Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g gat ekki annað ráð- ið af heimsókn minni í höfuðstöðvar Atlanthafsbanda- lagsins í Belgíu fyrir skömmu en að búið væri að ákveða að sjö af níu ríkjum, sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, fengju óskir sínar uppfylltar. Albanía og Makedónía þurfa væntanlega að sætta sig við, að ekkert verði úr aðild að þessu sinni, en hins vegar munu Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Búlgaría, Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía líklegast fá inngöngu. Ráðast þó örlög síðastnefnda landsins nokkuð af úrslitum í þing- kosningum, sem þar verða haldn- ar í haust. Það vekur nokkra furðu að þeir sem ráða málum hjá NATO skuli telja Rúmena, svo dæmi sé tekið, hafa hrint í fram- kvæmd nægilegum umbótum á stjórn herafla síns, og að þar í landi hafi stjórnarherrar sýnt stuðning við hugsjónir lýðræðis í verki, sem og viljann til að berjast gegn spillingu. Allt rímar þetta þó við kenningar um að mikilvægi Svartahafssvæðisins hafi aukist svo til muna við hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin 11. september sl. að menn muni sjá í gegnum fingur sér með slíka galla. Árásirnar ollu því nefnilega að Bandaríkjamenn horfa ekki leng- ur til Evrópu eða Rússlands, er þeir velta því fyrir sér hvar ógnina sé helst að finna, heldur til Mið- Asíu, eins og hernaðaraðgerðirnar í Afganistan bera vitni um. Og þá eru Rúmenía og Búlgaría mik- ilvægir bandamenn – kannski eins og Ísland var árið 1949 þegar ógn- in var í austri og kalda stríðið var að hefjast. Nú er því hins vegar lokið, eins og menn hafa óspart tekið fram. Umræða hefur staðið yfir um það hvort NATO sem hern- aðarbandalag hafi runnið sitt skeið á enda. Er þá tekið til þess að Bandaríkjamenn muni fram- vegis – sökum þeirrar reynslu sem þeir öðluðust í fyrsta stríði banda- lagsins árið 1999, Kosovo-stríðinu svonefnda – vilja há sín stríð einir og sér, þó kannski með liðsinni þjóða, sem alveg endilega vilji vera með. Kosovo hafi sýnt þeim að ekki sé hægt að há stríð ef nítján rík- isstjórnir þurfi ætíð að samþykkja hvert einasta skotmark (e. war by committee). Var athyglisvert í þessu sam- bandi að heyra greiningu tveggja yfirmanna, annar var bandarískur og hinn þýskur, á stöðu mála. Sá þýski minntist oftar en einu sinni á að Evrópuþjóðirnar, sem aðild eiga að NATO, þyrftu að sýna Bandaríkjamönnum fram á að það væri eitthvað á því að græða að hafa við þær samstarf í hernaðar- efnum. Hagaði Þjóðverjinn máli sínu þannig, að halda mátti að hann væri að lýsa stúlkukind sem vildi hafa sig til fyrir ungan prins, sem nægar ætti heitmeyjarnar. Að það væri undir stúlkunni komið að koma piltinum í skilning um að bandalag með henni væri eftir- sóknarvert. Hinn bandaríski yfirmaður hag- aði máli sínu hins vegar þannig, að þó að hann hafnaði ekki hreint út bónorði stúlkunnar, var ljóst að hann hefur augu á allt annarri frauku; þ.e. horft er til Mið- Asíulandanna í austri. Raunar var Bandaríkjamað- urinn ekkert að skafa utan af hlut- unum heldur sagði hreint út að NATO skipti ekki lengur máli í hernaðarlegu tilliti. Sem pólitískur samstarfsvettvangur væri það þó ágætt fyrir sinn hatt, og sann- arlega mætti ekki gera lítið úr því, að nú skyldi vera komið á koppinn samstarf við Rússland á þeim víg- stöðvum. NATO yrði aftur á móti aldrei það alheimshernaðarbandalag sem menn ræddu um, Bandaríkin myndu leita sér annarra