Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rannveig Árna-dóttir fæddist á Bræðraminni á Bíldudal 11. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- rún Snæbjörnsdóttir frá Tannanesi í Tálknafirði, f. 11.10. 1912, d. 20.12. 1992, og Árni Kristjánsson frá Bræðraminni á Bíldudal, f. 7.11. 1901, d. 8.4. 1966. Systkini Rannveigar eru Kristján, f. 3.12. 1932, Magga Alda, f. 21.4. 1936, Hilmar, f. 4.2. 1938, Reynir, f. 4.2. 1938, d. 11.2. 1938, Snæbjörn, f. 6.3. 1940, Jóna Vestfjörð, f. 4.4. 1943, Auðbjörg Sigríður Ragnhild- ur, f. 10.10. 1944, Hreiðar, f. 10.10. 1945, d. 10.1. 1970, Bjarnfríður sæls Kópsdóttir, f. 30.6. 1962, gift Ólafi Sæmundssyni húsasmíða- meistara. Börn þeirra eru Aðal- heiður Ýr Ólafsdóttir, f. 14.4. 1984, Sveinbjörn Þór Ólafsson, f. 18.12. 1988, d. 20.12. 1988, Halldór Krist- ján Ólafsson,f. 18.12. 1988, d. 19.12. 1988, Víðir Hólm Ólafsson, f. 29.11. 1993; 2) Árni Kópsson kaf- ari, f. 12.9. 1963. Börn hans eru Ásta Sif Árnadóttir, f. 15.11. 1986, og Matthías Leó Árnason, f. 28.1. 1988. Sambýliskona Árna er Bryn- hildur Jónsdóttir og eiga þau Kóp Árnason, f. 13.8. 1998, og Kötlu Árnadóttur, f. 23.11. 2000. 3) Þóra Sif Kópsdóttir, f. 27.4. 1971. Sam- býlismaður hennar er Andrés Öl- versson, bóndi á Ystu–Görðum. Börn þeirra eru Grímur Andrés- son, f. 21.6. 1993, d. 21.6.1993, Ragnhildur Andrésdóttir, f. 3.12. 1994, Ársæll Dofri Andrésson, f. 14.7. 1997, og Árbjartur Angi Andrésson, f. 17.11. 2000. Rannveig vann lengst af hjá Landsbankanum, fyrst á Patreks- firði og síðar í Kópavogi. Útför Rannveigar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jóna, f. 17.3. 1947, Björg, f. 26.2. 1942, Magnús Jón, f. 11.12. 1950, Guðrún, f. 28.3. 1952, og Sigrún, f. 4.11. 1956. Rannveig ólst upp á Bræðraminni á Bíldu- dal. Hún lauk barna- skólanámi þaðan og síðan lá leið hennar á Reykholtsskóla í Borgarfirði þar sem hún lauk gagnfræða- námi. Eftir það fór hún á Löngumýri í Skagafirði og var þar við nám við hússtjórnarskólann. Rannveig giftist 20.12. 1964 Kópi Sveinbjörnssyni vélvirkja, syni hjónanna Sveinbjörns Jónas- sonar og Grímu Þuríðar Guð- mundsdóttur. Rannveig og Kópur hófu búskap sinn á Patreksfirði. Börn þeirra eru: 1) Gríma Elfa Ár- Elsku Rannveig amma. Það er erf- itt að sætta sig við að nú sért þú farin frá okkur og við getum ekki lengur heimsótt þig í Funalindina eða farið með þér austur í bústaðinn okkar þar sem okkur leið alltaf svo vel öllum saman, en við verðum að læra að lifa við það og huggum okkur með öllum góðu minningunum sem við eigum um þig. Ég man eftir því þegar við bjugg- um öll vestur á Patró og mamma var mikið veik á spítala suður í Reykjavík og þú fórst með mig í pínulítilli flugvél sem hoppaði og skoppaði svo mikið þegar hún fór yfir fjöllin fyrir vestan að ég hoppaði úr sætinu upp í loft, en þá tókst þú utan um mig og passaðir mig og ég vissi að ég var hvergi eins örugg og í örmum þínum. Fyrst fluttum við til Reykjavíkur og þá var alltaf spennadi að fara vestur og heimsækja þig og afa á hverju sumri. En síðar eftir að þið fluttuð líka suður áttum við margar góðar samverustundir og minnist ég þá sérstaklega árlegra verslunar- ferða sem þú kallaðir alltaf „Reif í buddu ferðir“ sem enduðu alltaf á einhverjum fínum veitingastað þar sem við hlógum og flissuðum saman