Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 9 „ÉG stefni ekki á doktorsnám en mun þó halda ótrauður áfram að sinna rannsóknarverkefnum á sviði kirkjusögu og sagnfræði almennt,“ segir sr. Þórir Stephensen, fyrrver- andi dómkirkjuprestur í Reykjavík og staðarhaldari í Viðey, sem er að útskrifast með masterspróf í kirkjusögu frá guðfræðideild Há- skóla Íslands á morgun. Hann er fyrstur manna til ljúka MA-prófi frá guðfræðideild HÍ en hún bauð fyrst upp á slíkt nám fyrir fjórum árum. Þórir, sem er á sjö- tugasta og fyrsta aldursári, varð einmitt á sínum tíma yngstur til að hljóta prestvígslu hér á landi en það var árið 1954. „Ég var einungis 22 ára þegar ég var settur prestur í Staðarhólsþingum í Dölum. Til þess þurfti forsetaleyfi því samkvæmt lögum má ekki vígja prest fyrr en á því ári sem hann nær 25 ára aldri.“ Hann segir það hafa verið mikla reynslu fyrir sig en að hann hafi verið helst til ungur til að taka við slíku embætti. „Ég hafði ekki þá lífsreynslu sem æskilegt er að menn hafi en ég naut þess að eiga góða konu sem var aðeins eldri en ég og bóndadóttir, það hjálpaði mér heil- mikið.“ Þórir, sem var dómkirkjuprestur í Reykjavík á árunum 1971–1989 og staðarhaldari í Viðey 1988–2001, ritaði m.a. sögu Dómkirkjunnar í Reykjavík og sögu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Sagnfræðin í uppáhaldi Þegar Þórir er spurður hvort hann ætli ekkert að setjast í helgan stein eins og algengt er að fólk geri þegar það er komið á þennan aldur neitar hann ákveðið. „Nei, það kem- ur ekki til greina, ég hef brennandi áhuga á svo mörgu. Sagnfræðin hefur alltaf verið mitt uppáhald og þar eru mörg viðfangsefnin sem eftir er að skoða.“ Hann er nú að vinna að skýringum á ferðadagbók Magnúsar Stephensen, dómstjóra í Viðey, auk þess sem hans bíður það verkefni að skrifa sögu Sjávarborg- arkirkju fyrir Þjóðminjasafnið. „Ég þarf alltaf að vera að fást við eitt- hvað sem tengist sögu. Eftir að ég náði tökum á tölvutækninni var ég reyndar búinn að ákveða að ég myndi setjast niður og skrifa ævi- sögu mína, þó alls ekki til að gefa út heldur bara fyrir barnabörnin og til að halda heilasellunum í gangi, en svo var ég kominn á kaf í viðfangs- efni sem mér finnst miklu meira spennandi en ævisagan hefði orð- ið,“ segir hann og hlær. En hvernig stóð á því að hann ákvað að hefja MA-nám í kringum sjötugt? „Ég hafði skrifað stóra rannsóknarritgerð 1992 þegar ég var í svonefndu viðbótarnámi í kirkjusögu en hún ber heitið Menntasetur að Viðeyjarklaustri. Leiðbeinandi minn, dr. Hjalti Huga- son, hvatti mig til að láta meta hana til MA-prófs ásamt námskeiði, sem ég lauk um sama leyti, en þetta var metið til 23 eininga.“ Með því að bæta við tveggja eininga lesnám- skeiði og lokaritgerð var markinu náð. Dr. Hjalti Hugason var þar enn leiðbeinandi og Gunnar F. Guð- mundsson sagnfræðingur kom að sem sérfræðingur. Próventa í klaustrum og á bisk- upsstólum á Íslandi á miðöldum er nafn lokaritgerðarinnar en Þórir segir próventuna hafa virkað dálít- ið á svipaðan hátt og eignalífeyrinn hjá Búnaðarbankanum. „Fólk gat keypt próventu hjá kirkjustöðunum og á biskupsstólum með eignum sínum og þar með tryggt sér fæði, klæði, húsnæði og þjónustu á efri árum. Þaðan er einmitt komið orða- sambandið að setjast í helgan stein þegar farið er á eftirlaun, fólk flutt- ist þá í klaustrin, sem erlendis voru vígðar steinbyggingar.“ Hann bendir á að próventan hafi verið stöðutákn efnafólks, með henni undirstrikaði það mátt sinn og þjóð- félagsstöðu. „Þá kem ég með þá til- gátu í ritgerðinni að hjón hafi stundum notað próventuna til að skilja að borði og sæng þar sem kaþólska kirkjan leyfði ekki skiln- að. Þá keyptu hjónin próventu, ann- að þeirra flutti burt í klaustrið eða á biskupssetrið og þannig gátu þau búið hvort í sínu lagi.