Hafnarfirði, gekk í Víðistaða- skóla og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í desember 1980 og Cand. Scient prófi í bygginga- verkfræði við Háskóla Íslands í mars 1986. Að námi loknu vann hann verkfræðistörf hjá Fjarhitun, VSÓ og fleiri aðilum og var við framhaldsnám í Danmörku um tveggja ára skeið. Um tíma var hann til sjós á frystitogurum. Í maí 1997 réðst Sæmundur til Vatns- veitu Reykjavíkur og starfaði þar sem deildarstjóri innlagnadeildar þar til Vatnsveitan sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur en þá var hann ráðinn verkefnisstjóri gæða- og umhverfismála þess fyrirtækis. Því starfi gegndi hann til dánar- dægurs. Útför Sæmundar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þeirra eru Helga, f. 18.8. 1973, og Baldur Þór, f. 31.5. 1978. 2) Gunnar Hörður, f. 28.11. 1956, eiginkona Sigríður Björg Stef- ánsdóttir, f. 19.1. 1957. Börn þeirra eru Stefán, f. 12.4. 1976, og Hörður, f. 18.8. 1982. 3) Þórey Ósk, f. 27.9. 1971, sambýlis- maður Friðþjófur Helgi Karlsson, f. 22.3. 1972. Hálfsystir Sæ- mundar, samfeðra, er Dianna Boden, eigin- maður Bruce Boden. Þau eru bú- sett í Virginíufylki í Bandaríkjun- um og eiga tvö börn, Lisu og Chris. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góður er genginn á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (Hörður Zóphaníasson.) Einhvern veginn er mér tregt tungu að hræra þegar ég stend frammi fyrir þeim veruleika að yngsti bróðir minn, Sæmundur – Sæmi bróðir, er fallinn frá langt um aldur fram. Það er svo endanlegt, verður ekki tekið til baka. En samt var svo margt ógert og ósagt – sem aldrei verður héðan af. Sæmi hafði farið í gönguferð að af- loknum vinnudegi eins og hann átti vanda til. En í þetta sinn lauk hann ekki göngunni. Þegar hann kom að þröskuldi heimilis síns kom kallið endanlega. Hann var kvaddur brott úr þessari veröld í skyndingu. Fyrir nokkrum árum fékk hann kransæða- kast og var blásinn eins og það er kallað. Hann var undir eftirliti heil- brigðisþjónustunnar en það kom fyr- ir ekki. Minningarnar hrannast upp. Frá okkar góða bernskuheimili í vestur- bænum í Hafnarfirði. Við þrír bræð- urnir í foreldrahúsum og síðar litla systir sem kom í heiminn um það bil sem ég flyt að heiman. Margar glað- ar stundir við leik og skemmtun, oft ærslagangur og ef til vill var stóri bróðir yfirgangssamur á stundum. Uppbyggilegar minningar frá ár- unum eftir að við hjónin komum heim úr námi. Sæmi og félagar hans að passa börnin okkar í íbúðinni við Sléttahraunið. Sumarvinna hans í Hval hf. þar hinum megin við girðinguna og heimsóknir hans til okkar í hádeginu. Þá var margt spjallað og rætt um hans framtíðar- áform. En skapið er stórt í þessari fjölskyldu og minningar um misklíð og missætti koma einnig upp. En hvað það er allt lítilsvert þegar horft er til baka. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þig hinstu kveðju, bróðir kær. Upphafs- og lokaorðin á skóla- stjórinn þinn í Víðistaðaskóla forðum daga. Lífsgátan er stundum stríð, stundum góð og stundum blíð. Stundum bros og stundum tár, stundum ljúf og stundum sár. (Hörður Zóphaníasson.) Eyjólfur. Sæmundur bróðir minn er dáinn. Þetta er eitthvað sem ég á erfitt með að sætta mig við. Sæmi bróðir hafði komið úr vinnu og fór í göngutúr eins og hann hafði gert upp á síðkastið. Síðast sást til hans þegar hann náði í póstinn sinn þar sem hann bjó í Mörkinni 6 í Reykjavík og þá var einnig tekið eftir því að hann kastaði mæðinni og settist á kanthleðslu fyr- ir utan útidyrnar á íbúð sinni og var að lesa póstinn. Stuttu seinna var hann látinn. Aðstandendum var tjáð að hann hefði fengið „hjartastopp“. Eftir krufningu kom í ljós að hann var með kransæðastíflu á háu stigi. Sæmi bróðir var aðeins 41 árs og yngstur okkar bræðra en systir okk- ar Þórey er 10 árum yngri en Sæmi. Sæmi var mjög sérstakur per- sónuleiki en í æsku var hann mér kær sem litli bróðir og ófáar minningar koma fram um ferðalög erlendis og innanlands með foreldrum okkar þar sem við vorum leikfélagar og vinir. Á sínum uppvaxtarárum var Sæmi mikill íþróttamaður, hann stundaði sund, körfubolta, hnit og lyftingar. Sæmi átti gott með að læra og ákvað snemma að ganga menntaveg- inn, hann valdi í menntaskóla stærð- fræðibraut og kláraði stúdentsprófin hálfu ári á undan sínum jafnöldrum. Ólíkt því sem er að gerast í dag þar sem nemendur eiga erfitt með að fá vinnu yfir sumartímann þá var nóg um vinnu þegar Sæmi var í námi og hann vann öll sumur meðan hann var í menntaskóla hjá Hval hf. í Hafn- arfirði. Sæmi vildi fara í verkfræði en elsti bróðir hans er efnaverkfræðingur og ég var langt kominn í tæknifræði- námi. Sæmi lauk byggingaverk- fræðinámi sínu 24 ára gamall. Snemma í verkfræðináminu hafði Sæmi mjög mikinn áhuga á „mæling- um“, á námsárum sínum í verkfræði vann hann yfir sumartímann meðal annars við virkjunarframkvæmdir í Sultartangavirkjun. Eftir nám starfaði Sæmi á verk- fræðistofum og vann ásamt öðru við að mæla út vegastæði fyrir þjóðveg 1. Hjá Sæma bróður eins og hjá svo mörgum öðrum hafa skipst á skin og skúrir í hans lífi, eftir að hann hafði stundað framhaldsnám í Danmörku árið 1993 var lítið um vinnu fyrir vel- menntaða tæknimenn á Íslandi og Sæmi fékk einfaldlega ekki vinnu við sitt fag. Ég var þá í aðstöðu til að hjálpa honum og hann fór á sjóinn á frystitogara, ég held að það hafi verið samtals um átta túrar. Þetta var auð- vitað ný reynsla fyrir Sæma og hafði hann gagn og gaman af. Sæmi byrjaði hjá Vatnsveitu Reykjavíkur árið 1996 og vann þar og síðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur til dauðadags. Hjá Orkuveitunni vann Sæmi sem verkefnisstjóri í gæða- og umhverfismálum og eftir því sem ég hef kynnt mér var hann lykilmaður í þeim málum. Sæmi var mjög stoltur af menntun sinni og hafði mikinn metnað til að vinna sína vinnu af fagmennsku. Sæmi var ókvæntur og barnlaus. Sæmi kaus að vera útaf fyrir sig og hafði ekki mikil samskipti síðustu ár ævi sinnar við sína nánustu, þess vegna er söknuðurinn ennþá meiri, ég sakna þess að fá ekki tækifæri til þess að rökræða málin eins og við gerðum í gamla daga. Sæmi bróðir, ég kveð þig hinstu kveðju. Gunnar Hörður Sæmundsson. Föstudagurinn 7. júní var eins og hver annar dagur framan af, en um kvöldmatarleytið barst okkur sú harmfregn að Sæmundur mágur minn hefði látist fyrir utan heimili sitt. Það er alltaf sárt og erfitt að horfa á eftir sínum nánustu og Sæ- mundur var aðeins fjörutíu og eins árs. Kynni mín af Sæmundi hófust fyrir tuttugu og sjö árum, hann þá að- eins fjórtán ára gamall. Ég á til marg- ar góðar minningar frá þessum árum. Kæri mágur, ég sendi þér þessar línur í kveðjuskyni. Sá líknandi faðir er lífið gaf þér hann leiði þig áfram um eilífðar veg. En minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljum við jörðinni á. Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár þú læknað það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkur kenndir við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífa trú. (EBV.) Sigríður Stefánsdóttir. Vinur minn og samstarfsmaður, Sæmundur Sæmundsson er nú fallinn frá. Hann var bráðkvaddur rétt rúm- lega fertugur að aldri. Sæmundur vann á Orkuveitu Reykjavíkur á sviði gæða- og um- hverfismála. Hann var ómissandi fyr- ir deildina, sterki hlekkurinn í liðs- heildinni, sá sem hafði tæknikunn- áttuna. Verkfræði var hans sérsvið. Hann hélt utan um öll kvörðunarmál fyrirtækisins, mælitæki og prófanir. Hann var fljótur að setja sig inn í flókna hluti og kunna þá betur en aðr- ir. Verklagið var óaðfinnanlegt og stóðst allar úttektir, hann gat sýnt það og sannað að sérhvert mælitæki sem máli skipti mældi raunverulega það sem því var ætlað að mæla. Einnig fylgdist hann með öllum samskiptum fyrirtækisins við verk- taka og þróaði kerfi sem hentaði ólík- um þörfum, en uppfyllti jafnframt kröfur gæðakerfis. Loks hélt hann ut- an um öll lög og reglugerðir, staðla og forskriftir sem snertu Orkuveituna. Hann fylgdist með þróun staðlamála í Evrópu til að búa okkur undir breyt- ingar sem voru í vændum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis í byggingar- tækni og hönnun svo eitthvað sé nefnt. Hann gætti þess að allt sem taka þurfti tillit til kæmist til skila til réttra aðila innan fyrirtækisins. Sameiginlegt áhugamál okkar Sæ- mundar var vinnan og áhugaleysi okkar beggja á félagsmálum. Og við höfðum það gott saman í vinnunni. Sæmundur hafði hugrekki til að vera hann sjálfur og lét álit annarra ekki stjórna eigin tilfinningum og hegðun, nokkuð sem ég mat mikils og dáðist að. Hann var fagmaður, sérstaklega samviskusamur og nákvæmur, hörkuduglegur og vinnuþjarkur, enda verkefnin ærin. Við sem kynnt- umst Sæmundi vorum stolt af honum og mátum hann mikils. Sæmundur var dulur maður og myndi kæra sig kollóttan um þessi kveðjuorð. Ég býst við að ég sé á sömu skoðun. Sjáumst síðar höfðingi. Loftur R. Gissurarson. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Legg þú á djúpið, þú, sem þreyttur lendir úr þungaróðri heimsins, – Jesús bendir, – ó, haf nú Drottin hjá þér innan borðs. Þú fer þá góða för í síðsta sinni, því sálarforða skaltu byrgja inni Guðs eilífs orðs. (Matthías Jochumsson.) Sæmi minn. Ég þakka þér allar gömlu og góðu samverustundirnar okkar og bið algóðan Guð að blessa þig og minningu þína um alla tíð. Fjöl- skyldu þinni og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði. Steini Aðalsteins. SÆMUNDUR SÆMUNDSSON ✝ Sigurbjörg Jón-atansdóttir fæddist á Nípá í Köldukinn 3. sept- ember 1915. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga miðvikudaginn 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðfinna Frið- bjarnardóttir hús- móðir, f. að Björg- um í Kinn 16. maí 1891, d. 21. septem- ber 1959, og Jónat- an Jónasson bóndi frá Hrauni í Aðaldal, f. 12. sept- ember 1885, d. 14. janúar 1970. Sigurbjörg var önnur af sex systkinum en þau eru Karl sem er látinn, Sigurbjörg, Friðbjörn, Kristjana, Hansína og Guðrún Vilborg. Sigurbjörg giftist 6. desember 1946 Baldvini Bjarnasyni, f. 29. ágúst 1916. