Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er langt um liðið síðan barna- barn vesturíslenska þjóðskáldsins Stephans G. Stephanssonar opnaði sýningu helgaða skáldinu í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi og í gær var aftur efnt til hátíðar á staðnum og opnuð önnur sýning sem ber yf- irskriftina „Akranna skínandi skart“ þar sem segir frá landnámi Íslendinga í Norður-Dakóta. Hátíðin hófst með hópreið hesta- manna inn á svæðið fyrir framan nýreist hús í Plássinu sem er end- urgerð Konungsverslunarhússins forna sem stóð á þessum stað. Síðan kom hópur gesta, þar á meðal Normandale-kirkjukórinn frá Minneapolis sem söng nokkur lög. Dagskránni var fram haldið kl. 15 þegar Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfaraset- ursins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Í ávarpi sínu rakti Val- geir aðdraganda þess að tengsl komust á við afkomendur útflytj- enda til Norður-Dakota og þakkaði það sérstaklega Magnúsi Ólafssyni bónda sem Íslendingum er að góðu kunnur fyrir móttökur flestra ís- lenskra hópa sem koma til Dakóta, og ekki síður Lornu og Richard Holland, en hér heima nefndi hann sérstaklega Sigríði Sigurðardóttur, safnvörð í Glaumbæ. Valgeir sagði að fjölmargir hefðu lagt hönd á plóginn við að koma upp hinu nýja sýningarhúsi sem með Norður-Dakótasýning- unni er nú tekið í notkun og nefndi þar þrjá helstu styrktaraðilana, en það eru Íslenskir aðalverktakar, Keflavíkurverktakar og Olíufélag- ið. Wincie Jóhannsdóttir, menning- ar- og fræðslustjóri Vesturfaraset- ursins, ræddi tengsl Íslendinga og Bandaríkjamanna af íslenskum ættum, þakkaði samstarf við hinn almenna borgara vestanhafs og sagði öll slík kynni hafa verið sér- staklega ánægjuleg. Hún sagði mikilvægt að Vesturfarasetrið hefði einnig og ekki síður átt mjög góð samskipti við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Þá fluttu ávörp Magnús Ólafsson og Loretta Bernhöft og færðu for- seta Íslands minjagrip að gjöf frá íbúum Norður-Dakóta. Að lokum ávarpaði forseti Ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, gesti og ræddi hann um menn- ingu þeirra Íslendinga sem fluttust til Vesturheims en þar fór fram mjög öflugt menningar- og útgáfu- starf sem margt rataði hingað heim aftur og skapaði dýpri og gleggri skilning á þeim miklu fórnum sem færðar voru af frumbyggjunum til þess að skapa sér og sínum lífs- björg. Sagan rakin í myndum og texta Þá klippti Ólafur Ragnar á borða og opnaði Dakóta-sýninguna sem er hin glæsilegasta en Áslaug Jóns- dóttir hefur hannað hana og annast uppsetningu hennar. Á sýningunni er fjallað um og rakin í textum, myndum og lifandi umgjörð saga landnáms Íslendinga í Norður- Dakóta og er þarna margt sem fyr- ir augu Íslendinga nútímans ber furðu framandi. Má ætla að ekki hafi það verið kunnuglegra þeim löndum okkar sem komu þarna fyrst fyrir nærri hálfri annarri öld. Sýningin er þannig upp sett að bæði börn og fullorðnir ættu að njóta þess sem þar er sýnt. Í stuttu spjalli við Ólaf Ragnar Grímsson á sýningunni sagði hann: „Það er afar merkilegt og einstakt framlag að endurskapa sögu Ís- lendinga í Norður-Dakota hér í þessu glæsilega sýningarhúsi á Hofsósi. Við höfum á margan hátt vanrækt að gera sögu Norður- Dakota verðug skil því að við höf- um meira horft til Winnipeg og Gimli en saga Íslendinganna í Norður-Dakóta er á margan hátt sýnilegri og áþreifanlegri og þar búa margir afkomendur landnem- anna ennþá á sömu landsvæðunum og forfeðrum þeirra var úthlutað í upphafi við komuna til nýja lands- ins. Hinar fimm íslensku kirkjur í Dakóta bera með sér merka sögu fólks sem lagði allt undir til þess að skapa sér framtíð í nýju landi.