banda- manna þar sem því væri að skipta, en fara sínu fram ein þegar svo bæri við. Allt þetta voru athyglisverðar upplýsingar. En það var ekki síður merkilegt að heyra sjónarmið Bandaríkjamanns til heimsmál- anna almennt. Var m.a. rætt um þann mun sem væri á framlögum Evrópuríkjanna og Bandaríkj- anna til varnarmála, en sem kunn- ugt er hafa bæði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Colin Powell utanríkisráðherra hvatt Evrópuríkin í NATO til að leggja meira af mörkum í þeim efnum. Heimildarmaður minn gat sér- staklega þeirrar staðreyndar að allir vissu hver Rumsfeld væri en að varnarmálaráðherrar Evr- ópuríkjanna væru gjarnan aft- arlega í goggunarröðuninni innan ríkisstjórna landa sinna. Þetta segði meira en mörg orð. Evr- ópubúar kysu að eyða peningum sínum í félagsmál, heilbrigðisþjón- ustu og annað þess háttar. Sem kannski væri skiljanlegt enda ríkti friður í álfunni. Það um leið skýrði hvers vegna Banda- ríkjamenn teldu NATO ekki leng- ur mikilvægt; enga hættu steðjaði lengur að í Evrópu, hana væri að finna annars staðar, þar sem NATO spilaði enga rullu. Spurningin sem lék á vörum manns var hins vegar sú hvort það væri ekki í raun ákjósanlegt að varnarmálaráðherrar væru al- mennt svo aftarlega á merinni í evrópskum stjórnmálum. Hvort ekki bæri að fagna því að ástand hér væri svo tryggt. Um leið vaknar spurningin um það hvort Bandaríkjamenn séu e.t.v. einum of æstir í að hafna bónorði Evrópumeyjunnar, sem býður öryggi og stöðugleika. Færa má rök fyrir því að hugs- anlegir bandamenn annars staðar í veröldinni séu ekki nándar nærri eins ákjósanlegir og traustir bandamenn og þá má sömuleiðis hafa áhyggjur af því að Banda- ríkjamenn stígi e.t.v. of fast til jarðar einhvers staðar á fjar- lægum lendum í viðleitni sinni til að ráða niðurlögum hryðjuverka- manna, með hörmulegum afleið- ingum fyrir veröldina alla. Framtíð NATO Raunar var Bandaríkjamaðurinn ekk- ert að skafa utan af hlutunum heldur sagði hreint út að NATO skipti ekki lengur máli í hernaðarlegu tilliti. Sem pólitískur samstarfsvettvangur væri það þó ágætt fyrir sinn hatt […]. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Forvarnafulltrúi! Hvað er nú það? Þegar ég segist vera forvarnafulltrúi fæ ég mjög oft viðbrögð: „Hvað er nú það?“ Kannski er ekki nema von að fólk spyrji, því hugtakið forvarnir er í sjálfu sér mjög víðtækt. Ég treysti mér því ekki til að skilgreina for- varnir hér og nú en í stað þess langar mig að segja frá starfi mínu sem forvarnafulltrúi. Nemendur í vanda Þó að mitt fjölbreytta starf sé allt- af skemmtilegt þá þykir mér mest gefandi þegar nemendur leita til mín með sín persónulegu mál. Það er varla til það mál sem ekki hefur ver- ið talað um á litlu skrifstofunni minni. „Mig langar í meðferð, ég var að koma úr meðferð, ég held ég sé alkóhólisti, mamma mín, pabbi minn, systir mín...... er alkóhólisti, kærast- inn minn drekkur of mikið, vinkona mín er komin í rugl, ég held ég sé með kynsjúkdóm, ég er ólétt, kær- astan mín er ólétt, mér líður illa, ég held ég sé þunglyndur, vinur minn framdi sjálfsmorð“ og svo mætti lengi, lengi telja. Þegar viðtölin bera sjáanlegan árangur og nemandi leit- ar sér þeirrar hjálpar sem hann þarf og líf hans verður betra fyrir vikið, þá er ég í besta starfi í heimi! Einu sinni í viku koma saman nemendur sem eru óvirkir alkóhól- istar og lifa lífinu án áfengis og fíkni- efna. Fundurinn er óformlegur, við mætum