Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 25
FLUGHELGI Á AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 25 FLUGSAFNIÐ á Akureyri var stofnað 1. maí 1999, með það að markmiði að halda á lofti sögu flugs á Íslandi, á þann veg að varð- veita gamlar flugvélar, muni, myndir og texta sem tengist þess- ari sögu á allan hátt. Þegar var hafist handa við að koma upp sýn- ingu í Flugskýli 7 á Akureyr- arflugvelli og þann 24. júní árið 2000 var safnið opnað með form- legum hætti. Flugsafnið eignaðist síðan þetta hús þann 1. janúar árið 2001. Í júní árið 2001 var haldin svo kölluð Flughelgi á vegum safnsins á Akureyri og þar fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins í listflugi á vegum Flugmálafélags Íslands. Samningur hefur verið gerður milli þessara aðila um að Flughelgin á Akureyri verði árleg- ur viðburður framvegis. Stefnt er að því að helgin 22. og 23. júní í ár verði Flughelgi á Akureyri. Þar munu fara fram flugsýningar af ýmsu tagi, fallhlífastökk og Ís- landsmót í listflugi. Flugsafnið verður að sjálfsögðu opið og þar má skoða sögufrægar flugvélar og muni, ásamt sýningu sem rekur flugsögu Íslands í máli og myndum Fyrsta flugvélin sem keypt var til Íslands var af Avro-gerð og smíðuð í Bretlandi. Hún kom til landsins á árinu 1919 og fyrsta flugið var farið úr Vatnsmýrinni þann 4. júní það ár (Annálar ísl. flugsögu). 65 ár frá stofnun Flugfélags Akureyrar Flugsaga Akureyrar er merkur þáttur í flugsögu Íslands og Ak- ureyri hefur stundum verið nefnd vagga flugs á Íslandi þó fæðingin hafi átt sér stað í Vatnsmýrinni og þar hafi flugið átt sína fyrstu vöggu á Íslandi. Segja má að Vatnsmýrin, Sandskeið og Mel- gerðismelarnir, sunnan Akureyrar, séu þeir staðir sem oftast eru nefndir í umræðunni um flugsögu Íslands, auk sjávarins kringum landið, en allar fyrstu flugvélarnar sem notaðar voru til póst- og far- þegaflugs í atvinnuskyni hér á landi voru sjóflugvélar. Á þessu ári eru 65 ár frá stofnun Flugfélags Akureyrar, en það var stofnað á Akureyri 3. júní 1937. Agnar Kofoed-Hansen, síðar flug- málastjóri, var aðalhvatamaðurinn en Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri á Akureyri (KEA), gekkst fyrir stofnun fyrirtækisins og var fyrsti stjórnarformaður þess. Aðrir í stjórn voru Guðmundur Karl Pét- ursson yfirlæknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri Bifreiða- stöðvar Akureyrar (BSA). Tíu aðrir stórhuga Akureyringar stóðu að stofnun félagsins auk tveggja fyr- irtækja, Útgerðarfélags KEA og Kaffibrennslu Akureyrar. Fyrsti flugstjóri og forstjóri Flugfélags Akureyrar var ráðinn Agnar Kofoed-Hansen. Félagið festi kaup á flugvél af gerðinni Waco og hóf farþegaflug til Reykjavíkur og fleiri staða á landinu. Flugfélag Akureyrar verður Flugfélag Íslands Á aðalfundi Flugfélags Akureyr- ar 13. mars 1940 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Flugfélag Íslands. Þetta var þriðja flug- félagið með þessu nafni og það fé- lag sem í raun lifir enn í dag. Nafn- breytingin var tilkynnt til hlutafélagaskrár 27. mars, und- irritað af stjórninni. Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri KEA, var þá tekinn við af Vilhjálmi Þór og auk hans í stjórn voru Guð- mundur Karl Pétursson og Krist- ján Kristjánsson. Fyrstu stjórn Flugfélags Íslands skipuðu síðan Jakob Frímannsson, Kristján Kristjánsson, Agnar Kofoed- Hansen, Örn Ó. Johnson og Bergur G. Gíslason. Flugleiðir urðu til síð- ar með samruna Flugfélags Íslands og Loftleiða. Fyrsta farþegaflug á Íslandi, annað en útsýnisflug, var farið frá Reykjavík til Akureyrar 4. júní 1928, á vegum Flugfélags Íslands nr. 2. Þetta var jafnframt fyrsta flugvélin sem kom til Akureyrar, en hún var af gerðinni Junkers JU 13. Flugvélin var nefnd Súlan og hafði skráningarstafina D 463. Koma flugvélarinnar til Akureyrar þótti að sjálfsögðu merkur við- burður í bæjarlífinu. Fimm flug- vélar, af Junkers-gerð, voru not- aðar til farþegaflugs, póstflutninga og síldarleitar á Íslandi á árunum 1928 til 1931, þó aldrei nema tvær í einu. Þær höfðu allar þýska skrá- setningarstafi, en báru íslensk nöfn. Nöfnin voru Súlan, Veiðibjall- an og Álftin. Flugið heillaði Akureyringa strax á fyrstu árum þess á Ak- ureyri, mikill áhugi kviknaði og hefur ríkt þar alla tíð síðan. Svif- flugfélag Akureyrar var stofnað á árinu 1937 og hefur starfað óslitið fram á þennann dag. Margir af þekktustu flugstjórum íslenskrar flugsögu hófu sitt flugnám hjá Svif- flugfélagi Akureyrar á Melgerð- ismelum og má nefna sem dæmi þá Jóhannes Snorrason og Arngrím Jóhannsson. Fyrsti flugskóli á Íslandi var stofnaður á Akureyri. Það var Flugskóli Akureyrar, sem stofn- aður var af Gísla Ólafssyni og Árna Bjarnarsyni á árinu 1945. Steindór Hjaltalín kom síðar inn í hópinn og var flugkennari ásamt Gísla. Gísli var framkvæmdastjóri jafnframt kennslunni, en þeir félagar ráku skólann í nokkur ár. Skólinn átti flugvélar af gerðunum Piper Cub, Percival Proctor og Tiger Mouth, sem notaðar voru til kennslunnar. Ein þeirra, af Tiger Mouth-gerð, er nú í endurbyggingu hjá áhuga- mönnum á Akureyri. Flugskóli Akureyrar er enn starfandi, þó nokkurt hlé hafi orðið á rekstrinum eftir að frumkvöðl- arnir hættu á sínum tíma. Skólinn rekur nú tvær kennsluvélar af gerðinni Piper Tomahawk og hefur næg verkefni. Flugsafnið á Akureyri er nú þriggja ára gamalt og óðum að koma undir sig fótunum. Þó að töluvert sé til af minjum úr flug- sögunni hefur mikið farið for- görðum og er það miður. Fullvíst er að ekki mátti dragast lengur að hefjast handa við söfnun og skrá- setningu þeirra muna sem enn eru til og koma þeim fyrir til varðveislu á viðurkenndu safni. Þannig getum við best haldið flugsögu Íslands á lofti. Vagga flugs á Íslandi Flugsaga landsmanna er varðveitt í Flug- safninu á Akureyri og má þar finna flugvélar, muni og myndir sem fluginu tengjast. En flughelgi verður, að sögn Svanbjörns Sigurðssonar, haldin í bænum 22. og 23 júní. Fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar var Waco YKS-7, sem hér sést á Akureyrarpolli 1938. Fyrsta flugvél sem kom til Akureyrar, 4. júní 1928. Súlan D-463. Gerð: Junkers JU-13. Stjórn Flugsafnsins, f.v.: Sigurður Aðalsteinsson, Haukur Jónsson, Svanbjörn Sigurðsson, Kristján Víkingsson og Arngrímur Jóhannsson. Höfundur er stjórnarformaður Flug- safnsins á Akureyri. meistar inn. is GULL ER GJÖFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.