Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vegna styrkingar krónunnar og lægra dollaraverðs lækka Viking fellihýsin um 100.000 kr. Verð nú 759.000 með bremsum • Tæki sem brenna gasi eiga að vera CE merkt • Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, Fax 544 4211, netfang: netsalan@itn.is Opið Virka daga frá kl. 10-18. Laugardag frá kl. 10-16. Lokað á sunnudögum ÞESSA ljósmynd tók Roy Charlsen slökkviliðsmaður klukkan 22 að norskum tíma á þriðjudagskvöld, um 8 klukkutímum áður en Guðrún Gísladóttir KE-15 sökk. Hann var kallaður út vegna yfirvofandi mengunarhættu frá skipinu. Charl- sen segir að skipstjóri Guðrúnar Gísladóttur hafi ekki gefið drátt- arbátnum leyfi til að draga fyrr en rúmum hálftíma eftir að háflóði var náð. Hefði leyfið verið gefið fyrr hefði mátt bjarga skipinu. Hann segir skipstjórann einnig hafa gert mistök þegar hann fór um borð til að dæla úr ballest skipsins. Með því hafi skipið misst jafnvægi og því hafi skipið sokkið þegar næst varð háflóð klukkan 6 um morguninn. Hann segir að enginn hafi tekið ábyrgð á aðgerðunum og gefið fyr- irskipanir um hvað ætti að gera. Mengunarvarnir ríkisins og norska siglingamálastofnunin hafi stjórn- að aðgerðunum í sameiningu frá Osló ásamt strandgæslunni um borð í bátnum Søvejen. Því sé ekki einungis við íslenska skipstjórann að sakast. Ljósmynd/Roy Charlsen Segir engan hafa borið ábyrgð á aðgerðum TVEGGJA daga prestastefnu á Egilsstöðum lauk í gær með pílagrímagöngu og guðsþjónustu í Selskógi um miðnæturbil. Stefnan var haldin í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hana sóttu vel á annað hundrað manns. Við upphaf prestastefnu flutti biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, setningarræðu og Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði gesti. Fyrri deginum var að miklu leyti varið í umræður og greiningarvinnu vegna nýrrar stefnumótunar fyrir þjóðkirkjuna. Biskup sagði m.a. í ræðu sinni að hið opna samtal milli kirkjunnar og fólksins vildi vanta. Vígðum þjónum kirkjunnar nægði ekki að predika heldur þyrftu þeir að hlusta á og tala við fólk. „Það þarf nýja hugsun og nýja opnun og endurnýjaða kristniboðsköllun kirkjunnar allrar,“ sagði biskup. „Kraftar kirkjunnar þurfa að beinast frá viðhaldsverkefnum til útrásar, frá varnarstöðu til sóknar út í þjóðlífið með orð og áhrif Jesú Krists.“ Þá ræddi hann m.a. nauð- syn þess að færa kirkjuna nær samtímanum og um símenntun presta, ásamt starfsmann- aumhyggju, sálgæslu og hand- leiðslu fyrir presta, djákna, maka þeirra og fjölskyldur. Fyrir hádegi flutti Runólfur S. Steinþórsson, dósent við Háskóla Íslands, erindi um eðli og fram- kvæmd stefnumótunar og eftir há- degi voru vinnuhópar að störfum. Styrkleikar og veikleikar í innra starfi kirkjunnar og ógnanir og tækifæri í ytra umhverfi voru við- fangsefni þeirra. Í lok dagsins var fjallað um starfsmannastefnu og biskup ræddi stöðu prestastefn- unnar. Að loknum kvöldbænum bauð biskup svo til hátíð- arkvöldverðar. Að sjá tækifæri í breyttum tímum Í gær var stefnumótunarvinnu fram haldið og skiluðu hópar nið- urstöðum sínum eftir hádegi. Hall- dór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslu- og upplýsingamála á Biskupsstofu, sagði niðurstöður hópanna einkar fróðlegar. Styrk- leikar í innra starfi voru einkum nefndir sjálfur boðskapur kirkj- unnar, mannauður og að