Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝRRI skýrslu Borgar- fræðaseturs Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál í Reykjavík 1991-2000 kemur fram að þrátt fyrir miklar íbúðabygg- ingar í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæðinu öllu á síðari hluta nýliðinnar aldar og um- fangsmeiri félagslegar íbúða- byggingar sl. tíu ár, hafi skap- ast húsnæðisvandi í borginni. Bent er á að æskilegt kunni að vera að fá einkaaðila til að byggja og reka leiguhúsnæði, ýmist á almennum leigumark- aði eða undir félagslegum for- merkjum. Þá segir þar að veita mætti styrki og lán til endurnýjunar eldri hverfa, meðal annars til að stuðla að þéttingu byggðar. Höfundur skýrslunnar er Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðingur hjá Borgar- fræðasetri, en í henni er fjallað um þróun íbúðabygg- inga, félagslega húsnæðis- kerfið og samspil húsnæðis- stefnu og borgarstefnu. Skýrslan er unnin samkvæmt beiðni frá félagsmálayfirvöld- um í Reykjavík. Fram kemur að frá 1920 til 2000 hafi mannfjöldi í Reykja- vík sexfaldast en fjöldi íbúða að sama skapi tólffaldast. Á sama tíma hefur meðalstærð íbúða fjórfaldast. Eftir stöðn- un á íbúðamarkaði frá kreppu- árunum fram til ársins 1955 urðu straumhvörf í íbúða- byggingum og næstu 25 árin, 1955-1980, var byggt miklu ör- ar en nam fólksfjölgun. Árið 1980 voru til að mynda 2,6 íbú- ar á íbúð að meðaltali. Eftir 1980 dró verulega úr framboði á íbúðum og 1990 til 2000 hef- ur fjöldi íbúða miðað við íbúa- fjölda staðið í stað, að því er fram kemur í skýrslunni. Fram kemur að á bilinu 450-700 íbúðir hafi verið byggðar á ári í Reykjavík á tí- unda áratugnum en frá árinu 1996-2000 voru þær á sjötta hundrað. Í Kópavogi jukust íbúða- byggingar úr 200 í búðum á ári árið 1994-5 í tæplega 400 árið 1996 og rúmlega 500 árið 1997. Síðan hefur dregið nokkuð úr íbúðabyggingum en þær voru 250 í Kópavogi árið 2000. Í Hafnarfirði var heldur minna byggt af nýjum íbúðum á seinni hluta áratugarins en á fyrri hluta hans. Þegar kemur að fjölda íbúða á hverja 1.000 íbúa sem voru fullgerðar á ári að með- altali á árabilinu 1991-2000 hefur Reykjavík vinninginn með 415 íbúðir. Í nágranna- sveitarfélögunum er hlutfallið 356 íbúðir. Bent er á það í skýrslunni að þessi munur skýrist meðal annars af lægri meðalfjölda íbúa á heimili í Reykjavík. Fram kemur að frá 1996 til 2000 hafi dregið verulega úr byggingu lítilla íbúða í Reykjavík (eins og tveggja herbergja) um leið og aukning varð á byggingu stærri íbúða. Minna framboð á litlum íbúðum hafi því stuðlað að ójafnvægi á húsnæðismark- aði sem kann að hafa átt þátt í hækkun íbúðaverðs og húsa- leigu, eins og bent er á í skýrslunni. Of margar lóðaúthlutanir vegna einbýlis- og raðhúsa Fram kemur að lóðaúthlut- un í Reykjavík hafi haldist svipuð allan nýliðinn áratug. Þær voru hins vegar 24% fleiri 1981-1990 en á tímabilinu 1991-2000. Þetta hafi meðal annars stuðlað að því að veru- legur hluti fólksfjölgunar alls höfuðborgarsvæðisins hafi færst til Kópavogs á seinni hluta síðasta áratugar. Skýrsluhöfundur bendir á að lóðaúthlutanir sveitarfélag- anna hafi hingað til snúist full- mikið um húsbyggjendur ein- býlishúsa og raðhúsa í úthverfum. Ekki sé tekið nægjanlegt tillit til þess við byggingu nýrra hverfa að 70% íbúðarhúsnæðis í borginni séu heimili einhleypra, einstæðra foreldra og barnlausra hjóna og sambýlisfólks. Þessi sí- stækkandi hópur í borgarsam- félaginu þurfi í auknum mæli á litlum íbúðum að halda. Einnig er í skýrslunni minnst á verðhækkanir hús- næðis á síðustu árum og segir þar að þær skýrist aðeins að hluta til af ónógu framboði ný- bygginga á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig verði að taka tilliti til uppsafnaðrar eftirspurnar á fasteignamarkaði 