Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 19 LEIKSKÓLINN Barnaból á Skaga- strönd varð 25 ára hinn 7. júní. Af því tilefni var boðið til afmælisveislu í skólanum á laugardag. Margir nú- verandi og fyrrverandi nemendur skólans mættu á staðinn og nutu skemmtiatriða sem flutt voru af krökkunum í leikskólanum. Að þeim loknum var boðið upp á grillaðar pylsur og skúffuköku í eftirrétt. Það var árið 1974 sem Lions- klúbbur Skagastrandar hóf bygg- ingu leikskólans. Klúbburinn lagði fram fé úr sjóðum sínum og fé- lagarnir unnu við bygginguna end- urgjaldslaust. Fleiri félög komu að framkvæmdinni með framlögum og gjöfum og sveitarfélagið lagði fram veglega styrki. Leikskólinn var síð- an tekinn í notkun 7. júní 1977 og þá afhentur sveitarfélaginu til eignar og rekstrar. Árið 1996 var síðan tek- in í notkun viðbygging við skólann og varð þá bylting á aðstöðunni á Barnabóli. Í dag er Barnaból deildaskiptur leikskóli, sem starfar í þremur deild- um, þar sem um 44 börn nema undir handleiðslu tíu starfsmanna, sem skipta með sér fimm og hálfu stöðu- gildi. Núverandi leikskólastjóri á Barnabóli er Helga Bergsdóttir en aðstoðarleikskólastjóri Þórunn Bernódusdóttir. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Nokkur barnanna á Barnabóli á Skagaströnd sungu fyrir gesti. Leikskólinn Barnaból 25 ára Skagaströnd Í DAG, 21. júní, eru liðin 170 ár síð- an byrjað var að reisa Norska húsið í Stykkishólmi. Það var Árni Thorlacius kaupmaður sem keypti viðinn tilhöggvinn í Noregi og lét flytja til Stykkishólmi. Norska hús- ið þótti mikil bygging á sínum tíma og það er talið fyrsta tveggja hæða húsið sem byggt var á Íslandi. Norska húsið hefur verið í eigu Héraðsnefnd Snæfellinga í mörg ár og hýst byggðasafn Snæfellinga og verið miðstöð safnastarfs í hér- aðinu. Afmælisins verður minnst á ýms- an hátt í sumar með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. 29. júní verður haldin afmælishátíð hússins. Miklar endurbætur fara fram á Norska húsinu í sumar. Verið er að skipta um þakefni á húsinu og setja á það timburþak með sama sniði og var á húsinu þegar það var byggt árið 1832. Einnig verður skipt um klæðingu á suðurhlið hússins. Byrj- að er að taka inn hitaveitu í Norska húsið og einnig standa vonir til að hægt verði að fara í þær fram- kvæmdir innanhúss sem eru fyr- irliggjandi. Það fer þó eftir því hvað þaksetningin kemur til með að kosta og hversu vel gengur að afla fjár til verksins sem eftir er. Að sögn Aldísar Sigurðardóttur for- stöðumanns er vonast til að hægt verði að ljúka framkvæmdum sem eftir eru á næsta ári og klára þar með endurgerð hússins sem nú hef- ur tekið 31 ár. Norska húsið er opið daglega frá kl. 11 til 17. Þar eru sýningar stöð- ugt í gangi, m.a. sýning á 19. aldar heldra heimili Árna Thorlacius og fjölskyldu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eins og sjá má fara fram miklar endurbætur á húsinu. Á mynd- inni eru starfsmenn Norska hússins, Aldís Sigurðardóttir og Linda María Jensen. Norska hús- ið 170 ára Stykkishólmur LANDSBANKI Íslands færði ný- verið Grunnskóla Djúpavogs full- komna PC-tölvu að gjöf ásamt blek- sprautuprentara. Auk þess færði Landsbankinn Ungmennafélaginu Neista peningagjöf. Það var Frið- geir M. Baldursson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurlandi og Reykjanesi, sem afhenti Gauta Jó- hannessyni, skólastjóra Grunnskól- ans, gjafirnar. Í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins sagði Friðgeir að þær væru þakklætisvottur fyrir samstarf liðinna ára, en Landsbank- inn hefur í nær aldarfjórðung rekið útibú á Djúpavogi. Bankaafgreiðslan á Djúpavogi var fyrst opnuð í húsinu Grýtu hinn 22. febrúar 1978 og var sóknarpresturinn á staðnum þá af- greiðslustjóri. Síðan þá hafa ýmsar breytingar átt sér stað í bankanum og segir Friðgeir þær fylgja kröfum nútímans. Í dag vilji fólk ekki eyða dýrmætum tíma sínum í að standa í biðröð til að borga reikninga en noti þess í stað þjónustu eins og Einka- banka, útgjaldadreifingu, hraðbanka og símafærslur. Afgreiðslutími á Djúpavogi hafi vissulega verið stytt- ur en fólk geti nýtt sér símaþjónustu sem veitt er frá Hornafirði. Friðgeir sagði að lokum að þátttaka bankans í uppbyggingu staðarins í gegnum ár- in hefði verið bankanum mikið ánægjuefni og vonaði að gjafirnar kæmu að góðum notum. