Morgunblaðið - 05.07.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.2002, Síða 1
155. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 2002 ÞRÍR létust og a.m.k. þrír særðust þegar vopnaður maður hóf skothríð við innritunarborð ísraelska ríkisflug- félagsins El Al á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gærkvöldi. Bandaríska alríkislögreglan (FBI), sem stjórnar rannsókn málsins, sagði í gær að ekk- ert benti til að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Gífurlegur viðbúnaður var hvarvetna í Bandaríkjunum í gær, á þjóðhátíðardegi landsins, vegna ótta við að hryðjuverkamenn létu til skar- ar skríða á þeim degi. Árásin í Los Angeles varð um klukkan hálf sjö í gærkvöldi að ís- lenskum tíma, um hálf tólf fyrir há- degi að staðartíma. Að sögn lögregl- unnar í borginni hóf árásarmaðurinn, sem í gærkvöldi hafði einungis verið lýst sem 52 ára karlmanni, að skjóta á annan mann og síðan á fleira fólk við innritunarborðið. Vopnaður öryggis- vörður ísraelska flugfélagsins skaut árásarmanninn til bana. Þeir sem árásarmaðurinn myrti voru 46 ára karlmaður og rúmlega tvítug kona, að því er sjónvarpsstöðin CNN greindi frá. Haft var eftir að- standendum karlmannsins að hann hefði verið á flugvellinum að fylgja vinum sínum sem voru á förum. Yfirmaður Los Angeles-deildar FBI sagði í gærkvöldi að ekki væri vitað um nein önnur atvik er tengdust árásinni á flugvellinum, og ítrekaði að lögregluyfirvöld litu svo á að um ein- angraðan atburð væri að ræða, og ekki hryðjuverk. Allt benti til að það hefði verið hrein tilviljun að atburð- urinn átti sér stað við innritunarborð ísraelska flugfélagsins. Ströng öryggisgæsla hjá El Al Öryggisgæsla hjá El Al er einhver sú strangasta sem um getur hjá nokkru flugfélagi í heiminum, og er félagið eitt fárra flugfélaga sem hefur eigin öryggislögreglu. Sautján manns féllu í skotárás við innritunarborð flugfélagsins í Róm 1986. Verða far- þegar með flugvélum félagsins að gangast undir nákvæma leit áður en þeim er hleypt um borð. Vélin sem verið var að innrita í á vellinum í Los Angeles átti að fara til Tel Aviv með millilendingu í Toronto. Ísraelsk yfirvöld sögðu í gær, er fregnir bárust af árásinni, að gera yrði ráð fyrir að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Þó tók samgönguráð- herra Ísraela fram, að enn væru eng- ar afgerandi vísbendingar komnar fram sem bentu til slíks. Flugstöðvarbyggingin í Los Angel- es þar sem El Al hefur aðsetur var rýmd í kjölfar atburðarins og nokkrar tafir urðu á millilandaflugi frá vellin- um, en innanlandsflug gekk sam- kvæmt áætlun. Mikil öryggisgæsla var í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna í gær, og voru m.a. orrustuþotur á sveimi yfir Washington og New York og fleiri borgum. Svo að segja allt flug var bannað yfir Manhattan-eyju í New York. Þrír létust er maður hóf skothríð við innritunarborð El Al á flugvellinum í Los Angeles Ekki talið um hryðju- verk að ræða AP Lögregla lokaði aðkomuleiðum að flugstöðinni þar sem flugvél ísraelska flugfélagsins beið brottfarar. Los Angeles. AFP, AP. VÍSINDAMENN við háskóla í Virg- iníu í Bandaríkjunum og tvær írsk- ar rannsóknarstofnanir segjast hafa fundið vísbendingar um að geðklofa megi ef til vill rekja til til- tekins arfbera, að því er The New York Times greindi frá í gær. Þessi arfberi hafi nýlega fundist í tengslum við aðra rannsókn, og nefnist dysbindin. Vísbendingarnar er um ræðir fundust við greiningu á erfðamengi 270 írskra fjölskyldna, en í þeim öll- um voru nokkrir einstaklingar með sjúkdóminn. Í frétt The New York Times kemur ennfremur fram, að vísindamenn hjá Íslenskri erfða- greiningu hafi í annarri rannsókn fundið arfbera er kallast neuregul- in-1, en mikil fylgni sé á milli stökk- breytinga í honum og geðklofa í um 15% íslenskra sjúklinga er þjást af sjúkdómnum. Þá kemur fram, að báðar þessar rannsóknir verði