Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 29
Erna Guðrún Agnarsdóttir er forstöðumaður við námsbraut í geislafræði. Nám í geislafræði tekur 4 ár og lýkur með BSc- gráðu. Námið er bóklegt og verklegt og fer kennsla fram í Tækniháskóla Íslands, en verk- nám fer fram á Landspítala há- skólasjúkrahúsi Fossvogi og Hringbraut, hjá Lækn- isfræðilegri Myndgreiningu og víðar.  Nýtt heiti á námsbraut: Á árinu breyttist starfsheiti rönt- gentækna í geislafræðing sam- kvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis nr. 185/2001. Þetta starfsheiti þykir lýsa starfi og námi mun betur. Um leið breyttist heiti námsbrautarinnar í geislafræði í stað röntgentækni.  Hlutverk námsbrautar í geislafræði er : Að miðla sérhæfðri, fræðilegri þekkingu og verklegri þjálfun í læknisfræðilegri myndgerð, þannig að nemendur geti tekist á við krefjandi störf á sviði myndgerðarfræða og við umönnun skjólstæðinga sinna. Að veita grunnmenntun sem gerir nemendum kleift að stunda framhaldsnám og rann- sóknir. Að vera í fararbroddi við að miðla nýjungum í mynd- gerðarfræðum og innleiða þær í námið á hverjum tíma. Að stuðla að öflugum tengslum milli námsbrautar og atvinnulífs með hagnýtum verkefnum, rannsóknum og þróunarstarfi og framboði á símenntun.  Að námi loknu á sá sem brautskráist frá námsbrautinni: Að sýna víðtæka þekkingu og fagmennsku sem gerir hann hæfan til að takast á við krefj- andi störf geislafræðings. Að sýna frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni við marg- víslegar kringumstæður sem upp kunna að koma í störfum geislafræðings. Að sýna frumkvæði og faglegar starfsaðferðir m.a. með því að stunda rannsóknir og símennt- un í faginu og leitast sífellt við að auka hæfni sína. Að sýna fagmennsku og frum- kvæði með því að stuðla sífellt að bættri þjónustu, bættu starfsumhverfi og árangurs- ríkum samskiptum við skjól- stæðinga og samstarfsfólk. Námsbraut í geislafræði við Tækniháskólann MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 29 NÝ LÖG um TækniháskólaÍslands tóku gildi 1. júnísíðastliðinn og markaþau tímamót í starfi Tækniskóla Íslands, sem hóf starf- semi árið 1964. Skólinn var stofnaður í því skyni að auka verkmenntun í landinu, með því að veita iðnaðar- mönnum vettvang hérlendis til að stunda nám við sitt hæfi á háskóla- stigi, þ.e. tæknifræðinám. Á þessum 38 árum sem liðin eru hefur náms- framboð skólans aukist jafnt og þétt með meinatækni, iðnfræði, útgerðar- tækni sem var undanfari iðnrekstr- arfræði, alþjóðamarkaðsfræði, vöru- stjórnun, geislafræði, iðnaðartækni- fræði og tölvu- og upplýsingatækni- fræði. Auk bóknáms hefur frá upphafi verið krafist verklegrar kunnáttu og a.m.k. 6–24 mánaða starfsreynslu til inngöngu í sérgreinadeildir skólans. Framan af sóttu skólann aðallega iðnaðarmenn í byggingum, vélum og rafmagni. Fyrstu árin voru bygg- ingamenn í meirihluta en smám sam- an tóku rafmagnsmenn forystu. Með tilkomu iðnrekstrarfræði urðu inn- gönguskilyrði almennari. Á undan- förnum árum hefur sókn nýnema verið langmest í rekstrarnám. Til inngöngu í frumgreinadeild hafa gilt sömu skilyrði og í sérgreinadeildir hvað verkleg inntökuskilyrði varðar. Meinatækni og geislafræði hafa haft þá sérstöðu að svo til alla tíð hefur verið gerð krafa um stúdentspróf til inngöngu. Náin tengsl við atvinnulífið Skólinn hefur jafnan lagt áherslu á að kennarar hans séu í nánum tengslum við atvinnulífið á viðeig- andi fagsviði. Fastráðnir kennarar hafa verið um