Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BT OPNAR Í
SMÁRALIND
LAUGARDAG
KL. 11:00
EKKI MISSA AF
ÞESSU!
YASSER Arafat, forseti palestínsku
heimastjórnarinnar, undirritaði í
gær skipun til yfirmanns palest-
ínskra öryggissveita á Vesturbakk-
anum, Jibril Rajoub, þar sem honum
er vísað úr embætti. Rajoub mun
taka við sem borgarstjóri Jenín í
norðurhluta Vesturbakkans.
Rajoub fékk boð um það á þriðju-
dag að Arafat hefði vísað honum úr
embætti en hann neitaði því fyrst að
honum hefði borist slík skipun. Að-
stoðarmenn Rajoubs sögðu svo að
hann myndi sitja sem fastast þangað
til að skipunin bærist til hans skrif-
lega. Rajoub og stuðningsmenn hans
hafa kvartað yfir því hvernig haldið
hefur verið á málinu af hálfu Arafats
og segja hann hafa sýnt Rajoub litla
virðingu.
Arafat barst jafnframt í gær af-
sagnarbréf yfirmanns palestínskra
öryggissveita á Gaza-svæðinu, Ghazi
Jabali, en hann hafði einnig haldið
því fram frá því á þriðjudag að hon-
um hefði ekki borist nein skipun frá
Arafat um að segja af sér.
Yfirlýsingar mannanna tveggja
þykja styrkja Arafat í sessi, en í gær
leit út fyrir að mennirnir ætluðu að
hundsa fyrirskipanir forsetans.
Uppsagnirnar komu í kjölfar ræðu
sem George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hélt á dögunum þar sem hann
lagði hart að Palestínumönnum að
skipta um yfirstjórn og láta Arafat
sigla sinn sjó. Vilja sumir stjórn-
málaskýrendur meina að með þeim
sé Arafat að reyna að losa sig við
hættulega keppinauta um forseta-
embættið.
Geta Arafats dregin í efa
Sumir sérfræðingar í málefnum
Ísraels og Palestínu segja að sú stað-
reynd að Arafat gaf skipanirnar
munnlega til að byrja með gefi til
kynna að hann hafi viljað meta hve
andstaða við hann væri mikil meðal
Palestínumanna, en bæði Jabali og
Rajoub eru meðal valdamestu
manna á palestínsku heimastjórnar-
svæðinu. Ísraelskur stjórnmálaskýr-
andi, Odet Granot, sagði að málið í
heild sinni gæfi tilefni til efasemda
um það hvort Arafat gæti ennþá tek-
ið ákvarðanir og fylgt þeim eftir.
„Það væri hins vegar frumhlaup að
álykta sem svo að um byrjun valda-
baráttu milli Arafats og undirmanna
hans sé að ræða,“ sagði Granot.
Arafat hefur lofað að hreinsa til í
stjórnkerfi sínu sem þykir afar óskil-
virkt og spillt en ísraelsk stjórnvöld
hafa lítið mark tekið á þeim loforð-
um. Talsmenn Ísraelsstjórnar sögðu
jafnframt í gær að ísraelskir her-
menn á Vesturbakkanum myndu
ekki snúa til baka fyrr en ný stjórn
væri komin til valda meðal Palest-
ínumanna. Ísraelsher hefur nú haft
sjö stærstu borgir Palestínumanna,
auk minni bæja og þorpa, á valdi sínu
í rúmar tvær vikur.
Sigur fyrir
Yasser Arafat
Jerúsalem. AFP.
BANDARÍSKI auðkýfingurinn
Steve Fossett stendur hér hreykinn
á körfu loftbelgsins sem hann not-
aði til að fljúga umhverfis jörðina,
einn síns liðs. Er hann fyrsti mað-
urinn sem vinnur þetta afrek en
Fossett er 58 ára gamall.
Skömmu fyrir lendinguna í Ástr-
alíu á miðvikudagskvöld, þá var
kominn fimmtudagur í Eyjaálfu,
kviknaði í loftfari Fossetts en hon-
um tókst með harðfylgi að slökkva
eldinn.
Lendingin í eyðimörk við búgarð
um 1.400 km frá Sydney var hörð
og í 15 mínútur fleytti karfan kerl-
ingar eftir grjóti þöktum jarðveg-
inum en Fossett slapp ómeiddur.