einfaldlega með matinn okk- ar og spjöllum saman á meðan við borðum. Nemendurnir kynnast hver öðrum og styðja hver annan og auð- vitað eru allir velkomnir. Samvinna Eitt af því sem ein- kennir starf mitt sér- staklega er samstarf við annað fólk. Innan skólans er ég í miklu og góðu samstarfi við kennara, námsráðgjafa og forvarnateymi. Einnig er ég í sam- starfi við forvarnafull- trúa annarra fram- haldsskóla. Við hittumst á hverri önn og erum í samskiptum á netinu. Það er mjög dýrmætt að eiga þessi samskipti og að geta deilt hugmyndum og reynslu. Svo er það Grafarvogurinn. Það er hreint ótrúlegt að vinna að forvarna- málum í þessu hverfi, því hér er mik- il samvinna á öllum vígstöðvum. Miðgarður gegnir þar lykilhlutverki. Ég sit reglulega samráðsfundi með félagsráðgjöfum og lögreglu auk þess sem ég tek þátt í verkefninu „Gróska í Grafarvogi“. Það sem ein- kennir það að vinna að þessum mál- um hér í Grafarvoginum er að ég veit alltaf hvert ég get leitað þegar mig vantar hjálp, en yfirleitt býðst mér hjálpin áður en ég hef leitina. Vímulaust glæsiball Annað sem mér þykir einstaklega skemmtilegt er að taka þátt í fé- lagslífinu með nemendaráði Borgar- holtsskóla. Á seinasta ári var ákveð- ið að halda algerlega vímulaust ball innan veggja skólans. Útkoman var framar okkar björtustu vonum. 230 manns mættu prúðbúnir, þar af um 30 kennarar sem borguðu sig einnig inn og báru þriggja rétta máltíð á borð fyrir nemendur. Salurinn var skreyttur hátt og lágt og var vart þekkjanlegur. Meðal skemmtiatriða var drag-keppni nemenda og kenn- ara, sem einn af okkar virðulegu stærðfræðikennurum, hin glæsilega Camilla, vann með miklum yfirburð- um, og söngvakeppnin „Borgólið“. Þar sat sjálfur KK í dómnefnd og var svo ánægður með kvöldið að hann fór að eigin frumkvæði upp á svið og spilaði á munnhörpu og fékk allan salinn til að taka undir með söng. Hljómsveitin Á móti sól lék síðan fyrir dansi. Skemmtunin tókst svo vel að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Glæsiball 2002. Að þessu sinni stöndum við frammi fyrir alveg nýj- um vandamálum. Í fyrra var aðal- málið að fá fólk til að mæta. Núna vitum við ekki hvernig í ósköpunum við eigum að koma fólkinu fyrir, því það lítur út fyrir að „allir“ ætli að mæta. Hljómsveitin Jagúar mun spila fyrir dansi, okkur öllum til mik- illar gleði, og búið er að stofna skóla- hljómsveit með nemendum og kenn- urum sem mun einnig spila nokkur lög. Orðrómur er í gangi um að sjálf- ur skólameistarinn ætli að taka lag- ið! Hér ríkir tilhlökkun og gleði og ef þetta eru ekki forvarnir, þá veit ég ekki hvað! Öflugar forvarnir í Borgarholtsskóla María Pétursdóttir Forvarnir Hér ríkir tilhlökkun og gleði, segir María Pétursdóttir, og ef þetta eru ekki forvarnir, þá veit ég ekki hvað! Höfundur er forvarnafulltrúi í Borgarholtsskóla. AÐ undanförnu hafa geisað ófrjóustu um- ræður einhverjar sem um getur á íslenzkum þjóðmálavettvangi, og er þá mikið sagt. Sam- fylkingin, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, og helmingurinn af Fram- sókn, með formanninn fyrir framan, hafa blás- ið til sóknar inn í Evr- ópusambandið og má ekki á milli sjá hvor betur má í upphrópun- um. Á stofnþingi Frjáls- lynda flokksins árið 1998 var því lýst yfir, að Íslendingar þyrftu að stefna að nánu samstarfi með þjóðum Evrópu, enda ætti land okkar heima í þeirra röðum. Það samstarf yrði að sjálfsögðu að vera á jafnréttisgrundvelli. Hvatt var til þess að gengið yrði hið fyrsta úr skugga um hvaða staða Íslandi byð- ist í slíku samstarfi, sérstaklega með tilliti til auðlinda okkar. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: ,,Ófrávíkjanleg krafa Íslendinga í því sambandi er full eignarráð þeirra yf- ir íslenzkri fiskveiðilandhelgi.“ Frá þessari stefnu mun Frjáls- lyndi flokkurinn aldrei hvika, hverra kosta annarra, sem við kynnum að öðru leyti að eiga völ á. Líklegt er þó að margir aðrir bögglar myndu fylgja skammrifjum, sem okkur yrðu skömmtuð við inngöngu í ESB. En af hvaða rótum mun hún runn- in hin undarlega umræða um Evr- ópumál, sem nú er uppi hjá Samfylk- ingu og hálfri Framsókn? Og slær forsætisráðherra slíku felmtri að hann má eigi vatni halda? Mál, sem er ekki einu sinni á dagskrá ríkis- stjórnar, hvað þá meir! Hvað ætli gangi varaforsætisráð- herranum til? Formaður Fram- sóknar lá undir því ámæli í eigin flokki að vera handkurra og hankartog formanns Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu – og liggur enn. Með því að taka upp stefnu í Evrópu- málum, sem gengur þvert á stefnu sam- starfsflokksins í ríkis- stjórn, gerir hann til- raun til að reisa makkann í augum eigin manna. Í öðru lagi lízt honum ekki á þá bliku, að formaður Sam- fylkingar verði einn um að sópa til sín atkvæðum grandalausra manna í ESB-málinu. Hann vill ganga í aug- un á þeim líka. Um hinn helming flokksins, sem er andvígur ESB-að- ild, sjá Guðni varaformaður og Páll á Höllustöðum, enda kippa kjósendur Framsóknar sér ekki upp við verzlun foringjanna til hægri og vinstri eftir því sem byrinn blæs. Hugsjónalaus- um hentistefnumönnum ber að sinna pólitískum viðskiptum eftir því hvaða völd þau gefa í aðra hönd. Það er svo annað mál, að í venjulegu þingræð- isríki myndi utanríkisráðherra ekki haldast uppi að framfylgja stefnu, sem brýtur í bága við yfirlýsta stefnu landstjórnar. Þar í sveit væri löngu búið að þagga niður í slíkri málpípu. Það gerir Davíð ekki af því sem hann er staðráðinn í að semja við Fram- sókn um völd í landinu svo lengi sem kostur er – og lengur. Enda myndi hann kaupa valdastólinn við aðild að ESB ef nauðsyn hans ber til. Afstaða Samfylkingar og Össurar er auðskilin. Össur er í sínum flokki milli a.m.k. þriggja sleggja og steina. Svo er að sjá sem Samfylkingin sé þríklofin í öllum meginmálum inn- lendum. Aðild að ESB er eina málið sem Össuri virðist mögulegt að sam- eina flokkinn um. Honum er því mikil vorkunn að hann skuli reyna að klappa þann steininn meðan þann veg stendur í bælið á þeim bæ. Á hinn bóginn kann vel að vera að umsvif stjórnarflokkanna í ESB- málinu ráðist af sameiginlegum áhuga þeirra að færa kosningabar- áttu alþingiskosninga að vori út fyrir landsteinana – burt frá sjúkum, öldr- uðum og öryrkjum og þeirra málefn- um. Gæti jafnvel tekizt með miklu moldviðri um ESB að skyggja á de- CODE-afrekið, að ekki sé minnzt á þræla- og þjófalög fiskveiðimála. Svo er það alveg einstakt smekks- atriði að maðurinn sem vill hætta til sjálfstæði Íslands skuli vera valinn ræðumaður á fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar 17. júní 2002. Undarleg umræða Sverrir Hermannsson Evrópumál Á hinn bóginn kann vel að vera að umsvif stjórnarflokkanna í ESB-málinu, segir Sverrir Hermannsson, ráðist af sameiginlegum áhuga þeirra að færa kosningabaráttu alþing- iskosninga að vori út fyrir landsteinana. Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.