Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 49 neinn koma í þinn stað. Minningin um þig lifir í hjarta mínu. Elsku Haddi, Inga, Hulda, Helga, Todda og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona og samstarfsfélagi, Ebba Særún. Þegar við horfum til baka á erfiðri stund finnst okkur gjarnan dagarnir verða einsleitir en upp úr standi þó atburðir sem eru sterkari en aðrir. Samt eru allir dagar einstakir, hver stund einstök og allt hefur tilgang. Hver dagur í lífi okkar er svo dýr- mætur og skyldi vegsamaður með þeim sem okkur þykir vænt um. Nú hefur hið óbærilega gerst. Vin- ur okkar fórst í hörmulegu bílslysi, vinur sem var í blóma lífsins, vinur sem okkur þótti svo óendanlega vænt um. Ég kynntist Kjartani í byrjun árs- ins 2000 þegar ég tók að mér smá námslega aðstoð við þau systkinin Kjartan og Helgu. Í raun varð sam- band okkar strax náin vinátta og væntumþykja, ekki síst fyrir það að Baldvin, elsti sonur minn, og Kjartan höfðu þekkst frá því að þeir voru í barnaskóla saman. Þeir höfðu farið hvor í sína áttina eftir skólaárin en endurnýjað og styrkt vináttubönd sín um það bil sem þeir náðu fullorðins- aldri. Með hverju ári sem leið óx þessi dýrmæta vinátta og hópurinn sem þeir tilheyrðu, sem má segja að sé á annan tug einstakra drengja sem hafa allir gengið í gegnum erfið tímabil í lífi sínu, er eins og klettur, óhagganlegur, traustur, órofin ein- ing. Fjölskyldur Baldvins og Kjartans tengdust með þeim því þeir voru eins og bræður og ég veit að velferð Bald- vins er fjölskyldu Kjartans eins mik- ilvæg og velferð Kjartans var okkur. Fyrir mér er hann einn af drengj- unum mínum, ég á marga, fjóra sem eru synir mínir og nokkra til viðbótar sem hafa reynst mínum drengjum vel í gegnum árin og hafa talist í hóp bestu vina. Vinátta og kærleikur gef- ur lífinu gildi og skapar okkur í raun þá velferð sem við kjósum helst þeg- ar upp er staðið. Því hvers virði er allur veraldlegur auður ef ekki er kærleikur? Ég viðurkenni fúslega að Kjartan var mér kærastur allra úr vinahópnum og skal engan undra, það vitum við öll sem syrgjum hann sárt, því við vitum hvern mann hann hafði að geyma. Hann mun alla tíð eiga sess í hjarta mínu og fjölskyldu minnar, við blessum þær stundir sem okkar auðnaðist að eiga með honum. Ég bið þess af öllu hjarta að Guð gefi foreldrum Kjartans, systrum hans og fjölskyldum þeirra styrk í þeirra óbærilegu sorg og hjálpi þeim að sjá ljósið sem fylgir minningu hans. Ingibjörg Ringsted. Elsku Kjarri. Mikið getur lífið ver- ið hverfult. Ekki grunaði mig fyrir þremur vikum að það væri í síðasta skipti sem ég myndi hitta þig. Slysin gera ekki boð á undan sér – svo mikið er víst. Fyrir tveimur árum áttum við gömlu skólafélagarnir úr „Gaggan- um“ á Akureyri góðar stundir saman. Þar varst þú að vanda hress og kátur, lékst á als oddi eins og þér einum var lagið. Það hefur myndast stórt skarð í hóp okkar árgangs úr Gagnfræða- skóla Akureyrar. Þín verður ávallt minnst sem hress og skemmtilegs drengs sem áttir þér fáa líka. Megi góður Guð og allir englar á himnum vaka yfir þér, elsku Kjarri. Ég sendi fjölskyldu Kjartans og vinum öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þórlaug Þorfinnsdóttir. Kæri Kjartan. Ekkert er hér sem fyrr. Orðin hafa týnst, við sem aldrei erum í vandræðum að tala tóma speki erum týndir í hugsunum okkar um þig kæri vinur. Tíminn sem er lið- inn er ótrúlega langur miðað við hvað þetta eru fáir dagar og við höfum all- ir notað hann til að reyna í smá stund að vera fyrir þig, fjölskyldu þína og hvern annan, það sem þú varst okk- ur. Þegar við vissum að þú myndir ekki lifa, var okkur öllum ljóst að skarð hafði myndast í lífi okkar allra sem aldrei verður fyllt. Höfuð okkar og hjörtu eru full af minningum sem verða varðveittar. Okkur fannst öll- um við eiga þig, þú gafst hverjum og einum þá tilfinningu að hann væri sérstakur vinur. Við viljum votta fjöl- skyldu þinni samúð og erum þeim óendanlega þakklátir fyrir að leyfa okkur að deila öllum ljúfsáru stund- unum með þeim. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Birgir, Baldvin, Jóhann, Halldór, Pétur, Grétar, Hrafn, Óli J, Heiða Brynja, Árni Hólm, Hlín, Hjálmar, Hörður, Linda, Sveinar, Arnar og Jón. Ég hefi sett alla von mína á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. (Úr Davíðssálmum.) Það er erfitt að sætta sig við fráfall kærs vinar, vinar sem lagði sig allan fram við að vera vinur vina sinna. Í gamalli afmælisdagabók með stjörnuspeki segir m.a. um þá sem fæddir eru 8. ágúst; „Þú ert mjög hollur vinum þínum, trúr, einlægur, tígulegur og virðulegur í fasi. Nokk- uð fáskiptinn, en framkoma þín er þannig, að fólk sem þú umgengst, elskar þig og virðir“. Er hægt að finna betri lýsingu á Kjartani vini okkar? Kjartan kom inn í líf okkar fyrir nokkrum árum, þegar hann og Kol- brún dóttir okkar fóru að draga sig saman. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir því að hér fór drengur góður og varð hann strax sem einn af okkur. Minnisstæðar eru góðar samveru- stundir heima hjá okkur á Dalvík og eins heima hjá Kjartani á Hjalteyr- argötunni. Skipti þá ekki máli hvort verið að horfa á leik í enska boltan- um, ræða um heimsins gagn og nauð- synjar eða þá mörgu drauma sem bærðust í brjósti ungs manns. Eins og gengur og gerist skildu leiðir unga fólksins, en eftir sat mikil og góð vinátta. Það er okkur ómet- anlegt að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng og erum við hon- um ævinlega þakklát fyrir að hafa leitt dóttur okkar á „rétta braut“ í líf- inu. Hans áhrif á hana sem og á svo marga aðra vini hans er ekki hægt að meta til fullnustu. Elsku Inga, Haddi, Hulda, Lúlli, Helga, Tobbi og Todda. Ykkar missir er mikill. Við vitum að góður Guð og allir hans englar vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk í sorginni. Með þessum orðum kveðjum við kæran vin. Takk fyrir allt. Kristján, Lilja, Kristinn, Júlíana og Jökull. Elsku Kjarri minn, nú er sá tími kominn að kveðja sannan vin og góð- an samstarfsfélaga. Eins og hefur alltaf verið sagt varst þú engill, ljósið í lífinu sem allt í einu slokknaði hratt. Elsku vinur, ég þakka allar þær dýr- mætu stundir sem ég fékk að eiga með þér, sama hvað gekk á þá varst þú til staðar og gast séð ljósið og hug- hreyst mig. Ég veit ekki hvernig lífið verður án þín, ég vil ekki hugsa um það. Ég trúi því að þú sért hér hjá okkur og að við eigum eftir að hittast aftur og þá verða fagnaðarfundir. Það geta liðið dagar, mánuðir jafnvel mörg ár, maður veit aldrei. Ég hugsa mikið til þín, það lýsir því best hvern- ig persóna þú varst með því sem þú sagðir „elska skalt þú óvin þinn“ og það ætla ég að muna. Kjarri minn, því sem þú gafst mér með því að vera hér mun ég aldrei gleyma. Kæri vinur, nú er komið að kveðju- stund, þú veist mér þykir vænt um þig, ég man svo eftir prakkarasvipn- um og hlátrinum í þér. Ó Kjarri minn, takk, takk fyrir allt. Elsku Inga, Haddi, Hulda, Lúlli, Helga, Tobbi, Todda, Jana, Jói, Inga Dís, Hafsteinn Ísar, Guðrún, Hafdís, og Birta Júlía, þið eruð eins og fjöl- skylda mín, mér finnst ég eiga svo stóran hlut í ykkur, þið eruð perlur, takk fyrir að vera til og Guð veri með ykkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Kveðja Guðný Björk. Elsku Kjarri. Við kynntumst fyrir um fjórum árum þegar ég fór að búa með einum af þínum bestu vinum. Við fórum fljótt að umgangast mjög mikið, ekki síst því þá áttir þú kær- ustu sem var líka frá Dalvík. Þannig lágu leiðir þínar oft til Dalvíkur, þá var náttúrlega tilvalið að kíkja í heimsókn og skella sér í smá CM í tölvunni. Þið félagar gátuð setið þar næturlangt, okkur kærustunum til mikillar