kirkjan væri mjög opin og gæfi færi á fjöl- breytilegum skoðunum og helgi- haldi. Til veikleika var m.a. talið að á samstarf skorti milli presta, þeir væru í ímyndarkreppu og að samkeppni, embættishyggja og fjarlægð ríkti innan stéttarinnar. Skipulag og stjórnsýsla væri ekki oft markviss. Stjórnskipuleg staða þjóðkirkjunnar gagnvart rík- isvaldinu var ekki talin nægj- anlega skýr og talið að yfirsýn skorti á ráðstöfun fjármuna. Þá var áhugaleysi almennings, mátt- laust messuhald og dauflegt boð- unar- og fjölmiðlastarf nefnt til sögunnar. Greining á ytra umhverfi m.t.t. þjónustu kirkjunnar leiddi í ljós margvíslegar ógnanir eða ögranir. Talað var um aukna sjálfhverfu fólks, siðferðisglundroða og tóma- rúm í sambandi við gildismat. Hefðarof í landinu væri ákveðin ögrun og þar sem trúfélögum hef- ur fjölgað mjög væri komin upp samkeppnisstaða á markaðstorgi trúarhugmynda. Landsbyggð- arflótti og núningur við ríkis- og löggjafarvaldið var einnig nefndur til sögunnar. Helstu tækifæri fyrir þjóðkirkjuna í samfélaginu voru m.a. þörf fólks fyrir trúarþörf og tímamót í lífinu þar sem þjónusta væri sótt til kirkjunnar. Nýjar samskiptaleiðir á tæknisviði, al- þjóðahyggja og þörf fólks fyrir að tilheyra nærhópi var talið til sókn- arfæra. „Þetta var eins og upptaktur að stefnumótunarvinnu fyrir alla þjóðkirkjuna,“ sagði Halldór, „sem á að leggja fyrir Kirkjuþing í haust. Samkvæmt þeirri tillögu á að fá allar sóknir og stofnanir sem tengjast þjóðkirkjunni til að fara í gegnum stefnumótunarferli, greina hvar kirkjan er stödd í samtímanum, hvaða framtíðarsýn menn hafa í framhaldi af því og búa svo til einhvers konar að- gerðaáætlun þar sem kirkjan set- ur sér markmið til næstu ára. Meðal annarra málefna dagsins voru brauðamat, kynning á störf- um nefndar um val á prestum og kynning á samstarfi presta á Fljótsdalshéraði.“ Synodusslit voru kl. 18 og í gær- kvöld lauk svo prestastefnu með pílagrímagöngu frá Egilsstaða- kirkju og miðnæturguðsþjónustu í Selskógi við Egilsstaði. Stöðugreining kirkjunnar og stefnumótun efst á baugi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjölmargir sátu prestastefnu sem haldin var í Menntaskólanum á Egils- stöðum en henni lauk í gærkvöld með miðnæturguðsþjónustu. Egilsstöðum. Morgunblaðið. Frá varnarstöðu til sóknar út í þjóðlífið TVÖ norsk björgunarfyrirtæki og eitt hollenskt hafa frest til klukkan 10 að íslenskum tíma í dag til að skila inn tilboðum í olíuhreinsun úr Guð- rúnu Gísladóttur KE-15 sem liggur á 40 metra dýpi undan ströndum Lofoten eftir að skipið sökk aðfara- nótt miðvikudags. Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT), sem hafa yf- irumsjón með aðgerðum á strand- stað, höfðu gefið íslensku útgerðinni frest til hádegis í gær til að skila áætlun um hvernig yrði staðið að hreinsun olíu úr flakinu. 300 tonn af dísilolíu og alls um 10 tonn af smur- og vökvaþrýstiolíu eru um borð í skipinu auk 870 tonna af frystri síld. Í bréfi lögfræðifyrirtækis, sem fer með málið fyrir hönd útgerðarinnar, til SFT í gær lofar útgerðin að hreinsa olíu úr flakinu eins fljótt og kostur er. Þar er greint frá því að leitað hafi verið tilboða frá þremur björgunarfyrirtækjum og þeim hafi verið gefinn frestur til klukkan 10 að íslenskum tíma í dag til að skila inn tilboðum. Þar skal koma fram hversu langan tíma verkið mun taka, hvenær það getur hafist