Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEÐLYFIÐ cítalópram, sem dótt- urfélag Delta setti á markað í Dan- mörku í síðustu viku, hefur nú þegar selst fyrir rúmlega 40 milljónir ís- lenskra króna og er það framar björtustu vonum, að því er segir í til- kynningu frá Delta. Delta keypti danska dótturfélagið United Nordic Pharma (UNP), sem markaðssetti geðlyfið, fyrr á árinu og voru kaupin liður í þeirri stefnu Delta að færa fyrirtækið framar á markaðinn og fækka milliliðum. Markmið Delta er að ná þannig sem mestum virðisauka af sölu lyfja fyr- irtækisins. UNP er markaðsfyrirtæki sem starfað hefur á dönskum lyfjamark- aði frá árinu 1990. Fyrirtækið kaupir lyf frá ýmsum framleiðendum sam- heitalyfja, þar á meðal Delta, og sel- ur undir eigin merkjum til apóteka í Danmörku. Björn Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Delta, segir danska fyrirtækið vera vel kynnt á lyfjamarkaðnum í Dan- mörku og að því hafi gengið vel með sín lyf. „Þess vegna var þessu lyfi okkar strax vel tekið undir merkjum UNP en cítalópram er eitt mest selda lyfið á danska markaðnum. Við vorum reyndar ekki fyrstir inn með nýtt samheitalyf. Omega var fyrsta fyr- irtækið í heiminum sem kom með þetta samheitalyf á markað og þeir voru búnir að selja það ýmsum áður en við sameinuðumst Omega.“ Björn segir að þar sem starfsemi Delta byggist á sölu eigin fram- leiðslu til ýmissa samheitalyfjafyrir- tækja sé Delta að sumu leyti farið að keppa við viðskiptavini sína, í gegn- um UNP. Ákveðið hafi verið að fara þá leið að feta sig lengra inn á mark- aðinn á svæðum þar sem það ylli ekki árekstrum við helstu viðskiptavini félagsins en í dag er Þýskaland mik- ilvægasti markaður Delta. „Okkar aðalstarfsemi er útflutn- ingur á okkar eigin lyfjahugviti og framleiðslu en með þessu fyrirtæki okkar í Danmörku erum við að fara einu skrefi lengra. Nú seljum við lyf bæði til annarra markaðsfyrirtækja og, í þessu tilfelli, beint undir okkar eigin vörumerki, United Nordic Pharma. Við erum með þessu að stíga fyrstu skrefin alla leið inn á markaðinn og það hefur tekist mjög vel,“ segir Björn. UNP hefur tryggt sér markaðs- leyfi og sölu í Danmörku fyrir fjölda nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyr- ir að á árinu 2002 muni UNP setja hátt í 20 ný lyf á markað í Dan- mörku. „Mun þetta auðvelda Delta að markaðssetja eigin lyf í Dan- mörku og víðar undir merkjum UNP í framtíðinni,“ segir í tilkynningu. Velta UNP var um 240 milljónir króna í fyrra en áætluð heildarvelta árið 2002 er 617 milljónir íslenskra króna og hagnaður ársins er áætl- aður 90 milljónir króna. Magalyf á íslenskan markað Annað dótturfyrirtæki Delta, Omega Farma, markaðssetti nýver- ið magalyfið Lómex-T hér á landi. Þetta er fyrsta samheitalyfið við Losec MUPS, sem aðallega er notað við magasári, en það mun vera mest selda lyfið á Íslandi og hefur selst fyrir um 230 milljónir króna á ári. Björn segir að ekki sé áætlað að flytja Lómex-T út sem stendur. Dótturfélag Delta hf. í Danmörku markaðssetur nýtt lyf Sala geðlyfs framar björt- ustu vonum FORSTJÓRI Arcadia Group, Stuart Rose, hefur selt rúman þriðjung hlutabréfaeignar sinnar í félaginu, en það er sem kunnugt er að fimmt- ungi í eigu Baugs. Verð hlutabréfa í félaginu hefur farið lækkandi á und- anförnum vikum en hækkaði talsvert í viðskiptum gærdagsins. Alls seldi Rose 250 þúsund hluti í Arcadia á verðinu 374,2 pens á hlut. Söluverðmætið nemur því 935,5 þús- und pundum eða sem samsvarar tæplega 125 milljónum íslenskra króna. Haft var eftir talsmanni fyr- irtækisins á fréttavef Bloomberg, að salan hefði ekkert með álit Rose á framtíðarmöguleikum Arcadia að gera. Hann hefði einungis þurft að ganga frá persónulegum fjárhags- legum skuldbindingum. Eftir söluna á Rose rösklega 399 þúsund hluti í Arcadia eða 0,21% eignarhlut. Ennfremur á hann kaup- rétt að rúmlega 6,47 milljónum hluta í félaginu á genginu 51 pens á hlut. Miðað við lokaverð hlutabréfanna í gær nemur virði kaupréttarsamn- inganna, sem gerðir voru við Rose þegar hann var ráðinn sem forstjóri félagsins í nóvember 2000, um 22,5 milljónum punda eða tæpum 3 millj- örðum íslenskra króna. Gengið lækkað Lokaverð hlutabréfa í Arcadia var 347 pens í kauphöllinni í London í gær og hækkaði um 4,5% frá loka- gengi miðvikudags. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær segir að lækkun síðustu vikna skýrist að hluta til af greiðslu arðs á tímabilinu en félagið hafi greitt út 3,5 pens á hlut í arð vegna fyrri hluta rekstrarársins. Rose selur hlutabréf í Arcadia HLUTHAFAFUNDUR var haldinní gær í SR-mjöli að beiðni Síldar-vinnslunnar, en Síldarvinnslan keypti nýlega stóran hlut í félaginu. Á dagskrá fundarins var einungis stjórnarkjör, en áður en að því kom ávarpaði Benedikt Sveinsson stjórn- arformaður fundarmenn. Benedikt rifjaði í stuttu máli upp sögu félags- ins þau átta ár sem liðin eru frá einkavæðingu þess og sagði meðal annars að þá hefðu komið að félaginu þrír hópar, útgerðarmenn, lífeyris- sjóðir og almennir fjárfestar. Smám saman hefði samsetning hluthafa breyst og útgerðarmenn hefðu selt sína hluti, sem hefði gert félaginu erfiðara um afurðir og aukið kostnað þess vegna. Nú hefði það gerst að aftur væru komnir inn í félagið kvótasterkar útgerðir og eðlilegt væri að þá yrði um leið breyting á stjórn þess. Sagði Benedikt það ætlun sína að láta af störfum á þessum tímapunkti, eftir að hafa sinnt stjórnarfor- mennsku allt frá einkavæðingu. Hann sagði félagið bæði hafa gengið í gegnum góða og slæma tíma þessi ár og að afkoma þess réðist að veru- legu leyti af ytri aðstæðum þó að einnig réði miklu hvernig á væri haldið. Sagði hann að SR-mjöl væri nú allt annað félag en fyrir átta ár- um, bæði betra og verðmætara. Eftir að fundarmenn höfðu þakk- að ræðu formanns var gengið til stjórnarkjörs og skýrði fundarstjóri frá því að fimm framboð hefðu borist til aðalstjórnar og tvö til varastjórn- ar. Fleiri framboð komu ekki fram og voru því réttkjörnir í aðalstjórn Björgólfur Jóhannsson, Finnbogi Jónsson, Kristján Vilhelmsson, Guð- brandur Sigurðsson og Heimir Har- aldsson, en þeir tveir síðastnefndu sátu einnig í fyrri stjórn sem kjörin var á aðalfundi 24. maí síðastliðinn. Í varastjórn voru kjörnir Bjarni Að- algeirsson og Ingimundur Ingi- mundarson. Á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum hluthafafundi var Finnbogi kjörinn formaður stjórnar og Björgólfur varaformað- ur. Vegna framvirkra samninga sem gerðir hafa verið um kaup hlutafjár er erfitt að sjá hver röð stærstu hlut- hafa er eða hversu mikinn hlut hver á eða ræður yfir. Af nýjasta hlut- hafalista og tilkynntum viðskiptum síðastliðinn mánuð má þó sjá að Síld- arvinnslan ræður yfir stærstum hlut í SR-mjöli, eða 28,96%, en þar af er stór hluti í framvirkum samningum. Samherji ræður nú yfir 12,86% og er stór hluti þess einnig framvirk kaup. Sjóvá-Almennar tryggingar eiga 10,22% hlut og Útgerðarfélag Akur- eyringa 9,71%. Ný stjórn í SR-mjöli ÁLFRAMLEIÐANDINN Alba í Barein á í viðræðum um samstarf við bandaríska álframleiðandann Alcoa sem gæti leitt til þess að Alba verði þar með þriðji stærsti álframleiðandi heims. Samstarfið felur í sér 300 þús- und tonna stækkun á álfram- leiðslu Alba fyrir árið 2005 til við- bótar við 800 þúsund tonna stækkun sem þegar er áformuð. Alba yrði þar með þriðji stærsti álframleiðandi heims á eftir Alcoa og Alcan í Kanada. Þetta kemur fram í viðtali AFP-fréttastofunn- ar við Bruce Hall, forstjóra Alba. Hall segir að fyrirtækin vinni saman að hagkvæmnisathugun þessarar stækkunar. Alcoa hafi að öðru leyti ekki skuldbundið sig Alba á nokkurn hátt eða