Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 27 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 9 01 6 Heilir sturtuklefar í horn með öryggisgleri og segullæsingu. Innifalið í verði: sturtubotn með vatnslás, blöndunartæki með sturtusetti. Tilboðsverð kantaðir: 70x70 cm kr. 48.950,- stgr 80x80 cm kr. 50.250,- stgr Tilboðsverð rúnnaðir: 80x80 cm kr. 65.780,- stgr 90x90 cm kr. 67.450,- stgr Baðkars- sturtuhlífar úr öryggis- gleri Verð frá: 14.900,- Handlaugar í borð Verð frá 8.950,- stgr Handlaugar á vegg Verð frá 3.950,- stgr WC með stút í vegg eða gólf Með setu- festingum Tvöföld skolun Verð frá 17.250,- stgr Inn- byggingar WC Verð sett með öllu kr. 43.800,- stgr E ldhússtá lvaskar í úrval i sumartilboðDÚNDUR V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is Baðkör Stærðir 160x70, 170x70, 160x75 form. m. handföngum 170x75 form. m. handföngum 170x83 form. m. handföngum 180x83 form. m. handföngum Verð frá 12.350,- stgr. Opið: Mán - fös 9-18 Lau 10-14 Verð frá 7.350,- stgr Háskólabíó, Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og Borgarbíó á Akureyri frumsýna About a Boy með Hugh Grant, Nicholas Hoult, Rachel Weisz og Toni Collette. ABOUT a Boy eða Saga um strák er nýjasta myndin frá fram- leiðendum „Bridget Jones’s Diary“ og „Meet the Parents“. Í aðalhlutverkinu er Hugh Grant, sem leikur Will, glaumgosa á fer- tugsaldri sem lifir í allsnægtum og nýtur kvenhylli. Tíminn hans fer í að leika sér því hann þarf hvorki að vinna né bera ábyrgð á einu eða neinu. Til þess að sýna það og sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann geti axlað ábyrgð í lífinu ákveður hann að taka að sér 12 ára strák, en margt fer öðruvísi en ætlað er enda er sjálfur Will hálf- gert barn í fullorðnum líkama. Til þess að ganga í augun á enn fleiri konum spinnur Will upp lygavef um að hann eigi barn og útvegar sér meira að segja barna- bílstól til að hafa í bílnum svo að saga hans verði enn meira sann- færandi. En dag einn breytist til- veran. Will kynnist Markúsi, 12 ára dreng sem býr við kröpp kjör hjá einstæðri móður. Markús, sem leikinn er af hinum unga Nicholas Hoult, á enga vini og er lagður í einelti í skólanum. Móðir hans er orðin lífsleið og reynir að fyrirfara sér. Í kjölfarið verða Will og Markús miklir mátar enda geta þeir miðlað heilmiklu um lífs- ins leyndardóma til hvors annars. Hugh Grant er sagður hafa falast sjálfur eftir hlutverkinu eftir að hafa heillast af sögunni. Leikstjórar eru bræðurnir Chris og Paul Weitz, sem gerðu einnig American Pie myndirnar. Þeir skrifuðu jafnframt kvik- myndahandritið ásamt Peter Hedges sem byggt er á bók Nick Hornby, sem einnig er höfundur Fever Pitch og High Fidelity. Framleiðendur myndarinnar, sem kemur frá Universal Pictures, eru Jane Rosenthal, Eric Fellner, Tim Bevan, Brad Epstein og hinn kunni leikari Robert De Niro, sem keypti kvikmyndarétt sögunnar og lagði fyrirtæki hans og Jane Rosenthal, Tribeca, peninga í framleiðsluna. About a Boy er þriðja bók rithöfundarins Nick Hornby. Sagan kom út árið 1998 og voru framleiðendur myndar- innar búnir að tryggja sér kvik- myndaréttinn áður en bókin kom út. Leikarar: Hugh Grant (Notting Hill, Extreme Measures, Mickey Blue Eyes); Nicholas Hoult (Intimate Re- lations); Rachel Weisz (The Mummy, Enemy at the Gates, Beautiful Creat- ures); Toni Collette (Muriel’s Wedd- ing, The Sixth Sense, Shaft). Leik- stjórar: Chris og Paul Weitz. Toni Collette, Hugh Grant og Nicholas Hoult í About a Boy. Saga um tvo stráka Laugarásbíó frumsýnir My Big Fat Greek Wedding með Nia Vardalos, John Corb- ett, Michael Constantine, Lainie Kazan, Andrea Martin og Joey Fatone. NIA Vardalos fer með aðalhlut- verkið í grínmyndinni My Big Fat Greek Wedding sem frumsýnd verð- ur í dag. Myndin fjallar um ungu kon- una Toulu og síðast en ekki síst sein- heppni hennar í karlamálum. Leikstjóri er Joel Zwick, en framleið- endur eru Tom Hanks, Rita Wilson og Gary Goetzman. Toula er grísk-bandarísk einhleyp kona á þrítugsaldri og það lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á í bráð. Þetta veldur henni nokkrum áhyggj- um en þær eru ekkert í líkingu við það hugarangur, sem plagar foreldra hennar vegna þessa mikla fjölskyldu- vanda. Foreldrarnir stinga upp á því að gott ráð sé að senda dóttur sína til Grikklands þar sem þau vonast til að hún kynnist góðum manni í gamla