og hvaða að- ferðum verður beitt. Hollenska fyr- irtækið Switzer Wijsmuller var einn- ig beðið um tilboð í að lyfta skipinu upp frá sjávarbotni. Bjørn Dratfoss, vaktstjóri hjá SFT, segir að óskað hafi verið eftir fundi með fulltrúum útgerðarinnar á laugardag til að ræða til hvaða að- gerða verði gripið til að koma í veg fyrir mengun á svæðinu. Hann segir olíuna aðaláhyggjuefnið, en að einnig verði rætt hvað skuli gera við aflann. Ólíklegt að skipinu verði lyft af hafsbotni Sigmar Björnsson, einn eigandi útgerðarfélagsins Festi, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær telja ólíklegt að skipinu yrði lyft frá hafs- botni. Flakið væri í straumhörðu sundi og það væri á mörkunum að hægt væri að kafa að flakinu. Allt væri þó að sjálfsögðu hægt, eins og sæist af því að flaki kafbátsins Kursk var lyft upp úr Barentshafi, en það væri mjög dýrt og gæti verið hættu- legt. SFT hefur eftirlitsbát á strand- staðnum til að fylgjast með olíuleka frá skipinu og er þunn olíubrák um 100–150 metra frá strandstað skips- ins. Dratfoss segir þetta ekki hafa komið á óvart þar sem eitthvað af ol- íu sé í kverkum og pípum víða á skip- inu og líti út fyrir að vera dísilolía. Hann segir að brákin hafi ekki verið hreinsuð upp þar sem hún sé í mjög litlu magni. SFT verður áfram með vakt á staðnum. Engar tölur varðandi hugsanlegan kostnað hafa verið settar fram en til samanburðar má nefna að flak El Grillo liggur á 50 metra dýpi á Seyð- isfirði og var 91 tonn af svartolíu hreinsað úr því í fyrra, en hreins- unaraðgerðum þar lauk síðasta haust. Heildarkostnaðurinn af þeirri framkvæmd var 120 milljónir króna. Samkvæmt norskum lögum bera eigendur skipsins og tryggjendur þeirra allan kostnað af slíkum fram- kvæmdum. Sjópróf í Noregi vegna Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Útgerðin lofar að hreinsa olíu úr flakinu sem fyrst ÁSBJÖRN Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Festar hf., vísar ásökunum skip- stjóra dráttarbátsins Nordbever á hendur skipstjóra Guðrúnar Gísla- dóttur KE-15 algjörlega á bug. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Arnt Enebakk, skipstjóri drátt- arbátsins, hefði staðhæft við norska fjölmiðla að það hefði mátt bjarga ís- lenska togaranum ef fyrr hefði verið hafist handa á strandstað. Skipstjór- inn og aðrir stjórnendur hafi komið í veg fyrir að það væri mögulegt. Ásbjörn segir þetta kolrangt. Hann segir að dráttarbáturinn hafi reynt að draga Guðrúnu, en það hafi ekki tekist. Skipstjóri Nordbever segir aftur á móti að hefði hann feng- ið að hefjast handa fyrr hefði hann getað bjargað skipinu. Ásbjörn Helgi segir það mat útgerðarinnar að rétt hafi verið staðið að björgun- araðgerðunum af þeim aðilum sem voru á staðnum. Ásbjörn vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið, þar sem sjópróf fara fram síðar í dag. Þau hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í Svolvær á Lofoten. Sigmar Björnsson, einn eigenda Festar hf., segist ekki hafa heyrt annað en að mjög gott samstarf hafi verið milli Norðmanna og þess hluta áhafnarinnar sem vann að björgun- inni. Hann segir að Norðmenn hafi haft yfirumsjón með björgunarað- gerðunum og allar ákvarðanir hafi verið teknar í samvinnu við þann hluta áhafnarinnar sem var á staðn- um. Telur að rétt hafi verið staðið að málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.