öfugt. Hann gerir ráð fyrir að niðurstaða um hvort af samstarfinu verði liggi fyrir í lok árs. Alcoa í viðræðum við Alba ÞORMÓÐUR rammi – Sæberg hf. keypti í gær af Afli fjárfestingar- félagi hf. 10% í Þorbirni Fiskanesi hf. að nafnverði hlutafjár 111.276.309 krónur. Bréfin voru seld á genginu 6,02 og er söluverð þeirra því tæpar 670 milljónir króna. Eignarhlutur Afls fjárfestingar- félags hf. er nú 10,52% eða kr. 117.049.530 krónur að nafnverði, en var áður 20,52% eða kr. 228.325.839 krónur að nafnverði. Þormóður rammi – Sæberg hf. átti ekkert í Þorbirni Fiskanesi hf. fyrir kaupin. Afl selur í Þor- birni Fiskanesi TAP Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. á tímabilinu 1. maí 2001 til 30. apríl 2002 nam 481 milljónum króna. Á tímabilinu 1. maí 2000 til 30. apríl 2001 nam tapið 494 milljónum króna. Á nýliðnu rekstrarári var ávöxtun sjóðsins neikvæð um 1,2% að teknu tilliti til arðgreiðslna. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam 2.897 milljónum króna og hlutafé í lok rekstrarársins var 1.338 milljónir króna. Greiddur var arður til hluthafa á rekstrarárinu að fjárhæð 118 milljón- ir króna. Kaupþing banki hf. er rekstraraðili Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. Auðlind með 481 milljón í tap HLUTABRÉFASJÓÐUR Búnaðar- bankans hf. var rekinn með 34 millj- óna króna hagnaði á síðasta rekstr- arári, frá 1. maí 2001 til 30. apríl 2002. Rekstrarárið á undan nam tap sjóðs- ins 305 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 2.270 milljón- ir króna í lok apríl 2002 en var 2.273 milljónir króna í lok apríl 2001. Eigið fé var nú samtals 3.108 milljónir króna, en 3.077 milljónir í lok apríl 2001. Félagið greiddi hluthöfum sín- um ekki arð á reikningsárinu. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 1.514 milljón- um króna í lok apríl 2002 eða 47,9% af heildareignum og verðmæti erlendra hlutabréfa nam um 39 milljónum króna eða 1,2% af heildareignum. Verðmæti skuldabréfa og hlutdeild- arskírteina í eigu félagsins nam um 1.551 milljón króna í lok apríl 2002 eða 49,1% af eignum. Hluthafar í lok apríl 2002 voru 10.040 en voru 10.485 í lok apríl 2001. Í tilkynningu til VÞÍ kemur fram að enginn starfsmaður starfaði hjá fé- laginu á reikningstímabilinu en Bún- aðarbanki Íslands hf. sá um daglegan rekstur þess. Hagnaður 34 milljónir Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NORRÆNA ráðherraráðið skorar á banka á Norðurlöndunum að lækka gjöld fyrir millifærslur á milli Norð- urlandanna og stytta biðtímann. Þannig geti bankageirinn lagt sitt af mörkum til að ryðja ónauðsynlegum landamærahindrunum úr vegi innan Norðurlandanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Norræna ráð- herraráðinu. Ráðherraráðið hefur fengið kvart- anir og tillögur m.a. frá Norður- landaráði og Sambandi norrænu fé- laganna vegna mikils kostnaðar við millifærslur á milli banka á Norður- löndunum og Morgunblaðið greindi frá í vetur. Ráðherrar norrænnar samvinnu fengu reynslu af vanda- málinu með því að millifæra um 200 danskar krónur á milli landa en það tók á bilinu 2-7 daga og kostnaðurinn var á bilinu 35-80% af upphæðinni sem millifærð var, sem alltaf sam- svaraði u.þ.b. 200 dönskum krónum. Kostnaðurinn við millifærslur var 80% af upphæðinni þegar millifært var frá Svíþjóð til Grænlands, 76% frá Grænlandi til Íslands og 75% frá Íslandi til Álandseyja. Svein Ludvigsen, formaður nor- ræna ráðherraráðsins og sjávarút- vegsráðherra Noregs, leggur áherslu á að það hafi mikla þýðingu fyrir stóran hluta Norðurlandabúa sem starfar eða stundar nám í öðru landi en heimalandi sínu, að milli- færslur gangi snurðulaust fyrir sig og kostnaði við þær sé haldið í lág- marki. Norræna ráðherraráðið Bankar lækki gjöld fyrir millifærslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.