Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝRRI skýrslu Borgar- fræðaseturs Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál í Reykjavík 1991-2000 kemur fram að þrátt fyrir miklar íbúðabygg- ingar í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæðinu öllu á síðari hluta nýliðinnar aldar og um- fangsmeiri félagslegar íbúða- byggingar sl. tíu ár, hafi skap- ast húsnæðisvandi í borginni. Bent er á að æskilegt kunni að vera að fá einkaaðila til að byggja og reka leiguhúsnæði, ýmist á almennum leigumark- aði eða undir félagslegum for- merkjum. Þá segir þar að veita mætti styrki og lán til endurnýjunar eldri hverfa, meðal annars til að stuðla að þéttingu byggðar. Höfundur skýrslunnar er Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðingur hjá Borgar- fræðasetri, en í henni er fjallað um þróun íbúðabygg- inga, félagslega húsnæðis- kerfið og samspil húsnæðis- stefnu og borgarstefnu. Skýrslan er unnin samkvæmt beiðni frá félagsmálayfirvöld- um í Reykjavík. Fram kemur að frá 1920 til 2000 hafi mannfjöldi í Reykja- vík sexfaldast en fjöldi íbúða að sama skapi tólffaldast. Á sama tíma hefur meðalstærð íbúða fjórfaldast. Eftir stöðn- un á íbúðamarkaði frá kreppu- árunum fram til ársins 1955 urðu straumhvörf í íbúða- byggingum og næstu 25 árin, 1955-1980, var byggt miklu ör- ar en nam fólksfjölgun. Árið 1980 voru til að mynda 2,6 íbú- ar á íbúð að meðaltali. Eftir 1980 dró verulega úr framboði á íbúðum og 1990 til 2000 hef- ur fjöldi íbúða miðað við íbúa- fjölda staðið í stað, að því er fram kemur í skýrslunni. Fram kemur að á bilinu 450-700 íbúðir hafi verið byggðar á ári í Reykjavík á tí- unda áratugnum en frá árinu 1996-2000 voru þær á sjötta hundrað. Í Kópavogi jukust íbúða- byggingar úr 200 í búðum á ári árið 1994-5 í tæplega 400 árið 1996 og rúmlega 500 árið 1997. Síðan hefur dregið nokkuð úr íbúðabyggingum en þær voru 250 í Kópavogi árið 2000. Í Hafnarfirði var heldur minna byggt af nýjum íbúðum á seinni hluta áratugarins en á fyrri hluta hans. Þegar kemur að fjölda íbúða á hverja 1.000 íbúa sem voru fullgerðar á ári að með- altali á árabilinu 1991-2000 hefur Reykjavík vinninginn með 415 íbúðir. Í nágranna- sveitarfélögunum er hlutfallið 356 íbúðir. Bent er á það í skýrslunni að þessi munur skýrist meðal annars af lægri meðalfjölda íbúa á heimili í Reykjavík. Fram kemur að frá 1996 til 2000 hafi dregið verulega úr byggingu lítilla íbúða í Reykjavík (eins og tveggja herbergja) um leið og aukning varð á byggingu stærri íbúða. Minna framboð á litlum íbúðum hafi því stuðlað að ójafnvægi á húsnæðismark- aði sem kann að hafa átt þátt í hækkun íbúðaverðs og húsa- leigu, eins og bent er á í skýrslunni. Of margar lóðaúthlutanir vegna einbýlis- og raðhúsa Fram kemur að lóðaúthlut- un í Reykjavík hafi haldist svipuð allan nýliðinn áratug. Þær voru hins vegar 24% fleiri 1981-1990 en á tímabilinu 1991-2000. Þetta hafi meðal annars stuðlað að því að veru- legur hluti fólksfjölgunar alls höfuðborgarsvæðisins hafi færst til Kópavogs á seinni hluta síðasta áratugar. Skýrsluhöfundur bendir á að lóðaúthlutanir sveitarfélag- anna hafi hingað til snúist full- mikið um húsbyggjendur ein- býlishúsa og raðhúsa í úthverfum. Ekki sé tekið nægjanlegt tillit til þess við byggingu nýrra hverfa að 70% íbúðarhúsnæðis í borginni séu heimili einhleypra, einstæðra foreldra og barnlausra hjóna og sambýlisfólks. Þessi sí- stækkandi hópur í borgarsam- félaginu þurfi í auknum mæli á litlum íbúðum að halda. Einnig er í skýrslunni minnst á verðhækkanir hús- næðis á síðustu árum og segir þar að þær skýrist aðeins að hluta til af ónógu framboði ný- bygginga á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig verði að taka tilliti til uppsafnaðrar eftirspurnar á fasteignamarkaði 