Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALLIR finna fyrir ein-hverri streitu dagsdag-lega en hún verður skað-leg ef hún er of mikil, á mörgum vígstöðvum eða langvar- andi. Iðjuþjálfar finna leiðir til að kenna fólki að takast á við streitu á uppbyggilegan hátt, hvort sem það eru einstaklingar sem lent hafa í áföllum eða fólk sem er að takast á við sín daglegu verkefni,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumað- ur iðjuþjálfunar á geðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Hún segir kaffi, reykingar og kaupgleðina, sem einkennir Íslend- inga svo mikið, vera dæmi um vonda streitubana sem dugi skammt og séu skaðlegir þegar til lengri tíma er litið. „Við höfum fullt af góðum streitubönum hér á Ís- landi sem við eigum að nýta okkur meira eins og sundið, náttúruna og síðan sönglistina. Þeir sem eru í kór hafa valið sér góðan streitubana.“ Iðjuþjálfun, sem er 4 ára nám, hefur nú verið kennd við Háskólann á Akureyri frá árinu 1997. Ebba kennir iðjuþjálfun á Akureyri sem hún segir vera upplagðan há- skólabæ. „Þangað er einmitt gott að koma úr höfuðborginni til að losna við streitu. Ég finn þegar ég kem norður að kenna að takturinn er annar en í borginni. Hér er rólegt umhverfi, skíðasvæði rétt hjá, og meiri tengsl á milli fólks.“ Hún telur að bæinn eigi að byggja upp og gera eftirsóttan fyrir námsfólk þannig að hann fái svipað vægi sem háskóla- bær og Þrándheimur í Noregi hefur haft, en að sögn Ebbu, sækjast til dæmis Óslóarbúar eftir að stunda nám í Þrándheimi þótt þeir þurfi að flytja langar leiðir. Streituvaldar misjafnir eftir einstaklingum Námskeiðið sem Ebba kennir í Háskólanum á Akureyri ber nafnið Iðjuþjálfun – sálfélagsleg nálgun en þar er skoðað hvernig erfiðleikar, áföll eða andlegt álag geta raskað venjum fólks og hindrað í að stunda daglega iðju. Skoðaðar eru aðferðir sem iðjuþjálfar nota til að meta og hafa áhrif á sjálfsmat einstaklinga, félagslega hæfni og lífsstíl í þeim tilgangi að auka vellíðan og færni, að sögn Ebbu. „Sjálfstraustið er undirstaðan þess hvernig fólki líður, hvernig það hugsar og metur lífið. Til að auka sjálfstraustið þarf fólk að finna að það hafi áhrif á líf sitt og umhverfi. Iðjuþjálfar finna leiðir til að auka sjálfstraustið hjá fólki se lent í áföllum en líka hjá fólki,“ útskýrir hún. Hún bendir á að allir hverja streituvalda en m staklingsbundið sé hverjir „Hjá einum getur það ei verið að komast á milli stað um að standa sig í vinnunn samskipti við fólk. Ið kenna fólki að takast á við fólki finnst erfitt. Þannig að við séum alltaf að reyna til að líta á erfiðleikana se sem hægt sé að leysa en ek Þegar fólk hefur orðið fy getur það oft ekki gert h það gat áður og sjálfstrau molum, að sögn Ebbu. „ M fá skjólstæðinga til að tak verkefni sem þeir halda að ekki, geta þeir náð stjórn aftur.“ Iðjuþjálfun hefur verið kennd hér á landi við Há Kímni og hlátu mikinn lækning Elín Ebba Ásmundsdót Landspítala – háskólasjú Akureyri sem h Íslendingar kaupa sér stundum sjálfs- mynd og eru oft á tíðum ginnkeyptir fyrir ýmiss konar skyndilausnum þegar streitan verður of mikil. Bryndís Sveinsdóttir komst að þessu er hún ræddi við þrjá iðju- þjálfa sem fást við fjölbreytt viðfangsefni. HELLAFERÐIR, klettaklifur og kaj- aksiglingar er meðal þess sem felst í svo- kallaðri ævintýrameð- ferð fyrir börn og ung- linga sem Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, yf- iriðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild- inni á Dalbraut, hefur verið að þróa undan- farin fjögur ár. „Þetta er liður í að byggja upp félagslega færni hjá krökkum sem eru illa stödd félagslega, hafa kannski verið lögð í einelti eða hafa lélega sjálfsmynd. Við vinnum með krökkunum á jafnréttisgrundvelli, hjálpum þeim að efla eigin styrk. Mikilvægt er að þau séu líka virk í að hvetja og styrkja hvert annað og læri að taka ábyrgð innan hópsins.“ Hún segir árangurinn vera mjög góðan samkvæmt viðhorfskönnun- um sem gerðar hafa verið meðal barnanna og foreldranna. Vinnur að því að efla starfsanda í fyrirtækjum Sigríður vinnur líka sjálfstætt í fyrirtækjum og skólum og segir hún mikið að gera á þeim vettvangi. „Margir hafa þær hugmyndir að við vinnum bara inni á sjúkrahúsum með mjög afmörkuð verkefni en það er ekki rétt. Iðjuþjálfun er mjög fjölbreytt og hægt er að nýta þessa þekkingu á breiðu sviði.