birtar í tímaritinu The American Journal of Human Genetics, en ritið hafi þegar birt bandarísk-írsku rannsóknina á vef- síðu sinni. Vísbending um orsakir geðklofa AÐ minnsta kosti einn lést og 15 slös- uðust, flestir börn, margir alvarlega, þegar tveggja hreyfla einkaflugvél hrapaði í skemmtigarði í San Dimas, um 50 km austur af Los Angeles, í gær. Slysið varð um klukkan 12.30 að staðartíma, um einni klukkustund eft- ir að skotárásin var gerð á alþjóða- flugvellinum í Los Angeles. Að sögn bandarískra flugmálayfir- valda bendir ekkert til annars en að um slys hafi verið að ræða er vélin hrapaði í skemmtigarðinn, sem var fullur af fólki sem var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Svo virðist sem flugvélin hafi farið í loftið frá nærliggjandi flugvelli nokkrum mínútum áður en hún hrapaði. Til- kynnti flugmaðurinn að hann ætti í vandræðum og sendi út neyðarkall örskömmu áður en vélin skall til jarð- ar. Flugvél hrapaði í skemmtigarði Los Angeles, San Dimas. AFP, AP. FORINGI í Al-Aqsa herdeildunum, vopnuðum armi Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, féll ásamt frænda sínum þegar sprengja tætti í sundur bíl þeirra þar sem þeir voru á ferð í Gazaborg í gærkvöldi. Félagar í Fatah segja Ísraela hafa staðið að baki sprengingunni. Al-Aqsa herdeildirnar hafa staðið að fjölda sjálfsmorðssprengjuárása á Ísraela og skotárásum í Ísrael og á herteknu svæðunum. Foringi í Al- Aqsa felldur Gazaborg. AFP. ÞRJÁTÍU og tvær alþjóðlegar hjálparstofnanir sögðu í gær að Pal- estínumenn væru komnir „á ystu nöf“ vegna slæmra lífsskilyrða og sökuðu Ísraela um að hafa hindrað hjálparstarf þeirra á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. Tom Teu, fulltrúi bandarísku hjálparstofnunarinnar ANERA, varaði við því að ef Ísraelsher yrði áfram í palestínskum borgum og bæjum í nokkra mánuði til viðbótar gæti skapast hætta á „sprengingu sem vonandi verður hægt að af- stýra“. „Fólkið er komið á ystu nöf,“ sagði Teu og bætti við að eymdar- ástand ríkti meðal margra Palest- ínumanna vegna útgöngubanns í bæjum þeirra og aðgerða Ísr- aelshers sem kæmu í veg fyrir að hjálparstofnanir gætu séð þeim fyr- ir helstu nauðsynjum. Ísraelskar hersveitir hafa ráðist inn í sjö af átta helstu borgum og bæjum Palestínumanna frá því um miðjan júní og sett 700.000 manns í útgöngubann. Banninu var þó aflétt í nokkrar klukkustundir í nokkrum borgum á mánudag og miðvikudag til að gera fólki kleift að kaupa nauðsynjavörur. Hjálparstofnanirnar, þeirra á meðal Læknar án landamæra, CARE og Oxfam, sögðu að þær væru ekki lengur færar um að veita Palestínumönnum næga hjálp vegna afskipta Ísraelshers. Þær sökuðu herinn um að hindra hjálparstarfið á hverjum degi, m.a. með því að tefja bíla með hjálpargögn við eftirlits- stöðvar, meina þeim stundum að fara á svæði Palestínumanna og hindra ferðir hjálparstarfsmanna. Ísraelsher segir að vöru- og fólks- flutningar hafi verið takmarkaðir af öryggisástæðum en hann reyni allt- af að greiða fyrir flutningi hjálpar- gagna á svæði Palestínumanna. Yossi Sarid, leiðtogi helsta stjórn- arandstöðuflokksins í Ísrael, Me- retz, sagði í gær að „miklar hörm- ungar“ vofðu yfir Palestínumönnum vegna stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta og Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, sem hafa báðir sagt að þeir hyggist ekki ræða framar við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna. „Bush forseti hefði átt að vita að ræða hans [í vik- unni sem leið] yrði til þess að palest- ínsku svæðin yrðu hernumin aftur og leiddi til mikilla hörmunga,“ sagði Sarid. „Við ættum að minna Bush forseta og Ariel Sharon á að það að svelta óbreytta borgara telst glæpur gegn mannkyninu.“ Yfir 30 hjálparstofnanir gagnrýna Ísraelsher Segja Palestínumenn komna „á ystu nöf“ Jerúsalem. AFP.  Sigur fyrir Arafat/26 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.