Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki oft sem okkur Ís- lendingum gefst tækifæri til að hlýða á lifandi úrvalsflutning á ljóðum eftir liðinn úr- valshöfund á borð við hinn bandaríska Walt Whitman. En til slíks upplesturs var boðið í Kaffileikhúsinu síðast- liðið þriðjudagskvöld og þáðu margir boðið, þrátt fyrir að utan- dyra skartaði sumar- kvöldið sínu fegursta á heitasta degi sem mælst hefur á landinu í rúmlega öld. Flytjandinn, Bruce Noll, bandarískur há- skólaprófessor, er mikill og einlægur aðdáandi ljóða Whit- mans. Hann hefur um árabil ferðast um Bandaríkin með dag- skrá sem hann kallar „Pure Grass“ og hann hefur sett saman úr ljóð- um Whitmans sem birtust undir nafninu Leaves of Grass í ýmsum útgáfum á árabilinu 1855-1892. Ljóðaflutningur Nolls í Kaffileik- húsinu var hins vegar fyrsti flutn- ingur hans utan Bandaríkjanna. Walt Whitman (1819-1892) er án efa eitt merkasta ljóðskáld Banda- ríkjanna, ef ekki það merkasta (sumir vilja láta hann deila því sæti með Emily Dickinson, en tvö ólíkari skáld er varla hægt að finna). Hann braut blað í banda- rískri ljóðahefð og hlaut í fyrstu litlar þakkir fyrir. Hann fór óhefð- bundnar leiðir í ljóðsköpun sinni og skeytti lítt um formreglur; ljóð hans eru löng, frásagnarkennd og forminu má líkja við kröftugt flæði. Þá þóttu yrkisefni Whitmans byltingarkennd, hann orti um manneskjuna, líkama hennar og sál í órjúfanlegu sam- bandi við náttúruna, á hátt sem hneykslaði margan sómakæran borgann; ekki síst fóru ljóð hans um lík- amann og unaðssemd- ir hans fyrir brjóstið á lesendum. Ljóðmál Whitmans er framar öðru erótískt og ber vitni um ölvaða lífs- gleði ljóðmælandans sem varla er hægt að komast hjá að hrífast af. „Fagurfræði“ Whit- mans eru í raun afar einföld; hann vildi tengja sig sig beint við lesandann án allra fagurfræðilegra hindrana: „Sá sem nálgast ljóðin mín sem bókmenntalegan leik, eða tilraun til slíks leiks, eitthvað sem stefnir í átt til listar eða fagurfræði, mun ekki komast í samband við þau,“ skrifar hann á einum stað. Hann vildi „samsamast“ lesandanum, væri þess nokkur kostur, og per- sónufornöfnin „ég“ og „þú“ eru sí- fellt til staðar í ljóðmálinu og bera vitni um þrá skáldsins eftir milli- liðalausu sambandi við lesendur sína. Whitman lýsti skáldinu sem sjáanda og sem „hinum eina full- komna elskhuga alheimsins“, og þess vegna ber því skylda til að miðla upplifun sinni á heiminum til fólksins. Bruce Noll tekur mið af þessari ósk skáldsins um náið samband ljóðmælanda og lesanda í upplestri sínum. Hann leggur ríka áherslu á að ná sambandi við áheyrendur með því að horfast í augu við þá, hvern og einn, með því að snerta þá (jafnt líkamlega sem andlega) um leið og hann fer með ljóðin af öryggi þess sem hefur tekið þau sér að hjarta. Flutningur Nolls tekur rúma klukkustund og var hrífandi í tilgerðarleysi sínu og einlægni. Dagskráin er, eins og áð- ur sagði, sett saman úr ljóðum og ljóðabrotum úr hinum mismunandi útgáfum af Leaves of Grass, m.a. er þar að finna hluta af hinum þekkta ljóðabálki Whitmans Song of Myself, svo og ljóðið I Sing the Body Electric. Þessi stund í Kaffileikhúsinu var vel þess virði að fórna fyrir hana veðurblíðunni. Bruce Noll mun endurtaka upplestur sinn á Vest- urfarasetrinu á Hofsósi einhvern næstu daga og hvet ég norðan- menn til þess að láta hann ekki fram hjá sér fara. Að lokum má minna á að Sigurður A. Magn- ússon þýddi ljóðabálkinn „Söng- urinn um sjálfan mig“ í heild sinni og kom hann út hjá bókaforlaginu Bjarti árið 1994 (fyrirsögnin hér að ofan er tekin úr þýðingu Sig- urðar). Sú útgáfa mun vera