eins og bestu vinkonur því þú varst ekki bara amma mín heldur líka besta vinkona mín. Allar samverustundirnar sem við áttum saman í sumarbústaðnum okk- ar, Bræðraminni, verða mínar dýr- mætustu minningar. Þar gróðursett- um við saman fullt af trjám, þú spilaðir við okkur og við spiluðum með þig og þú spilaðir með okkur, þá var oft mikið hlegið. Við munum eftir því þegar þú komst með golfsettið þitt austur og afi sló grasflötina okkar og við bjuggum til púttvöll og þú kenndir okkur að pútta. Þegar við vorum að byggja bústaðinn þá var amma verk- fræðingurinn, verkstjórinn, kokkur- inn og sú sem bakaði bestu vínar- brauð í heimi og kölluðum við þig þá ömmu dreka. En nú ert þú farin til guðs en við vitum að þú munt samt alltaf vera hjá okkur og passa okkur. Elsku Kópur afi, megi guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og Víðir Hólm Ólafsson. Enn syngur vornóttin vögguljóð sín, veröldin ilmar, glitrar og skín. Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg. Öldurnar sungu sig sjálfar í dá. Síðustu ómarnir ströndinni frá hverfa í rökkurró. (Tómas Guðm.) Þetta ljóð kom mér í hug þegar við systur Rannveigar fengum okkur göngutúr eftir að hafa kvatt systur okkar með fjölskyldu hennar og presti á Landspítalanum að kvöldi 10. júní sl. Hún systir mín fæddist að Bræðra- minni á Bíldudal hinn 11. janúar 1942 og varð þannig nýlega sextug. Ald- ursmunur var ekki mikill á milli okkar systra. Aðeins rúmt ár. Við höfum því fylgst að í lífinu þar til nú að leiðir skiljast. Við ólumst upp á Bíldudal, áhyggjulitlu lífi, í stórum hópi systk- ina. Í minningunni sé ég okkur systur hoppandi í parís, syndandi í sjónum og klifrandi í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þá fannst mér vera eilíft sumar. Bernskuárin liðu við leik og störf eins og títt var á þessum tíma. Skólaárin tóku við. Rannveig lauk barnaskóla- námi á Bíldudal og gagnfræðaprófi frá Reykholtsskóla í Borgarfirði. Síð- an tók við nám við hússtjórnarskól- ann á Löngumýri í Skagafirði. Eftir undirbúninginn tók við alvara lífsins. Rannveig eignaðist góðan eig- inmann. Hann Kópur fór æ oftar að venja komur sínar heim að Bræðra- minni undir því yfirskini að hann væri að heimsækja föður okkar. Við syst- urnar vorum þó fljótar að sjá hvað klukkan sló. Ég held að Rannveig hafi alveg heillað hann með góða grautn- um sem hún lærði að laga á hús- mæðraskólanum. Þau giftu sig árið 1963 og bjuggu þau sér heimili á Pat- reksfirði, en á vormánuðum árið áður hafði fyrsta barnið fæðst. Það var hún Gríma. Síðan fæddist Árni og svo Þóra Sif. Næstu árin var nóg að gera við barnauppeldi en samt gafst tóm til margra ánægjulegra samverustunda. Við systurnar, ásamt mökum, höfum ferðast saman hér heima og erlendis. Ein ferð kemur þó alltaf upp í hugann en það var þegar við þrjár af systr- unum ásamt mönnunum okkar ferð- uðumst í heilan mánuð um Bandarík- in í sex manna bíl. Það var þröngt setið en ferðin öll hin ánægjulegasta og margs að minnast. Sérstaklega minnist ég þess þegar Rannveig fékk „töfraskóna“ sem svo voru kallaðir. Skóna fékk hún í New Orleans og skellti sér umsvifalaust í karnival- götudans þegar hún hafði fengið skóna á fæturna. Þegar börnin voru komin á legg hóf Rannveig að starfa hjá Sparisjóðnum á Patreksfirði og síðar hjá Lands- bankanum, bæði