“ Þórir segir að nám manns um sjö- tugt sé talsvert ólíkt því að stunda nám um tvítugt. „Ég hef meira fyrir því að læra utanbókar nú en þrosk- inn skilar þó vonandi einhverju og ég vona að ég sé færari um að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Mér þykir afar vænt um að fá að læra sem lengst, sagan er líf mitt og yndi.“ Fyrsti mastersneminn lýkur prófi frá guðfræðideild HÍ Útskrifast með MA-próf á áttræðisaldri Morgunblaðið/Arnaldur Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur í Reykjavík og staðarhaldari í Viðey, var aðeins 22 ára er hann tók við prestsembætti. ÚTSALA ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 4.900 2.900 Jakkapeysa 4.900 3.200 Blúndubolur 3.800 2.400 Bodybolur 2.800 1.900 Dömuskyrta 3.200 1.900 Gallajakki 4.900 2.900 Túnika 3.900 2.400 Sítt pils 3.900 2.500 Dömubuxur 3.000 1.900 Kjóll 4.500 2.900 ...og margt margt fleira Síðumúli 13, sími 568 2870 Opið frá kl.10.00-18.00 40—70% afsláttur www.oo.is Opið laugard. frá kl. 11-16 BRIO Kombi kerruvagn 62.950 - 59.800 stgr. Teutonia Delta kerruvagn 66.300 - 62.990 stgr. ORA Carletto kerruvagn 59.950 - 56.950 stgr. BASSON Roma kerruvagn 49.900 - 47.400 stgr. Ú rv al ið e r h já o k k u r Glæsilegur sumarfatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. afsláttur af hörfatnaði; kjólum, buxum, pilsum, jökkum og skyrtum. kvenfataverslun Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. 25% Smart í sumar  Hörkjólar  Hörskyrtur  Hörbuxur  Hörjakkar Laugavegi 54, sími 552 5201 20% afsláttur BOÐIÐ verður upp á nám í japönsku við heimspekideild Háskóla Íslands haustið 2003 og verður það fyrsta tungumálið frá Asíu sem kennt er á háskólastigi hérlendis, að sögn Önnu Agnarsdóttur, verðandi deildarfor- seta heimspekideildar Háskóla Ís- lands. Hún segir að japanskan verði væntanlega kennd sem aukagrein til 30 eininga en undirbúningur námsins hefur staðið yfir síðan haustið 1999. „Á næsta vormisseri mun japansk- ur gistiprófessor koma hingað til lands til þess að undirbúa námið, auk þess sem hann mun kenna á nokkr- um námskeiðum, til dæmis um jap- anskt þjóðfélag, menningu og tungu.“ Hún bendir á að næsta skref- ið sé nú að finna japanskan kennara til að koma hingað. Ástæðuna fyrir því að hefja kennslu í japönsku við Háskóla Ís- lands nú segir Anna vera gagnkvæm- an áhuga þjóðanna á að kynnast bet- ur menningu hvor annarrar og efla samskiptin. „Þetta tengist því að opnuð hafa verið sendiráð í báðum löndunum. Þá hefur íslenska verið kennd um árabil við að minnsta kosti tvo háskóla í Japan.“ Anna bendir á að námið muni fyrst og fremst hafa hagnýtt gildi og að stefnt verði að því að japanska verði einnig í boði fyrir nemendur í öðrum deildum, meðal annars nemendur viðskipta- og hagfræðideildar. „Slíkt gæti verið áhugavert fyrir þá sem hyggja á verslunarsamskipti við Jap- ani.“ Heimspekideild hefur fengið styrki úr tveimur japönskum sjóðum, Sasakawa-sjóðnum og Japan Found- ation, sem fjármagna námið, að sögn Önnu. „Við undirbúninginn hefur Háskóli Íslands síðan notið aðstoðar frá sendiráði Japans, einkum frá Ogazaki sendiráðsritara.“ Í nefnd- inni sem vann að undirbúningi náms- ins sátu Auður Hauksdóttir lektor, Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, og Mar- grét S. Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri þróunar- og kynningarsviðs HÍ. Japanska verður kennd við Háskóla Íslands Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar UNDRA-THAILANDSFERÐ 18. sept. Sími 56 20 400 - Tækifæri Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.