Morgunblaðið - 21.06.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.06.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Geðlæknafélags Íslands: „Stjórn Geðlæknafélags Íslands vill mótmæla umfjöllun í Morgun- blaðinu um hagræðingu og betri nýtingu á geðsviði LSH. Umrætt viðtal við Önnu Stefáns- dóttur hjúkrunarforstjóra LSH og tilvitnun í skýrslu sviðsstjóra geð- sviðs, Hannesar Péturssonar og Eydísar Sveinbjarnardóttur, er að okkar mati röng túlkun á því sem gerst hefur á geðsviðinu undanfar- in ár. Í greininni er verið að lof- sama fjárhagslegan sparnað sl. 2 ár á geðsviði en þetta hefur gerst með fækkun starfsmanna og lokun deilda. Staðreyndin er sú að á sl. 5 árum hefur rúmum á móttöku- deildum geðsviðs fækkað úr 85 í 57. Þetta hefur haft í för með sér stöðugar yfirlagnir á deildum, bið- lista eftir innlögnum og læknar hafa neyðst til að útskrifa fólk fyrr en æskilegt er. Í skýrslu um stefnumótun í málefnum geðsjúkra sem heilbrigðisráðherra lét gera 1998 kemur fram að þá þegar er fjöldi sjúkrarúma við öryggismörk. Að auki hefur verið þrengt að end- urhæfingarúrræðum á geðsviði og aðstæður langveikra sjúklinga hafa versnað við flutning deilda. Þrátt fyrir nýjungar í geðlyfjameðferð og samtalsmeðferð hefur lengd bráðameðferðar ekki styst eða þörf fyrir endurhæfingu minnkað. Stað- reyndin er sú að niðurskurður á geðsviði nemur ekki aðeins 140 milljónum, eins og kemur fram í greininni, heldur nær 300 milljón- um frá árinu 1998. Stjórn Geðlæknafélagsins hefur margsinnis í fjölmiðlum varað við þessari þróun sem hefur leitt til meiri erfiðleika fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra. Benda má á að á sama tíma hefur íbúum stór- Reykjavíkursvæðisins fjölgað mjög ört og eftirspurn eftir þjónustu stóraukist. Stjórn Geðlæknafélags- ins fór á fund heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, sl. haust og mótmælti þessum niðurskurði en fátt hefur gerst. Í ljósi þess að í umræðum á Alþingi síðastliðið haust sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra að sinna bæri betur geðsjúkum og setja beri aðgerðir í geðheilbrigðismálum í ákveðinn forgang er með öllu óskiljanlegt að ofangreindur niðurskurður hafi gengið í gegn.“ Stjórn Geðlæknafélags Íslands mótmælir umfjöllun um hagræðingu á geðsviði Óskiljanlegt að niður- skurður hafi gengið í gegn 17 sóttu um starf bæj- arstjóra Árborgar STEFNT er að því að bæjarráð Árborgar taki afstöðu til þess á fundi sínum nk. fimmtudag með hverjum það mæli í starf bæjar- stjóra, en 17 manns sóttu um stöð- una. Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, segir að verið sé að ræða við umsækjendur og reynt verði að ljúka viðtölunum á næstu dögum. Þeir sem sóttu um eru Aðal- steinn J. Magnússon rekstrarhag- fræðingur, Atli Már Ingólfsson lögfræðingur, Atli Viðar Jónsson framkvæmdastjóri, Ágúst Kr. Björnsson, fv. sveitarstjóri í Súða- víkurhreppi, Ásmundur Helgi Steindórsson viðskiptafræðinemi, Birgir Vestmann Möller, Björgvin Njáll Ingólfsson verkfræðingur, Hálfdán Kristjánsson, fv. bæjar- stjóri í Hveragerði, Jónas Krist- jánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður, Magnús Kristján Hávarðarson félagsráðgjafi, Ólöf Thorarensen, fv. félagsmálastjóri