Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S u n d f ö t f y r i r a l l a r k o n u r Sumar 2002 Njóttu sumarsins me› SEAFOLLY Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 SEAFOLLY bikiníin eru seld í stöku. Þannig er hægt að velja sér topp og buxur í sitt hvoru númerinu. Buxur eru bæði til háar og lágar. SEAFOLLY bikiní fást í mörgum stærðum og litum. Sundbolur - 4.990 Bikini toppur - 3.990 Buxur - 2.590 Toppur - 3.990 Taska - 1.890 Skór - 2.690 Bikiní - 6.690 Buxur - 2.490 Toppur - 3.990 Pils - 3.890 VEFRITIÐ tikin.is var formlega sett á laggirnar á kvennadaginn, 19. júní, en þar er á ferð vefrit sem hefur einsett sér að halda á lofti virkri og lifandi stjórnmála- umræðu. Allnokkur slík vefrit eru nú þegar fyrir hendi en sérstaða Tíkarinnar er sú að aðstandend- urnir og helstu pennar eru ungar konur. Vegur kvenna á íslenskum vefritum hefur hingað til þótt heldur rýr og sjónarmið ungra kvenna á hægri vængnum hafa ekki farið hátt. Er það von að- standenda að Tíkinni takist að ráða þar bót á og verði vett- vangur þar sem ungar hægrikon- ur geta kynnt skoðanir sínar og tjáð sig um málefni sem eru í brennidepli hverju sinni. Í tilefni af tilkomu Tíkarinnar var haldið opnunarhóf á Thor- valdsen-bar á kvennadaginn að viðstöddum góðum hópi hægri- kvenna, þ.á.m. Sólveigu Péturs- dóttur dómsmálaráðherra og Katrínu Gunnarsdóttur alþing- ismanni Sjálfstæðisflokksins, sem ávarpaði gesti og fagnaði tilkomu Tíkarinnar. Morgunblaðið/Arnaldur Ritstjórnarfulltrúar á tíkinni.is f.v.: Helga Árnadóttir, Guðríður Sigurð- ardóttir, Brynhildur Einarsdóttir og Ingibjörg Lind Karlsdóttir. Tíkin tekur til máls Nýtt vefrit opnað á kvennadaginn TENGLAR ..................................................... www.tikin.is FYRIR einu ári, upp á dag, héldu Páll Óskar og Monika Abendroth sína fyrstu tónleika saman í grasa- garðinum í Laugardal, á lengsta degi ársins. Nú, ári síðar, þykir þeim til- valið að endurtaka leikinn á sama stað og hann hófst í gróðurhúsinu sem hýsir Café Flóruna í Grasagarð- inum í Laugardal. „Þetta samstarf er búið að vera lygasögu líkast, það er búið að vera svo farsælt,“ segir Páll Óskar og neitar því að hafa búist við að sam- starfið yrði eins langlíft og raun bar vitni. „Það sem vakti ekki síst áhuga okkar á samstarfinu í upphafi voru lögin sem Heiðar Ingi tónskáld samdi fyrir okkur. Það ríkir svo mik- ið jafnvægi á milli raddar minnar og hörpusláttar hennar,“ segir Páll Óskar og bætir við: „Þessi tónlist er svo berskjölduð, hún hefur svo bein áhrif á þann sem hlustar að hann verður að hafa einhverja skoðun á henni. Það er ekki auðvelt að flytja þessa tónlist, maður þarf að vera í mjög góðu andlegu jafnvægi til þess.“ Nótt og dagur Þau Páll Óskar og Monika gáfu út plötuna Ef ég sofna ekki í nótt fyrir síðustu jól og er önnur plata í bígerð. „Platan er væntanleg fyrir jólin, við ætlum að vera aftur með í jóla- pakkanum,“ segir Páll Óskar. „Lögin eru að trítla inn. Heiðar Ingi er alltaf að semja en svo eru líka fleiri lagahöfundar sem hafa sýnt þessu áhuga því þeir vita núna að hverju þeir ganga.“ Aðspurður um hvort afurðin vænt- anlega líkist forvera sínum svarar Páll Óskar: „Síðasta plata var mikil „næturplata“, það var mikill tregi og mikil sorg í henni. Það gefur því augaleið að næsta plata verður and- stæða hennar. Plata lífsgleðinnar, plata sjálfstrausts og ánægju, svona „dagsplata“. Maður nennir ekki að vera dramatískur á hverjum degi.“ Á tónleikunum í kvöld flytja Páll Óskar og Monika efni af eldri plöt- unni og gefa sýnishorn af því sem koma skal á þeirri næstu auk þess sem þau taka lög sem þekkt eru í flutningi Páls Óskars. Sætafjöldi er takmarkaður og því verða tónleikarnir tvennir: þeir fyrri klukkan 22 og hinir síðari á miðnætti. Miðaverð er 1500 kr. Miðasala er op- in í Café Flórunni í dag milli kl. 14 og 17 og einnig verða seldir miðar við innganginn, ef einhverjir eru eftir. Árlegir sól- stöðutónleikar Morgunblaðið/Jim Smart Páll Óskar og Monica spila á tvennum tónleikum í Grasa- garðinum á lengsta degi ársins. Páll Óskar og Monika Abendroth halda tónleika í Grasagarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.