Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín SigríðurJónsdóttir fæddist í Hraungerði á Hellis- sandi 3. apríl 1919. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Valdimar Jóhannes- son sjómaður, f. 21.9. 1873, d. 15.6. 1959, og Hildur Sigurðardóttir, f. 14.4. 1895, d. 24.2. 1962, bæði frá Hellis- sandi. Systkini Kristín- ar voru Steinunn, f. 19.6. 1916, d. 19.12. 1994, og Þor- steinn, f. 6.8. 1917, d. 6.7. 1980. Hinn 31. ágúst 1944 giftist Kristín eftirlif- andi eiginmanni sínum Hannesi Guðjóni Tómassyni stýrimanni, f. 17.6. 1913. Þau eiga tvo syni: 1) Sverrir, flutn- ingastjóri hjá Sam- skipum, f. 13.8. 1944, kvæntur Helgu Vallý Björgvinsdóttur, f. 20.9. 1945, þau eiga tvö börn, Hannes verkfræðing, f. 10.6. 1969, og Sigurlaugu flugfreyju, f. 1.3. 1973, sambýlismaður Halldór Hafsteinson viðskiptafræðingur, f. 20.4. 1970. 2) Tómas, vinnur hjá Þrótti, f. 22.11. 1945. Útför Kristínar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, það er skrítið þetta líf. Ástvinir koma og fara líkt og árs- tíðir. Sumir stoppa stutt eins og sum- arið en aðrir lengi líkt og þungur vet- ur. Þú varst veturinn okkar. Dvaldir lengi hjá okkur og sýndir okkur margar hliðar á lífinu. Þú áttir langa og góða ævi en líkt og vindkviða varst þú hrifsuð frá okkur. Það góða er að þú þurftir ekki að þjást, þú varst hraust fram á seinasta dag. Elsku amma, það er erfitt að kveðja. En einhvern veginn gastu samt gert þetta auðveldara fyrir mig með því að vera svona sterk og sátt við að kveðja. Ég mun aldrei gleyma orðum þínum þegar þú kvaddir mig. Þú vissir að tíminn var kominn og án þess að fella tár horfðirðu djúpt í augu mín, þéttir handartakið og baðst mig að gráta ekki. Þér liði vel en þú þyrftir að kveðja. Með sáran sting fyrir brjóstinu virti ég fyrir mér silfurgrátt hárið og silkimjúkt hörundið. Á meðan sótti á þig þungur svefn og augnlokin létu undan hægt og hljótt. Daginn eftir varstu látin. Elsku amma, við söknum þín. Tálblítt regn um tunglskinsdalinn tekur að hrynja, – næturgalinn grætur, falinn sjónum, – nætur- galinn grætur tónum. (Þorsteinn Valdimarsson.) Elsku afi, megi guð veita þér styrk og fjölskyldan stuðning. Þið eruð eitt blóm sem nú hefur verið slitið upp úr moldinni en það lifir enn. Sigurlaug og Hannes. Nú er ég kveð tengdamóður mína koma ótal minningar upp í hugann frá því ég kom fyrst í heimsókn á Hofs- vallagötuna. Kristín var fínleg og smekkleg kona og heimili þeirra fallegt og hver hlutur átti sinn samastað. Þau hjónin stund- uðu sund á hverjum morgni í Vestur- bæjarlauginni og fengu börnin okkar tvö að njóta þess er þau voru lítil að fara í sund með ömmu og afa. Kristín tók þátt í félagsstarfi aldraðra á Vest- urgötunni. Þar stundaði hún leikfimi enda alltaf hress og við góða heilsu. Hún hafði mjög gaman af spila- mennsku og var í Bridgefélagi Reykjavíkur. Saman vorum við í Kvenfélaginu Hrönn, þar sem hún og Steinunn systir hennar, sem nú er lát- in, voru einar af stofnendum félagsins og hún nú nýverið orðin heiðursfélagi þess. Fórum við á marga fundi, skemmtanir og í ferðalög saman, síð- ast fyrir um 3 vikum. Þá fórum við dagsferð á Reykjanesið, sem var mjög skemmtileg ferð, og var Kristín hin hressasta. Alltaf fylgdist hún vel með barna- börnunum tveimur því ást og um- hyggja hennar var mikil. Var það ánægjulegt að þau voru hér á landi er kallið kom og gátu bæði kvatt hana. Að lokum vil ég þakka allt það góða er ég átti með Kristínu og vil ég biðja góðan guð að styrkja tengdaföður minn í sorg sinni og gefa honum styrk á þessum erfiðu tímamótum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Helga Vallý. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ✝ Stefanía KristínÞorbjarnardóttir fæddist á Hrauns- nefi í Norðurárdal 14. maí 1910. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Ólafs- son, bóndi á Hrauns- nefi, og Guðný Bjarnadóttir hús- freyja, þau fluttust síðar til Borgarness. Eiginmaður Stefaníu var Friðrik Þórðar- son, kaupmaður í Borgarnesi, f. 25. okt. 1903, d. 1. ágúst 1977. Synir þeirra eru: 1) Óskar V. kvæntur Guðlaugu Þorleifsdótt- ur og eiga þau þrjú börn: a) Dr. Stefanía stjórnmálafræðingur, gift dr. Jóni Atla Benediktssyni prófessor og eiga þau einn son, Benedikt Atla. b) Herdís við- skiptafræðingur, gift Sæmundi Valdimarssyni endurskoðanda, og eiga þau þrjár dætur, Jó- hönnu, Ásdísi og Margréti Þóru. c) Þorleifur rafmagnsverkfræð- ingur, sambýliskona Kristrún Lilja Daðadóttir og eiga þau einn son, Aron Óskar. 2) Halldór Sturla, kvæntur Ernu Svein- björnsdóttur og eiga þau fjögur börn: a) Friðrik Stefán fram- kvæmdastjóri, kvæntur Bergljótu Friðriksdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur, Auði, Esther og Íris. b) Elínborg myndlistakona, hún á fjögur börn, Ernu, Þórarin, Alexöndru og Halldóru Veru. c) Sveinbjörn fast- eignasali, kvæntur Ingibjörgu Ernu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Ernu, Halldór Frey og Lindu Björk. d) Margrét, gift Jóhanni Steimann málarameistara og eiga þau þrjár dætur, Thelmu Björk, Hörpu Ruth og Helenu Ýr. Stefanía var organisti við Borgarneskirkju í 25 ár og kenndi jafnframt söng við Barna- skólann í Borgarnesi um árabil. Stefanía og Friðrik fluttust til Reykjavíkur 1965. Vann hún um tíma á Saumastofu L.H. Möller og Sólidó, en síðar hjá Listasafni Íslands. Stefanía var mikil hann- yrðakona og liggja mörg listavel gerð útsaumsverk eftir hana. Útför Stefaníu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Látin er föðuramma mín, Stefanía Þorbjarnardóttir. Heillri mannsævi og þeim áhrifum sem einstaklingar hafa á líf annarra verða aldrei gerð fullnægjandi skil í stuttri minning- argrein. Einungis er hægt að draga upp götótta mynd af sterkri og lífs- glaðri konu sem lagði sig fram um að bæta mannlífið í kringum sig þótt ekki væri nema með kankvíslegu brosi. Amma mín var glæsileg kona eins og hún átti kyn til. Foreldrar hennar, þau Þorbjörn Ólafsson og Guðný Bjarnadóttir, sem lengi bjuggu að Hraunsnefi í Norðurárdal, voru mörgum kunn í sinni tíð fyrir létt- leika og gestrisni. Dætur þeirra þrjár þóttu allar kvenkostir góðir. Stefanía giftist ung Friðriki Þórðar- syni, sem þá var að koma undir sig fótunum í viðskiptum. Ungu hjónin settust að í Borgarnesi og bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í húsi móður Friðriks ásamt sonum sínum tveim- ur. Þegar hagur þeirra vænkaðist í lok síðari heimstyrjaldarinnar byggðu þau sér myndarlegt hús við rætur hinnar glæsilegu kirkju sem ber yfir Borgarnes. Líklegast var staðarvalið ekki tilviljunarkennt því þaðan er útsýnið fagurt og stutt í kirkjuna. Það var hentugt því um langt skeið var amma organisti í Borgarneskirkju. Jafnframt stjórn- aði hún bæði kirkjukórnum og barnakórnum. Þótt amma væri í hópi útivinnandi kvenna, löngu fyrr en almennt tíðk- aðist að konur ynnu utan heimilis, lagði hún mikla alúð við heimilis- störf. Um það bar fallegt heimili þeirra vitni og ekki síður glæsilegar veislur sem hún galdraði fram. Ekki var óalgengt að góða gesti bæri að garði og var þá ekkert til sparað til að bjóða þá velkomna. Löngu síðar þegar hún hafði flust til Reykjavíkur og við barnabörnin orðin nokkuð mörg kepptist hún við að bera í okk- ur dásamlegar pönnukökur og aðrar krásir sem við munum ætíð