fyrir vestan og svo síðar hér fyrir sunnan. Seinast í úti- búinu í Kópavogi. Í veikindum Rann- veigar var samstarfsfólk hennar afar hjálplegt og var hún því mjög þakklát fyrir alla góðvildina og hvatninguna sem hún fékk frá því góða fólki. Samverustundunum fjölgaði svo aftur þegar Rannveig og Kópur fluttu hingað suður á mölina þar sem þau bjuggu síðustu árin. Eitt sem við systur áttum sameig- inlegt var áhuginn á stangveiði. Veiði- eðlið virtist vera okkur báðum í blóð borið. Mér er ekki grunlaust um að val hennar á landi undir sumarhús hafi a.m.k. að hluta tengst hinum mikla veiðiáhuga hennar en fyrir nokkrum árum hófu þau Rannveig og Kópur ásamt dóttur sinni Grímu og Óla manni hennar að byggja sér sum- arbústað við Brúará í landi Spóastaða í Biskupstungunum. Frá húsinu er glæsilegt útsýni yfir ána. Óhætt er að segja að vinnan við húsið og dvölin þar með börnum og barnabörnum, sem nú eru orðin níu, hafi veitt Rann- veigu ómælda ánægju síðustu árin. Segja má að skammt hafi verið stórra högga á milli í fjölskyldu okkar að undanförnu því hinn 5. júní sl. lést ung systurdóttir okkar, Jóhanna Rannveig Skaftadóttir, úr sama ill- víga sjúkdómnum, krabbameini. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og þung- bær veikindi lét Jóhanna Rannveig aldrei bugast og var sannkölluð hetja. Ég bið góðan Guð að styrkja ung börn Jóhönnu Rannveigar; þau Láru Guð- rúnu, Vigdísi Hlíf og Jón Sigmar, for- eldra hennar og systur, í sorginni. Við Sólon og fjölskyldan þökkum Rannveigu samfylgdina í lífinu. Elsku Kópur, Gríma, Árni, Þóra Sif og fjölskyldur, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg okkar allra. Jóna Vestfjörð Árnadóttir. Kveðja frá vinkonunum í prjónaklúbbnum Ægi Í dag sitjum við saman vinkonurn- ar hnípnar af sorg og söknuði. Það vantar eina í hópinn, engin skilaboð, seinkar aðeins eða kemst ekki sjáumst í næsta klúbb. Nei, Rannveig okkar kæra vinkona hefur kvatt okk- ur fyrir fullt og allt, það gerði hún í síðasta klúbb hinn 11. maí. Við höfðum ætlað að halda áfram að hittast í sumar þó klúbburinn starfi aðallega á veturna, m.a. til þess að heimsækja Rannveigu í sælureit fjöl- skyldunnar fyrir austan fjall og dást að náttúrufegurðinni, njóta sumarbú- staðarins og heita pottsins með henni, en kallið kom fyrr en okkur grunaði því ekki lét hún okkur finna hvað hún var í raun orðin mikið veik. Það var ekki hennar háttur að barma sér eða kveinka heldur þvert á móti gat hún verið dálítið „töff“ og ávallt gerði hún grín að sjálfri sér . RANNVEIG ÁRNADÓTTIR ✝ Lára ÁsgerðurGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1917. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 14. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Hjálm- arsson vélstjóri frá Sléttu í Sléttuhreppi, f. í Tungu í Fljótavík 8. apríl 1889, d. 11. ágúst 1964, og Jóna Sigríður Guðjóns- dóttir, f. á Eyri í Súðavíkurhreppi 11. júlí 1864, d. 21. desember 1972. 