Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 31 em hefur fullfrísku hafi ein- mjög ein- r þeir eru. infaldlega ða og öðr- ni eða eiga ðjuþjálfar ð það sem má segja að fá fólk em ögrun kki ógn.“ fyrir áfalli hluti sem ustið er í Með því að kast á við ð þeir geti á lífi sínu Sjálf er hún að vinna að rannsókn sem byggist á reynslu fólks sem hefur átt við erfiða geðsjúkdóma að stríða en hefur náð bata og segist hún vera að leita að fólki sem sé tilbúið til að miðla af reynslu sinni. „Ég held nefnilega að við getum nýtt reynslu þeirra miklu meira en við gerum. Ef ég mætti ráða, þá myndu til dæmis þeir sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða, koma að því að ákveða hvaða rann- sóknir eru gerðar á því sviði.“ Sjónvarpsþáttur sem segir heilmikið um mannskepnuna Hinn almenni Íslendingur hefur að nokkru leyti misst stjórn á lífi sínu með því að þurfa alltaf að vera endalaust að kaupa, að mati Ebbu. Hún segir Íslendinga mjög ginn- keypta fyrir skyndilausnum. „Þessi endalausa neysla okkar, að þurfa að eiga nýjasta jeppann og flottustu græjurnar, er liður í að kaupa sér sjálfsmynd og er skyndilausn sem virkar ekki því hún kemur ekki inn- an frá.“ Hún bendir á að iðjuþjálfar séu sérfræðingar í því hvernig lífs- stíll getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á heilsu. Ebba segir svokallað raunveru- leikasjónvarp, sem byggist á því að hópi fólks er komið fyrir á eyðieyju þar sem það á svo að bjarga sér, geta sagt okkur heilmikið um mannskepnuna. „Þegar þangað er komið hrynja allar gerviþarfirnar og í ljós kemur hvað það er sem raunverulega skiptir máli eins og fæði, húsaskjól, fjölskylda og vinir og góð heilsa. Mér finnst að allir stjórnmálamenn ættu að taka þátt í svona þætti og kynnast slíkum að- stæðum, þá myndu þeir fá miklu betri sýn á hvað er mikilvægast fyr- ir fólk.“ Þurfum atvinnumögu- leika fyrir alla Ebba bendir á að iðjuþjálfun gangi mikið út á að einbeita sér að styrkleika hverrar manneskju í stað þess að einblína á sjúkdóma og veikleika. Hún hafi einmitt eitt sinn heyrt sögu af yfirlækni á sjúkrahúsi sem vildi helst ekki ráða iðjuþjálfa til starfa, þetta væri nú spítali en ekki skemmtistaður. „Margir vilja eingöngu tengja sjúkrahús við eitt- hvað alvarlegt en við vitum hvað húmor, kímni og hlátur hafa mikinn lækningamátt. Með þetta í huga þarf að forgangsraða miklu meira á sjúkrahúsum, þannig væri hægt að örva bata.“ Hún telur örorkubætur einnig í sumum tilvikum geta orkað tvímæl- is, einhvers konar atvinna eigi að vera til fyrir alla. „Vandamál fólks leysast ekki eingöngu með fjár- hagsaðstoð. Allir verða að finna að þeir séu einhvers virði í samfélag- inu. Við verðum einfaldlega að bjóða upp á miklu fleiri og fjöl- breyttari atvinnumöguleika þar sem allir geta fundið vinnu eða hlut- verk við sitt hæfi,“ segir Ebba að lokum. áskólann á Akureyri síðastliðin fimm ár r hafa gamátt Morgunblaðið/Arnaldur ttir, forstöðumaður iðjujálfunar á geðdeild úkrahúss, kennir iðjuþjálfun við Háskólann á hún segir vera upplagðan háskólabæ. bryndiss@mbl.is NN Sig- er einn af mönnum á iðjuþjálfa- gn. Hann og heilsu- si m.a. við lék einnig rð Íslands- rra, þar til m er hann Þetta eru boltinn er ólk er oft yrir að ég er kvenna- með þetta hópnum.“ um í hug að Ævintýra- etta og líka gið er fjöl- gt hægt að synlegt að ina. „Okk- fleiri karl- ð inn í fag- ta er mikil fið og þær m í þjálfun ið þurfum breyta því. g til góða.