Ferð hans tók þrettán sólar-
hringa, tólf stundir og sextán mín-
útur og vegalengdin var 33.971,6
kílómetrar.
Fossett
hrósar sigri
Reuters
MEIRA en milljarður manna lifir
á minna en dollar á dag, andvirði
88 króna, ef tillit er tekið til kaup-
máttarins í löndum þeirra miðað
við Bandaríkin. Árið 2000 gáfu ein-
staklingar og fyrirtæki í Banda-
ríkjunum fjóra dollara á mann til
ýmiss konar aðstoðar við erlendar
þjóðir, eða um það bil 20 dollara á
fjölskyldu. Auk þess gáfu stjórn-
völd tíu dollara á hvern Banda-
ríkjamann, eða 50 dollara á fjöl-
skyldu. Alls eru þetta 70 dollarar á
fjölskyldu, andvirði 6.200 króna.
Eftir að turnar World Trade
Center í New York voru lagðir í
rúst fékk bandaríski Rauði kross-
inn svo miklar peningagjafir að
hann hætti við að reyna að meta
hversu mikla hjálp íbúarnir
þyrftu. Hann dró línu þvert yfir
neðri hluta Manhattan og bauð öll-
um íbúunum sunnan við hana and-
virði þriggja mánaða leigu (eða
þriggja mánaða afborgana af lán-
um og viðhaldskostnaðar ef þeir
bjuggu í eigin íbúð). Ef íbúarnir
sögðust hafa orðið fyrir skaða
vegna árásarinnar á World Trade
Center fengu þeir einnig peninga
fyrir rafmagns-, hita- og gasreikn-
ingum og matvörum.
Flestir íbúanna sunnan línunnar
misstu ekki heimili sín og þurftu
ekki að flytjast brott, en samt var
þeim boðin greiðsla fyrir leigu eða
afborgunum lána. Sjálfboðaliðar
Rauða krossins settu upp spjöld í
anddyrum dýrra íbúðarbygginga
þar sem íbúunum – þeirra á meðal
fjármálasérfræðingum, lögfræð-
ingum og rokkstjörnum – var
skýrt frá greiðslunum sem voru í
boði. Því hærri sem leigan var
þeim mun meiri peninga fékk fólk-
ið. Að meðaltali gátu New York-
búar á neðri hluta Manhattan
fengið 5.300 dollara á fjölskyldu,
andvirði tæpra 470.000 króna.
Munurinn á 70 og 5.300 dollur-
um kann að vera skýr vísbending
um hversu mikilvægara það er í
augum Bandaríkjamanna að
hjálpa samborgurum sínum en að
aðstoða fólk í öðrum löndum. Það
skýrir þó ekki þennan mikla mun
þar sem Bandaríkjamennirnir sem
fengu peningana þurftu miklu síð-
ur á þeim að halda en fátækasta
fólkið í heiminum.
Á leiðtogafundi Sameinuðu
þjóðanna í tilefni af árþúsunda-
mótunum settu þjóðir heims sér
ýmis markmið og ákveðið var með-
al annars stefna að því að þeim,
sem lifa í sárri fátækt, fækkaði um
helming fyrir árið 2015. Alþjóða-
bankinn áætlaði að til að ná þessu
markmiði þyrfti að auka aðstoðina
um 40–60 milljarða dollara á ári.
Ekki örlar enn á þessum pening-
um.
Þótt sagt hafi verið að þetta sé
„metnaðarfullt“ markmið er það
ekki til marks um mikinn stórhug
því að til að fátæka fólkinu fækki
um helming þurfa þjóðir heims að-
eins að hjálpa þeim helmingi, sem
býr við skárri kjör, og koma hon-
um rétt yfir fátæktarmörkin á
næstu fimmtán árum. Því gæti svo
farið að þær 500 milljónir jarðar-
búa, sem lifa í sárustu fátækt,
þyrftu að sætta sig við jafnbág
kjör og þeir búa við nú. Þar að
auki má búast við því að á degi
hverjum deyi þúsundir barna af
völdum fátæktar á þessu tímabili.
