Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 49 Evrópumótsstemmning í Sumarbrids 2002 Góð mæting var 18. júní í sum- arbrids, 24 pör og var spilaður Mitchell í tveimur riðlum. Ljóst er að bridsstemmning er að myndast í kringum EM sem haldið er í Sals- omaggiore þessa dagana, enda er hægt að fylgjast með því í beinni út- sendingu á Netinu og í húsnæði BSÍ alla daga. Þessi pör urðu annars efst, meðalskor 216: NS Arnar Arngrímss. – Valdimar Elíass. 262 Jörundur Þórðarson – Chris Jarvis 240 Guðmundur Skúlas. – Torfi Ásgeirss. 231 Arnar Þorsteinss. – Sigurður Þorgeirss. 230 AV Sverrir Krist. jr. – Björgvin M. Krist. 253 Soffía Daníelsd. – Óli Bj. Gunnarsson 243 Gróa Guðnad. – Eðvarð Hallgrímsson 230 Arngunnur Jónsd. – Hanna Friðriksd. 229 Miðvikudagskvöldið 19. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur þar sem þessi pör urðu efst, meðalskor 216. NS María Haraldsd. – Þórður Sigfússon 261 Árni Hannesson – Bragi Bjarnason 246 Sveinn Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 234 Páll Valdimarss. – Daníel M. Sigurðss. 222 AV Jörundur Þórðars. – Baldur Bjartmarss. 273 Guðm. Baldurss. – Hermann Friðrikss. 269 Hermann Láruss. – Vilhjálmur Sig. jr. 254 Ómar Olgeirsson – Kristinn Þórisson 228 Hermann aftur orðinn stigahæstur Í stigakeppni sumarsins hefur Hermann Friðriksson aftur tekið forystu, en aðrir spilarar hafa nú örugglega hug á að blanda sér í bar- áttuna. Staðan er nú svona: Hermann Friðriksson 210 Vilhjálmur Sigurðss jr. 206 Þorsteinn Joensen 171 Guðlaugur Sveinsson 149 Torfi Ásgeirsson 136 Ómar Olgeirsson 136 Baldur Bjartmarsson 133 Alfreð Kristjánsson 108 Sigurður Steingrímsson 106 Hermann Lárusson 104 Erla efst hjá konunum Erla Sigurjónsdóttir er enn efst í kvennaflokki, en nokkrar konur eru þó farnar að þjarma verulega að henni. Erla Sigurjónsdóttir 96 María Haraldsdóttir 86 Harpa Fold Ingólfsd 70 Ljósbrá Baldursdóttir 64 Birna Stefnisdóttir 55 Halldóra Magnúsdóttir 54 Jónína Pálsdóttir 47 Guðrún Jóhannesdóttir 44 Soffía Daníelsdóttir 43 Anna Guðlaug Nielsen 30 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19.00 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spil- urum. Mætið því hress til leiks í afslöpp- uðu andrúmslofti. Á föstudagskvöld- um er auk þess spiluð stutt Monrad- sveitakeppni að loknum tvímenn- ingi. Nánari upplýsingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). Einnig má senda tölvupóst til sumarbridge@bridge.is. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 3 snið af bikiníhöldurum Skálastærðir a-b/c-d/dd-e/f-ff Stærð 10/12/14/16 Einnig toppar og sundbolir 3 snið af buxum Þrír litir undirfataverslun Síðumúla 3, sími 553 7355. Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. Veldu þína eigin línu! sundföt an við Hegranes, en þetta eru vin- sæl útivistarsvæði í Skagafirði. Mikið af rusli var hreinsað úr fjörunni og hlaðið í haug, sem sveitarfélagið Skagafjörður sá um að fjarlægja. „Hvort veðrinu var um að kenna eða hreinlega áhuga fólks á að hreinsa náttúruna í kringum sig var erfitt fyrir fólk að hætta á tilsettum tíma og var unn- UMHVERFISSAMTÖK Skaga- fjarðar og Náttúrustofa Norður- lands vestra stóðu fyrir umhverf- isátaksdegi á Sauðárkróki laugardaginn 8. júní sl. Markmiðið með deginum var að láta gott af sér leiða og var ákveðið að þessu sinni að hreinsa rusl úr fjörum í nágrenni Sauðárkróks. Fyrir val- inu urðu fjörurnar austan og vest- ið mun lengur en áætlað var. Þreyttur en virkilega sæll hópur þáði að lokum grillmat sem boðið var upp á fyrir utan húsakynni Náttúrustofunnar og gafst áhuga- sömum tækifæri á að kynna sér starfsemi Náttúrustofu Norður- lands vestra og Umhverfissamtaka Skagafjarðar,“ segir í frétta- tilkynningu. Rusl hreinsað úr fjörum við Hegranes Fólk frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfissamtökum Skagafjarðar tók þátt í hreinsunarátakinu. ÁHUGASAMIR Eyrbekkingar efna enn og aftur til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka laugardaginn 22. júní í fjórða sinn. Sveitarfélagið Árborg styrkir hátíðarhöldin nú sem fyrr. Allir sem vilja taka þátt í menn- ingarlegri samveru á Bakkanum eina kvöldstund, þegar dagur er hvað lengstur, eru hvattir til þess að taka þátt í hátíðinni. Dagskrá hátíð- arinnar er að mótast fram á síðustu stundu en meðal atriða má nefna að handverksfólk í Sveitarfélaginu Ár- borg og víðar verður með Jónsmess- umarkað í samkomu- og íþróttahús- inu Stað frá kl. 14 til 19. Klukkan 20 verður gengið um Mið-Bakkann með leiðsögn, þar sem sögð verður saga húsa og sagt frá mönnum og málefnum á fyrri tíð. Gangan hefst við Eyrarbakkakirkju og verður komið við í Óðinshúsi og Sjóminjasafninu, en göngunni lýkur við Húsið – Byggðasafn Árnesinga. Kveikt verður í Jónsmessubrennu um klukkan 22 vestan við bryggjuna á Eyrarbakka. Þar verður almennur söngur, dansað í kringum brennuna, leikir og fleira meðan einhver endist. Rithöfundurinn Sjón – Sigurjón Sig- urðsson – ávarpar hátíðargesti. Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka SAMSTARFSVERKEFNIÐ mann- rækt skógrækt hófst vorið 1999 á ári aldraðra þegar fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Félags eldri borgara, Íslands án eiturlyfja, Félagsþjónustunnar og fram- kvæmdanefndar árs aldraðra hittust til að ræða hugmyndir að verkefnum tengdum árinu. „Ákveðið var að reyna að auka samstarf milli unglinga og eldri borgara. Margar góðar hugmyndir komu upp á fundinum sem urðu að veruleika síðar á árinu. Ein þessara hugmynda hefur náð að verða að árlegum viðburði. Sum- arið 1999 fór um 100 manna flokkur ungmenna (fjörliðar úr Frostaskjóli og Þróttheimum) og aldraðra (frá Ásgarði, félagsmiðstöðinni Afla- granda og fleiri félagsmiðstöðvum aldraðra) upp í Hvammsvík í Hval- firði í gróðursetningarferð. Skóg- ræktarfélag Íslands úthlutaði hópn- um landskika sem hlaut nafnið Álfamörk. Þar voru gróðursettar um 1000 trjáplöntur í samstarfi við Skógrækt Íslands sem sá hópnum fyrir plöntum og áhöldum auk þess að annast verkstjórn. Mikið var lagt upp úr samvinnu kynslóðanna við gróðursetninguna og voru myndaðir 4 manna vinnu- hópar, 2 úr hópi unglinga og 2 úr hópi eldri borgara. Fleira var gert til gamans, m.a. grillað og var Vina- bandið fengið til að spila undir söng og einhverjir tóku nokkur dansspor. Þann 25. júní á enn og aftur að bregða sér af bæ og skreppa í Hval- fjörðinn. Að þessu sinni eru það Frostaskjól, félagsmiðstöðin Afla- granda og Vesturgarður sem munu leiða ferðina með um 50 manna flokk ungmenna og eldri borgara,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Ungir og gamlir vinna saman að skógrækt „TIL móts við söguna“ er yfirskrift sögudagskrár á Hólum í Hjaltadal um þessa helgi. Kristín Huld Sigurð- ardóttir, forstöðumaður Fornleifa- verndar ríkisins, flytur fyrirlestur um Hólabríkina í Hóladómkirkju kl. 20.30 í kvöld. Kristín Huld byggir fyrirlestur sinn á vinnu við forvörslu bríkarinnar, en hún stóð að því verki á sínum tíma. Klukkan 22 í kvöld verður gengið til móts við Galdra- Loft. Kl. 11 í fyrramálið mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra, kynna fyrirhugaðar forn- leifarannsóknir á Hólum og ganga um svæðið með gestum. Kl. 14 ræðir Valgeir Björnsson um sögu Hóla- skóla sem er 120 ára á þessu starfs- ári. Á sunnudag verður guðsþjón- usta kl. 14, prestur verður sr. Gísli Kolbeins á Hofsósi og organisti Jó- hann Bjarnason. Í dag, eins og aðra föstudaga, verður keppt í bleikjuveiði milli klukkan 13–17. Þá er Vatnalífssýn- ingin á Hólum opin um helgina, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Til móts við sög- una á Hólum LAUGARDAGINN 22. júní nk. munu niðjar Andrésar Péturs Jóns- sonar og eiginkvenna hans, Bene- diktu Pálínu Jónsdóttur og Svein- bjargar Sveinsdóttur, koma saman á Laugum í Sælingsdal. Andrés Pétur fæddist að Saurlátri (Sellátri) á Breiðafirði 20. ágúst 1875. „Andrés Pétur eignaðist 12 börn með sínum konum og komust 9 þeirra á legg. Fyrri konu sína, Bene- diktu Pálínu, missti hann úr berklum árið 1913 en þau bjuggu lengst af í Bárarplássi í Eyrarsveit sem þau kölluðu Bakka. Með seinni konu sinni bjó Andrés Pétur á Sæbóli við Keflavíkurvör á Sandi. Niðjar Andrésar Péturs og eigin- kvenna, sem nú telja á fjórða hundr- að manns, koma nú saman á Laugum í Sælingsdal og heiðra minningu þeirra ásamt því að finna til sam- kenndar með fólki sem ekki fyrir svo löngu aflaði sér lifibrauðs með út- róðrum á opnum árabátum á Breiða- firði,“ segir í fréttatilkynningu. Niðjamót Andrésar Pét- urs Jónssonar FYRSTA bogfimimót sem haldið er utandyra á Íslandi fór fram á Val- bjarnarvelli föstudaginn 14. júní. Mótið hófst kl. 20.00 og lauk kl. 00.30. Alls tóku 20 þátttakendur þátt í mótinu frá Íslandi og Þýska- landi. „Með þessu móti var brotið blað í sögu bogfimiíþróttarinnar því þetta var fyrsta bogfimimótið sem stend- ur fram yfir miðnætti. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið haldið bogfimimót við slíkar aðstæður. Stigahæsti keppandinn var Rosita Zuther frá MTV Dannenberg með 644 stig en hún keppir með Comp- ound boga. Stigahæsti Íslendingur- inn var Guðmundur Þormóðsson, ÍFR, með 536 stig,“ segir í frétta- tilkynningu. Fyrsta miðnæt- urbogfimimótið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.