1998-2000 sem leystist úr læðingi þegar uppsveifu fór að gæta í kaup- mætti almennings. Fram kemur að árin 1998 og 1999 hafi nær 17 þúsund manns skipt um aðsetur hvort árið en sú tala féll niður í um 14 þús- und árið 2000. Í skýrslunni er fjallað um félagslegt íbúðakerfi borgar- innar sem nær til leiguíbúða Félagsbústaða, verka- mannabústaða, íbúða Fram- kvæmdanefndar byggingar- áætlunar 1965-1975, félagslegra eignaíbúða og fé- lagslegra kaupleiguíbúða. Þá er innan borgarmarkanna einnig fjöldi leiguíbúða í eigu ýmissa félagasamtaka sem starfandi eru í borginni. Tæp 40% nýbygginga af fé- lagslegum toga síðustu ár Fram kemur að á undan- förnum árum hafi félagslegum úrræðum á íbúðamarkaði í Reykjavík fjölgað örar en öðr- um íbúðum og verulega örar en sem svarar mannfjölgun í borginni. Bent er á að á ár- unum 1990-2000 hafi 38% ný- bygginga í borginni verið af félagslegum toga og veitt voru um 1.750 viðbótarlán í Reykja- vík á þessu tímabili. Alls bættust um 400 íbúðir í eigu ýmissa félagasamtaka við íbúðastofninn í Reykjavík á árunum 1990-2000. Skýrsluhöfundur bendir á að eftirspurn eftir félagslegu húsnæði hafi aukist mjög á allra síðustu árum og biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði og öðru húsnæði svo og verðþróun á leigumarkaði hafi gerbreyst á skömmum tíma. Þá hefur heimilislausum fjölg- að í Reykjavík og fregnir ber- ast af því að óvistlegra og lé- legra húsnæði en þekkst hefur um árabil sé komið í leigu á al- mennum markaði, að því er segir í skýrslunni. Þar segir einnig að félagslega íbúða- kerfið í Reykjavík sé bæði brotakennt og erfitt sé að ná yfirsýn yfir það sem aftur valdi því að stjórnunarlegur meðfærileiki þess verði minni. Bent er jafnframt á að mark- mið félagslega kerfisins hafi færst frá byggingu eignarhús- næðis fyrir verkafólk með lág- ar tekjur yfir í byggingu leigu- íbúða fyrir hópa með erfiða félagslega stöðu. Í þriðja og síðasta hluta skýrslunnar er fjallað almennt um samspil húsnæðisstefnu og borgarstefnu. Fram kemur að hlutur Reykjavíkur af heildaríbúafjölda landsins sé nú 39% og á öllu höfuðborg- arsvæðinu 62% samtals miðað við árið 2000. Ef fram fari sem horfi verði það hlutfall komið í 70% árið 2024. Sé einungis lit- ið til Reykjavíkur er aukning- in áætluð 12-14% fram til 2024. Bent er á að vöxtur borgarinnar hafi lengi byggst á fólksflutningum frá lands- byggðinni en nú sé fjölgunin vegna aðstreymis erlendra ríkisborgara meiri. Lagt er til í skýrslunni að skoðað verði hvernig megi móta borgarstefnu til að bæta allt borgarumhverfið í sam- ráði við ríkisvaldið og önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Fleiri komi að rekstri félagslegra leiguíbúða Í spá yfir framtíðarhorfur í húsnæðismálum segir að hlut- fall félagslegra leiguíbúða hafi farið ört vaxandi á síðustu tíu árum og muni að óbreyttu halda áfram að hækka á næstu árum. Bent er á að þétting byggðar og áhersla á meiri borgarsvip Reykjavíkur falli vel að aukinni áherslu á bygg- ingu leiguíbúða, bæði fé- lagslegu húsnæði og á al- mennum markaði. Fram kemur að borgaryfirvöld hafi átt í erfiðleikum með að bregðast fljótt við húsnæðis- vandanum og að óheppilegt sé að leysa vandann alfarið með byggingu félagslegra leigu- íbúða á vegum borgarinnar. Komnir séu til sögunnar öfl- ugri rekstraraðilar en áður á sviði leiguíbúðarekstrar. Í hugmyndum að framtíðar- stefnu kemur fram að taka þurfi til athugunar hvernig betur megi virkja eignaíbúða- kerfið og tengja það öðrum gerðum félagslegs húsnæðis í borginni. Þá sé æskilegt að einkaaðilar byggi og reki leiguíbúðir, ýmist á almennum leigumarkaði eða undir fé- lagslegum formerkjum. Æski- legt sé að þeir fái til þess stofnstyrki eða annan hvata og leigi síðan t.d. 50-100% íbúðafjöldans félagslega. Þá er bent á að rýmka ætti í vissum tilvikum gildandi húsa- leigulög þannig að ýta mætti undir aukna útleigu umfram- húsnæðis sem aftur drægi úr byggingarþörf og stuðlaði að þéttingu byggðar. Lagt er til að ítarleg könnun verði gerð á húsnæðismarkaðnum á höfuð- borgarsvæðinu og skynsam- legt að það sé gert í tengslum við heildarkönnun húsnæðis- mála á landinu öllu. Skýrsla Borgarfræðaseturs um húsnæðismál í Reykjavík 1991 til 2000 Æskilegt að einkaaðilar byggi og reki leiguhúsnæði           ! "        !      ! # !#  #$ $    %&% &'' '&(%    (&) ** +&%    )&+( %+' )&** $ $       #! ,-./-0,1                      !"# $ #  2    3      ! # !#  #$% '$)           )  &      )    (    +    %    '    *   ,-./-0,1 $% 2 ! % '' *% ') () (* % )&*''   % %    &   &&& '$) 2 ! + )%) % + %)( )( )+ )&*)% &   &  % &&& -   4 2 ! )) &% &' &('* %&'+ (&(*% +&+'* +(&+    %  %  & &&& 45663   !  #     ** 789 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samdóma álit margra viðmælenda skýrsluhöfundar er að mestur skortur sé á minna hús- næði á markaðnum. Myndin er tekin yfir Vesturbæ og Þingholtunum. NÝTT vísindatjald og hring- ekja voru tekin í notkun í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í gær að viðstöddum borgarstjóra og mennta- málaráðherra. Hringekjan er smíðuð á Ítalíu og skreytt með mynd- um eftir Brian Pilkington af ásum og gyðjum úr goða- fræðinni, jólasveinunum 13 að tölu ásamt Grýlu og myndskeiðum úr Íslandssög- unni frá landnámi Íslands fram að stofnun lýðveld- isins. Þá verða einnig tekin í notkun á næstu dögum fall- turn og klessubátar. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði í stuttri ræðu að nýju tækin væru liður í því að halda uppi aðdráttarafli garðsins gagnvart yngstu kynslóð- inni. Þakkaði hún rekstr- arstjórn garðsins sér- staklega fyrir gott starf en hún hefur að undanförnu unnið að framtíðarþóun garðsins. Skemmst er að minnast þess er skipið Naglfar var vígt í fyrra og einnig hefur þjónustutjald á svæðinu verið þrefaldað frá því sem áður var. Að því búnu skelltu borg- arstjóri og mennta- málaráðherra sér á hestbak í hringekjunni og fóru nokkra hringi ásamt börn- unum. Þá var einnig tekið í notk- un nýtt vísindatjald sem gef- ur börnum kost á að upplifa vísindin í leik og starfi með aðstoð ýmissa þrauta og leikja. Menntamálaráðherra fagnaði framtakinu og sagð- ist sannfærður um að það myndi verða til að efla þátt- töku yngstu kynslóðarinnar í vísindum. Vísindatjaldið er alfarið íslensk hönnun en í fyrra sáu norskir aðilar um upp- setningu á sams konar tjaldi. Innan dyra gefur að líta ýmiss konar tæki og tól, s.s. þrívíddarmyndir, kúlu- þrautir, undraspegla og til- raunir með loft. Þá er gest- um og gangandi boðið að stíga á vigt sem mælir þyngd fólks út frá þyngd- arafli á nokkrum þekktustu reikistjörnum sólkerfis okk- ar. Margt var um manninn í garðinum í tilefni opnunar- innar og börnin biðu spennt eftir því því að prófa nýju hringekjuna. Þá gafst fólki kostur á að prófa tæki og tól í vísindatjaldinu og voru menn raunar hvattir til þess. Meðal þess sem komið hafði verið fyrir var tunna með húð á öðrum enda og örlitlu gati á hinum endanum. Tunnunni var velt á hliðina en nokkru fjær stóð logandi kerti á stól. Áttu gestir að berja á trommuna og freista þess að slökkva á kertinu með loftstraumnum sem streymdi út við ásláttinn. Nokkur fyrirtæki styrktu opnun vísindatjaldsins, þar á meðal Marel, Eimskip, Ís- landssími og Rafagnatækni. Ný tæki og vísindatjald voru tekin í notkun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Hringekja með myndum úr Íslandssögunni Morgunblaðið/Golli Borgarstjóri og menntamálaráðherra brugðu sér á bak og fóru nokkrar ferðir með hringekjunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.