Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 51 DAGBÓK ÞEGAR makker passar nið- ur opnunardobl á einum í lit er hann lýsa því yfir að hann eigi MARGA slagi á tromp – ekki minna en þrjá og helst fleiri. Hann er til í að spila þennan lit á móti einspili eða eyðu: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 52 ♥ 109432 ♦ 8652 ♣65 Vestur Austur ♠ 7 ♠ KG1098 ♥ KG86 ♥ Á5 ♦ ÁKG4 ♦ D107 ♣K983 ♣D102 Suður ♠ ÁD643 ♥ D7 ♦ 93 ♣ÁG74 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Dobl Pass PASS Pass Þetta dæmi er úr bók Lawrence um útspil – Open- ing leads (1996). Lawrence segir réttilega að eftir slíkar sagnir sé alltaf rétt að trompa út. Hann skýrir mál sitt á skemmtilegan máta með því að snúa sjónarhorn- inu við og spyrja: Hvernig ætti að spila fjóra spaða á hendur AV með tígulníu út? Blindur ♠ 7 ♥ KG86 ♦ ÁKG4 ♣K983 Sagnhafi ♠ KG1098 ♥ Á5 ♦ D107 ♣D102 Auðvitað kemur ekkert annað til greina en að taka á tígulás og trompa út. Vestur fær slaginn og spilar aftur tígli, sem sagnhafi tekur og spilar enn trompi. Og gefur aðeins þrjá slagi – tvo á tromp og einn á lauf. Það þætti ekki falleg spilamennska að byrja á því að spila tígli þrisvar og leyfa vörninni að stinga með smátrompi og hugsanlega byggja upp annan slag á laufstungu. Hið sama á við í vörn þegar vitað er að makker á mjög gott tromp – þá á að aftrompa sagnhafa og koma í veg fyrir að hann fái slagi á smátrompin sín. Ef við lítum aftur á fyrri stöðumyndina sést að sú vörn að spila ÁK og þriðja tíglinum gefur sagnhafa tvo aukaslagi á spaða – einn heima og annan með lauf- stungu í borði. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 21. júní, er áttræður Gísli Gunnars- son, fyrrverandi verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, til heimilis á Heilbrigðisstofn- un Sauðárkróks. Hann dvelur á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar, Hvanna- hlíð 8, Sauðarkróki, laugar- daginn 22. júní. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 21. júní, á sólstöðum, er sextugur Bjarni E. Guðleifsson, nátt- úrufræðingur á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Á þessum tímamótum verður hann í tjaldferðalagi við rætur Hraundranga í Öxnadal ásamt konu sinni, Pálínu Jó- hannesdóttur. 1. d4 f5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. c3 c6 5. Rf3 Rf6 6. Db3 Db6 7. Dc2 O-O 8. O-O d6 9. Rbd2 Kh8 10. b3 Dc7 11. Bb2 e5 12. dxe5 dxe5 13. e4 f4 14. Rc4 Rh5 Staðan kom upp á Stiga- móti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Kristján Eð- varðsson (2230) hafði hvítt gegn Ingvari Jó- hannessyni (2293). 15. Rcxe5! g5 15...Bxe5 gekk ekki upp vegna 16. Rxe5 Dxe5 17. c4 og svarta drottningin fellur í valin. Framhaldið tefldist: 16. g4 Rf6 17. h3 Be6 18. c4 Rbd7 19. Rxd7 Dxd7 20. Had1 De7 21. Rxg5 f3 22. Rxf3 Rxg4 23. hxg4 Bxg4 24. Hd3 Hf7 25. Rh2 Bh5 26. Hg3 Hg8 27. Kh1 Be5 28. Bxe5+ Dxe5 29. Dd3 Hf6 30. Hxg8+ Kxg8 31. Dg3+ Dxg3 32. fxg3 Hd6 33. Bf3 Bg6 34. Kg2 a5 35. Rg4 a4 36. Re5 Be8 37. Hd1 Hxd1 38. Bxd1 axb3 39. axb3 Kg7 40. Bg4 Kf6 41. Rd3 b5 42. c5 Bf7 43. Bd1 Be6 44. Kf3 h5 45. Kf4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Á RAUÐSGILI Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. – – – Jón Helgason Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 1.416 kr. til styrktar Styrktarsjóði hjartveikra barna. Þær heita Margrét Ás- dís Björnsdóttir og Bryndís Þórsdóttir. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert rómantísk og við- kvæm persóna með frjótt ímyndunarafl. Þú sérð möguleika alls staðar og leit- ar ávallt að nýjum verk- efnum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki er vanþörf á að bæta þá aðstöðu sem er fyrir hendi á heimilinu, hvort sem það er í eldhúsi eða í svefnherbergi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert óvenjulega hreinskil- in/n í samskiptum við aðra í dag. Komdu skilaboðum þín- um einfaldlega á framfæri því engin þörf er á því að sannfæra aðra um kosti hug- mynda þinna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert einstaklega snjall þegar læra þarf nýja hluti. Nýir möguleikar eru fyrir hendi sem þú ættir að reyna að nýta þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin, Mars og Júpiter eru í stjörnumerki þínu í dag, en slík staða felur í sér að þú þurfir á líkamlegri æfingu að halda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Andleg málefni höfða til þín, en þrátt fyrir hraða í sam- félaginu skiptir vinsemd í garð annarra miklu máli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu dagsins í hópi góðra vina og reyndu að komast að því hverjar séu vonir þeirra og draumar í framtíðinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér virðist ætíð takast að vekja hrifingu annarra. Ekki er úr vegi að nýta sér með- byrinn og ná þeim markmið- um sem þú hefur sett þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu eitthvað sem er óvenjulegt og ólíkt því sem þú hefur áður tekið þér fyrir hendur. Nauðsynlegt er að kynnast nýju fólki og öðrum skoðunum en þú ert vanur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert rómantískur í hugsun og það kemur þér í raun á óvart hversu tilfinningar þín- ar eru djúpar í garð annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Erfiðleikar í samskiptum við náinn vin þinn valda erfið- leikum en þú ert tilbúin/n að standa það af þér og horfa fram á veginn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki er loku fyrir það skotið að þú kynnist persónu sem þú munt eiga náin samskipti við í framtíðinni. Reyndu að hugsa um þá kosti sem þú býrð yfir og útilokaðu galla þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ætíð mikilvægt að rækta samskiptin við fjöl- skylduna, en þau eru fólki dýrmæt þegar upp er staðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustu- fulltrúa. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fíladelfía. Í kvöld, föstudagskvöldið 21. júní, kl. 23 verður kyrrðarstund á sum- arsólstöðum í Fíladelfíu þar sem Óskar Einarsson mun leika af fingrum fram á flygil. Aðgangseyrir verður kr. 500 og mun innkoman renna til kaupa á nýju pí- anói fyrir kirkjuna. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Samlestrar og bænastund í safnaðar- heimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.