“ Hún segir að vinnan í fyrirtækj- unum gangi meðal annars út á að efla starfsanda og bæta samskipti. „Í skólunum erum við svo með til dæmis kvöldnámskeið með foreldrum og börnum þar sem eru umræður, unnin verkefni og far- ið í leiki.“ Hún bendir á að foreldrar sjái þá oft nýjar hliðar á börnum sínum og fái að vita hvaða hlutir skipti þau máli. „For- eldrar gera sér oft ekki grein fyrir því hversu mikilvægt er fyrir börnin að hlustað sé á þau og að þau fái meiri tíma með for- eldrum sínum sem er það sem börnin vilja yfirleitt helst af öllu. Börnin koma líka foreldr- unum oft á óvart með því hvað þau eru klár, sniðug og ábyrg.“ Hún segir stundum vanta upp á að samskiptin milli foreldra og barna séu eins og vera ber. „Oft er um tímaskort að ræða og svo virðist fólk stundum vera feimið þegar á að ræða málin. Foreldrar vita stund- um ekki hvernig þeir eiga að bera sig að þegar þeir vilja ræða ýmsa hluti.“ Starfið getur tekið mikið á, að sögn Sigríðar. „Þetta er oft erfitt en líka skemmtilegt, til dæmis að sjá hvað krakkarnir eru ánægðir þegar þau koma úr þriggja daga fjall- göngu og hafa gert hluti sem þau hefðu aldrei trúað að þau gætu. Þegar maður sér breytinguna á skjólstæðingunum verður það alveg þess virði. Svo er auðvitað frábært að fá að vera ungur og leika sér í vinnunni.“ Erfitt starf en skemmtilegt Sigríður Ásta Eyþórsdóttir FÓTBOLTAMAÐURIN urður Sigursteinsson e einungis fjórum karlm landinu sem tilheyra stéttinni, að eigin sög starfar við sjúkrahúsið gæslustöðina á Akranes iðjuþjálfun barna en l fótbolta með ÍA, og var meistari með liðinu í fyr fyrir tveimur mánuðum hætti vegna vinnu. „Þ gjörólíkir heimar, fótb mikið karlaveldi og fó undrandi þegar það hey sé iðjuþjálfi sem er alge stétt. Oft er líka grínast á góðlátlegan hátt í vina En hvernig datt honu læra iðjuþjálfun? „Æ mennska dró mig út í þe leist mér vel á hve fag breytt, það er svo marg gera við menntunina.“ Sigurður telur nauðs fá fleiri karla inn í stétt ur vantar þá sýn sem f menn myndu koma með ið. Vegna þess hvað þett kvennastétt hefur starf athafnir sem við notum mótast af konum og vi fleiri karla inn til að b Meiri blöndun væri mjög Konurnar me fullkomnunarþ Sigurður vann þrj Reykjalundi og var han Er ei F í kv 19. JÚNÍ SÓLHEIMAR Á Sólheimum er risið lítið þorp,sem á sér naumast hliðstæðu oger raunar talið elzti staður sinnar tegundar í heiminum. Í einu virtasta tímariti samtímans um umhverfismál, The Ecologist, eru talin fjögur slík í Evrópu og þar eru Sólheimar efstir á blaði. Þetta er mikil viðurkenning fyrir fyrsta íslenzka umhverfissinnann, Sess- elju Sigmundsdóttur, en einnig Pétur Sveinbjarnarson, sem hefur fylgt eftir hugsjón og hugmyndum frumherjans af dæmafárri trúmennsku.“ Þannig kemst Jónína Michaelsdóttir að orði í yfirgripsmikilli grein um sögu Sólheima í Grímsnesi og það merka upp- byggingarstarf, sem þar hefur staðið yf- ir allt frá því að Sesselja Sigmundsdóttir lét draum sinn rætast og „stofnaði Sól- heima í þágu umkomulausra barna tutt- ugu og átta ára gömul, varð brautryðj- andi í þjálfun og umönnun þroskaheftra og frumherji í lífrænni ræktun hér á landi,“ svo enn sé vitnað í fyrrnefnda grein. Í vor urðu nokkrar umræður um mál- efni Sólheima vegna skýrslu, sem Rík- isendurskoðun sendi frá sér um starf- semina þar. Í skýrslu þessari var að finna gagnrýni þess efnis, að fjármun- um, sem ríkið leggur til starfsemi Sól- heima, hefði verið varið á annan veg til uppbyggingar á staðnum en gert var ráð fyrir í þjónustusamningi, sem gerður hefði verið. Stjórnendur Sólheima hafa hins vegar sagt, að þeim samningi hafi þeir sagt upp og lagt fram rökstudda álitsgerð lögfræðinga þess efnis, að samningurinn geti ekki verið í gildi. Þar af leiðandi byggist gagnrýni Ríkisend- urskoðunar ekki á réttum forsendum. Um þetta er ágreiningur á milli félags- málaráðuneytis og stjórnenda Sólheima. Þeim sem lesa grein Jónínu Micha- elsdóttur í Morgunblaðinu í gær verður ljóst hve þakklátt starf hefur verið unnið þar, fjarri sviðsljósi fjölmiðla, en í þágu þroskaheftra íbúa staðarins og annarra íbúa. Þeir sem heimsækja Sólheima upplifa