löngu uppseld og því ástæða til þess að hvetja Bjartsmenn til að endur- útgefa þetta frábæra verk sem fyrst. „Ég er skáld Holdsins og ég er skáld Sálarinnar“ LJÓÐALESTUR Kaffileikhúsið Höfundur: Walt Whitman. Flytjandi: Bruce Noll. Kaffileikhúsið 11. júní. Pure Grass Soffía Auður Birgisdóttir Bruce Noll Í SÝNINGARSAL Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, opn- ar á morgun, laugardag, sýning sex nýútskrifaðra myndlistar- manna frá Listaháskóla Ís- lands. Í fréttatilkynningu segir að hér sé á ferðinni heimsfrum- sýning á verkum gerðum með nýrri tegund grafískrar aðferð- ar sem byggist á gömlum merg. Sýningin hefst klukkan 15.00, en að henni standa þau Davíð Örn Halldórsson, Elísa- bet Stefánsdótttir, Margrét R. Ómarsdóttir, Ólafur Ingibergs- son, Sævar Jóhannesson og Valdimar Harðarson Steffen- sen, ásamt Sírni H. Einarssyni og lærimeistara þeirra, Rík- harði Valtingojer. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14–18 og lýkur 7. júlí. Ný aðferð í grafík FRAMLAG Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar til Listahátíðar í Reykjavík er frísklegt í ár. Þema sýningarinnar er konan og yfir- skriftin er Konan - maddamma, kerling, fröken, frú ... Fléttað er saman verkum Sigurjóns frá 50 ára tímabili og nýjum ljóðum eftir 11 skáldkonur á ýmsum aldri en þeim var hverri fyrir sig úthlutað einni höggmynd til að vinna með. Við innganginn er gestum látinn í té geislaspilari og höfuðtól og þannig er hægt að ganga á milli höggmyndanna 11, virða þær fyrir sér hverja af annarri og hlusta um leið á ljóðin sem urðu til hjá skáld- unum.Maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hvort að héðan í frá verði ljóðin órjúfanlegur hluti af þessum styttum, hvort að þær verði samar aftur. Skáldkonurnar fara hver sína leið að verkunum. Sumar nota titil verkanna sem titil ljóðs, aðrar búa til ný heiti. Guðrún Eva Mínvervu- dóttir fer þá leið að tengja saman tíma og rúm og vísar í atburð sem gerðist sama ár og styttan var gerð, 1950. Nokkrar skáldkonurn- ar nálgast stytturnar með því að fjalla um efniviðinn og tala t.d. um æðarnar í timbrinu og uppruna efnisins. Þá er efnið persónugert eins og Ingibjörg Haraldsdóttir gerir þegar hún talar um aðskilnað trésins við hin trén í skóginum í verkinu Kona/Tré og Sigubjörg Þrastardóttir ræðir um ferðalag og framhaldslíf efnisins þegar hún setur sig í hlutverk barnsins í myndinni Móðir og barn. Tréð fer úr skóginum, í sjóinn, rekur á land og í hendur listamannsins sem mótar út því styttu. En alltaf fylgjast að móðir og barn. Skáld- unum verður tíðrætt um sjóinn og vísa þá í rekavið og staðsetningu vinnustofu listamannsins við sjáv- arsíðuna. Þá er líka ort beint út frá titli styttna eins og Elísabet Jökulsdóttir gerir í verkinu Kona í spegli og setur sig þar í spor kon- unnar sem horfir í spegilinn. Það er skemmst frá því að segja að sýningin er afar vönduð og snyrtilega saman sett. Að tefla saman skáldkonunum og verkum Sigurjóns er góð hugmynd og með því að vinna með einfalt þema og nálgast það með skýrum hætti næst oft mikill og góður árangur. Það er jafnframt styrkur sýning- arinnar hvað hvert verk fær gott pláss og þannig tækifæri til að njóta sín. Vegna þess hve ævistarf Sig- urjóns er fjölbreytt og yfirgrips- mikið opnast nær óendanlegir möguleikar á mismunandi tegund- um spennandi sýninga, eins og þessi sýning er dæmi um. Högg- myndir Sigurjóns geta sífellt kom- ið manni á óvart og hver þeirra býr yfir sérstakri sögu eins og sannast á því hve auðveldlega myndirnar hafa blásið anda í brjóst skáldanna. Sýningarskrá og geisladiskur með upplestri