Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi hf. hefur fengið frest þar til á hádegi á mánudag til að koma með áætlun um hvernig staðið verði að hreinsun flaks Guðrúnar Gísladóttur KE-15 sem sökk við strendur Lofoten í N-Noregi 19. júní síðastliðinn. Kaf- arar hafa að undanförnu rannsakað skipið þar sem það liggur á 40 metra dýpi. Tryggingamiðstöðin, sem er tryggingafélag útgerðarinnar, hefur enn ekki fengið skýrslu um ástand skipsins en ákvörðun um hvort skip- inu verði lyft að hafsbotni eða olíunni dælt úr því, verður væntanlega byggð á niðurstöðum skýrslunnar. Trond Eilertsen, lögmaður út- gerðarinnar, segir að skipið liggi á sandöldu á stjórnborðshliðinni. Tals- verðar skemmdir séu á skipinu eftir strandið, en það virðist ekki hafa laskast mikið þegar það lenti á sjávarbotni. Umfang skemmdanna eigi eftir að skýrast betur þegar ljós- myndir af flakinu berast. Skipatækni gerði kostnaðaráætl- un fyrir Tryggingamiðstöðina um hvað það myndi kosta að gera við skipið, yrði því lyft upp og það fært til hafnar. Sá kostnaður fékkst ekki nákvæmlega upp gefinn en mun hann nema fleiri hundruðum millj- óna króna. Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort það borgi sig að lyfta skipinu upp og gera við það. Hann segir að einnig hafi komið fram sú hugmynd að selja skipið hæstbjóðanda, en um borð í skipinu er mikið af verðmætum tækjum og búnaði. Ottar Lungva, vaktstjóri hjá Mengunarvörnum norska ríkisins (SFT), segir að farið verði yfir áætl- un útgerðarinnar um leið og hún ber- ist á hádegi á mánudag. Telji SFT að áætlunin sé ófullnægjandi muni áfram verða rætt við útgerðina og séð hvort tilefni sé til frekari skil- yrða eða tilskipana af hálfu SFT. Að- spurður hvort óþolinmæði sé farið að gæta hjá stofnuninni viðurkennir Lungva að Norðmönnum finnist þetta allt taka svolítið langan tíma. Þar sem allra veðra er von við Lofoten, þar sem skipið sökk, hefur verið óskað eftir því að framkvæmd- um verði lokið fyrir sumarlok. Hefur frest til mánudags til að skila að- gerðaáætlun Útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Reykjavík í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingin verður alls um 4.800 fermetrar á fjórum hæðum ásamt tveggja hæða bílakjallara. Davíð greindi frá því að í ársbyrj- un hefði verið ákveðið að efna til samkeppni um hönnun nýju bygg- ingarinnar en samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Ís- lands. Samkeppnin var auglýst í lok mars sl. Hún var öllum opin og aug- lýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tillögum skyldi skila hinn 19. júní sl. Alls bárust 25 tillögur í samkeppn- ina. Auk tillögunnar sem lenti í fyrsta sæti var valin tillaga í annað sæti, þriðja sæti og í sérstakt auka- sæti. Formaður dómnefndar var Skarphéðinn Steinarsson, viðskipta- fræðingur. Kynntar á Netinu Önnur verðlaun hlutu Arkís ehf., þ.e. Aðalsteinn Snorrason, arkitekt, Björn Guðbrandsson, arkitekt, Birg- ir Teitsson, arkitekt, Gísli Gíslason, arkitekt, Guðrún Ingvarsdóttir arki- tekt og Halldór Jón Karlsson bygg- ingarfræðingur. Nam verðlaunaféð 2 milljónum kr. Þriðju verðlaun hlutu Erik W. FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, kynnti í gær niðurstöður dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu á stjórnarráðsreitnum við Sölvhóls- götu í Reykjavík. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektar frá Franken Archi- tekten GmbH., þ.e. Bernhard Fran- ken, Carsten Troja og Kirstin Fried. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að tillagan sé vel af hendi leyst bæði hvað varðar útlit og innra fyrirkomu- lag. „Útlit byggingarinnar er metn- aðarfullt og efnisval utan og innan er áhugavert. Framsetning tillögunnar er auðlesin og góð. Hugmyndafræði tillögunnar er spennandi og heil- steypt. Sameiginleg svæði og rými ráðuneytanna er vel fyrir komið.“ Verðlaunaféð var 2,5 milljónir kr. Davíð Oddsson skýrði frá því áður en niðurstöður dómnefndar voru kynntar að á árinu 2000 hefði verið ákveðið að reisa nýja skrifstofu- byggingu fyrir dóms- og kirkju- málaráðuneytið, umhverfisráðuneyt- ið og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. „Brýnt þótti að leysa úr húsnæðisvanda þessara ráðuneyta,“ sagði hann. Byggingunni var valinn staður við Sölvhólsgötu 9–11 í Nielsen, Arnar Þór Jónsson og Hall- grímur Þór Sigurðsson. Þá hlaut tillaga Sigrúnar Birgisdóttur, AAdip, Cherie Yeo, RIBA, Michele Ragozzino, RIBA, Simon Molesworth, RIBA, Marie- Pierre Vandeputte, Penny Tand, Marie Sundberg, Christopher Hartshorne og Kalle Soderman sérstaka viðurkenningu. Nam verðlaunaféð 600 þúsund krónum. Sýning á innsendum tillögum verður opin almenningi í Kennara- háskóla Íslands dagana 8. til 12. júlí nk. kl. 13 til 16. Þá verða verðlauna- tillögur og tillögur sem vöktu sér- staka athygli dómnefndar ásamt greinargerð dómnefndar aðgengi- legar á Netinu en slóðin er: www.forsaetisraduneyti.is. Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýja ráðuneytisbyggingu Fyrstu verðlaun hlutu arkitekt- ar frá Franken Architekten Morgunblaðið/Arnaldur Arkitektar frá Franken Architekten GmbH. unnu samkeppnina. Bern- hard Franken flytur hér þakkarræðu. Fyrir aftan hann stendur Davíð Oddsson forsætisráðherra og við hlið hans er verðlaunahópurinn. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær karlmann á fertugs- aldri í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum og brot gegn barnaverndarlögum. Þá var hann dæmdur til að greiða hvorri stúlkunni um sig 250 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var íþróttaþjálfari og íþróttakennari stúlknanna sem voru 13 og 14 ára gamlar þegar brotin voru framin. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa í nokkur skipti á heimili sínu strokið stúlkunum innan og utan klæða undir því yfirskini að um væri að ræða íþrótta- og slökunarnudd. Þetta gerðist síðla árs 2000 og í byrjun ársins 2001. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa í apríl árið 2001 tælt aðra stúlkuna, þá 14 ára gamla, til annarra kynferðismaka en samræðis með því að nýta sér yf- irburðastöðu sína vegna aldurs- og þroskamunar. Loks var hann fund- inn sekur fyrir brot gegn barna- verndarlögum með því að sýna stúlkunum ruddalegt athæfi og særa þær en hann sendi annarri stúlkunni SMS-skilaboð, þess efnis meðal annars að hann væri að hug- leiða sjálfsvíg, og hinni tölvupóst þar sem hann fjallaði meðal annars um sjálfsvígstilraun sína og tengdi hana sakargiftum stúlknanna á hendur honum. Alvarlegt trúnaðarbrot Í niðurstöðu Héraðsdóms Vest- fjarða segir, að fyrir liggi vottorð um að maðurinn hafi átt við geð- hvörf og þunglyndi að stríða, en dómurinn