Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bandalag íslenskra skáta Landsátak um „Íslenska fánann í öndvegi“ Útdráttur 17. júní 2002 VW Bjalla, sjálfskipt, frá Heklu hf. kr. 2.140.000 15305 47408 109854 4926 14400 27797 47739 60252 67827 78769 89855 102980 111442 5049 14812 32123 53619 60439 68317 79200 91913 104153 115392 7236 15371 33711 54119 60942 68338 79458 93647 106502 115986 7783 15526 34037 54465 62142 70710 79709 95299 106599 116621 9167 16835 37078 55178 62559 71738 80071 96409 107914 117119 9392 18726 42684 56516 63070 72606 80186 98221 109524 118820 9880 20934 43186 57130 63961 73036 82886 101168 109546 120982 11473 20945 45331 57573 65107 73044 83632 102148 110331 124589 12250 22713 46881 59216 65652 74690 85437 102343 110880 124904 13856 27363 47449 59973 67599 78091 86875 102839 110985 126808 33 11924 27270 38006 49373 60903 75008 91219 104471 115851 582 11928 27501 38076 49623 61117 75212 91317 105374 116065 586 12371 27513 38428 49909 61373 75272 91329 105383 116932 818 12996 27884 38461 50424 61488 75591 91422 105477 117005 1079 13293 27906 38583 50428 61571 76749 92022 105493 117160 1133 13450 28287 38669 50445 61709 77197 92466 105652 117272 1186 13617 28477 38773 50458 61913 78447 92717 106194 117582 1235 13812 28609 38825 50816 62170 78802 92786 106424 118003 1344 14059 28932 39006 51491 62336 78897 92864 106665 118020 1415 14162 29100 39007 51824 62506 79089 93074 106983 118809 1571 14421 29617 39216 52065 62540 79135 93201 107047 118823 2991 14673 29756 39331 52561 62656 79239 93232 107119 119179 3253 15261 29843 39658 52631 62872 79450 93250 107120 119250 3434 15334 29898 40194 52854 63188 79552 93778 107382 119494 3450 15406 30158 40842 52938 63377 79686 93792 107857 119639 3451 16373 30170 41074 53081 63925 80036 94073 108065 119833 3581 17375 30674 41399 53234 64055 80254 94362 108167 119889 3612 17447 30762 41661 53306 64151 80440 94840 108207 119929 3893 17576 30857 41815 53648 64634 80701 95070 108343 120114 3909 17723 30953 41877 53741 64869 80731 95589 108470 120243 3932 18028 31009 41966 54091 65196 80978 96147 108548 120520 4170 18165 31012 42693 54103 65600 81109 96644 108622 120572 4310 18173 31576 42817 54107 65698 81369 96814 109221 120739 4341 18512 31636 42975 54675 66350 82302 97465 109567 121834 4440 18612 33328 43200 54931 66378 82362 97693 109598 121947 4609 18851 33411 43201 55852 66428 82419 97785 109601 121953 5241 19216 33538 43418 56227 67482 82659 98843 109763 121974 5372 19267 33578 43686 56402 69045 82816 98988 109817 122155 5464 20159 33900 43899 56510 69047 82999 99201 109889 122222 5480 20456 34029 43949 57229 69114 83024 99520 109938 122420 5738 20916 34097 44165 57534 69813 83634 99583 110075 122526 5870 21377 34151 44277 57635 70022 84179 99643 110415 122862 5875 22123 34790 44806 57994 70059 84509 99969 110764 122998 5888 22246 34889 45690 58377 70394 84639 100021 110775 123162 6171 22980 35233 45803 58449 70430 84787 100030 110998 123619 6351 23002 35238 45845 58658 70915 85100 100522 111534 123665 6734 23162 35434 45991 58820 71597 85737 100769 111620 123729 8976 23621 35645 46120 59083 71615 87102 100893 111768 123803 9021 23894 35680 46150 59099 71630 87272 101080 112126 124004 9121 23897 36206 46218 59287 72478 88007 101321 112130 125041 9243 24310 36223 46423 59734 73143 88746 101558 112257 125354 9377 24530 36534 46604 59874 