þriðjungur af kennara- liði og reyndar er það hlutfall miklu lægra ef með er talinn allur fjöldi sérfræðinga sem kemur að kennslu í einstökum deildum. Kennarar sér- greinadeilda kenna einnig í aðfarar- náminu, frumgreinadeild, og þykja þannig tryggja markvissari undir- búning fyrir sérnámið. Frá því að rammalöggjöf um há- skóla var sett (nr. 136/1997) hafa ýmsir hagsmunaaðilar togast á um stöðu skólans innan menntakerfisins og oft á tíðum mikil óvissa ríkt um framtíð hans. Með hinum nýju lögum um Tækniháskóla Íslands er þeirri óvissu nú eytt og framtíðaruppbygg- ingu skólans tryggt brautargengi. Kennsla Oddný Árnadóttir, forstöðumaður alþjóðaskrifstofu og kynningar- fulltrúi skólans, segir að meginmark- mið kennslunnar sé að mæta þörfum atvinnulífsins hverju sinni og bjóða upp á námsgreinar þar sem fléttað er saman kennslu og verkefnabundnum rannsóknum á einstökum sviðum á þann hátt að það nýtist atvinnulífinu sem best. „Það er stefna skólans að vera í fararbroddi á þessu sviði með fjölbreytileika náms og gæði kennslu að leiðarljósi,“ segir hún og bætir því við að gæðakannanir hafi verið gerð- ar um nokkurra ára skeið og stöðugt sé unnið að endurbótum á þeim en jafnframt er verið að hanna þjón- ustukönnun sem verður notuð í framtíðinni og á að gefa gleggri mynd af heildarupplifun nemenda. Axla ábyrgð „Til þess að nemendur geti öðlast þann þroska sem þarf til þess að geta aflað sér þekkingar og sinnt upplýs- ingaleit á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt, er gert ráð fyrir því að þeir axli ábyrgð á námi sínu,“ segir Oddný. „Einnig verður kennslufyrirkomu- lag með þeim hætti að gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda, ásamt fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsmati.“ Auk þess er þeim gert kleift að taka hluta af námi sínu á er- lendri grundu og geta þeir fengið styrki til þess. Oddný nefnir að Tækniháskólinn taki þátt í Socrates, Leonardo og Nordplus verkefnun- um. „Mikill vöxtur hefur verið í al- þjóðlegu samstarfi síðustu ár og markmiðið að auka það enn frekar með innleiðingu alþjóðadaga í daga- tal skólaársins,“ segir hún. Innan deilda skólans verður stöð- ugt unnið að endurskoðun og lagfær- ingum á markmiðum kennslunnar og markmið hvers áfanga rýmd m.t.t. þess. Starfandi verða faghópar sem hafa með höndum skipulagningu og aðlögun námsefnis að þörfum ein- stakra deilda og námsbrauta. Settar verða leiðbeiningar um kennslu og kennsluhætti, fyrirkomulag fyrir- lestra, verkefna- og heimavinnu nemenda, æfingar, umræðutíma, verkþjálfun, framkvæmd prófa og fyrirkomulag námsmats eða símats. Einnig æskilega stærð nemenda- hópa og kennslurýmis. „Þá er unnið að því að koma á fót meistaranámi í einstökum greinum, í samstarfi við innlendar sem erlendar menntastofnanir,“ segir hún. Enn fremur sé símenntun og endur- menntun þeirra sem lokið hafa námi frá THÍ sífellt að verða mikilvægari og unnið verði að þessum þætti innan viðkomandi sviða skólans, í sam- vinnu við hagsmunaðila. Komið hefur verið á faglegu sam- starfi við kennslusvið / Kennslumið- stöð Háskóla Íslands og aðrar há- skólastofnanir varðandi þróun kennsluaðferða og kennslutækni sem og um gæðamat á kennslu. Námsframboð Sérstaða skólans felst í þeim nem- endum sem þar stunda nám, starfs- anda og þeirri samkennd sem ríkir meðal nemenda og starfsmanna. Námsframboð hefur alltaf miðast við að uppfylla kröfur atvinnulífsins og jafnframt snúist um þarfir nemenda. „Margir af nemendum skólans