gleði. Þú varst alltaf svo tillitssamur þegar við komum með litlu stelpuna í heimsókn, þá fékk hún að lúlla í rúm- inu þínu og allir áttu að tala lágt til að vekja ekki barnið, svo var stranglega bannað að reykja í húsinu á meðan hún var í heimsókn. Takk fyrir tillitssemina, ég kannski sagði þér það aldrei en hún var mikils metin. Við höfum ekki haft svo mikið samband síðastliðið eitt og hálft árið en alltaf þegar ég hitti þig þá kom brosið og hláturinn. Þú áttir nú svolítið sérstakan hlát- ur. Þegar maður fór með ykkur vin- unum í bíó þá seig maður stundum agalega djúpt niður í sætið, þið áttuð salinn. Þú varst hrókur alls fagnaðar um- kringdur vinum. Enda sést það vel núna hversu ofboðslega marga vini þú áttir og hversu mikið var alltaf treyst á þig. Ef eitthvað bjátaði á, einhverju þurfti að redda og allra mest ef vantaði góðan félagsskap, þá var hringt í þig. Þú varst miðdepill alheimsins hjá þínum bestu vinum og allt traust sett á þig. Ég hugsa að þessir vinir séu svolít- ið umkomulausir núna og áttavilltir, en við verðum að trúa að þú sért hérna hjá okkur og ég veit að þú heldur áfram að redda málunum, bara á svolítið annan hátt. Þegar það var hringt í mig og mér sagt að þú hefðir lent í slysi og værir alvarlega slasaður þá varð ég eigin- lega hálfreið og vonaði alltaf, þegar ég fékk slæmar fréttir af þér, að þetta væri stórlega ýkt og þú værir ekki svona mikið slasaður. Svo var hringt um 11 á sunnudagsmorgun og mér tilkynnt að þú værir ekki lengur hér hjá okkur. Maður skildi ekki alveg af hverju þú, svona yndislegur drengur með svona ofboðslega stórt hjarta, varst tekinn frá okkur. Kannski er ekkert skrítið að sleg- ist sé um þig hér og á himnum og ég skil það betur núna að guðirnir taka þá unga sem þeir elska mest. Hvíldu í friði, engillinn okkar allra. Elsku fjölskylda og aðstandendur, ég og Amelía Rún, dóttir mín, biðjum Guð að vera með ykkur á erfiðum tímum og veita ykkur styrk. Ingibjörg. Lífið er hverfult, það vitum við öll. En þegar eitthvað óvænt gerist, eitt- hvað sem enginn hefur leitt hugann að, er eins og tilveran nemi staðar. Þegar dauðinn knýr dyra, óvænt og miskunnarlaust, hellist yfir mann sorg, söknuður, jafnvel reiði, en þeg- ar frá líður, koma minningarnar fram, skærar og bjartar. Minningar frá bernskuárunum, þegar áhyggju- leysi barnsins var algjört, minningar frá unglingsárunum, þegar vandamál voru ekki til og lífið blasti við okkur fullt af fyrirheitum og loforðum og síðan minningar þegar við töldumst vera orðin fullorðin og litum til baka til að hlæja að því sem okkur hafði dottið í hug að gera áður fyrr. Í öllum þessum minningum var Kjarri vinur okkar. Okkur barst sú harmafregn laug- ardagsmorguninn 29. júní sl. að Kjarri hefði lent í miklu slysi nóttina áður og lægi á sjúkrahúsi mikið slas- aður og væri ekki hugað líf. Hann lést morguninn eftir, 30. júní. Þar með var stórt skarð höggvið í vina- hópinn sem hafði haldið saman allt frá barnæsku, gegnum ungdómsárin með öllum þeim umbrotum sem þeim fylgja og allt til fullorðinsára. Í þess- um vinahópi átti Kjarri fastan sess. Hann var hrókur alls fagnaðar, húm- orinn og glensið var honum meðfætt og hann miðlaði til okkar félaganna sögum og skrýtlum við öll tækifæri. Hann var einstaklega hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann heilsaði alltaf og kvaddi með handabandi og ef langt leið milli vinafunda kom faðm- lag, jafnvel koss eða blómvöndur. Bóngóður var hann og ef hann gat hjálpað okkur vinum sínum á ein- hvern hátt var það ætíð meira en sjálfsagt. Jákvæðni hans og lífsgleði geislaði af honum og smitaði þá sem voru með honum. Kjarri gerðist rak- ari og þar með varð það sjálfsagt að hann klippti alla vinina um leið og þeir kölluðu eftir þjónustu hans. Það gat hins vegar tekið dálítið langan tíma, því mikið þurfti að tala