73388 88823 101685 112562 125457 9527 24704 36706 46916 59892 73392 89996 101956 112563 125609 9604 25365 36755 46918 59914 73626 90066 102257 113449 125787 10372 25726 36868 46995 59970 73775 90344 102318 113469 126922 10493 25771 37050 47201 60117 74048 90366 102420 113734 126961 10755 25863 37314 47291 60294 74179 90398 102739 114423 126967 10996 25881 37634 47745 60302 74371 90693 102754 114609 127527 11077 25947 37831 48109 60345 74470 90909 102960 115249 127681 11633 26186 37937 49070 60729 74689 91170 103121 115525 127857 Reiðhjól og fylgibúnaður frá Erninum kr. 50.000 566 12807 22956 31910 45085 56370 70746 82924 99484 112283 1523 13245 23542 32244 45321 56959 71434 84219 99685 113603 1721 13246 23993 32265 45680 58150 72366 84697 100455 113682 1839 13553 24186 32970 46442 59400 73456 85836 101330 114197 2394 13809 24234 34043 46553 59762 74297 87184 101478 115081 2743 14110 24268 34124 46958 60245 74427 88298 102522 115084 3436 14248 24380 34706 47127 60472 74512 89028 103160 116296 3812 14366 24612 35070 47171 60613 74938 89607 103469 116672 4335 15053 25178 35737 47350 60717 75256 89702 103596 117650 4659 15675 25315 36966 48185 60840 75532 90531 104089 117795 4931 15861 25334 37936 49604 60973 76301 90540 104119 118015 5753 16031 25706 38485 49674 61620 76396 91093 104601 118390 5906 16091 25843 38541 49994 61854 77977 91439 104736 118903 6221 16786 26523 38677 50509 62840 78255 91566 105973 119017 6634 17620 28279 40070 50677 62948 78380 91647 106245 119206 8534 17990 28416 40246 51471 63062 79249 91814 106824 120149 8835 18384 28570 40379 52209 63109 79996 92044 108239 120618 8940 18765 28994 40687 53317 63228 80363 92388 108821 120642 9501 18786 29611 42811 53338 63978 80519 93377 109612 120856 9832 19044 29614 42874 53998 64452 80524 93711 109883 121735 10626 20326 29729 42908 54743 65896 80653 94048 110107 122227 11025 21049 29932 42921 55854 66669 81273 96018 110468 124857 11181 22747 30023 43134 55879 67880 81447 96979 110481 124890 11664 22859 31520 43248 55907 68867 81830 97467 111261 126659 11981 22916 31908 44883 56112 69867 82900 98829 111590 127017 Vöruúttekt í Kringlunni kr. 25.000 Sælkeramáltíð fyrir tvo frá Sigga Hall. kr. 11.800 Birt á ábyrgðar Upplýsingar um vinninga í síma 550-9800 á skrifstofutíma. Þökkum landsmönnum góðan stuðning. Gleðilegt sumar. ÞRIÐJU og síðustu tónleikar Bjartra sumarnótta fóru fram í Hveragerðiskirkju á sunnudaginn var við fjölmenni. Efstur á blaði var yngsta tónskáldið í rómantísku þrístirni Tékka sem hófst á Smet- ana og Dvorák, Leos Janacek, sem kannski er kunnast fyrir óperuna Jenùfu. Eins og Gunnar Kvaran kynnti brá Janacek, er fremst af hafði verið undir áhrifum frá síð- rómantík Dvoráks, stílvoðum til nýrri vegar nokkru áður en loka- gerð hins þríþætta ævintýrs hans án orða, Pohádka (1910) fyrir selló og píanó, kom til sögunnar árið 1923, enda vottaði þar bæði fyrir impressjónískri litadýrð og ný- klassískum efnistökum. Þetta fal- lega ýmist draumkennda eða spræka verk, með fjölda griplaðra staða í sellói og m.a. kunnuglega hljómandi lýdísku þjóð- lagaferli, léku þau Bryndís Halla og Peter af mikilli en sveigjan- legri tilfinningu; allt að því „déchainé“ eins og franskir segja. Hið eina sem úr dró var tæpast á þeirra valdi, því end- urkast hins nýlega teppasvipta steingólfs átti til að ljá hljómi slaghörpunnar óþarfa hörku við sterkan