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: drengur og stúlka, f. og d. 3. júní 1947, Viðar Baldvinsson, f. 13. júní 1948, kona hans Hafdís Austfjörð Harðar- dóttir, búsett á Húsavík, Unnur Baldvinsdóttir, f. 7. september 1951, maður hennar Henry Berg Johan- sen, búsett í Reykjavík, Guð- finna Kristín Bald- vinsdóttir, f. 10. júní 1954, maður hennar Stefán Sigurður Stefánsson, búsett á Húsavík. Ömmubörn Sigur- bjargar eru níu talsins. Þau Baldvin og Sigurbjörg bjuggu lengst af á Garðarsbraut 35a á Húsavík. Útför Sigurbjargar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín, jæja, núna ertu búin að kveðja þennan heim og er ég búin að vera síðustu daga að rifja upp stundirnar okkar saman þegar ég var lítil stelpa. Ég man alltaf þegar þið afi áttuð heima á Garðarsbrautinni og það er margt skondið sem rifjast upp fyrir mér. Það var oftar en einu sinni sem þú passaðir mig þegar ég var lítil og þá var oft spilað í eldhúskróknum bæði Svarti Pétur, Ræningjar og svo þegar ég var orðin aðeins eldri lang- aði mig alltaf að spila Tunnu sem þér fannst nú ekki skemmtilegt spil en gerðir það nú samt bara fyrir nöfnu þína. Ég man þegar við spiluðum Svarta Pétur að það var alltaf eitt spil sem stóð lengst út fyrir öll hin og það spil átti ég að draga til að fá jöfnu, svo varstu alltaf jafn hissa að ég skyldi vinna enn eitt spilið; ég væri nú al- gjör meistari í Svarta Pétri. Svo man ég eftir því þegar við fórum í Hruna- búð að kaupa í matinn. Þá fékk ég alltaf ópal eða annað nammi. Þú varst alltaf með svuntuna þína að gera eitt- hvað í eldhúsinu eða sast í ruggu- stólnum og prjónaðir og saumaðir handa okkur barnabörnunum. Ekki mátti neinn fara frá þér nema hafa fengið kaffi og brauð og ég fékk mér að drekka þótt ég hafi ekki alltaf ver- ið svöng. Þú áttir yfirleitt alltaf bara bláa mjólk sem ég drakk helst ekki, en þó kom fyrir að þú lumaðir á einni gulri. Ef það var ekki hálfskammaðir þú afa fyrir að hafa ekki munað eftir að kaupa hana. Þitt aðalsmerki var alltaf að vera fín og flott til fara og ég man þegar mamma setti í þitt fallega og þykka hár rúllur, fékk ég einn rauðan í laun. Síðustu ár varstu orðin veik, amma mín, og komin á spítalann en þú kvartaðir aldrei yfir neinu og varst mjög hörð af þér, en alltaf þekktirðu mig þegar ég kom í heimsókn. Elsku amma, þú varst yndisleg kona og nú kveð ég þig með söknuði og virðingu í huga, þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr spámanninum.) Takk fyrir allt. Þín Sigurbjörg. Elsku amma mín. Núna þegar ég sest niður og skrifa þessar línur rifj- ast minningarnar um þig upp og fylla mig söknuði. Ég mun seint gleyma heimsóknunum til ykkar afa á Garð- arsbrautina og nú síðustu ár í Mið- hvamm, þar sem gestrisnin og góð- mennskan voru allsráðandi. Enn eitt sinn verða allir menn að deyja og nú hefur Guð kallað þig til sín. En þegar við höldum að gatan sé á enda kemur í ljós að þar er bara beygja og nú þegar þú hefur kvatt þennan heim tekur eitthvað enn betra við. Elsku amma, ég geymi minn- inguna um þig í hjarta mínu og veit að hvar sem þú ert þá vakir þú yfir mér. Þín Hanna Björg. SIGURBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.