Árborgar, Róbert Hlöðversson, viðskipta- og rekstrarfræðingur, Sigurjón Aðalsteinsson iðnrekstr- arfræðingur, Stefán Arngrímsson deildarstjóri, Þorsteinn Árnason vélfræðingur og Þorvarður Hjalta- son framkvæmdastjóri. HÁR flutningskostnaður, græn- metistollar og smæð íslensks markaðar eru meðal þeirra þátta sem valda því að verð á heilsuvör- um er hærra í verslunum á Íslandi en í Kaupmannahöfn, sögðu ís- lenskir verslunareigendur er þeir voru inntir eftir skýringum á mikl- um verðmun milli landanna. Í verð- könnunun Morgunblaðsins og ASÍ á 44 heilsuvörutegundum hjá nokkrum verslunum sem birtist í blaðinu gær kom fram að verð á slíkum vörum var í 41 tilfelli hæst á Íslandi og var dæmi um 631% mun. Örn Svavarsson, eigandi Heilsu- hússins, telur verðmun á heilsuvör- um eiga sér eðlilegar skýringar, sérstaklega þegar verðmunur milli landanna á matvörum almennt sé hafður í huga. „Lífrænar vörur eru fluttar inn í litlu magni sem þýðir að magnafsláttur er mjög lítill og flutningskostnaður hlutfallslega hár þar sem þetta er frekar ódýr vara.“ Heilsuhúsið flytur ekki inn vör- urnar sjálft en kaupir þær af inn- lendum dreifingaraðilum. Örn seg- ir svipaða álagningu vera á öllum vörum sem seldar eru í versluninni hvort sem þær séu fluttar inn af Heilsuhúsinu eða keyptar gegnum millilið. Hann segist ánægður með að sérvöruverslanir á borð við Heilsuhúsið standist fyllilega sam- keppni við hérlenda stórmarkaði hvað verð varðar. „Mér finnst ótrú- legt að Danirnir séu þó þrisvar sinnum með hæsta verðið þar sem aðstæður eru allar aðrar hjá þeim,“ bætir hann við. Stórmarkaðir í Kaupmannahöfn gera milliliðalaus innkaup og geta þannig fengið góða magnafslætti, að sögn Kristins Einarssonar, framkvæmdastjóra Blómavals. „ Þá er ferskvara, eins og innflutt líf- rænt grænmeti og ávextir, öll flutt með flugi í litlum einingum sem er gífurlega dýrt.“ Hann segir markaðinn fyrir líf- rænar vörur vera mjög lítinn hér á landi þótt hann fari hægt stækk- andi. Gæði lífrænna vara eru mismun- andi og því er erfitt að gera slíka samanburðarkönnun á milli landa, að sögn Rúnars Sigurkarlssonar, eiganda verslunarinnar Yggdrasils, sem bæði flytur inn, dreifir og sel- ur lífrænar vörur. „Að mínu mati var könnunin að sumu leyti villandi þar sem ég gat ekki séð að endi- lega væri verið að tala um sömu vörur og þá sömu gæði í löndunum tveimur en yfirleitt er stigsmunur á gæðum í lífrænum vörum sem kemur fram í verði.“ Lífrænar landbúnaðarvörur niðurgreiddar í Danmörku Rúnar bendir á að sumar vörur geti verslunareigendur í Kaup- mannahöfn keypt af dönskum bændum sem Íslendingar verði að kaupa frá fjarlægum löndum. „Ég hef til dæmis sjálfur séð að þar eru oft dönsk lífræn epli á boðstólum en við þurfum að flytja epli inn frá löndum eins og Argentínu og Nýja Sjálandi. Þau epli eru eðlilega dýr- ari komin alla leið þaðan.“ Hann nefnir að taka verði með í reikninginn að danskar lífrænar landbúnaðarvörur séu niðurgreidd- ar af ríkinu en að hér á landi sé ekki svo. Þá vill hann vekja athygli á að hér á landi sé eingöngu selt hreinræktað spelt en það sé marg- falt dýrara en hveitiblandað spelt. Verð í Lífsins Lind í Hagkaupum hefur þegar verið lækkað, að sögn Finns Árnasonar, framkvæmda- stjóra Hagkaupa. „Hagkaup tóku yfir Lífsins Lind sem hluta af rekstri Nýkaupa í maí. Í skipulags- breytingum vegna þessara breyt- inga varð þessi hluti verslunarinn- ar útundan.