Hversu mikið þyrfti hver maður
að gefa til að hægt væri að safna
þeim 40–60 milljörðum dollara
sem til þarf? Íbúar iðnvæddu
ríkjanna eru um það bil 900 millj-
ónir, þar af 600 milljónir á fullorð-
insaldri. Gjafir að andvirði 100
dollara á ári (8.800 króna) á hvern
fullorðinn næstu fimmtán árin
myndu duga til að ná markmiðum
aldamótafundarins.
Þetta jafngildir 0,4% af meðal-
árstekjunum í iðnríkjunum, sem
eru 27.500 dollarar (rúmar 2,4
milljónir króna).
Auðvitað eiga ekki allir íbúar
auðugu ríkjanna peninga aflögu
eftir að hafa fullnægt frumþörfum
sínum. Í fátæku ríkjunum eru hins
vegar hundruð milljóna efna-
manna og þeir geta einnig látið fé
af hendi rakna. Við getum því bar-
ist fyrir því að allir, sem eru af-
lögufærir eftir að hafa fullnægt
frumþörfum fjölskyldna sinna,
leggi að minnsta kosti 0,4% af
tekjum sínum til stofnana sem
hjálpa fátækasta fólki heims og
það ætti að duga til að ná mark-
miðum leiðtogafundarins.
Gagnlegra væri þó að hækka
þetta hlutfall örlítið og gefa 1% af
tekjum sínum. Sú fjárhæð sem
þannig fengist, auk aðstoðar
stjórnvalda (sem er nú undir 1% af
vergri þjóðarframleiðslu í öllum
löndum heims nema Danmörku og
aðeins 0,1% í Bandaríkjunum),
ætti að vera nærri því að uppræta
örbirgðina í heiminum en að draga
aðeins úr henni um helming.
Við hneigjumst til að líta á fram-
lög til góðgerðastarfsemi sem „sið-
ferðislegt val“ – ekki sé rangt að
láta hjá líða að gefa þótt það teljist
æskilegt. Svo fremi sem menn ger-
ist ekki sekir um morð, limlest-
ingar, þjófnað, svik og svo fram-
vegis geti þeir verið siðferðislega
dyggðugir þótt þeir eyði fram úr
hófi og gefi ekki til góðgerðastarf-
semi. Samt ættu þeir sem eyða
peningum í munað, en tíma ekki að
gefa fátækum örlítið brot af
tekjum sínum, að bera nokkra
ábyrgð á þeim dauðsföllum sem
þeir hefðu getað komið í veg fyrir.
Það ætti því að teljast siðferðis-
lega rangt að gefa ekki lágmarks-
fjárhæðina, prósent af tekjum sín-
um.
Þeir sem hugleiða siðferðislega
skyldu sína komast réttilega að
þeirri niðurstöðu að þeir ættu að
gefa meira – þar sem við vitum að
ekki eru allir fúsir til að gefa pró-
sent af tekjum sínum. Ég hef áður
barist fyrir því að fólk gefi miklu
meiri fjárhæðir. En ef við setjum
okkur markmið sem raunhæft er
að náist og einbeitum okkur að því
sem hægt er ætlast til að allir geri,
þá er hægt að færa rök fyrir því að
til að lifa siðferðislega dyggðugu
lífi þurfi fólk að gefa að minnsta
kosti prósent af árstekjum sínum
til að hægt verði að sigrast á ör-
birgðinni í heiminum.
Menn þurfa ekki að vera sið-
ferðishetjur til að leggja slíka fjár-
hæð af mörkum. Þeir sem vilja það
ekki sýna að þeir skeyta engu um
neyð þeirra, sem lifa í sárri fátækt,
og dauðsföll sem hægt er að koma
í veg fyrir.
Prósentið sem leysir
fátæktarvandann
Peter Singer er heimspeki-
prófessor við Princeton-háskóla.
Reuters
Ungur drengur leitar að mat og nýtilegum hlutum í sorphaugi nálægt
Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Fátækar fjölskyldur draga þar
fram lífið með því að hirða mat úr sorpi og safna drasli til að selja.
Það ætti að teljast
siðferðislega rangt að
gefa ekki lágmarks-
fjárhæðina, prósent
af tekjum sínum
eftir Peter Singer
© Project Syndicate.