Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 45 5 herb. íbúð í vesturbæ til leigu í júlí og ágúst. Leigist með hús- gögnum. Upplýsingar í síma 561 9248. TIL SÖLU Háþrýstidæla — 500 bör Óska eftir til- boðum í 500 bara háþrýsti- dælu. Keyrð 43 klst., árg. 2001. Upplýsingar í síma 862 8038. TILBOÐ / ÚTBOÐ Auglýsing um aðalskipulag Grímsness- og Grafnings- hrepps 2002-2014 Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal- skipulagi Grímsness- og Grafningshrepps er tekur til alls sveitarfélagsins, þéttbýlis að Borg, dreifbýlis og afréttar. Skipulagsuppdrættir og greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Grímsness- og Grafnings- hrepps í Félagsheimilinu Borg frá 21. júní til 22. júlí 2002. Ennfremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdum skal skila til Grímsness- og Grafningshrepps ekki síðar en 6. ágúst 2002 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps, Guðmundur Rúnar Svavarsson. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hluthafafundur Stjórn Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. boðar til hluthafafundar á Hótel Loftleiðum kl. 15.00, föstudaginn 28. júní 2002. Á dagskrá eru: 1. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé þess um allt að kr. 335.180.000 að nafnverði og að hluthafar falli frá forgangsrétti. Heimilt verði að greiða fyrir hina nýju hluti með skuldajöfnuði og/ eða eignarhlutum í öðrum félögum. Tillagan felur í sér breytingu á samþykkum félagsins. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 20. júní 2002. Stjórn Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsa í Langanesi Sveitarstjórn Rangárþings eystra auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi á sumarbústaðasvæði í Langanesi samkvæmt 1. mgr. 26. greinar skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytt er aðkomu að lóðum 3, 4, 5, 6, 7, 8, og 9 og bætt við sex nýjum lóðum syðst og vestast með vegtengingu frá Móeiðar- hvolsvegi. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Rangárþings eystra frá og með 21. júní til og með 19. júlí nk. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 2. ágúst júlí 2002. Athug- asemdum, ef einhverjar eru, skal skila á skrif- stofur Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir, sem gera ekki athugasemd við breytingartillög- una innan ofangreinds frests, teljast samþykkir henni. Byggingarfulltrúi Rangárþings eystra. Hafnarfjarðarkaupstaður Auglýsing um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Velli miðsvæði, 1. áfanga Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11. júní 2002, að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Velli miðsvæði, 1. áfangi, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s. br. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 21. júní—19. júlí 2002. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað skriflega til bæjar- skipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 2. ágúst 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillög- una teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Iðnaðarsvæði austan Reykjavíkurvegar vegna Dalshrauns 7, Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. júní 2002 að auglýsa til kynn- ingar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Iðnaðarsvæði austan Reykjavíkurvegar“ vegna Dalshrauns 7, Hafnarfirði, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarreit. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 21. júní—19. júlí 2002. Nánari upplýs- ingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 2. ágúst 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Rannsóknaboranir á vestursvæði við Kröflu í Skútustaðahreppi Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Landsvirkjun hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um rannsóknabor- anir á vestursvæði við Kröflu í Skútustaða- hreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 21. júní til 2. ágúst 2002 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Skútu- staðahrepps, í versluninni Seli á Skútustöðum og í íþróttahúsi Skútustaðahrepps. Einnig ligg- ur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. ágúst 2002 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Árgerði, eignarhl., L-Árskógssandi, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Guð- mundur Már Sigurbjörnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akur- eyri, miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 14:45. Kaupfélagshús, Gamla búð, Svalbarðseyri, þingl. eig. Kristinn Birgis- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 11:30. Strandgata 23, 0101, íb. á 1. hæð að vestan, Akureyri, þingl. eig. Steinþór Stefánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 10:30. Syðri-Reistará I, eignarhl., Arnarneshreppi, þingl. eig. Valdimar Gunn- arsson, gerðarbeiðandi Skeljungur hf., miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 14:00. Syðri-Reistará II, eignarhl., Arnarneshreppi, þingl. eig. Valdimar Gunnarsson, gerðarbeiðandi Skeljungur hf., miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 14:10. Vanabyggð 4B, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Sigrún Hafdís Svavarsd- óttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 26. júní 2002 kl. 11:00. Ytra-Fell, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Valdimar Jónsson, gerðarbeið- endur Eyjafjarðarsveit, Lánasjóður landbúnaðarins og Vélar og þjón- usta hf., þriðjudaginn 25. júní 2002 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 20. júní 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. HÚSNÆÐI Í BOÐI SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Laugard. 22. júní — Hekla, næturganga á Heklutind á Jónsmessu. Sund í Þjórsárdal að göngu lokinni. Verð 2.400/ 2.700. Brottför frá BSÍ kl. 18:00, komið við í Mörkinni 6. Sunnud. 23. júní — Austur- sveitir Rangárþings. Rútuferð með stuttum gönguferðum. Far- arstjóri Leifur Þorsteinsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 2.500/2.800. Sunnud. 23. júní — Jóns- messa á Keilisnesi. Gengið verður um Keilisnes á Vatns- leysuströnd, göngu lýkur við Kálfatjarnarkirkju. Um 3—4 klst. ganga. Fararstjóri Eiríkur Þor- móðsson. Brottför frá BSÍ kl. 19.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1.400/1.700. Sunnud. 30. júní — Klóarveg- ur. Forn þjóðleið milli Grafnings og Þingvalla. Afmælisferð. Enn eru nokkur sæti laus í sum- arleyfisferðina Gengið milli vatna þann 29. júní og í ferð um Víknaslóðir þann 6. ágúst. Sjá www.fi.is og bls. 619. Dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum helgina 22.—23. júní. Laugardagur 22. júní Kl.13.00 — Um dauðadjúpar gjár. Farið í Snóku og áleiðis inn í Stekkjargjá og til baka um Þing- götu. Fjallað verður um jarð- fræði og annað er tengist gján- um. Gangan tekur um 2—3 klst. Nokkuð klöngur og því góðir skór nauðsynlegir. Farið frá þjónustumiðstöð. Kl. 13.00 — Fornleifar og sögur á þingi. Gönguferð fyrir krakka á öllum aldri. Tekur um 1 klst. og farið frá kirkju. Sunnudagur 23. júní Kl. 14.00 — Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Kl. 15.00 — Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu og náttúru. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjón- ustu og tekur um 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöll- um er ókeypis og allir eru vel- komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.