“ Hann segir að nauðsynlegar breytingar á rekstri Lífsins Lindar hafi þá ekki átt sér stað. „Það má einfaldlega skrifa á okkar reikning. Verð í Lífsins Lind hefur nú þegar verið lækkað til samræmis við þá stefnu Hagkaupa að selja heilsuvörur á hagstæðu verði.“ Árétting Það skal tekið fram að verð á haframjöli í þremur verslunum í Kaupmannahöfn sem tilgreint var í töflu með verðkönnun á neytenda- síðu í gær átti ekki við Rapunzel haframjöl, líkt og mátti skilja, heldur ódýrustu gerð lífræns haframjöls í viðkomandi verslun- um. Er beðist velvirðingar á því. Talsmenn nokkurra heilsuverslana um verðmun á heilsuvörum á Íslandi og í Danmörku Segja markað hér lítinn og innflutning dýran ILLA farnir bílar eftir nýleg um- ferðarslys voru viðfangsefni bíla- sýningar sem opnuð var við versl- unarmiðstöðina Smáralind í gær. Sýningin er liður í þjóðarátaki VÍS gegn umferðarslysum en markmið þess er að hvetja alla Íslendinga til að leggjast á eitt í baráttunni gegn umferðarslysum. Hrafnhildur Thor- oddsen nýstúdent opnaði sýninguna en hún er mænusködduð eftir að hún kastaðist út úr bíl á Laugaveg- inum þegar hún var 16 ára. Á undanförnum árum hafa að meðaltali 24 einstaklingar látist í umferðarslysum á ári hverju og þegar eru 17 einstaklingar látnir á þessu ári, að sögn Ragnheiðar Dav- íðsdóttur, forvarnafulltrúa hjá VÍS. Hún bendir á að fjölgun slasaðra í umferðaróhöppum fyrstu fimm mánuði ársins sé 12% miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum VÍS. Í þjóðarátakinu verður skorað á almenning að virða tíu umferð- arheit til að stuðla að bættri menn- ingu og segir Ragnheiður að tíu þjóðþekktir Íslendingar muni stíga fram á næstu vikum og hver um sig bera fram eitt heit. Verður Karl Sigurbjörnsson biskup fyrstur þeirra með heit sem byggir á gullnu reglunni. Hún segist vona að lands- menn sjái sér hag í að fara eftir um- ferðarheitunum og stuðla þannig að fækkun slysa í umferðinni. Olíufélagið Esso er samstarfsaðili VÍS í átakinu og verður hægt að nálgast límmiða í bílinn á bens- ínstöðvum félagsins, en hann gefur til kynna þátttöku í þjóðarátakinu. Morgunblaðið/Arnaldur Tjónabílar voru til sýnis þegar þjóðarátaki VÍS gegn umferðarslysum var hleypt af stokkunum í Smáralind. Slösuð- um hefur fjölgað um 12% Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum hafið VEGAGERÐIN hefur boðið út fjögurra km kafla á hringveginum við Þjórsá. Verður vegarstæðinu breytt á kafla þegar ný brú verður reist yfir ána en sú framkvæmd verður boðin út á næstunni. Verk- inu skal vera lokið 15. september 2003 en það er boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðum á að skila fyrir kl. 14 8. júlí næstkom- andi. Samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra er það vegna þess að verkið telst hluti af sjálfri brúargerðinni enda ekki leyfilegt að skipta verkum niður í áfanga til að komast hjá útboðs- reglum Evrópska efnahagssvæðis- ins. Hringvegurinn við Þjórsá Fjögurra km kafli boðinn út ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.