1998-2000 sem leystist úr læðingi þegar uppsveifu fór að gæta í kaup- mætti almennings. Fram kemur að árin 1998 og 1999 hafi nær 17 þúsund manns skipt um aðsetur hvort árið en sú tala féll niður í um 14 þús- und árið 2000. Í skýrslunni er fjallað um félagslegt íbúðakerfi borgar- innar sem nær til leiguíbúða Félagsbústaða, verka- mannabústaða, íbúða Fram- kvæmdanefndar byggingar- áætlunar 1965-1975, félagslegra eignaíbúða og fé- lagslegra kaupleiguíbúða. Þá er innan borgarmarkanna einnig fjöldi leiguíbúða í eigu ýmissa félagasamtaka sem starfandi eru í borginni. Tæp 40% nýbygginga af fé- lagslegum toga síðustu ár Fram kemur að á undan- förnum árum hafi félagslegum úrræðum á íbúðamarkaði í Reykjavík fjölgað örar en öðr- um íbúðum og verulega örar en sem svarar mannfjölgun í borginni. Bent er á að á ár- unum 1990-2000 hafi 38% ný- bygginga í borginni verið af félagslegum toga og veitt voru um 1.750 viðbótarlán í Reykja- vík á þessu tímabili. Alls bættust um 400 íbúðir í eigu ýmissa félagasamtaka við íbúðastofninn í Reykjavík á árunum 1990-2000. Skýrsluhöfundur bendir á að eftirspurn eftir félagslegu húsnæði hafi aukist mjög á allra síðustu árum og biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði og öðru húsnæði svo og verðþróun á leigumarkaði hafi gerbreyst á skömmum tíma. Þá hefur heimilislausum fjölg- að í Reykjavík og fregnir ber- ast af því að óvistlegra og lé- legra húsnæði en þekkst hefur um árabil sé komið í leigu á al- mennum markaði, að því er segir í skýrslunni. Þar segir einnig að félagslega íbúða- kerfið í Reykjavík sé bæði brotakennt og erfitt sé að ná yfirsýn yfir það sem aftur valdi því að stjórnunarlegur meðfærileiki þess verði minni. Bent er jafnframt á að mark- mið félagslega kerfisins hafi færst frá byggingu eignarhús- næðis fyrir verkafólk með lág- ar tekjur yfir í byggingu leigu- íbúða fyrir hópa með erfiða félagslega stöðu. Í þriðja og síðasta hluta skýrslunnar er fjallað almennt um samspil húsnæðisstefnu og borgarstefnu. Fram kemur að hlutur Reykjavíkur af heildaríbúafjölda landsins sé nú 39% og á öllu höfuðborg- arsvæðinu 62% samtals miðað við árið 2000. Ef fram fari sem horfi verði það hlutfall komið í 70% árið 2024. Sé einungis lit- ið til Reykjavíkur er aukning- in áætluð 12-14% fram til 2024. Bent er á að vöxtur borgarinnar hafi lengi byggst á fólksflutningum frá lands- byggðinni en nú sé fjölgunin vegna aðstreymis erlendra ríkisborgara meiri. Lagt er til í skýrslunni að skoðað verði hvernig megi móta borgarstefnu til að bæta allt borgarumhverfið í sam- ráði við ríkisvaldið og önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Fleiri komi að rekstri félagslegra leiguíbúða Í spá yfir framtíðarhorfur í húsnæðismálum segir að hlut- fall félagslegra leiguíbúða hafi farið ört vaxandi á síðustu tíu árum og muni að óbreyttu halda áfram að hækka á næstu árum. Bent er á að þétting byggðar og áhersla á meiri borgarsvip Reykjavíkur falli vel að aukinni áherslu á bygg- ingu leiguíbúða, bæði fé- lagslegu húsnæði og á al- mennum markaði. Fram kemur að borgaryfirvöld hafi átt í erfiðleikum með að bregðast fljótt við húsnæðis- vandanum og að óheppilegt sé að leysa vandann alfarið með byggingu félagslegra leigu- íbúða á vegum borgarinnar. Komnir séu til sögunnar öfl- ugri rekstraraðilar en áður á sviði leiguíbúðarekstrar. Í hugmyndum að framtíðar- stefnu kemur fram að taka þurfi til athugunar hvernig betur megi virkja eignaíbúða- kerfið og tengja það öðrum gerðum félagslegs húsnæðis í borginni. Þá sé æskilegt að einkaaðilar byggi og reki leiguíbúðir, ýmist á almennum leigumarkaði eða undir fé- lagslegum formerkjum. Æski- legt sé að þeir fái til þess stofnstyrki eða annan hvata og leigi síðan t.d. 50-100% íbúðafjöldans félagslega. Þá er bent á að rýmka ætti í vissum tilvikum gildandi húsa- leigulög þannig að ýta mætti undir aukna útleigu umfram- húsnæðis sem aftur drægi úr byggingarþörf og stuðlaði að þéttingu byggðar. Lagt er til að ítarleg könnun verði gerð á húsnæðismarkaðnum á höfuð- borgarsvæðinu og skynsam- legt að það sé gert í tengslum við heildarkönnun húsnæðis- mála á landinu öllu. Skýrsla Borgarfræðaseturs um húsnæðismál í Reykjavík 1991 til 2000 Æskilegt að einkaaðilar byggi og reki leiguhúsnæði           ! "        !      ! # !#  #$ $    %&% &'' '&(%    (&) ** +&%    )&+( %+' )&** $ $       #! ,-./-0,1                      !"# $ #  2    3      ! # !#  #$% '$)           )  &      )    (    +    %    '    *   ,-./-0,1 $% 2 ! % '' *% ') () (* % )&*''   % %    &   &&& '$) 2 ! + )%) % + %)( )( )+ )&*)% &   &  % &&& -   4 2 ! )) &% &' &('* %&'+ (&(*% +&+'* +(&+    %  %  & &&& 45663   !  #     ** 789 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samdóma álit margra viðmælenda skýrsluhöfundar er að mestur skortur sé á minna hús- næði á markaðnum. Myndin er tekin yfir Vesturbæ og Þingholtunum. NÝTT vísindatjald og hring- ekja voru tekin í notkun í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í gær að viðstöddum borgarstjóra og mennta- málaráðherra. Hringekjan er smíðuð á Ítalíu og skreytt með mynd- um eftir Brian Pilkington af ásum og gyðjum úr goða- fræðinni, jólasveinunum 13 að tölu ásamt Grýlu og myndskeiðum úr Íslandssög- unni frá landnámi Íslands fram að stofnun lýðveld- isins. Þá verða einnig tekin í notkun á næstu dögum fall- turn og klessubátar. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði í stuttri ræðu að nýju tækin væru liður í því að halda uppi aðdráttarafli garðsins gagnvart yngstu kynslóð- inni. Þakkaði hún rekstr- arstjórn garðsins sér- staklega fyrir gott starf en hún hefur að undanförnu unnið að framtíðarþóun garðsins. Skemmst er að minnast þess er skipið Naglfar var vígt í fyrra og einnig hefur þjónustutjald á svæðinu verið þrefaldað frá því sem áður var. Að því búnu skelltu borg- arstjóri og mennta- málaráðherra sér á hestbak í hringekjunni og fóru nokkra hringi ásamt börn- unum. Þá var einnig tekið í notk- un nýtt vísindatjald sem gef- ur börnum kost á að upplifa vísindin í leik og starfi með aðstoð ýmissa þrauta og leikja. Menntamálaráðherra fagnaði framtakinu og sagð- ist sannfærður um að það myndi verða til að efla þátt- töku yngstu kynslóðarinnar í vísindum. Vísindatjaldið er alfarið íslensk hönnun en í fyrra sáu norskir aðilar um upp- setningu á sams konar tjaldi. Innan dyra gefur að líta ýmiss konar tæki og tól, s.s. þrívíddarmyndir, kúlu- þrautir, undraspegla og til- raunir með loft. Þá er gest- um og gangandi boðið að stíga á vigt sem mælir þyngd fólks út frá þyngd- arafli á nokkrum þekktustu reikistjörnum sólkerfis okk- ar. Margt var um manninn í garðinum í tilefni opnunar- innar og börnin biðu spennt eftir því því að prófa nýju hringekjuna. Þá gafst fólki kostur á að prófa tæki og tól í vísindatjaldinu og voru menn raunar hvattir til þess. Meðal þess sem komið hafði verið fyrir var tunna með húð á öðrum enda og örlitlu gati á hinum endanum. Tunnunni var velt á hliðina en nokkru fjær stóð logandi kerti á stól. Áttu gestir að berja á trommuna og freista þess að slökkva á kertinu með loftstraumnum sem streymdi út við ásláttinn. Nokkur fyrirtæki styrktu opnun vísindatjaldsins, þar á meðal Marel, Eimskip, Ís- landssími og Rafagnatækni. Ný tæki og vísindatjald voru tekin í notkun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Hringekja með myndum úr Íslandssögunni Morgunblaðið/Golli Borgarstjóri og menntamálaráðherra brugðu sér á bak og fóru nokkrar ferðir með hringekjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.