minnast. Annar eiginleiki ömmu var gjaf- mildi hennar. Það fór enginn í graf- götur um að hún var höfðingi heim að sækja og ávallt reiðubúin að leggja fram hjálparhönd. Hjálp hennar var þó alltaf boðin fram í hógværð, henni var aldrei tranað fram. Með góðvild sinni gladdi hún okkur og hughreysti þegar á þurfti að halda. Í gegnum tíðina urðu gjafirnar æði margar bæði stórar og smáar. Sumar þeirra skipa veglegan sess á heimilum okk- ar s.s. listilega útsaumaðir stólar sem hún gaf barnabörnum sínum. Aðrar eru geymdar í minningunni. Engum hef ég enn kynnst sem var iðnari við útsaum og prjónaskap en ömmu. Í þeirri ástundun sameinuð- ust rík sköpunarþörf hennar og iðni. Lopapeysur, vettlingar og sokkar, sem og útsaumaðar myndir, púðar og stólar, voru meðal þess sem hún bjó til. Þegar aldurinn færðist yfir þótti henni verst að þurfa að gefa handavinnuna upp. Og víst er að seinasti spölurinn var ekki þrauta- laus. Eins og öðru tók hún því þó með reisn. En nú er hún öll og eftir lifir sterk minning um mæta konu. Í þessa síð- ustu för sé ég hana fyrir mér halda af stað klædda í rauðan jakka með varalit og bros á vör. Stefanía Óskarsdóttir. Elsku amma mín er látin og eftir sitja minningar frá góðum stundum sem við áttum. Stebba amma bjó í Borgarnesi þegar ég fyrst man eftir mér. Hún og Friðrik afi bjuggu við hliðina á kirkj- unni og taldi ég því að hún ætti kirkj- una því bæði bjó hún svo nálægt og síðan spilaði hún á kirkjuorgelið í messum. Það voru ófáar ferðirnar upp í Borgarnes til að hitta afa og ömmu og þar átti ég margar góðar stundir. Amma hafði alltaf tíma og aldrei reiddist hún yfir því sem gert var nema einu sinni. Það atvik man ég eins og það hefði gerst í gær þó svo að ég hafi aðeins verið 5 til 6 ára. Ekki er það því hún hafi skammað mig svo mikið heldur sást það vel á henni að hún varð vond og sár yfir uppátækinu. Á miðjum sjöunda áratugnum fluttu afi og amma til Reykjavíkur. Ég var tíður gestur hjá þeim og eign- aðist vini í nágrenninu. Hjá þeim leið mér vel og þarna var mitt annað heimili. Amma var mjög gestrisin og hafði gaman af að leggja á borð og búa til veislu. Það skipti ekki máli hvort þetta var strákpatti eða al- vörufólk, alltaf var uppdekkað. Amma hafði gaman af saumaskap og eyddi miklum tíma í útsaum. Það var ótrúlegt að horfa á hana búa til listaverk með útsaumi. Heilu stólana og stórar myndir saumaði hún út eft- ir forskrift úr blöðum. Ekki voru lopapeysurnar síðri. Hún prjónaði heilu peysurnar fyrir fjölskyldumeð- limi á ótrúlega stuttum tíma. Eitt skipti bað ég hana að búa til „síða“ lopasokka fyrir mig þar sem ég var alltaf að ergja mig á því að þegar ég fór úr stígvélunum voru sokkarnir alltaf eftir. Þetta skildi hún ekki alveg strax en bjó samt til lopasokka á mig sem náðu upp á hné. Þessi sokkar voru alger sæla og enn þann dag í dag bý ég svo vel að eiga svona sokka sem ég nota mikið í fjallaferðum mínum og þetta eru bestu sokkar í vetrarferðir sem ég hef fundið. Elsku amma mín, ég bið þess að englar Guðs leiði þig áfram á nýjum stað. Friðrik Stefán Halldórsson. Gott var að heimsækja ömmu í Sól, eins og ég kallaði þig; að fá pönnu- kökur og rjóma og heitt súkkulaði og um jólin Sinalco. Píanóið þitt var mikil freisting fyrir ungan strák og gat ég fiktað í því tímunum saman, en gjarnan hefði ég viljað að þú hefð- ir spilað á það oftar fyrir mig. Sunnu- dagsbíltúrinn skipaði stóran sess hjá okkur og jafnan fengum við okkur „stóran ís“ sem kætti hjarta og maga lítils drengs. Seinna þegar ég komst til vits og ára gátum við rætt vítt og breitt um allt og alla og gert grín að okkur, en þó einkum öðrum. Spila- stundirnar voru skemmtilegar og saman þróuðum við ýmsar hefðir sem munu lifa áfram, s.s. kossana og knúsin. Það var gott að eiga ömmu eins og þig, ömmu sem ofdekraði litla strák- inn sinn, ömmu sem hljóp undir bagga og laumaði pening í lófann, ömmu sem hjálpaði sjálfsvitund stráksins síns. Takk kærlega, amma, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Megi Guð geyma þig og varð- veita. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Þorleifur. STEFANÍA KRISTÍN ÞORBJARNARDÓTTIR Elskuleg móðir okkar er látin eftir stutt en erf- ið veikindi. Mamma lagðist inn á sjúkrahús til almennra rannsókna, eins og hún hafði gert nokkrum sinnum áður en veiktist skyndilega mjög alvarlega og var látin innan fimm sólarhringa. Síð- ustu fjögur árin hafði hún átt í erf- iðleikum vegna gigtarsjúkdóms en engan óraði fyrir því að hún yrði tekin svo snöggt frá okkur. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í tilveru okkar en eft- ir sitja ljúfar minningar um einstaka konu, mömmu okkar. Daginn sem andlátið bar að hönd- um reikuðum við systkinin hljóð um heimili foreldra okkar, æskustöðvarn- ar. Við vökvuðum gróskuleg stofu- blómin sem mömmu voru svo kær og pabbi fór út í garð og gróðursetti fal- legu sumarblómin sem hún sáði fyrir í vetur og bar svo mikla umhyggju fyr- ir. Á stofuborðinu lá bókin um Akur- eyri, sem hún svo oft gluggaði í, á stól- baki var jakkinn hennar með daufum ilmvatnskeimi og við svaladyrnar voru útiskórnir hennar. Þetta átti að- eins að vera stutt spítalaheimsókn. Mamma helgaði sig heimilinu og húsmóðurhlutverkinu af sérstakri al- úð og umhyggju og skipuðum við fjöl- skyldan ætíð fyrsta sætið. Heimilið var henni allt og angaði jafnan af hreinlæti og myndarskap. Ilmurinn af nýbökuðum, heimsins bestu kleinum eða lummum tók á móti okkur að lokn- um skóladegi og fiskibollurnar hennar voru og verða alltaf þær bestu. Gest- risin var hún mjög og gat ef svo bar undir með undraverðum hætti töfrað ÞÓRUNN BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ✝ Þórunn BjörgMagnúsdóttir fæddist í Kaupangi í Eyjafirði 17. júní 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 11. júní. fram hlaðið kaffiborð án fyrirvara, þótt hún jafn- fram kæmi með afsök- un um að hún ætti nú ekkert með kaffinu. Minningar vakna, rödd hennar, ómur af hlátri, djúpir spékoppar sem gerðu hana enn glaðlegri, hluttekning hennar ef eitthvað bját- aði á, þátttaka hennar í gleði okkar og sorgum. Áhyggjur okkar voru líka áhyggjur hennar. Þegar við hvert af öðru fórum að heiman var hugur hennar alltaf hjá okkur og hún lifði sig af heil- um hug inn í daglegt líf okkar. Það var alltaf svo gott að heyra rödd mömmu og hún spurði svo gjarnan eins og þegar við vorum lítil: „Hvernig hef- urðu það í dag, lambið mitt?“ Það var hennar hjartans mál að okkur liði vel. Barnabörnin voru henni einnig mjög ástfólgin og veittu henni ómælda gleði. Hún gerði sér far um að ná sem best til þeirra þó sum væru í fjarlægð. Mamma hafði mjúkan barm, hlýjar hendur og róandi nærveru sem við börnin hennar nutum. Nú erum við orðin fullorðin og þessi umhyggja hef- ur umvafið okkur alla tíð og mun ávallt gera það. Betra veganesti gat hún ekki gefið okkur og það er mikil huggun nú að búa að slíkum auði sem ekki fyrnist á kveðjustund. Elsku pabbi, Guð styrki þig. Hvíl þú í friði, elsku mamma, þínum vinnudegi er nú lokið. Við börnin þín þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur. Minningin um þig verður ætíð ljós á lífsvegi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Guð blessi þig, kveðja, börnin þín. S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.