Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ lingasveit Mósaík. Ástæða þessara skrifa er sú að menningarfélag hljómsveitarinnar, Flottur Kúltúr og Gott Músík, mun í kvöld halda sumarhátíð í Viðey þar sem fram koma ýmsir skemmtikraftar ásamt hljómsveitinni Rúnk að sjálfsögðu. Fyrstur ríður á vaðið Dj Talna- púki og þá mun Dr. Gunni sjálfur koma fram ásamt glænýrri sveit. Einnig mun sveitatónlistarmað- urinn Rassi Prump leika og hinn dularfulli erlendi plötusnúður Phil Stadium ætlar að þeyta skífum. Þá verða veitingar í boði, grillið vel upptendrað og farið verður í leiki, m.a. pokahlaup og krokket. Að sögn Svavars kviknaði hug- myndin að hátíðinni síðasta sum- ar. Hann og nokkrir félagar hans voru þá á rölti um eyjuna um verslunarmannahelgi og sáu að til- valið væri að stofna þar fríríki, svona í stíl við Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Þeir voru langt komnir með þá pælingu og hugðust hertaka eyjuna í þeim til- gangi. „Við hurfum svo frá þeirri ráða- gerð,“ upplýsir Svavar. „Hátíðin er hins vegar liður í þessu al- menna stuði Rúnks. Hún verður haldin í Naustinu sem er vest- anmegin á eyjunni. Rúnkið ætlaði alltaf að halda útgáfutónleika sína þarna en stóra platan okkar er HLJÓMSVEITIN Rúnk hefur nú verið starfrækt um nokkurt skeið. Meðlimir eiga allir nokkra sögu að baki innan íslenskrar dæg- urtónlistar; m.a. eru þarna of- urtrymbillinn Óli Björn Ólafsson, Svavar Pétur Eysteinsson fyrrver- andi Múldýr og Benedikt Her- mann Hermannsson, sem eitt sinn lék á gítar með hinni vinsælu ung- tilbúin, er á leið í fjölföldun og kemur út aðeins seinna en við ætl- uðum okkur upphaflega. Við af- réðum engu að síður að henda í þessa tónleika og þeir hafa undið upp á sig – eru orðnir að helj- arinnar hátíð.“ Svavar segir margt koma upp í hugann hvað varðar veisluhöld í Viðey og minnist „Viðeyjarflopps- ins“ ’84, er útihátíð var haldin þar um verslunarmannahelgina, sem varð svo afar fásótt. „Við ætlum að endurskrifa sög- una með hátíðinni okkar,“ segir Svavar, lúmskeygður á bak við sólgleraugun. „Og höfum því veð- sett allt okkar hafurtask svo að þetta megi verða að veruleika. Við vonum svo að veðrið verði okkur hliðhollt og skorum á fólk að taka með sér lærissneiðar á grillið og gleyma ekki góða skapinu! Og svo er ekki verra að hafa húmorinn í lagi!“ Aðgangur að hátíðinni kostar sléttar þúsund krónur og er þá innifalið ferjugjald, fram og til baka. Miðasala er í Hljómalind og í 12 tónum. Ferðir út eru kl. 17, 18, 19 og 19.30. Síðasta ferð í land er á mið- nætti en hátíðin hefst formlega kl. 18. Morgunblaðið/Þorkell Rúnk-liðar eru sannarlega í sumarskapi um þessar mundir. Lífið tek- ið með trompi Sumarhátíðin Viðey 2002 verður haldin í kvöld arnart@mbl.is BRESKUR dómari úr- skurðaði í gærmorgun að réttað skyldi í máli gegn Victoriu Beckham, fyrr- verandi Kryddpíu, að því er segir í frétt BBC. Frú Beckham mun hafa sakað verslun í Kent um að hafa selt falsaðar eiginhand- aráritanir eiginmanns síns, Davids Beckhams, fyrirliða enska landsliðs- ins í knattspyrnu. Blue- water-verslunarmiðstöðin fer fram á hálfa milljón punda, eða 65,9 milljónir króna, í skaðabætur frá Victoriu. Atvikið átti sér stað í mars á síðasta ári og er frú Beckham sökuð um að hafa með hávaða og dónaskap sakað verslunareigendur um að selja falsaðar eiginhandar- áritanir. Timothy, Glynis og Anth- ony McManus, eigendur verslunar- innar GT’s Recollections, segja að sala hafi dregist saman í kjölfar at- viksins og verslunin orðið fyrir fjár- hagstapi eftir að fjölmiðlar greindu frá atvikinu. Victoria er barnshafandi og býst við að verða léttari í september. Victoria í vanda Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti  HL Mbl Kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Vit 379 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 14. Vit 394Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 13 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Frumsýning Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389. Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mat- hew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýnd kl. 6. B. i. 16. Að lifa af getur reynst dýrkeypt kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur. Sýnd kl. 8 og 10.15.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Vegna fjöld a áskorana og vinsælda myndarinna r höfum við bætt við ei ntaki af myndinni og fjölgað sýn ingartímum . S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Frumsýning Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. 13 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.