Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mulholland Dr. Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga er tvímælalaust í flokki bestu mynda David Lynch. Óræð en býr þó yfir leyndu merkingar- samhengi. (H.J.) Háskólabíó You Can Count On Me Ljóðræn mynd í hversdagsleika sínum, þar sem segir frá tveimur nánum systkinum sem velja sér ólíka lífstíla og sýn á lífið. Fjallar á gamansaman og dramtískan hátt um hvernig þeim tekst að virða hvort annað. Öðruvísi en hinar í bíói.(H.L.)  Háskólabíó Curse of The Jade Scorpion Allen er góður í þessari nýjusti mynd sinni sem er sambland af gríni og glæpum, þó í raun rómantísk ástarmynd með sálfræðileg- um undirtóni. Dávaldar, gimsteinar, rann- sóknarlöggur og bæld ást. Gaman, gaman. (H.L.)  Háskólabíó Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leik- stjóranum Alejandro González Inárritu. Form- ið er sótt til tarantínóismans en myndin fer síðan lengra og dýpra inn í tilfinningalíf og til- vist. (H.J.)  Sambíóin Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd. Þar segir frá snillingnum Jimmy og félögum hans sem leggja í spennandi leiðangur til annarrar plánetu til að bjarga foreldrum sín- um. Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. (H.L.)  Sambíóin, Laugarásbíó Skrímsli hf. Raddsett teiknimynd. Tölvuteiknuð barna- og fjölskyldumynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölsklduna. (S.V.)  Sambíóin Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þó nokkuð vanti uppá seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Sambíóin Ali G Indahouse Sjónvarpstrúðurinn Ali G fer mikinn í satíru að hætti hússins um rotið kerfi og gjörspillta stjórnmálamenn og eigið ágæti í mynd sem sveiflast á milli allt að því snilligáfu og leið- indastagls. Fyrir unglinga. (S.V.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó Panic Room Vel gerður og lengst af spennandi tryllir um mæðgur í höggi við innbrotsþjófa. Leikstjór- inn Fincher og hans fólk gera allt vel en Fost- er er ótrúverðug og myndin verður langdregin og dettur niður í klisjukenndan lokasprett (S.V.)  Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn Köngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Köngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við straumlínulagað tölvugrafíkútlit. Myndin er frábær framan af en slappast þegar á líður. (H.J.)  ½ Smárabíó, Regnboginn Pétur Pan 2: Aftur til hvergi- lands Bandarísk teiknimynd með íslenskri og bandarískri talsetningu. Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin Pilturinn í plastbelgnum Óvenjuleg aulabrandaramynd þar sem sögu- hetjan er ástfanginn ungur maður með ónýtt ónæmiskerfi og býr í plastkúlu. Heldur út á þjóðveginn í leit að ástinni sinni. Á sína góðu og slæmu kafla, rétt eins og vegurinn. (S.V.) Sambíóin High Crimes Meinsæristryllir um skuggalega fortíð fyrrum hermanns og liðhlaupa með Morgan Free- man og Ashley Judd, fer alltof troðnar slóðir. Góður leikhópur og útlit en ferskleikann bráðvantar. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akur- eyri, Háskólabíó The Majestic Kvikmynd gerð í anda Frank Capra mynd- anna um minnislausan mann sem rekur á fjörur smábæjar í Kaliforníu. Vel leikin og vönduð kvikmynd sem er of væmin, of löng og of lofsamleg um bandaríska alþýðumenn- ingu. (H.J.) Sambíóin Showtime Ólíkar löggur í Los Angeles verða sjónvarps- stjörnur og samherjar. Hefði getað orðið smellin satíra. (S.V.) Sambíóin Queen of the Damned Hér er tekinn upp þráðurinn þar sem Int- erview with the Vampire sleppti í úrvinnslu á sagnabálki Anne Rice um vampíruna Lestat og félaga. Ágætlega tekst til í úrvinnslu á tengslum alþýðumýta og ímyndarmótunar dægurmenningar, en myndin er af allt öðru kaliberi en forverinn. (H.J.) Sambíóin, Reykjavík og Akureyri All About the Benjamins Misjöfn blanda af þeldökku gamni og ofbeldi sem hendir ólíka félaga í vondum fé- lagsskap í sólskinsfylkinu Flórída. Mike Epps og Tommy Flanagan eiga skástu augnablikin. (S.V.) Laugarásbíó 40 Days and 40 Nights/Fjörutíu dagar og nætur Stöðluð rómantísk gaman- mynd fyrir ungt fólk og ung- linga, sem einkennist af miklu ofhlæði alls þess sem best þykir í bandarískum unglingabíóheimi. Alvarleg rök- villa er í handritinu, þar sem aðalpersónunni er nauðgað án þess að hann taki eftir því. (H.J.) 1/2 Laugarásbíó On the Line Stöðluð rómantísk gamanmynd fyrir ungt fólk og unglinga, sem segir sig næstum því sjálf. Afþreying sem ekki er aðgangseyrisins virði. (H.J.) Regnboginn Resident Evil Þessi samsuða tæknitryllis og uppvakninga- hrollvekju byrjar vel á fyrstu mínútum en rennur síðan út í leiðigjarna framfylgni á formúlunni. (H.J.) Sambíóin Dragonfly Þetta sálræna draugadrama minnir mann óþægilega á þann firrta og forheimskandi hugsunarhátt sem ráðið getur ríkjum í Holly- wood-myndum. (H.J.)  Háskólabíó D-Tox Sylvester Stallone í döprum slag við fjölda- morðingja og Bakkus konung. (S.V.)  Háskólabíó Soul Survivors Þessi tilgerðarlega og óskiljanlega kvikmynd fjallar í raun ekki um neitt. Samt fara nokkrir krakkar á dansklúbb og lenda í ógöngum eft- ir það, öllum áhorfendum til mikilla leiðinda. (H.L.) 0 Sambíóin BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn You Can Count On Me er að mati Hildar Lofts- dóttur „ljóðræn mynd í hversdagsleika sínum“ og ólík öllum öðrum sem nú eru í bíói. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379 STUART TOWNSEND AALIYAH Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. Vit 377. ALI G INDAHOUSE Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385. Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt Frumsýning Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 382. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 389. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 395. Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða “ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell! Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Margir vilja meina að hér sé komin ein besta gamanmynd ársins. „Besta gamanmynd ársins“ -US MAGAZINE -EMPIRE Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúru- legum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU?  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Ástin stingur. Sýnd kl. 8 og 10.15. Loksins er Sly Stallone kominn í góða gamla Rambó gírinn aftur. Rafmagnað- ur spennuhasar frá upphafi til enda. Að lifa af getur reynst dýrkeypt ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Frábær teikni- mynd fyrir alla fjölskyduna. Með íslensku tali. Þau drukku safa sem neyddi þau til að kafa Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 5.45 og 10.30. Nýjasta snilldarverkið frá meistaranum drepfyndna... hinum eina sanna Woody Allen. Ný ímynd, nýr Allen. Ath! Áhorfendur verða dáleiddir af hlátri. Sýnd kl. 8. Bi 16. HK DV HJ Mbl Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Margir vilja meina að hér sé komin ein besta gamanmynd ársins. Frumsýning: Saga um strák „Besta gamanmynd ársins“ -US MAGAZINE -EMPIRE Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.