Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 25
FLUGHELGI Á AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 25 FLUGSAFNIÐ á Akureyri var stofnað 1. maí 1999, með það að markmiði að halda á lofti sögu flugs á Íslandi, á þann veg að varð- veita gamlar flugvélar, muni, myndir og texta sem tengist þess- ari sögu á allan hátt. Þegar var hafist handa við að koma upp sýn- ingu í Flugskýli 7 á Akureyr- arflugvelli og þann 24. júní árið 2000 var safnið opnað með form- legum hætti. Flugsafnið eignaðist síðan þetta hús þann 1. janúar árið 2001. Í júní árið 2001 var haldin svo kölluð Flughelgi á vegum safnsins á Akureyri og þar fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins í listflugi á vegum Flugmálafélags Íslands. Samningur hefur verið gerður milli þessara aðila um að Flughelgin á Akureyri verði árleg- ur viðburður framvegis. Stefnt er að því að helgin 22. og 23. júní í ár verði Flughelgi á Akureyri. Þar munu fara fram flugsýningar af ýmsu tagi, fallhlífastökk og Ís- landsmót í listflugi. Flugsafnið verður að sjálfsögðu opið og þar má skoða sögufrægar flugvélar og muni, ásamt sýningu sem rekur flugsögu Íslands í máli og myndum Fyrsta flugvélin sem keypt var til Íslands var af Avro-gerð og smíðuð í Bretlandi. Hún kom til landsins á árinu 1919 og fyrsta flugið var farið úr Vatnsmýrinni þann 4. júní það ár (Annálar ísl. flugsögu). 65 ár frá stofnun Flugfélags Akureyrar Flugsaga Akureyrar er merkur þáttur í flugsögu Íslands og Ak- ureyri hefur stundum verið nefnd vagga flugs á Íslandi þó fæðingin hafi átt sér stað í Vatnsmýrinni og þar hafi flugið átt sína fyrstu vöggu á Íslandi. Segja má að Vatnsmýrin, Sandskeið og Mel- gerðismelarnir, sunnan Akureyrar, séu þeir staðir sem oftast eru nefndir í umræðunni um flugsögu Íslands, auk sjávarins kringum landið, en allar fyrstu flugvélarnar sem notaðar voru til póst- og far- þegaflugs í atvinnuskyni hér á landi voru sjóflugvélar. Á þessu ári eru 65 ár frá stofnun Flugfélags Akureyrar, en það var stofnað á Akureyri 3. júní 1937. Agnar Kofoed-Hansen, síðar flug- málastjóri, var aðalhvatamaðurinn en Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri á Akureyri (KEA), gekkst fyrir stofnun fyrirtækisins og var fyrsti stjórnarformaður þess. Aðrir í stjórn voru Guðmundur Karl Pét- ursson yfirlæknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri Bifreiða- stöðvar Akureyrar (BSA). Tíu aðrir stórhuga Akureyringar stóðu að stofnun félagsins auk tveggja fyr- irtækja, Útgerðarfélags KEA og Kaffibrennslu Akureyrar. Fyrsti flugstjóri og forstjóri Flugfélags Akureyrar var ráðinn Agnar Kofoed-Hansen. Félagið festi kaup á flugvél af gerðinni Waco og hóf farþegaflug til Reykjavíkur og fleiri staða á landinu. Flugfélag Akureyrar verður Flugfélag Íslands Á aðalfundi Flugfélags Akureyr- ar 13. mars 1940 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Flugfélag Íslands. Þetta var þriðja flug- félagið með þessu nafni og það fé- lag sem í raun lifir enn í dag. Nafn- breytingin var tilkynnt til hlutafélagaskrár 27. mars, und- irritað af stjórninni. Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri KEA, var þá tekinn við af Vilhjálmi Þór og auk hans í stjórn voru Guð- mundur Karl Pétursson og Krist- ján Kristjánsson. Fyrstu stjórn Flugfélags Íslands skipuðu síðan Jakob Frímannsson, Kristján Kristjánsson, Agnar Kofoed- Hansen, Örn Ó. Johnson og Bergur G. Gíslason. Flugleiðir urðu til síð- ar með samruna Flugfélags Íslands og Loftleiða. Fyrsta farþegaflug á Íslandi, annað en útsýnisflug, var farið frá Reykjavík til Akureyrar 4. júní 1928, á vegum Flugfélags Íslands nr. 2. Þetta var jafnframt fyrsta flugvélin sem kom til Akureyrar, en hún var af gerðinni Junkers JU 13. Flugvélin var nefnd Súlan og hafði skráningarstafina D 463. Koma flugvélarinnar til Akureyrar þótti að sjálfsögðu merkur við- burður í bæjarlífinu. Fimm flug- vélar, af Junkers-gerð, voru not- aðar til farþegaflugs, póstflutninga og síldarleitar á Íslandi á árunum 1928 til 1931, þó aldrei nema tvær í einu. Þær höfðu allar þýska skrá- setningarstafi, en báru íslensk nöfn. Nöfnin voru Súlan, Veiðibjall- an og Álftin. Flugið heillaði Akureyringa strax á fyrstu árum þess á Ak- ureyri, mikill áhugi kviknaði og hefur ríkt þar alla tíð síðan. Svif- flugfélag Akureyrar var stofnað á árinu 1937 og hefur starfað óslitið fram á þennann dag. Margir af þekktustu flugstjórum íslenskrar flugsögu hófu sitt flugnám hjá Svif- flugfélagi Akureyrar á Melgerð- ismelum og má nefna sem dæmi þá Jóhannes Snorrason og Arngrím Jóhannsson. Fyrsti flugskóli á Íslandi var stofnaður á Akureyri. Það var Flugskóli Akureyrar, sem stofn- aður var af Gísla Ólafssyni og Árna Bjarnarsyni á árinu 1945. Steindór Hjaltalín kom síðar inn í hópinn og var flugkennari ásamt Gísla. Gísli var framkvæmdastjóri jafnframt kennslunni, en þeir félagar ráku skólann í nokkur ár. Skólinn átti flugvélar af gerðunum Piper Cub, Percival Proctor og Tiger Mouth, sem notaðar voru til kennslunnar. Ein þeirra, af Tiger Mouth-gerð, er nú í endurbyggingu hjá áhuga- mönnum á Akureyri. Flugskóli Akureyrar er enn starfandi, þó nokkurt hlé hafi orðið á rekstrinum eftir að frumkvöðl- arnir hættu á sínum tíma. Skólinn rekur nú tvær kennsluvélar af gerðinni Piper Tomahawk og hefur næg verkefni. Flugsafnið á Akureyri er nú þriggja ára gamalt og óðum að koma undir sig fótunum. Þó að töluvert sé til af minjum úr flug- sögunni hefur mikið farið for- görðum og er það miður. Fullvíst er að ekki mátti dragast lengur að hefjast handa við söfnun og skrá- setningu þeirra muna sem enn eru til og koma þeim fyrir til varðveislu á viðurkenndu safni. Þannig getum við best haldið flugsögu Íslands á lofti. Vagga flugs á Íslandi Flugsaga landsmanna er varðveitt í Flug- safninu á Akureyri og má þar finna flugvélar, muni og myndir sem fluginu tengjast. En flughelgi verður, að sögn Svanbjörns Sigurðssonar, haldin í bænum 22. og 23 júní. Fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar var Waco YKS-7, sem hér sést á Akureyrarpolli 1938. Fyrsta flugvél sem kom til Akureyrar, 4. júní 1928. Súlan D-463. Gerð: Junkers JU-13. Stjórn Flugsafnsins, f.v.: Sigurður Aðalsteinsson, Haukur Jónsson, Svanbjörn Sigurðsson, Kristján Víkingsson og Arngrímur Jóhannsson. Höfundur er stjórnarformaður Flug- safnsins á Akureyri. meistar inn. is GULL ER GJÖFIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.