“ eð þörf jú ár á nn þar eini karlinn sem var iðju- þjálfi í hópi næstum tuttugu kvenna. Hann segir að sér hafi liðið vel í öllum kvenna- skaranum. „Það var heilmikil lífsreynsla og virkilega gaman. Það voru auðvitað karlar í öðrum stétt- um á stofnuninni svo ég gat bara farið til þeirra ef ég vildi fé- lagsskap karla.“ Hann segir tölu- verðan mun á því að vera í karlaheimi eins og í fótboltanum og svo eingöngu með konum. „Helsti munurinn er að konur leggja yfirleitt margfalt meira á sig en karlarnir, allt verð- ur að vera svo flott og fullkomið hjá þeim. Karlar eru meira á því að hlutirnir muni bara reddast einhvern veginn. Samt eru kon- urnar svo miklu gagnrýnni á sjálf- ar sig ef þeim finnst þær ekki hafa gert eitthvað nógu vel.“ Draumurinn að geta opnað eigin stofu Sigurður er ósáttur við þá ímynd sem hann telur fagið hafa, segir að margir haldi að það snúist um eilíft föndur og handavinnu sem sé afar röng mynd og að breyta þurfi ímynd fagsins til að fá fleiri karlmenn í það. „Hægt er að velja um margs- konar svið. Til dæm- is að vinna með börnum, fólki með geðræn vandamál, þróa hjálpartæki og skoða líkamsbeit- ingu eða taka út vinnuaðstöðu í fyrir- tækjum.“ Hann bendir á að þegar hann hafi unnið á Reykjalundi hafi hann prófað fjögur mismunandi svið á þremur árum, geðsvið, gigtarsvið, lungnasvið og verkjasvið. „Mér finnst fjölbreytnin afskaplega mikill kostur við starfið.Hægt er að kynnast svo mörgum ólíkum sviðum og ef mann langar til að breyta til þá er það svo auðvelt.“ Hann segir að draumurinn hjá sér sé að vinna sjálfstætt. „Ég myndi vilja geta opnað eigin stofu þar sem ég myndi sinna skjól- stæðingum með margskonar vandamál. Eins og nú háttar til er það nánast ógerlegt af því að Tryggingastofnun borgar ekki hlut skjólstæðinga iðjuþjálfa. Samt eru ákvæði um slíkt í lög- um.“ Sigurður hvetur að lokum karl- menn til að kynna sér fagið þar sem það bjóði upp á mikla fjöl- breytni. Sigurður Sigursteinsson inn örfárra karla í faginu hér á landi Fínt að vinna vennaskaranum SÚ STAÐREYND að ekkihefur verið hægt að sýnafram á bein áhrif millikláms og kynferðisbrota og að engar rannsóknir sýna að klám hafi beinlínis skaðleg áhrif á fullorðna einstaklinga leiðir til þeirrar niðurstöðu að mati nefnd- arinnar að fátt mæli gegn því að fullorðnir einstaklingar geti orðið sér úti um slíkt efni,“ segir í skýrslu nefndar sem falið var að gera til- lögur um úrbætur vegna kláms og vændis hér á landi en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær. Skýrt er tekið fram að þetta eigi ekki við um gróft klám, s.s. barna- klám, dýraklám eða ofbeldisfullt klám. Varsla, sala eða dreifing slíks efnis verði áfram refsiverð og refsi- vert verði að afhenda börnum yngri en 18 ára hvers kyns klámefni. Þetta er aðeins ein af þeim til- lögum að lagabreytingum sem nefndin setur fram en hún var skip- uð í kjölfar tveggja skýrslna sem voru birtar í fyrra, annars vegar um félagslegt umhverfi vændis hér á landi og hins vegar um samanburð á lagaumhverfi Íslands og annarra Norðurlanda varðandi löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl. Forvarnir til að koma í veg fyrir vandann Nefndin telur að orsakir vændis liggi í samspili margra mismunandi þátta, t.d. fíkniefnaneyslu, mark- aðsvæðingu