Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 47 15% afsláttur af kaststöngum og kasthjólum V e i › i t i l b o › v i k u n n a r Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 92 06 /2 00 2 ...í fyrsta kasti! ÞAÐ eru hægt skánandi fréttir og tölur sem berast nú af bökkum sumra laxveiðiánna, en seint mun hægt að þóknast öllum, fyrst var of heitt í veðri, en nú er of kalt. En árnar opna nú hver af annarri og í Grímsá veiddi fyrsta hollið 12 laxa á átta stangir á tveimur dögum sem verður að teljast bærilegt miðað við hægaganginn í göngum og veiði það sem af er. Guðni Eðvarðsson, veiðivörður við Grímsá, sagði að laxarnir tólf hefðu allir veiðst á neðstu veiðistöðum og enginn ofar en í Smáfossum, sem eru í kvísl samhliða Laxfossi. „Þetta voru fallegir laxar og bæði smáir og stórir. Sá stærsti var 12 punda og einnig veiddust 10,6 og 10 punda laxar,“ sagði Guðni. Óformleg opnun Haffjarðarár Tveir laxar veiddust á miðvikudag og aðrir tveir sluppu er tvö óvön bandarísk ungmenni voru leidd fram á bakkann og leyft að taka forskot á sæluna. Þetta voru vænir fiskar. Í gær var svo formleg opnun, en menn fóru seint út og um miðjan dag voru engar aflafréttir komnar í loftið. Að sögn Einars Sigfússonar, eins eig- anda árinnar, var kalt á Snæfellsnes- inu og grátt niður í miðjar hlíðar. Veiðimenn voru einnig að tygja sig til veiða síðdegis í Straumfjarðará. 16 punda í Kjósinni Enn er veiðin róleg í Laxá í Kjós og aðeins um 20 laxar komnir á land. Þar veiddist fyrir skemmstu 16 punda lax og 13 ára drengur, Brynjar Þor- björnsson, veiddi sinn fyrsta flugu- lax, sem var jafnframt fyrsti flugulax sumarsins. Hér og þar… Fyrsti laxinn veiddist í Straumun- um um helgina, fjögurra punda lax, og hefur verið svolítið líf þar síðustu daga, en lítið að sjá og hafa fram að því. Veiði er byrjuð í Korpu, hófst þar í gærmorgun og veiddist strax lax í Sjávarfossi og annar lak af önglinum í löndun. Menn sáu nokkra fiska og voru ánægðir með byrjunina. Enn hefur ekki frést af laxi í Soginu, en nokkur góð bleikjuskot hafa glatt veiðimenn. Fyrsti laxinn Nú hefur það spurst að fyrsti lax sumarsins hafi alls ekki verið lax varaformanns SVFR Gylfa Gauts í Norðurá 1. júní sl. heldur hafi sil- ungsveiðimaður veitt fallegan ný- genginn 6 punda lax á flugu í Brúará nokkrum dögum áður. Það hefur svo sem gerst áður að laxar hafa veiðst utan hinna hefðbundnu stórveiði- staða í upphafi vertíðar. Silungsveiði- menn hafa náð löxum í gegnum tíðina í Straumunum og Brennunni í Borg- arfirði, í Hlíðarvatni í Selvogi og ef- laust víðar. Morgunblaðið/Arnaldur Veiðimennirnir Kristinn Halldórsson og ungur sonur hans, Gunnar, með fallegan 10 punda flugulax úr Kvíslafossi í Laxá í Kjós. Tólf úr Grímsá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FJALLVEGIR landsins eru smám saman að opnast þessar vikurnar og má sjá á meðfylgjandi korti hvar þeg- ar hefur verið opnað. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni verður skoðað eftir næstu helgi hvort unnt verður að opna Fjallabaksleið syðri á næstunni og sömuleiðis um Þjófadali en mikill vatnsgangur og aurbleyta hefur verið á þessum slóðum. Varla er búist við að opnað verði um Sprengi- sand fyrr en eftir mánaðamót. Fjallvegir óð- um að opnast MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Austur- bakka: Í apríl síðastliðnum fóru á markað ranglega merktar SMA GOLD ung- barnablöndur. Mistökin uppgötvuð- ust innan örfárra daga og hóf Aust- urbakki þegar innköllunaraðgerðir sem gerði það að verkum, að það náð- ist að innkalla langflestar vörurnar. Einungis var um að ræða ranglega merktar ungbarnablöndur, sem eru ætlaðar börnum yngri en 6 mánaða. Hugsanlegt er að ekki hafi náðst að innkalla allar SMA GOLD ranglega merktar dósir. Af þeim sökum vill Austurbakki vinsamlegast biðja þá sem keypt hafa SMA GOLD ung- barnablöndur á tímabilinu 15. til 19. apríl, um að yfirfara íslenskar álímd- ar merkingar á um- búðum vörunnar og hafa samband við Austurbakka ef áletranir vörunnar eru ekki í samræmi við neðangreinda merkingu: Rétt merking á SMA Gold ung- barnablöndu: (ætluð börnum undir 6 mánaða aldri). Sjá töflu. Austurbakki biður viðskiptavini sína velvirðingar á þessum mistök- um. Þyngd Aldur Skeiðar Vatn Mált. á sólarhr. 3 kg Nýfætt 3 85 ml 6 4 kg 2 vikna 4 115 ml 6 5 kg 2 mán. 6 170 ml 5 6,5 kg 4 mán. 7 200 ml 5 7,5 kg 6 mán. 8 225 ml 4 Yfirlýsing frá Austurbakka hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.