landinu. En Toula sýnir lítinn áhuga á þessu og hefur ekki hug á því að yf- irgefa Bandaríkin í bráð, en þar sem hún starfar í fjölskyldufyrirtækinu Dancing Zorba, sem er grískt veit- ingahús í Chicago, verður hún að taka tillit til skoðana foreldra sinna. Dag einn, eftir að hafa afgreitt myndar- legan mann og ekki þorað að tala við hann, ákveður Toula að gera róttækar breytingar á lífi sínu. Þrátt fyrir mót- mæli föður síns fer hún að læra á tölv- ur í kvöldskóla, tekur niður gleraugun og setur upp linsur, fær sér nýtt starf á ferðaskrifstofu og gerir stórtækar breytingar á útliti sínu og framkomu. Henni til mikillar ánægju hittir hún aftur myndarlega manninn úr veit- ingahúsinu og hann býður henni út. Kennarinn Ian Miller (John Corb- ett) er nokkurn veginn fullkominn. Hann er hávaxinn, myndarlegur, gáf- aður, góðhjartaður og alveg að falla fyrir Toulu. En það eru samt tvö smá- atriði sem standa í veginum fyrir hamingju þeirra. Ian er hvorki Grikki né grænmetisæta. Þegar Ian ber loks upp bónorðið verður Toula að standa sem sáttaraðili milli snobbaðra yfir- stéttarforeldra Ians og grískra verka- mannaforeldra sinna. Ekki má svo gleyma brúðkaupsveislunni, sem móðir brúðarinnar vill halda undir formerkjunum: „Því meira, því betra“. Leikarar: Nia Vardalos (Men Seeking Women, Meet Prince Charming); John Corbett (Flight of the Intruder, Volcano, My Dinner); Michael Constantine (The Juror, My Life, Deadfall); Lainie Kazan (Lust in the Dust, St. Elsewhere, The Paper Chase); Andrea Martin (Wag the Dog, All I Want for Christmas); Joey Fat- one (On the Line, The Bros). Leikstjóri: Joel Zwick. Ástin nær en fjölskyldan fjær Nia Vardalos og John Corbett í hlutverkum sínum í myndinni My Big Fat Greek Wedding. Smárabíó og Regnboginn frumsýna Hart’s War með Bruce Willis, Colin Farrell, Terrence Howard, Cole Haus- er, Marcel Iures og Linus Roache. BRUCE Willis fer með aðalhlut- verkið í stríðsmyndinni Hart’s War, sem Gregory Hoblit leikstýr- ir, en hann hefur m.a. áður sent frá sér myndirnar Primal Fear, Fallen og Frequency. Framleiðendur myndarinnar, sem kemur frá Metro-Goldwyn-Mayer, eru auk leikstjórans Arnold Rifkin, David Ladd og David Foster. Handrit skrifuðu Billy Ray og Terry George upp úr sögu John Katzen- bach, sem byggð er að hluta til á reynslu föður hans, Nicholas Kat- zenbach. Hann lifði af fangavist Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og þjónaði m.a. síðar sem æðsti lög- fræðilegur ráðunautur í forsetatíð Lyndon Johnson. „Eftir því sem árin liðu varð mér ljóst að lítið sem ekkert hafði verið talað á heimilinu um þetta tímabil í lífi föður míns svo að ég fór sem rit- höfundur að spyrja föður minn spurninga um þessa reynslu hans. Fljótlega sá ég fyrir mér að saga hans gæti þróast í áhugaverða og leyndardómsfulla spennufrásögn. Ég settist því niður og hóf að skrifa fyrstu línurnar í Hart’s War,“ segir bókarhöfundurinn John Katzen- bach. Bandaríski ofurstinn William McNamara, sem leikinn er af Will- is, er handtekinn og fangelsaður í hrikalegum fangabúðum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, en sögu- sviðið er veturinn 1944. Hann neit- ar að gefast upp, en bíður átekta eftir rétta tækifærinu til að berjast gegn óvininum. Morð í fangabúð- unum gefur honum svo þetta rétta tækifæri, en afleiðingarnar gætu orðið honum og hans mönnum afar dýrkeyptar. Hann leggur samt á ráðin með aðstoð undirforingjans Thomas W. Hart, sem handsamað- ur hafði verið af Þjóðverjum í Belg- íu og fluttur í sömu fangabúðir. Þegar svo tveir þeldökkir flugmenn eru sendir í sömu herfangabúðir verður uppi fótur og fit og fljótlega fer að bera á kynþáttahatri innan veggja fangelsisins. Svo virðist sem rétta tækifærið skapist til að flýja örlögin þegar hvítur maður finnst myrtur, en annar svartur er helst grunaður um verknaðinn. Leikarar: Bruce Willis (Die Hard, The Sixth Sense, Unbreakable); Colin Farrell (Tigerland, American Outlaws, Ordinary Decent Criminal); Terrence Howard (The Best Man, Angel Eyes, Glitter); Cole Hauser (Man of War, Tigerland, A Shot at Glory); Marcel Iures (The Peacemaker, Mission: Impossible, Interview with the Vamp- ire); Linus Roache (Pandemonium, Siam Sunset, The Venice Project). Leikstjóri: Gregory Hoblit. Stríð í fangabúðum Bruce Willis lætur ekki bugast. Úr myndinni Hart’s War.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.