skáldanna á ljóðum sínum er vandaður og safninu til sóma. Það er verðmætt að fá að heyra skáldin sjálf lesa ljóð sín og diskurinn ásamt meðfylgjandi bæklingi mun lifa sjálfstætt eftir að sýningu lýkur. Það sést hér hvað myndlistin og ljóðlistin eru tengdar listgreinar og hve stóra sagnaveröld þær geta opnað þegar þær leggjast á eitt. Morgunblaðið/Jim Smart Nokkrar konumyndir Sigurjóns Ólafssonar. Ort til kvenna MYNDLIST Höggmyndir og ljóð Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Til 30. júní. SIGURJÓN ÓLAFSSON OG 11 SKÁLDKONUR Þóroddur Bjarnason TILEFNI sýningar Jóns Reyk- dal er þrjátíu ára starfsferill sem listamaðurinn á að baki. Í því sam- bandi má segja að tíminn sé harla fljótur að líða. Framan af tengdist nafn Jóns öðru fremur grafíkl- ist en segja má að áttundi ára- tugurinn hafi verið gósentíð þrykklistarinn- ar. Misminni mig ekki sýndi Jón ekki mál- verk fyrr en í byrjun níunda áratugarins, og voru myndir hans þá tölu- vert í anda táknsæisstefnunnar; á nokkurs konar nýsymbólskum nót- um. Mikið vatn er runnið til sjávar og eftir stendur miklu einfaldari myndheimur sem saman stendur af uppstillingum, eða kyrralífi, og módelstúdíum. Í öllum þessum myndum, ríflega þrem tugum, gætir mikillar birtu og notalegs andrúmslofts. Þar ræður franski sjarminn ríkjum, laus við allan þann fráhrindandi ljótleika og óyndi sem einkennir krefjandi og spurula samtímalist. Það er greinilegt að Jón hefur varpað frá sér flestum þeim vanda sem fylgir því að leita nýstárlegra – og ef til vill óvinsælla – leiða, en valið þess í stað hinn breiða veg viðtekinna lausna sem ekki þarf að fylgja úr hlaði með miklum útskýr- ingum. Það þýðir ekki að verk hans séu léleg eða viðvaningslega gerð; öðru nær. Jón býr yfir mik- illi reynslu og lipurri tækni, sem oft kemur fram í leiftrandi birtu- skilum og snöfurlegum töktum, einkum þegar vatnslitirnir eiga í hlut. Hitt er synd hve Jón virðist hafa takmarkaða trú á þeirri tegund myndlistar sem hann setur fram í sýningunni hjá Ófeigi, því hann leggur lítið á sig til að leita eigin lausna innan hennar. Auðvelt hefði verið að horfa til Degas, Vuillard eða Bonnard, svo dæmi séu tekin, og skoða hvernig þeir fylltu mynd- ir sínar sólríkum lystisemdum án þess að fórna fyrir það persónu- legum töktum. Listin er nú eitt sinn leit, en ekki stefnumót við fundið fé. Því er bara að bíða og sjá til hvort Jón greiðir ekki úr þessum vanda eins og öðrum sem hann hefur mætt á annars giftu- ríkum þriggja tuga listferli. Halldór Björn Runólfsson Sólríkar myndir MYNDLIST Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Til 26. júní. Opið á verslunartíma. MÁLVERK & VATNSLITAMYNDIR JÓN REYKDAL Morgunblaðið/Arnaldur Frá sýningu Jóns Reykdal í Listhúsi Ófeigs. UM ÞESSAR mundir dveljast sex reykvískir myndlistarmenn á Borg- arfirði eystra og vinna að verkum fyrir sýningu sem verður opnuð þar á laugardag kl. 15.00. Sýningin ber heitið „Artwatchinghouse“, en listamennirnir sem að henni standa eru: Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Markús Þór Andr- ésson og Þuríður Sigurðardóttir. Sýningin verður í gamla frysti- húsinu en á sama tíma fer fram opnun á sögusýningu um tengsl Kjarvals við bæinn, en Kjarval, líkt og listamennirnir sex, starfaði mik- ið í Borgarfirði og sótti sér, að því er segir í tilkynningu, innblástur í umhverfið og fólkið á staðnum. Sama viðfangsefni mun verða í aðalhlutverki á sýningunni „Art- watchinghouse“. Aðstandendur sýningarinnar luku námi frá LHÍvorið 2001. Sýn- ingin stendur fram á haust. Listamenn í frystihúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.