“ Eftir að gestir höfðu skoðað sýn- inguna var formlega vígð ný bryggja sem byggð hefur verið framan við gamla Vesturfarasetrið á Sandinum og var það samgöngu- ráðherra, Sturla Böðvarsson, sem það gerði. Valgeir Þorvaldsson sagði að samgönguráðuneytið hefði á sínum tíma lagt allverulegt fjármagn til gerðar þessarar bryggju. Hún er endurgerð hafnarmannvirkis sem á sínum tíma var á þessum stað og þakkaði Valgeir ráðherra fyrir góðan hug til þeirra verka sem hér væri verið að vinna. Sturla Böðvarsson sagði gaman að geta þess að hér væri um fyrsta hafn- armannvirkið að ræða sem honum sem samgönguráðherra hlotnaðist sá heiður að opna og væri vel við hæfi að gera það hér á þessum fal- lega degi. Valgeir Þorvaldsson sagi að þetta væri ánægjulegur áfangi sem nú næðist, Dakótasýningin yrði ein af mörgum sýningum setursins og hann ætti von á að gestir kynnu vel að meta hana, ekki hvað síst fyrir það að hér væri sérstaklega höfðað til yngstu gestanna. Dakóta-sýning opnuð í Vestur- farasetrinu Morgunblaðið/Björn Björnsson Séð yfir hluta Norður-Dakóta-sýningarinnar. Hofsósi. Morgunblaðið. SKÓLAFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík veitti í fyrsta skipti í vor verðlaun til kennara, sem að mati nýstúdenta hafa skarað fram úr í kennslu og alúð við nám og þroska nemenda. Það voru þær Kolbrún Elfa Sigurðardóttir, lat- ínu- og þýskukennari, og Sigríður Hlíðar stærðfræðikennari sem hlutu viðurkenninguna. Verðlaunin, sem voru veitt á lokahátíð skólans, eru kennd við Ragnheiði Briem sem var ís- lenskukennari við skólann um ára- bil en í frétt frá Skólafélaginu seg- ir að Ragnheiður heitin hafi þótt afburða kennari sem sýndi nem- endum sínum einstaka alúð og var örlát bæði á tíma sinn og þekk- ingu. „Með þessu framtaki vilja nemendur votta störfum [kennara sinna] virðingu, hvetja þá enn til dáða og jafnframt þakka þeim fyr- ir þá góðu menntun sem nemendur hljóta í skólanum,“ segir í tilkynn- ingunni. 14 fulltrúar nýstúdenta í valnefnd Valnefnd skipuð 14 fulltrúum nýstúdenta vorið 2002 valdi þá tvo kennara sem verðlaunin hlutu en formaður nefndarinnar var inspector scholae veturinn 2000– 2001, Gunnar Thorarensen. Í um- sögn valnefndar um verðlaunahafa segir meðal annars: „Kolbrún Elfa Sigurðardóttir fornfræðingur er einn af þeim kennurum sem Menntaskólinn í Reykjavík má vera hvað stoltastur af. Framúr- skarandi menntun, einlægur áhugi á námsefninu og mikil umhyggja fyrir nemendum gerir hana að af- burðalærimeistara. Öll hennar vinnubrögð eru til fyrirmyndar og einkennir nákvæmni og samvisku- semi allt hennar starf.[...] Sigríði Hlíðar teljum við vera einn af þeim kennurum sem fylltir eru eldmóði í kennslunni. Áhugi hennar á faginu leynir sér ekki og hún nýtir sér víðfeðma þekkingu sína til að miðla efninu til nem- enda á sem bestan hátt. Allt starf hennar er hárnákvæmt og mun seint finnast eins skipulögð og vel undirbúin manneskja í kennara- stéttinni. Sigríður er einstaklega hjartahlý manneskja og virðist sem henni takist að beisla þann eiginleika sinn til að ná sérstökum tengslum við nemendur sína, auk þess sem hún leggur námsefnið fram á skeleggan og nákvæman hátt þannig að hinar flóknustu formúlur virðast sem einfaldar kökuuppskriftir.“ Gunnar Thorarensen, formaður valnefndar, Kolbrún Elfa Sigurðar- dóttir latínukennari, Sigríður Hlíðar stærðfræðikennari og Bolli Thor- oddsen, inspector scholae, 2001–2002 við afhendingu verðlaunanna. Kennsluverðlaun Skólafélags MR veitt í fyrsta sinn NIÐURSTAÐA skoðanakönnunar, sem fór fram áður en fulltrúar deild- arfundar heimspekideildar Háskóla Íslands gengu til atkvæðagreiðslu um hverjum mæla skyldi með í starf lektors við fornleifafræði við skólann, varð sú að 22 fundarmanna völdu Orra Vésteinsson til starfans, 2 völdu Margréti Hermanns-Auðardóttur en 20 skiluðu auðu. Hefði þetta orðið niðurstaða atkvæðagreiðslunnar, sem fylgdi í kjölfarið, hefði valið á Orra fallið á jöfnu. Að sögn Vilhjálms Árnasonar, deildarforseta, er það hefð innan heimspekideildar að slíkar skoðana- kannanir fari fram áður en gengið er til eiginlegrar atkvæðagreiðslu milli tveggja eða fleiri umsækjenda. „Það er ekkert fréttnæmt í sjálfu sér við þessa endurtekningu því þetta er hefðin. Við lítum ekki á útkomu skoð- anakönnunarinnar sem niðurstöðu af því að menn fara inn í hana vitandi að hún er ekki bindandi.“ Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sjálfrar varð hins vegar sú að 23 greiddu Orra Vésteinssyni atkvæði sitt, Margrét Hermanns-Auðardóttir hlaut fjögur atkvæði en 17 skiluðu auðu. Vilhjálmur segir að vissulega hafi óvenju margir skilað auðum at- kvæðaseðli að þessu sinni. „Það lá fyrir fundinum bókun frá sagnfræði- skor um að dómnefndarálitinu yrði hafnað og staðan auglýst að nýju. Ég mæltist hins vegar til þess í upphafi þessa dagskrárliðar að þessi tillaga sagnfræðiskorar yrði túlkuð sem áskorun til deildarmanna um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu því ef meiri- hluti atkvæðisbærra deildarmanna situr hjá þá eru það skilaboð til rekt- ors um að deildin treysti sér ekki til að mæla með neinum umsækjanda. Þá hefði það í reynd verið einskonar höfnun.“ Hann segir það því ekki hafa komið á óvart hversu margir skiluðu auðu. „Ég myndi segja að fundurinn hafi tekist mjög vel, umræðan hafi verið mjög málefnaleg og ég veit ekki bet- ur en að nær allir hafi verið sáttir við niðurstöðuna. Það eru auðvitað ákveðin skilaboð í því að sitja hjá en ég held að þetta sé mjög farsæl nið- urstaða fyrir deildina.“ Rætt um að breyta fyrirkomu- lagi ráðninga við HÍ Vilhjálmur staðfesti að á fundinum hafi verið rætt um hvort rétt væri að breyta fyrirkomulagi á því hvernig ráðið er í störf hjá háskólanum en í umsóknarferlinu nú hefur verið gagnrýnt hversu harðorð dómnefnd var í áliti sínu í garð sumra umsækj- enda. „Það kom upp sú umræða og það var ekki bara af þessu tilefni. Þetta hefur komið upp áður því dóm- nefndarálit eru mjög umdeild. Ég held að þetta álit hafi í sjálfu sér feng- ið óþarflega mikla gagnrýni og þar finnst mér reyndar við Morgunblaðið að sakast, því það greip inn í málið á því stigi sem það var trúnaðarmál og það á dagblað ekki að gera. Og auð- vitað hafði þetta áhrif og setti ákveð- inn svip á alla málsmeðferðina.“ Eftir fund heimspekideildar verð- ur næsta skref í ráðningarferlinu það að háskólarektor skipar í umrætt starf. Aðspurður segist Páll Skúla- son, háskólarektor, þó ekki formlega bundinn af atkvæðagreiðslu deildar- fundarins. „Við munum fara yfir mál- ið í heild og skoða vandlega athuga- semdir sem hafa borist frá öðrum umsækjendum og athuga hvernig um málið var fjallað í deildinni áður en endanleg ákvörðun er tekin.“ Þetta geti tekið nokkra daga. Hann segir venja að gera þetta með þessum hætti. „Sérstaklega þeg- ar gerðar eru einhverjar athuga- semdir eins og hefur verið gert í þessu tilfelli. Þá þarf að sýna sér- staka aðgát og tryggja að það sé formlega og lagalega rétt staðið að öllu í þessu sambandi.“ Óvenju margir skiluðu auðu við atkvæðagreiðslu varðandi starf lektors í fornleifafræði Niðurstaða skoðana- könnunar önnur en í atkvæðagreiðslu BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt að hleypa af stað verkefni undir nafninu „Greiðar götur“. Fluttu borgarfulltrúar R-listans tillögu þess efnis á borgarstjórn- arfundi í gær. Í tillögunni segir að verkefninu sé ætlað að greiða leið almennra borgara að ákvörðunum og stefnumótun í stjórn borgarinnar, sem og þjónustu hennar. Sam- kvæmt henni verður lögð sérstök áhersla á hverfalýðræði, rétt til upplýsinga, þátttöku og sann- gjarnrar málsmeðferðar. Í tillögunni segir ennfremur að stjórnkerfisnefnd, sem skipuð verði þremur fulltrúum af hálfu borgarráðs, verði falið að annast undirbúning og framkvæmd verk- efnisins. Hlutverk hennar verði m.a. að fara yfir stjórnkerfi borg- arinnar og leita leiða til að ein- falda það og stuðla að því að það verði aðgengilegra almenningi. Tillögur nefndarinnar eiga að taka mið af stefnu borgarinnar um aukna aðkomu íbúanna að ákvörð- unum yfirvalda og hverfistengda þjónustu. Greiðari leið Reykvíkinga að stjórn borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.