telji engan vafa leika á sakhæfi hans. Með háttsemi sinni hafi hann framið alvarlegt trúnaðar- brot gagnvart stúlkunum með því að misnota sterkt trúnaðartraust þeirra og hrifningu, sem hann hafði öðlast í krafti stöðu sinnar sem kennari þeirra og þjálfari en þær lýstu því m.a. að maðurinn hefði ver- ið besti vinur þeirra. Þá segir í dómnum að háttsemi mannsins með því að senda stúlkunum SMS-skila- boð og tölvupóst hafi verið gróf og særandi í garð þeirra og til þess fall- in að vekja með þeim samviskubit að ósekju. Maðurinn hafi ekki sýnt merki þess að hann iðrist háttsemi sinnar, hafi síðast angrað aðra stúlkuna með SMS-skilaboðum sím- leiðis í febrúar sl. Segir dómurinn að þetta horfi allt til refsiþyngingar og ekki þyki sérstakar málsbætur fel- ast í því að hann missti starfa sinn sem íþróttakennari og -þjálfari eftir að rannsókn lögreglu byrjaði. Í skýrslum sálfræðings um líðan stúlknanna segir m.a. að önnur stúlkan hafi verið kvíðin og hrædd. Hún sé döpur og grátgjarnari en fyrr. Hin stúlkan hafi m.a. átt við svefnörðugleika og vægt þunglyndi að stríða. Réttargæslumenn stúlkn- anna, þau Sif Konráðsdóttir hrl. og Sveinn Andri Sveinsson hrl., gerðu kröfu um annarsvegar 400.000 krón- ur í miskabætur og hins vegar 1.000.000 krónur í miskabætur. Maðurinn var dæmdur til að greiða hvorri um sig 250.000 krónur. Þá var manninum gert að greiða Birni Jóhannessyni hdl. 250.000 kr. auk annars sakarkostnaðar. Héraðsdómararnir Erlingur Sig- tryggsson og Gunnar Aðalsteinsson kváðu upp dóminn ásamt Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðingi. Íþróttakennari og -þjálfari dæmdur fyrir kynferðisbrot „ÞETTA ER alveg geggjað sport, eitthvað sem maður getur hrein- lega ekki fengið leið á,“ sögðu krossararnir Sverrir og Ingólfur þar sem þeir voru að undirbúa hjól- in og kannski sjálfa sig líka í góða veðrinu í vikunni. Markmiðið? Jú, að tæta og trylla á krossurunum á Hellisheiðinni – en þó af nærgætni við náttúruna: „við hjólum eftir slóðum hérna í heiðinni og pössum sérstaklega að hjóla ekki út í mosann.“ Sverrir og Ingólfur eru engir ný- græðingar, þeir hafa stundað krossið í um áratug og segjast aldr- ei fá nóg. Þeir neita því ekki að þetta sé dálítil útgerð, hjólin sjálf séu í raun keppnisgræjur þótt þeir keppi ekki sjálfir og séu því ekki beinlínis ókeypis. Auk þess þurfi svo kerru til að koma hjólunum á staðinn, galla og hlífar o.fl. Og ný afturdekk nokkuð reglulega. En þetta er hverrar krónu virði, taka þeir fram. „Í svona góðu veðri tökum við nærri því allan daginn í þetta, reyn- um að hjóla að minnsta kosti í fjóra fimm tíma. En þetta tekur gletti- lega vel í og betra að vera í góðu formi.“ „Jú, þetta er súmm, bensín með olíu,“ segja félagarnir. „Það eru tvígengisvélar í þessum hjólum. Tankurinn tekur níu lítra og það gengur fljótt á þetta því þessi hjól eru keyrð á miklum snúningi. Við komum aftur hingað til þess að fylla á tankana og borða.“ Bilanir! Nei, nei. „Það kviknaði að vísu í mínu hjóli í síðasta túr,“ viðurkennir Ingólfur. „Bremsu- klossarnir að aftan festust og við það myndaðist gífurlegur hiti sem varð til þess að það kviknaði í plast- hlíf yfir bremsudiskinum. Þannig að græjan logaði bara öll hjá mér. En hvernig er það, viltu ekki bara taka í?“ Fákarnir og frelsið Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.