koma beint úr atvinnulífinu með margvís- lega reynslu og þekkingu, til áfram- haldandi náms á þeim sviðum sem þjóðfélagið þarfnast mest,“ segir Oddný og að gerðar séu margvísleg- ar ráðstafanir til þess að auðvelda nemendum að byrja í námi á nýjan leik, en það á við um stóran hluta ný- nema við Tæknisháskólann að vera ekki að koma beint úr öðru námi. Öll- um nýnemum býðst að taka nám- skeið í nýjum og bættum vinnu- brögðum við upphaf náms þeim að kostnaðarlausu, auk annarra nám- skeiða á námstímanum. Sjö kennsludeildir Kennsludeildir skólans nú eru sjö: frumgreinadeild, byggingadeild, raf- magnsdeild, véladeild, rekstrardeild, iðnaðartæknifræði og heilbrigðis- deild. Frumgreinadeildin er fjögurra anna nám á framhaldsskólastigi. Deildinni er fyrst og fremst ætlað að tryggja verkmenntuðu fólki viðhlít- andi undirbúning að námi í sér- greinadeildum skólans. Frá og með hausti 2002 gefst þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambæri- legu prófi, kostur á því að fara beint inn á 2. önn og ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra. Í frumgreinadeild gefst stúdentum jafnframt kostur á að rifja upp eða bæta við sig í stærðfræði og raun- greinum á einni til þremur önnum með hliðsjón af fyrra námi þeirra. Eftir 2. önn í frumgreinadeild geta nemendur farið í bygginga-, raf- magns- og véliðnfræði, sem m.a. gef- ur þeim meistararéttindi. Jafnframt geta þeir nemendur sem eru 25 ára eða eldri farið í iðnrekstrarfræði að lokinni 2. önn hafi þeir góða starfs- reynslu að auki. Námi í frumgreina- deild lýkur með raungreinadeildar- prófi. Þetta próf veitir rétt til að hefja nám í öllum deildum Tæknihá- skólans, þ.e. í tæknifræðideildum, rekstrardeild og heilbrigðisdeild auk náms í öðrum háskólum, innlendum sem erlendum. Diplomanám og tæknifræði Diplomanám í iðnfræði er í boði í byggingadeild, rafmagnsdeild og véladeild og iðnfræðingar geta tekið framhaldsnám. Tæknifræðinám til BSc-gráðu er nú í boði í bygginga- deild, rafmagnsdeild, véladeild og iðnaðartæknifræði. Iðnrekstrar- fræði er fjögurra anna nám í rekstr- ardeild og útskrifast nemendur af rekstrar- eða markaðssviði. Einnig er í boði framhaldsnám til BSc-gráðu fyrir rekstrarfræðinga annars vegar í vörustjórnun og hins vegar í al- þjóðamarkaðsfræði. Í heilbrigðis- deild eru tvær námsbrautir, meina- tækni og geislafræði. Um er að ræða 4 ára nám sem lýkur með BSc-gráðu. Tækniháskóli Íslands/ Tímamót urðu um liðin mánaðamót í Tækniskóla Íslands, því þá tóku ný lög gildi um hann. Skólinn á sér 38 ára sögu. Gunnar Hersveinn spurði Oddnýju Árnadóttur kynningarfulltrúa um kennslu og framboð Tækniháskólans. Skólinn hefur jafnan lagt áherslu á að kennarar hans séu í nánum tengslum við atvinnulífið á viðeigandi fagsviði. Öflugur tækni- háskóli  Unnið að því að koma á fót meist- aranámi í einstökum greinum  Mikill vöxtur hefur verið í alþjóð- legu samstarfi síðustu ár. Morgunblaðið/Golli Jóhanna Þ. Jónsdóttir, Elísabet Grétarsdóttir og S. Rósa Viggósdóttir, nemendur í Tækniháskóla Íslands fengu ný- lega viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í Evrópukeppni samstarfsnets tækniskóla, Prime Networking. TENGLAR ..................................................... www.ti.is guhe@mbl.is Námsbraut í geislafræði við THÍ hefur fengið viðurkenningu bresku Röntgentæknisamtakanna. Hér eru nokkrir þáverandi nemendur (2000) í geislafræði með kennurum á röntgendeild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.