þetta af eigin raun og hrífast af því, sem þar hefur verið gert og er gert dag hvern í þágu þjóðfélagshóps, sem má sín ekki mikils. Sólheimar í Grímsnesi njóta sérstöðu. Starfsemin þar verður ekki felld inn í önnur kerfi, sem hér hafa verið sett upp til þess að sinna málefnum þroska- heftra. Um þetta segir Jónína Mich- aelsdóttir í lok greinar sinnar: „Loks má velta því fyrir sér í fram- haldi af þessu tiltekna máli, hvort ekki sé tilefni til að skilgreina Sólheima með formlegum hætti, sem sérstakt þorp með ákveðnar vel útlistaðar kvaðir, þar á meðal þjónustu við fatlaða, og setja það á fjárlög sem slíkt. Enginn þarf að láta sér til hugar koma að allir yrðu ánægðir og sáttir við það frekar en ann- að, sem er einstakt og framandi, en þá verða þeir að höggva á hnútinn, sem eru meira fyrir að leysa vandamál en búa þau til. Þeir sem þora.“ Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, verður að sjálfsögðu að sinna þeim starfsskyldum sínum að fylgjast með því, hvernig fjármunum, sem ríkið veitir til starfsemi, sem varðar hans ráðu- neyti, er varið. En miðað við málflutning Páls Péturssonar þann tíma, sem hann hefur setið á Alþingi, er líka ljóst, að hann er stjórnmálamaður þeirrar gerð- ar, sem tekur eftir málefnum þeirra, sem minna mega sín og hefur sýnt það í verki. Í samtali við Morgunblaðið hinn 12. júní sl. sagði Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, að nefndin hefði kynnt sér skýrslu Rík- isendurskoðunar „og ljóst væri að það væri vilji í fjárlaganefndinni til að bera klæði á vopnin“. Nú eiga menn að taka höndum saman um að ljúka þeim deilum, sem alltof oft hafa gosið upp um starfsemina á Sól- heimum og tryggja þeim, sem þar hafa forystu, aðstöðu til að halda áfram stór- merku uppbyggingarstarfi í anda Sess- elju Sigmundsdóttur. Íslendingar minnast þess 19. júní árhvert þegar íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915. Kosningarétturinn takmark- aðist þó við konur sem náð höfðu fer- tugu. Konungur samþykkti síðan nýja stjórnarskrá fimm árum síðar og þá hlutu konur kosningarétt til jafns á við karla. Í ár var dagsins minnst á margvísleg- an hátt. Kvennasögusafn Íslands kynnti til sögunnar nýja gönguleið í Reykjavík sem gengur undir nafninu Kvennasögu- slóðir í Kvosinni, vefrit hægrisinnaðra kvenna, Tikin.is, var formlega opnað og árleg messa var við Þvottalaugarnar á vegum Kvennakirkjunnar. Jafnframt stóðu Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands og IMG fyrir námstefnu undir yfirskriftinni Ham- hleypur, konur í atvinnulífinu. Í erindi sem Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, flutti á námstefnunni kom fram að staða kvenna í atvinnulíf- inu hafi batnað en kynbundinn launa- munur sé enn til staðar og þrátt fyrir aukna menntun kvenna skili menntun körlum mun hærri launum en konum. Það er jákvætt að staða kvenna hafi batnað í íslensku atvinnulífi og menntun aukist en um leið slæm tíðindi að aukin menntun skuli ekki skila konum jafn- miklu og körlum í hærri launum. Það er í raun óskiljanlegt að slík mismunun eigi sér stað í jafnupplýstu þjóðfélagi og Ís- land er. Einungis ein kona er forstjóri eins af 100 stærstu fyrirtækjum á Íslandi og er sama kona eini kvenkynsstjórnarfor- maður hjá einu þessara stærstu fyrir- tækja landsins. Þessi kona er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og stjórn- arformaður Landssíma Íslands. Hún ásamt fleiri konum í íslensku atvinnulífi er fyrirmynd annarra kvenna og vís- bending til þeirra um að konur eru full- færar um að gegna æðstu stjórnunar- störfum fyrirtækja. Enda ekki rétt að kynferði eigi að hafa áhrif á ráðningar í stöður heldur eru það hæfileikar við- komandi manneskju sem eiga að skipta máli. Í helstu viðskiptalöndum Íslands hef- ur þróunin verið hæg á þessu sviði líkt og hér, en æ fleiri konur eru valdar þar til forystu í viðskiptalífinu. En þrátt fyr- ir hæga þróun hefur hún verið í rétta átt og verður svo vonandi áfram. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi meira áunnist í jafnréttisbaráttunni á þeim 95 árum sem liðin eru frá því að Bríet Bjarnhéð- insdóttir stofnaði Kvenréttindafélagið á heimili sínu ásamt fjórtán öðrum kon- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.