kynlífs, fátækt og kyn- ferðislegri misnotkun. Brýnast sé að beita öflugum forvörnum til að ráðast að rótum vandans og þær verði að taka til allra orsakaþátt- anna. Meðal þess sem nefndin legg- ur til er að sett verði á laggirnar sérstök samráðsnefnd sem hafi það meginhlutverk að fylgjast með þró- un á þessu sviði og bregðast við henni með viðeigandi hætti, t.d. með því að samhæfa aðgerðir. Hlut- verk hennar yrði m.a. að efla sam- félagslega vitund um afleiðingar vændis, kláms og kynferðislegrar misnotkunar, sinna fræðslu og upp- lýsingastarfi, hafa frumkvæði að aðgerðum sem eru til þess fallnar að stemma stigu við útbreiðslu vændis og dreifingu klámefnis og að leggja fram tillögur um æskileg hjálparúrræði, svo sem ráðgjöf, at- hvarf og neyðarlínu. Sérstaklega sé mikilvægt að fram fari umræða í þjóðfélaginu um eðli kynlífsþróunar og þau málefni sem henni fylgja. Ekki refsivert fyrir kaupendur Nefndarmenn líta svo á að þeir sem selja kynlífsþjónustu séu fórn- arlömb og leggja til að almennum hegningarlögum verði breytt þann- ig að vændi til framfærslu verði ekki lengur refsivert. Áhersla verði á hinn bóginn lögð á að ná til þeirra sem hagnast á vændi annarra, hinna svonefndu vændismiðlara. Ekki er refsivert að kaupa kynlífs- þjónustu hér á landi og leggur nefndin ekki til að því verði breytt. Þó að ýmislegt mæli með slíkri breytingu sé ekki hægt að horfa fram hjá þeim göllum sem því fylgja. Í fyrsta lagi væri hætta á að starfsemin færi neðanjarðar en vændi hefur löngum verið næstum ósýnilegt á Íslandi. Þá væri hætta á því að erfitt reyndist að ná til vænd- ismiðlaranna, þar sem mikilvæg vitni, nefnilega kaupendurnir sjálf- ir, fengjust ekki til að bera vitni. Samkvæmt lögum eru kynferðis- mök við 14 ára ungling refsilaus með vilja hans og samþykki. Nefnd- in hafði það til skoðunar hvort hækka ætti þessi aldursmörk, sem nefnd eru kynferðislegur lögaldur. Taldi nefndin góð og gild rök fyrir því að hækka mörkin en á hinn bóg- inn bæri að líta til þess að vanda- málið fælist í vernd barna gagnvart fullorðnum einstaklingum, þ.e. ein- staklingum 18 ára og eldri. Með því að hækka kynferðislegan lögaldur fengju börn vissulega aukna vernd. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að með því væri kynlíf ungmenna á þessum aldri gert refsivert en sam- kvæmt könnun á kynhegðun ung- linga hæfi meira en helmingur ung- linga kynmök áður en 16 ára aldri væri náð. Hvort slíkt væri æskilegt væri ekki fullyrt en því yrði ekki breytt með lagabreytingum og með því að hækka kynferðislegan lög- aldur yrði stór hópur af unglingum gerður að afbrotamönnum. Var lagt til að hver sá sem náð hefur 18 ára aldri og hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára skyldi sæta allt að 12 ára fang- elsi. Áfram yrði refsivert að hafa mök við barn yngra en 14 ára, óháð því á hvaða aldri brotamaður er. Meðal annarra tillagna nefndar- innar er að bannað verði að verða sér úti um aðgang að barnaklámi gegn greiðslu og er þá sérstaklega hafður í huga aðgangur manna að rafrænum miðlum, s.s. Netinu og að sett verði lög sem geri þá sem reka netþjóna ábyrga fyrir því efni sem þar er að finna og að virkt eftirlit verði haft með því klámefni sem er að finna á Netinu. Þá leggur nefnd- in til að settar verði reglur í lög- reglusamþykktir um að gestir megi ekki snerta