áslátt. Íslenzku gullaldar- sönglögin voru að því loknu í fyrirrúmi hjá Sólrúnu Bragadóttur og Miklos Dalmay. Líkt og með Schubertlög- in um föstudagskvöldið var nið- urröðun breytt á síðustu stundu og skal engum getum að leitt hvort bent gæti til naums æfingartíma. Þó að textaframburður mætti stundum vera skýrari, var eins og framlægu íslenzku samhljóðin hleyptu meiri birtu í dimmleita sópranröddina sem virtist aftur leiða til hlutfallslega sveigjanlegri tónbeitingar miðað við þýzku lögin tveim dögum fyrr. Víðir eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson var tignarlega sungið og Nafnið (Árni Thorsteinsson) var túlkað af fág- aðri depurð. Dáið er allt án drauma (Jón Þórar- insson) virtist manni aðeins ofkeyrt í styrk, en Við Gang- es (Stefán Á. Krist- jánsson) lumaði aft- ur á móti á býsna innlifaðri textatúlk- un. Tvö lög voru þá eftir, bæði úr smiðju Atla Heimis Sveins- sonar, þegar hið fremur óvenjulega gerðist að höfundur steig á stokk til að fylgja nýju lagi sínu, Andvakan við ljóð Ástu Sigurðardótt- ur, úr hlaði. Komst tónskáldið vel að orði og var forkunnarvel tekið af áheyr- endum. Að svo búnu var fyrst flutt Álfaríma, dulúðugt lag og að mestu á afar lágværum nótum, en síðan frumflutt Andvakan, þar sem Atli kvaðst hafa leitazt við að lýsa ör- vinglun ljóðsins líkt og bældu „ópi“ norska málarans Edvards Munchs. Miðað við módernískan stíl og ágengan píanópart komst textinn furðuvel til skila í andstæðuríkri túlkun dúósins, og skipti þar ekki minnstu að flestar söngstrófurnar voru sungnar án undirleiks inn á milli átakamikilla kafla þar sem slagharpan byltist í öngum sínum eins og helsært rándýr. Bætti þó enn um betur fyrir textaviðtöku hvað sönglínurnar voru óvenju- sönghæft skrifaðar með eðlilegum tónbilum, sérstaklega ef dæmi- gerður risastökkvastíll margra nú- tímatónhöfunda er hafður í huga. Lagið var stutt (um 2:40) en e.t.v. því áhrifameira fyrir vikið og bráð- vel flutt af þeim Sólrúnu. Kvöldinu og tónlistarhátíðinni lauk með engu minna en stór- brotnu meistaraverki í flutningi Tríós Reykjavíkur, Sifjar Tulinius og Guðmundar Kristmundssonar, nefnilega Kvintetti Dmitris Sjost- akovitsjar fyrir píanó og strengja- kvartett Op. 57 sem saminn var ör- lagaárið 1940. Verkið var fimm- þætt og spannaði ótrúlega vítt tilfinningasvið – allt frá barnslegri viðkvæmni, sammannlegri depurð og draumhuga dulúð yfir í grá- lynda kerskni og miskunnarlausa vígvélagrimmd. Eðlilega kviknuðu hugsanir hlustandans um aðsteðj- andi ógn stríðsins (ekki var þá enn farið að syrta í álinn fyrir Rússum að vestan) og nærtækari hrylling höfundarins heima fyrir við harð- stjórn ofsóknarbrjálaðs Kremlar- bónda. Samanburður kynnisins á þessum aðstæðum við heyrnar- missi Beethovens – í báðum til- vikum andlegt áfall sem engu að síður náði að magna fram listræn- an sigurvilja – hitti beint í mark og kynti án efa gerr undir meðtöku áheyrenda. Víðfeðmur hugmyndaheimur verksins og áhrifamiklar andstæð- ur þess voru engu líkar. Eftir tig- indapra hæggenga fúgu (II.) glotti fyrirvaralaust gróteskur gaddgirt- ur Hrunadans við stáltönn í III. þætti („Scherzo“), og síðan kom upphafið Intermezzo við hægt tif- andi örlagaþrungna bassalínu rölt- andi fetið undir niðri. Fínallinn (V.) líkt og sameinaði undangengin geðhrif, með ögurstundar kyrrð- arpunkti í miðju og m.a. óborg- anlegum gálgahúmor fólgnum í smeðjulegri krómatík