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Gauti Jóhannesson, skólastjóri Grunnskólans á Djúpavogi, og Friðgeir M. Baldursson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurlandi og Reykjanesi. Landsbank- inn færir Grunnskóla Djúpavogs gjöf Djúpivogur HJÓNIN Sigurborg Óskarsdóttir og Svanur Lárusson, bændur á Hellis- hólum í Fljótshlíð, stóðu frammi fyr- ir þeirri ákvörðun á síðasta ári, þeg- ar þau höfðu lagt kúabúskap á jörðinni af og selt kvótann, hvort flytja skyldi í burtu eða leita leiða til að vera um kyrrt. Varð úr að fjöl- skyldan fór út í stórtæka uppbygg- ingu á jörðinni með áætlun um 30 smáhýsi, veitingasal, tjaldstæði með húsbílaaðstöðu, baðhúsi, leiksvæði og golfvelli. Á síðasta ári voru þegar komin í gagnið 11 smáhýsi og á þessu ári munu 19 bætast við, en að sögn Sig- urborgar er jafnframt verið að vinna að byggingu baðhúss með gufubaði og heitum pottum, frá- gangi á golfvelli og leiksvæði. Í gömlu fjósi á bænum hefur verið innréttaður veitingasalur sem rúm- ar 100 manns í sæti og mun hann nýtast gestum smáhýsanna, auk þess sem hann er leigður út til veisluhalda. Þegar hafa verið haldn- ar fermingarveislur, þorrablót, af- mæli, óvissuferðir og alls konar veislur og þarf varla að taka fram að staðurinn hefur fullt vínveit- ingaleyfi. Ferðaþjónustan í Hellis- hólum er við Fljótshlíðarveg, um 10 kílómetra frá Hvolsvelli. Smáhýsin 30 eru heilsárshús og koma ósam- ansett frá N-Svíþjóð, en þess má geta að ferðaþjónustan er með um- boðssölu á þessum húsum hér á landi. Þau eru ýmist 20 fermetra hús ætluð fyrir 4–6 gesti eða 15 fer- metra ætluð fyrir 3–5. Í hverju húsi er auk svefnherbergis stofa með sjónvarpi, eldunaraðstaða og salerni með sturtu. Að sögn Sigurborgar líta bókanir sumarsins vel út, gestir koma að utan ýmist á eigin vegum, og hafa þá oft bókað í gegnum Net- ið, eða á vegum erlendra ferðaskrif- stofa. Einnig sækja Íslendingar Hlíðina heim, enda staðsetningin þægileg og miðsvæðis á Suðurlandi og héraðið allt rómað fyrir fræga sögustaði og náttúrufegurð. Hellishólar í Fljótshlíð Úr mjólkurframleiðslu í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Aðalheiður Sigurborg Óskarsdóttir við eitt smáhýsanna hjá Ferðaþjónustunni. Hella SÝNINGIN „Milli fjalls og fjöru“ var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 14. júní. Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Vesturlands, opnaði sýn- inguna en opnunin var liður í Borg- firðingahátíð sem stóð yfir dagana 14.–17. júní. Á sýningunni er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju, bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menningarsögu, og reynt að varpa ljósi á mikilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Að sýningunni standa Byggðasafn Borgfirðinga og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar, en aðalhönnuður hennar er Jón Jóns- son á Kirkjubóli og Sögusmiðjan, fyrirtæki hans. Með opnun skóga- sýningarinnar er Safnahús Borgar- fjarðar að taka í notkun nýtt sýning- arhúsnæði þar sem einnig verða fastasýningar byggðasafns og nátt- úrugripasafns. Í tengslum við skógasýninguna er haldin sýning á list og handverki úr tré. Höfundar verka eru Hannes Lárusson, Guðmundur Sigurðsson, Páll Jónsson, Steinunn Eiríksdóttir, Sverrir Vilbergsson, Þórir Ormsson og Helgi Runólfsson. Sýningin verð- ur opin í sumar kl. 13–18 alla daga. Milli fjalls og fjöru Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Ísleifur sýnir eldsmíði. ÞAÐ viðraði ekki vel til vinnu hjá unglingunum í Vinnuskólanum á Húsa- vík í gærmorgun og í stað þess að sinna venju- bundinni vinnuskóla- vinnu byrjuðu þau vinnu- daginn á því að búa til snjókarla í miðbæ Húsa- víkur. Snjó- karlagerð í mið- bænum Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Snjókarlinn var farinn að láta á sjá síð- degis í gær þegar fréttaritari hitti hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.