dansara, að ákveðin fjarlægð verði á milli dansara og gesta og að einkadans verði bann- aður. Auk þess verði að skerpa á eftirliti lögreglu með næturklúbb- um og að lögregla þurfi að eiga meira frumkvæði að slíkum rann- sóknum í stað þess að byggja á upp- lýsingum sem til hennar berast. Þá leggur nefndin til að settar verði reglur sem kveði á um að ekki megi veita leyfi fyrir næturklúbb- um í of mikilli nálægð hvor við ann- an, ekki of nálægt miðbæjum eða íbúðarhverfum, skólum eða öðrum opinberum byggingum. Vitað er að vændi er stundað hér á landi en ekki liggja fyrir rann- sóknir á umfangi þess. Lausleg könnun sem gerð var meðal nokk- urra heilbrigðisstofnanna sem ann- ast fólk með kynsjúkdóma bendir ekki til þess að vændi hafi oft komið við sögu. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að hingað til hefðu sjúklingar ekki verið spurðir sér- staklega hvort þeir hafi smitast eft- ir að hafa keypt vændisþjónustu en hann telur fulla ástæðu til að slíkt verði gert framvegis. Brýnast að beita öflugum forvörnum Nefnd sem falið var að gera tillögur um úrbæt- ur vegna kláms og vændis á Íslandi leggur m.a. til að ekki verði refsivert að stunda vændi í framfærslu- skyni og að einungis gróft klám verði refsi- vert. Brýnast sé þó að huga að forvörnum. Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra lýsti yfir ánægju með störf nefndarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari og formaður nefndarinnar, kynnti skýrslu hennar í gær. Aðrir nefndarmenn voru Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Lára Björnsdóttir fé- lagsmálastjóri, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, var ritari. Í SKÝRSLU nefndarinnar segir að ljóst sé að markaðsvæðing kynlífs sé til þess fallin að auka á út- breiðslu vændis og í því ljósi er spurt hvort ekki sé tímabært að bregðast með kerfisbundnum hætti við þessari þróun. Í skýrslunni segir að hér á landi séu mörg ótvíræð merki um mark- aðsvæðingu kynlífs sem komi m.a. fram í alls kyns auglýsingum um kynlífsþjónustu og klám, ekki síst í dagblöðum, tímaritum og á verald- arvefnum. Varla sé útgefið tímarit sem ekki fjalli sérstaklega um kyn- líf, jafnvel séu sérstakar klámsíður í tímariti sem er ætlað unglingum. Sjónvarpsefni sé í auknum mæli kynlífstengt, ekki síst í þáttum sem ætlaðir eru unglingum. Í fjöl- varpinu standi áskrifendum til boða erlent klámefni frá miðnætti alla dag og klámefni er einnig sýnt í ólæstri dagskrá á breiðbandi á tíma sem börn og unglingar eiga greiðan aðgang að því. Kvikmynd- ir sem sýndar eru í kvikmynda- húsum verði einnig sífellt grófari. Í skýrslunni segir að viðbrögð samfélagsins til að sporna við þess- ari þróun gætu orðið margvísleg. Mikilvægt að opin umræða sé um eðli þessarar þróunar og hinar al- varlegu afleiðingar sem vændi og klám geti haft í för með sér. Þá verði að efla umræðu gegn því að kynlíf og kynímyndir verði not- aðar sem verslunarvara. „Mynda þarf mótvægi við þessu og stuðla þarf að aukinni ábyrgð samfélags- ins á þessu sviði. Hér má nefna at- riði allt frá nektarstöðum og fyr- irkomulagi þeirra yfir í glannalegan og jafnvel kynferð- islegan tískufatnað barna. Þetta á að vera unnt að gera án forpok- unar og forræðishyggju,“ segir í skýrslunni. Markaðsvæðing kynlífs eykur útbreiðslu vændis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.