Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Vædder- en og Columbus og út fara Kiel, Columbus og Baldvin. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fara út Markus J og Polar Princess. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl 14 bingó. Árskógar 4. Kl. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- stofan. Bingó er 2 og 4 hvern föstudag. Pútt- völlurinn er opin kl. 10– 16 alla daga. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sund- leikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16.00 og verður á þriðjud. og fimmtud í 3 vikur. Allir velkomnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13.00 næstu 3 vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðarstofar tímapantanir eftir sam- komulagi s. 899 4223 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Kl. 13.30 frjáls spilamennska, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14-16. Á morgun, laug- ardag, morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur: Dansleikur kl. 20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Söguferð í Dali 25.júní dagsferð, Eiríksstaðir- Höskuldsstaðir- Hjarðarholt-Búð- ardalur-Laugar- Hvammur. Léttur há- degisverður að Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson. Vin- samlegast sækið far- miðann fyrir helgi. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, Kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Skráning hafin. Hálendisferð 8.-14. júlí ekið norður Sprengi- sand og til baka um Kjöl, eigum örfá sæti laus. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Gerðuberg. Í dag vinnustofur opnar kl. 9- 16.30. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Mynd- listarsýning Huga Jó- hannessonar stendur yfir. Fim. 27. júní: Ferðalag um Suðurnes. M.a. ekið um Hafn- arfjörð, Kapelluhraun, og Vatnsleysu- ströndina. Stansað á Grímshól á Vogastapa. Ekið út í Leiru, kaffi- hlaðborð í Golfskál- anum. Ekið um Garð- skagann o.fl. Skráning hafin og allar uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki. Vorvaka eldra fólks í Kópavog verður í Gjábakka, Fannborg 8 sunnudags- kvöldið 23. júní. Á dag- skránni sem hefst kl. 22 verður m.a. spiluð fé- lagsvist, harmonikku- leikur, samsöngur undir slætti Guðrúnar á gít- arstrengi. Einnig verð- ur lesið úr óútkominni ljóðabók. Kaffiveitingar á vægu verði. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Bingó kl. 14. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Sumarferð á vegum Fé- lagsþjónustunnar í Hvassaleiti, Hæð- argarði og Sléttuvegi verður farin næsta mið- vikudag 26. júní n.k. og lagt af stað kl. 10:30. Ekið um Þrengsli að Eyrarbakka og Stokks- eyri og ekið austur með ströndinni að Þjórsá. Þaðan verður stefnan tekin á Skálholt. Máls- verður í Réttinni við Úthlíð. Leiðsögumaður verður Kristrún Hreið- arsdóttir. Verð kr. 3,100,- Skráning fer fram á skrifstofum staðanna og í símum: 588 9335 og 568 3132 og 568 2586. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 kántrý dans, kl. 11 stepp, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16 - 25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl.15–17 á Geysir, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vest- urgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Félag eldri borgara Selfossi. Dagsferð á Njáluslóðir. Farið verð- ur á söguslóðir Njálu þri. 25. júní. Leið- sögumaður verður Ósk- ar H. Ólafsson. Lagt af stað frá Mörkinni (Grænumörk 5) kl. 10 og komið við í Horninu. Ferðaáætlun: Sögusetr- ið á Hvolsvelli skoðað, farið að Bergþórshvoli og síðan að Vík í Mýrdal en þar verður léttur há- degisverður. Síðan farið í Kerlingadal og til baka upp Markarfljótsaura í leit að Gunnarshólma. (Sumir segja að Rang- æingar séu búnir að týna honum). Þaðan er farið að Hlíðarenda. Kaffiveitingar í Lang- brók. Leiðin liggur framhjá Þríhyrningi að Keldum og svo heim um Rangarvelli. Heimkoma áætluð um kl. 18. Kostnaður kr. 3.000– 3.500 á mann. Farpant- anir og upplýsingar í síma 482-4117 (Óskar) eða 482-2938 (Böðvar). Gjörið svo vel að panta far ekki síðar en á sunnudagskvöld. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Jónsmessuferð á Þingvöll, Selfoss og Stokkseyri, mánudag- innn 24. júní. Lagt af stað kl. 15 frá Damos. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 586 8014 e.h. Reykjavíkurdeild SÍBS fer í sína árlegu jóns- messuferð sunnudaginn 23. júní. Farið verður um sögustaði Njálu í Rangárþingi og leið- sögumaður verður Jón Böðvarsson. Skráning í ferðina fer fram í síma SÍBS 552 2150 á skrif- stofutíma. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði er 1.-5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Í dag er föstudagur 21. júní, 172. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Trúið á ljósið, meðan þér hafið ljós- ið, svo að þér verðið börn ljóssins. (Jóh. 12, 36.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sveðja, 4 útlimur, 7 þáttur, 8 fnykur, 9 gylta, 11 harmur, 13 tölustafur, 14 smyrsl, 15 brott, 17 ávinna sér, 20 op, 22 ansa, 23 viðurkennir, 24 illa, 25 líkamshlutar. LÓÐRÉTT: 1 óreglu, 2 kjáni, 3 laup- ur, 4 í fjósi, 5 drekki, 6 úldin, 10 fiskinn, 12 gætni, 13 samtenging, 15 vesæll, 16 rógbar, 18 skjólur, 19 ræktuð lönd, 20 vegur, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 hrokafull, 8 ræsta, 9 gætin, 10 ger, 11 koðna, 13 asnar, 15 hress, 18 hagur, 21 var, 22 sigra, 23 orfin, 24 gallalaus. Lóðrétt: - 2 ræsið, 3 klaga, 4 fegra, 5 látin, 6 hrók, 7 snýr, 12 nes, 14 sóa, 15 hæsi, 16 eigra, 17 svall, 18 hroll, 19 giftu, 20 runa. Læknadóp er lyf Á FORSÍÐU blaðsins Séð og heyrt var fyrirsögn um konu sem losnaði undan læknadópi. Það er fáránlegt að nota þetta orð því þetta svokall- aða læknadóp eru lyf sem fólk þarf að nota. Lyf sem sumir misnota, aðrir ekki, sumir verða háðir þeim, aðrir ekki. Þeir sem fá þessi lyf en þurfa ekki á þeim að halda eru að segja læknin- um ósatt. Þeir sem þurfa á þessum lyfjum að halda fá þessi lyf hjá sínum lækni í takmörkuðu magni og í tak- markaðan tíma. Finnst hall- að á lækna í svona umfjöllun og finnst það ekki sann- gjarnt. Ég er einn af þeim sem þarf á þessum lyfjum að halda til að sinna vinnu minni og daglegu lífi og hafa þau reynst mér vel. Sjúklingur. Blaðberar í fríi ÉG hef ekki fengið Frétta- blaðið inn um blaðalúguna mína í rúmlega viku. Þegar ég hringdi og kannaði ástæðuna þá voru svörin þau að blaðberar væru í sumarfríi og því kæmi blað- ið ekki. Ég er ekki viss um að auglýsendur væru hressir með þetta fyrirkomulag ef þeir vissu af þessu. Þeir kaupa auglýsingar í blaðið og svo er það ekki að berast fjölda lesenda þar sem blað- berar eru í fríi. Ég get ekki setið á mér að deila þessari einkenni- legu sögu. Þrátt fyrir að Fréttablaðinu sé „dreift“ ókeypis til lesenda þá er þetta orðinn hluti af dag- legu lífi fólks þ.e. að lesa Fréttablaðið yfir morgun- matnum og ginnast af aug- lýsingum í öllum regnbog- ans litum. J.H. Íslenskt mál getur verið erfitt MIG langar til þess að vekja athygli á því að á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar, www.ismal.hi.is, má finna ýmsar hagnýtar upplýsing- ar um íslenskt mál, meðal annars um heiti þjóða. Ís- lenskt mál getur verið okk- ur öllum erfitt en þarna er að finna greinargóðar upp- lýsingar fyrir alla. Nýstúdent. Tapað/fundið Bolti í óskilum BOLTI fannst í Höfðahlíð merktur Andreu. Upplýs- ingar í síma 462 1026. Blár Adidas- bakpoki týndist BAKPOKI týndist á Lækj- artorgi 17. júní sl. Í bakpok- anum var kápa, GSM-sími, gómur ofl. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 565 4675 eða 822 7473. Gasgrill týndist GASGRILL týndist frá Bakkaseli 25 aðfaranótt sl. laugardags. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 1522. Hjól í óskilum GRÁTT hardrock-hjól er í óskilum á Seltjarnarnesi. Uppl. í síma 552 7271. Gleraugu týndust GLERAUGU, brún úr tít- aníum, frekar lítil í grænu hulstri, týndust um miðjan maí. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 1703. Dúkka týndist DÚKKA í bangsímonkjól með rautt hárband týndist um miðjan maí. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 897 1703. Dýrahald Læður fást gefins AF sérstökum ástæðum fást tvær læður gefins. Önn- ur er 2ja ára og hvít að lit og hin er 1 árs, svört að lit. Þær eru blíðar og góðar og vilja komast á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 587 2621 og 865 2420. Snúð vantar heimili SNÚÐUR, sem er rúmlega fjögurra mánaða kisu- strákur, fæst gefins á að- eins gott heimili. Snúður er yndislega barngóður og kel- inn. Ef þú gætir hugsað þér að eignast Snúð þá endilega hringdu í síma 564 1975 eða 897 9907. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... SKRIFARA blöskrar oft þegarhann sér reikninga frá iðnaðar- mönnum, hvort sem um er að ræða viðgerðir á bíl eða húsi. Og þótt hann sé ekkert sérstaklega hand- laginn heimilisfaðir lætur hann sig hafa það að annast sjálfur, og með dyggri aðstoð annarra úr fjölskyld- unni, mest allt viðhald innanhúss, svo sem að leggja parket, gólfdúk og flísar, setja upp skápa, ljós og mála. Síðasta afrekið var að setja upp nýja eldhúsinnréttingu, tæki og gólfefni og mála. Úr ýmsu var að velja þegar kom að vali á innréttingu en verðmun- urinn reyndist mikill. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir 200 þúsund kall, hugsaði heimilisfaðirinn, og taldi frúna á að velja prýðilega inn- réttingu hjá IKEA. Og innréttingin komst upp stórslysalaust. Vissulega er hægt að finna að vinnubrögðum í þessum heimilisiðnaði og hann tók dálítið langan tíma en margborgaði sig. Auk 200 þúsund kallsins var hægt að spara kostnað við uppsetn- ingu. Og heimilisfaðirinn ekki sér- lega handlagni andvarpaði fegin- samlega og hugsaði þá um eigin hag þegar hann heyrði í vini sínum sem keypti innréttingu hjá öðrum inn- flytjanda og fékk atvinnumenn til að setja upp og rífa út þá gömlu. Þrír mánuðir eru liðnir frá því þeir hófu verkið og eru búnir að rukka 300 þúsund kall án þess að hafa lok- ið verkinu. Það liðu þó ekki nema rúmar þrjár vikur frá innréttingin var rifin á heimili Víkverja þangað til ný var að mestu tilbúin. Og þótti sá tími alveg nógu langur. x x x EKKI komst heimilisfaðirinn þóalveg hjá því að styrkja iðn- aðarmenn við þessa framkvæmd, hann taldi öruggara að fá rafvirkja til að annast grunnvinnu við raf- magnið og pípara til að færa til leiðslur. Þótt þessir menn hafi veitt ágæta þjónustu blöskraði heimilis- fólkinu reikningsútgáfa þeirra, sér- staklega annars sem virtist skrifa ótæpilega tíma á undirbúning og frágang. Hann var að minnsta kosti ekki við vinnu í húsinu nema hluta tímans. Við lestur þessa reiknings varð húseigandinn enn staðráðnari en fyrr í því að standa sig í stykkinu þegar að næstu framkvæmd kæmi, hver svo sem hún yrði. ÞAÐ er kannski að bera í bakka-fullan lækinn að fjalla um íþróttir í þessum dálki vegna mikils áhuga á HM í fótbolta sem iðulega kemur hér fram. Ekki er þó hægt að láta ógetið þeirrar ágætu þjón- ustu íþróttasjónvarpsins Sýnar að sýna frá úrslitaleikjum ameríska körfuboltans. Skrifari er einn þeirra sem horfa á meðan vökustaurinn leyfir en notar myndbandstækið til að komast yfir þá leiki sem út af standa. Hefði Víkverji viljað njóta þessara leikja miklu lengur en get- ur þó alveg sætt sig við fáa leiki þar sem uppáhaldsliðið hans, Los Ang- eles Lakers, átti sök á því með því að vera miklu betra en öll önnur. Þótt vert sé að hæla frammistöðu Sýnar og körfuboltaþjálfaranna sem lýstu úrslitaleikjunum verður einnig að halda til skila því sem mið- ur hefur farið. Í hópi „gamalmenna“ í körfubolta sem Víkverji leikur sér stundum við í hádeginu voru uppi háværar raddir snemma í vor um að svipta ætti Sýn réttinum til að sýna ameríska körfuboltann vegna þess hversu fáir leikir væru sendir út beint. Þessari kvörtun er hér með komið á framfæri, þótt seint sé. ÉG er að velta því fyrir mér hverju þessir menn, sem múlbundu sig með svörtum klútum, voru að mótmæla 17. júní. Var ekki háttsetti Kínverjinn farinn af landi brott? Af hverju voru þeir að veitast að fjallkonunni sem var að sinna vinnu sinni fyrir þjóðina? Varla hefur hún framið mannréttindabrot í Kína eða var það ekki mergurinn málsins? Mér finnst það sjálfsagt að hleypa ekki hverjum sem er athugasemdalaust inn í landið núna á tímum hryðjuverka. Eldri borgari. Hverju var mótmælt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.