1914, d. 26. júní 1976. Börn þeirra eru: Sigríður María, f. 18. mars 1938, húsmóðir í Reykjavík, gift Júlíusi Sólnes, prófessor í verk- fræði, f. 22. mars 1937, börn þeirra eru Lára, f. 1959, Inga Björk, f. 1962, og Jón Óskar, f. 1962; Sjöfn, kennari í Reykjavík, f. 16. desem- ber 1951, gift Árna Gunnarssyni útibússtjóra, f. 16. september 1951, börn þeirra eru Margrét Eva, f. 1975, Óskar Örn, f. 1978, og Gunn- ar Snorri, f. 1991. Uppeldisdóttir þeirra er Sigríður Jörundsdóttir, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 22. ágúst 1948, gift Hafsteini Júlíussyni bifvélavirkja, f. 11. október 1950, börn þeirra eru Elísabet María, f. 1980, og Atli Viðar, f. 1986. Þau Óskar og Lára áttu allan sinn búskap í Reykjavík. Útför Láru verður gerð frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Systkini Láru eru: Kristján Karl Þórar- insson, f. 20. nóvember 1913, kvæntur Berg- ljótu Snorradóttur, f. 16. júní 1922; Kristinn Enok Guðmundsson línumaður í Reykjavík, f. 1. maí 1922, kvæntur Sigurrós Ingu Hanneu Gunnarsdóttur, f. 2. september 1922, d. 7. mars 1989, og Guðrún Guðmunda Guðmunds- dóttir, f. 18. október 1926. Lára giftist árið 1936 Óskari Aðalsteini Gíslasyni skipamiðlara, f. 24. mars Elsku mamma. Mig langar til að skrifa nokkur orð í minningu þinni. Þegar ég var rúmlega eins árs tókst þú mig að þér, systurdóttur þína, þegar foreldrar mínir skildu að skiptum og gátu ekki haft mig hjá sér. Þú reyndist mér alltaf vel og ekki fann ég að ég væri ekki ein af þínum börnum. Eins var komið fram við mig og systur mínar, ekkert bar þar á milli. Það er margs að minnast frá æsku- árunum og uppvextinum og langar mig að þakka þér fyrir öll tækifærin sem ég fékk til að menntast, þroskast og skoða heiminn, en mér eru sér- staklega minnisstæð ferðalög með þér og pabba, bæði innanlands og ut- an. Mig langar líka að þakka samveru- stundir okkar tveggja núna seinni ár þegar ég kom að heimsækja þig. Þá gátum við oft hlegið og gert að gamni okkar tvær saman. Við sáum oft spaugilegu hliðina á okkur sjálfum og tilverunni. Marga fórum við bíl- túrana, en það þótti þér sérstaklega skemmtilegt. Það skipti ekki máli þó sjónin væri farin að bila, þú hafðir alltaf gaman af því að fara í bíltúr. Þá var líka margt spjallað og skeggrætt. Það verður tómlegt núna hjá mér að hafa þig ekki til að heimsækja og spjalla við, en ég sætti mig við það þar sem ég veit að þú ert komin til betri heima þar sem pabbi beið eftir þér og nú líður þér vel elsku mamma mín. Kær kveðja, þín Sigríður Jörundsdóttir (Siddý). Mér er það mjög minnisstætt er ég sá Láru tengdamóðir mína í fyrsta sinn, að ég fylltist óttablandinni virð- ingu fyrir þessari hefðarkonu. Lára var glæsileg kona og engu líkara en hún væri komin af enskum háaðli og hefði alizt upp á miklu höfð- ingjasetri, en ekki hjá almúgafólki í Reykjavík. Hún sýndi og sannaði, að Íslendingar eru allir komnir af höfð- ingja- og konungsættum. Fyrir mig, ungan námsmanninn, sem var að draga sig eftir elztu dóttur hennar, var það ævintýri líkast að koma inn á hið fallega heimili þeirra hjóna Láru og Óskars, sem voru einhuga í áhuga sínum á fögrum listmunum. Ekki skaðaði, að Lára var snillingur í mat- argerð, og var það sannarlega ánægjuleg stund að setjast til borðs hjá henni. Góði ísinn hennar Láru með tólf eggjunum mun aldrei gleymast, enda er hann orðinn að eins konar fjölskyldutákni, sem er í hávegum haft á jólunum. Það vill svo vel til, að dætur hennar Láru hafa erft þennan einstaka hæfileika henn- ar til matargerðar, og njótum við tengdasynirnir góðs af. Lára var af þeirri kynslóð ís- lenzkra kvenna, sem unnu yfirleitt ekki utan heimilis, heldur sáu einar um börnin