Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 8

Morgunblaðið - 21.06.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Norrænt vinabæjamót í Garðabæ Vinir njóta nátt- úru og menningar NORRÆNT vina-bæjamót var settí Garðabæ í gær- kvöldi, en búist er við tæplega 400 fulltrúum vinabæja Garðabæjar, Birkerød í Danmörku, Asker í Noregi, Eslöv í Svíþjóð og Jakobstad í Finnlandi. Mikill undir- búningur hefur staðið yf- ir undanfarnar vikur vegna mótsins. Gestum er mörgum boðið að gista á heimilum Garðbæinga og er öllum gestunum boðið í kvöldmat á ís- lenskt heimili. Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- fulltrúi á bæjarskrifstof- um Garðabæjar, sagði okkur nánar frá vina- bæjamótinu. Hvernig hefur undirbúningur mótsins gengið? „Allt hefur gengið mjög vel, enda njótum við hjálpar margra, sérstaklega félaga í Norræna félaginu í Garðabæ. Undirbún- ingurinn hefur staðið lengi, enda er um stóran viðburð að ræða. Vinabæirnir skiptast á að halda mótið. Garðabær hélt það 1992, en það var síðast haldið í Birkerød fyrir tveimur árum.“ Hvað eigið þið von á mörgum? „Samtals eru um 360 gestir væntanlegir til okkar. Þeir eru ýmist fulltrúar norrænna félaga í vinabæjunum, bæjarstarfs- menn og aðrir bæjarbúar, eða þátttakendur í barna- og ung- lingamóti sem haldið er í tengslum við vinabæjamótið, til dæmis kóramót í samstarfi við skólakórana í Hofstaðaskóla og Flataskóla, skátamót í samvinnu við skátafélagið Vífil og fim- leikamót í samstarfi við Stjörn- una. Barna- og unglingamótið var styrkt af Norræna menning- arsjóðnum.“ Þið leggið greinilega áherslu á fjölbreytt tengsl vinabæjanna. „Já, skipuleggjendur mótanna hafa lagt á það ríka áherslu að bjóða nýjum hópum að taka þátt í mótinu. Það er nauðsynlegt til þess að halda samstarfinu lif- andi og gæta fjölbreytni. Með barna- og unglingamótinu er reynt að höfða sérstaklega til ungu kynslóðarinnar og sýna þeim mikilvægi þess að rækta tengsl við vinabæina.“ Hvernig er dagskrá mótsins uppbyggð? „Yfirskrift mótsins í ár er Ís- land – náttúra og menning. Á mótinu viljum við leggja áherslu á að þátttakendur nái að kynn- ast landinu og mannlífinu sem Garðabær býður. Á laugardag er málstofa þar sem fullrúar vinabæjanna ræða sameiginleg mál og norræn mál, ásamt skoð- unarferðum og gönguferðum í nágrenni Garðabæjar. Einnig er nauðsynlegt að fólk skemmti sér saman og bjóðum við til vinabæjakvöldvöku í kvöld, föstudagskvöld, og hátíð- arkvöldverðar á laug- ardag fyrir gesti og gestgjafa. Mótinu lýkur með messu í Vídalínskirkju á sunnudag.“ Hverju er það að þakka að vinabæjasamstarfið er svo blóm- legt í Garðabæ? „Því er sérstaklega norrænu félögunum að þakka. Þar höfum við og vinabæir okkar haft úr- valsfólk sem sýnt hefur sam- starfinu mikla rækt. Það skiptir máli að sveitarfélagið er ekki mjög stórt og persónuleg tengsl bæjarbúa eru mikil. Með þeim hætti næst samstaða meðal bæj- arbúa um starf af þessu tagi.“ Hefur Garðabær átt í vina- bæjasamstarfi lengi? „Já, við tókum upp vinabæja- samband við Birkerød árið 1966, og fyrstu fulltrúar Garðabæjar fóru á vinabæjamót þar árið 1968. Síðan hafa margir Garðbæingar kynnst fjölda fólks frá hinum vinabæjunum og eignast góða vini þar á meðal. Elsti gesturinn sem við eigum von á hingað er níræð heiðurs- kona frá Birkerød, sem eflaust hitti Garðbæingana fyrir rúmum þrjátíu árum.“ Á samstarf af þessu tagi enn erindi í samfélaginu? „Já, mikil ósköp. Þrátt fyrir neikvæðar raddir um minnkandi vægi Norðurlandasamstarfs sjáum við engin þreytumerki á samstarfi vinabæjanna, en að sjálfsögðu verður að sinna starf- inu af alúð og brydda upp á nýj- ungum og afla nýrra fylgis- manna. Með samstilltu átaki blómstrar starf af þessu tagi.“ Eru viðburðir mótsins öllum opnir? „Já, sannarlega eru allir vel- komnir. Ég vil sérstaklega benda áhugasömum á hand- verksmarkað á Garðatorgi á laugardaginn, þar sem von er á handverksfólki hvaðanæva að. Einnig eru kórtónleikar í tón- listarskólanum sama dag kl. 4. Loks eru tvær fimleikasýningar og keppni hjá fimleikadeild Stjörnunnar og fim- leikafélögum frá vina- bæjunum, seinni part- inn í dag, föstudag, og einnig á sunnudag kl. 3 í Ásgarði, og eru all- ir velkomnir að sjá viðburðina. Við hvetjum alla Garðbæinga eindregið til að mæta og bjóðum að sjálfsögðu alla aðra velkomna í heimsókn til okkar.“ Að lokum er minnt á vina- bæjakvöldvökuna í kvöld á Víf- ilsstaðatúni sem hefst kl. 8 og er öllum opin. Þar gefst kjörið tækifæri til að hitta norræna fé- laga og eignast nýja vini. Hulda Hauksdóttir  Hulda Hauksdóttir er fædd í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993 og BA-prófi í sænsku og ensku frá Háskóla Ís- lands, ásamt leiðsögumannaprófi frá Leiðsögumannaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem leið- sögumaður og flugfreyja. Und- anfarið ár hefur Hulda Hauks- dóttir starfað sem upplýsinga- fulltrúi á Bæjarskrifstofum Garðabæjar. Hulda er í sambúð með Gylfa Magnúsi Jónassyni tækniteiknara. Tækifæri til að eignast norræna vini Er ég nokkuð að skrökva mr. Santer, kostar ekki ein með öllu 8–10 milljarða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.