á einum stað, líkt og þegar Högni hló forð- um þá hjarta úr skáru kvikum kumblasmið. Hér var sannarlega komið við andans kaunin og horfzt í augu við örlögin af karlmennsku. Og þó að spilamennskan væri kannski ekki alltaf jafnlýtalaus og í bezt klipptu hljóðritum, var mest um vert hvað leikið var af lífi og sál svo öll iður andans lágu úti. Enda fór vart fram hjá neinum hlustanda þessa eftirminnilegu kvöldstund að hann hafði upplifað eitt áhrifamesta kammerverk 20. aldar. Horfzt í augu við örlögin Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hveragerðiskirkja Janacék: Pohádka. Íslenzk sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Stefán Á. Krist- jánsson, Jón Þórarinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson (frumfl. Andvakan). Sjostakovitsj: Píanó- kvintett Op. 57. Sólrún Bragadóttir sópr- an, Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmunds- dóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó), Miklos Dalmay, píanó; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Bryn- dís Halla Gylfadóttir, selló. Sunnudaginn 16. júní kl. 20:30. KAMMERTÓNLEIKAR Sólrún Bragadóttir ÞÓTT Woody Allen sé eitt af mín- um almestu uppáhöldum, þá get ég ekki sagt að félagi Allen klikki aldrei. Þessi seinustu misseri verður maður bara að vona það besta þegar maður sér nýtt verk snillingsins. Og nú er gaman. Bölvun græna sporðdrekans er skemmtileg og margslungin mynd, sem sýnir að Allen veit alltaf upp á hár hvað hann er að gera. Honum hafa lengi verið hugleikin hin ýmsu skemmtanaform amerískr- ar alþýðu í gegnum tíðina. Hér notar hann í bakgrunn myndarinnar dá- leiðslu og dávalda sem tröllriðu öllu, sérstaklega á austurströnd Banda- ríkjanna, á fjórða áratug seinustu aldar. Og myndin, sem gerist 1940, er einmitt í anda þeirra léttu og skemmtilegu grínmynda sem Kan- inn var svo góður í á þeim tíma. Samt glæpamynd svona í anda The Thin Man, með kvennabaráttuanda kannski dulítið líkt Adam’s Rib. Jæja, hvað um það. C. W. Briggs (Allen) og Betty Ann Fitzgerald (Hunt) vinna saman hjá tryggingar- rannsóknafyrirtæki. Hann sem sér- lundaður en virtur rannsóknargæi, en hún er nýkomin í fyrirtækið til að endurskipuleggja, honum til mikillar armæðu. Og þau þola ekki hvort ann- að. Hann er ótrúleg karlremba með hnyttnu tilsvörin á reiðum höndum, og hún er ung kona að brjótast út úr hinu viðgengna munstri og kann að svara fyrir sig. Samtöl þeirra eru dásamlegur kapítuli út af fyrir sig, þótt karlremban fari alltaf yfir strik- ið. En sem sagt, þau lenda í því að vera dáleidd og fremja glæpi í ástandinu, og þurfa sjálf að leysa málið. Á meðan sitjum við og hlæjum að þeim greyjunum. En þetta er ekki bara grín og glæpir, heldur einnig rómantísk gamanmynd og með svo- litlum sálfræðiundirtóni, eins og All- ens er von og vísa. Hann leyfir ekki klassísku týpunum úr gömlu mynd- unum að lifa óáreittum, hann verður að gefa þeim smá dýpt. Það er bara eitt sem angrar mig. Hvernig tókst dávaldinum að skipu- leggja þetta svona heppilega? Æi, á maður nokkuð að vera að velta sér upp úr þannig smámunum? Glæpur, grín, ást og undirtónar KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Kvik- myndataka: Zhao Fei. Aðahlutverk: Woody Allen, Helen Hunt, Dan Akroyd og Charlize Theron. Þýs/USA 103 mín. DreamWorks Dist. 2001. THE CURSE OF THE JADE SCORPION  Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.