og heimilisstörfin. Það voru því mikil viðbrigði er Óskar heitinn tengdafaðir minn lézt fyrir aldur fram fyrir rúmlega aldarfjórð- ungi síðan, en þau hjónin höfðu þá orðið að draga nokkuð saman seglin vegna breyttra aðstæðna. Þá voru það hinar sterku vestfirzku ættir hennar, sem reyndust afdrifaríkar og gerðu henni kleift að takast á við erfiðleika, sem þá fóru í hönd. Lára fór út á vinnumarkaðinn, fullorðin manneskjan, sem um áratugaskeið hafði aðeins sinnt heimilisstörfum, og skapaði sér lífsviðurværi af mikl- um dugnaði. Það var ávallt sama reisnin yfir henni og heimili hennar jafn fallegt þótt minna væri en áður. Það var alltaf gaman að koma til hennar. Við gátum verið viss um að fá eitthvert góðgæti og skemmtileg- ar samræður. Lára þekkti einstak- lega vel til lífsins í Reykjavík frá ár- unum um og eftir stríð. Var gaman að heyra frásagnir hennar af þekkt- um listamönnum og kaupsýslumönn- um, sem einkenndu borgina á þeim tíma, en hún kunni frá ýmsu að segja. Það er huggun gegn harmi, að Lára var skýr og áhugasöm um menn og málefni fram til hinstu stundar. Við, sem eftir lifum, komum til með að sakna þessara ánægjulegu sam- verustunda og þökkum fyrir þann tíma, sem okkur var gefinn með henni. Við kveðjum nú mikla sóma- konu og biðjum góðan guð um að blessa hana. Júlíus Sólnes. Lára Ásgerður Guðmundsdóttir tengdamóðir mín var Vestfirðingur í báðar ættir. Hið vestfirska blóð ein- kenndi allt hennar fas og skapgerð, en hún var kona bæði stolt af sínu og ákveðin og viljaföst. Þessu fann ég vel fyrir þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Láru og Óskars fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Lára hafði allan fyrirvara á þessum síðhærða unga manni sem var að gera hosur sínar grænar fyrir yngstu dótturinni. En eftir að ég hafði unnið traust hennar voru mér allir vegir færir og tók hún mér fagnandi inn í fjölskyldu sína. Heimili þeirra Óskars í Stigahlíð- inni var bæði fagurt og virðulegt, og bar vott um mikinn smekk húsmóð- urinnar. Þau hjónin ferðuðust víða um heim og voru afar fróð um lönd og lýð. Lára var vel að sér í bókmennt- um en á heimili þeirra Óskars var mikið bókasafn sem gaman var að skoða. Dæturnar tvær Sigríður og Sjöfn og Siddý uppeldisdóttir þeirra voru augasteinarnir á heimilinu, en Siddý ólu þau upp frá unga aldri sem sína eigin dóttur. Barnabörnin urðu átta talsins og barnabarnabörnin eru í dag orðin 4. Lára fór ekki átakalaust í gegnum lífið. Ung veiktist hún af berklum, en það áfall markaði djúp spor í líf henn- ar og fylgdi henni alla ævina. Óskar eiginmann sinn missti hún árið 1976, langt um aldur fram, og var það henni og allri fjölskyldunni mikið áfall. Frá þeim tíma hefur Lára verið fastagestur á mínu heimili á aðfanga- dag jóla. Nú er skarð fyrir skildi þeg- ar þessi sómakona er fallin frá. En nú hafa þau Óskar og Lára sameinast að nýju eftir langan aðskilnað. Kynslóðum Drottinn kærleik sinn kenndi að sjá og og skilja. Nú vil ég minnsti þjónninn þinn þínum mig faðmi hylja og auðmjúkur fela anda minn í athvarfi þínu og vilja. (Sigurjón Ari Sigurjónsson.) Ég kveð tengdamóður mína með djúpri virðingu og bið góðan Guð að halda verndarhendi yfir henni á þeirri ferð sem hún nú hefur hafið. Árni Gunnarsson. LÁRA ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.