og mikið þurfti að hlæja, svo betra var að hafa tímann fyrir sér. Nú í janúar sl. hittumst við fé- lagarnir í Reykjavík og eyddum þar degi saman. Engum okkar datt þá í hug að þetta væri í síðasta sinn sem allur hópurinn væri saman kominn en nú erum við þakklátir fyrir að hafa hist þennan dag. Söknuður okkar er mikill en meiri er hann þó hjá for- eldrum hans og ættingjum. Um leið og kveðjum kæran vin, sendum við þeim öllum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigfús, Róbert, Gauti, Björn Þór, Ólafur, Stefán Freyr, Vilberg, Rúnar Þór, Hanna Sigríður og fjölskyldur. Stundum veit maður ekki hvað Guð meinar. Kjarri frændi var svo góður drengur með fallegt hjarta, mikið næmi og kærleika á lífið. Kjarri var mjög snaggaralegur lít- ill drengur og fljótur í hreyfingum. Það var nú ekki mikið samband á milli okkar frændsystkinanna en þó alltaf við og við. Ég man síðast þegar ég sá þig, Kjarri minn, þú varst svo sæll og glaður með lífið. Ég sá hversu góðan mann þú hafðir að geyma. Elsku Kjarri minn, Hulda systir þín sagði okkur að 24 stunda bókin hefði verið í miklu uppáhaldi hjá þér og mig langar að vitna í hana, Bæn dagsins, 30. júní: Ég bið um að vera laus við það að bera byrðar fortíðarinnar. Ég bið að mega varpa þeim frá mér og lifa framvegis í trú. Kjarri minn, ég veit að það er fullt af ættingjum þínum og mínum sem taka á móti þér í ljósið sterka. Elsku hjartans Haddi minn, Inga, Hulda, Helga, Þórunn, Júlíus og Þor- björn, megi góður Guð og Jesús styrkja ykkur. Kjarri minn, hvíl í friði. Þín frænka, Jórunn Anna og börn. Elsku Kjarri frændi. Það er ým- islegt sem flýgur í gegnum huga minn á þessari stundu þegar ég sest niður í þeim tilgangi að skrifa nokkur minningarorð um þig, með Rolling Stones, sem við hlustuðum gjarnan saman á, í geislaspilaranum. Ég man fyrst eftir því þegar við vorum á unglingsárunum og ég var að koma í heimsókn með foreldrum mínum á Ránargötuna þar sem þú bjóst, hvað þú tókst ævinlega vel á móti mér og hafðir alltaf svo margt sniðugt að segja og alltaf góða tónlist til að hlusta á. Það var þá sem ég uppgötvaði að við áttum tónlist að sameiginlegu áhugamáli og höfðum alveg eins tónlistarsmekk. Það þótti mér vænt um. Eftir það urðum við góðir vinir og ég er glöð yfir því að hafa fengið að rækta þann vinskap enn frekar þeg- ar við unnum saman á Medullu. Það þótti mér einstaklega góður tími. Þú varst alltaf svo skemmtilegur, glað- ur, hjálpsamur og umfram allt góður við alla. Það sem stendur uppúr frá þessum tíma okkar saman eru þær stundir þegar við deildum reynslu okkar og treystum á góð ráð hvort hjá öðru og ég er þakklát fyrir það. Mér þykir sárt, Kjarri minn, hvað þú varst tekinn snemma frá okkur en í huga mínum og hjarta mun minn- ingin um þig lifa þangað til við hitt- umst á ný. Með þessu ljóði vil ég kveðja þig, elsku Kjarri frændi, og bið Guð að geyma þig í nýjum heimkynnum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Linda Dröfn. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna við hliðið bíður Drottinn. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við, leggst útaf á mér slokknar svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil þegar svefninn verður eilífur finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Elsku Kjarri minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að deila hluta af lífi mínu með þér. Ég mun aldrei gleyma tíma okkar saman. Þú kenndir mér svo margt. Í hjarta mínu verða ávallt geymdar all- ar okkar samræður sem við áttum um samband okkar og lífið. Þú kenndir mér svo miklu meira en þú getur trúað. Þú kenndir mér hvernig á að njóta lífsins og líta á björtu hliðarnar. Þú varst alltaf til staðar, ég gat alltaf leitað til þín og þú gafst þér alltaf tíma til að koma og tala við mig. Eins og þú gerðir vikuna sem þú fórst. Mér leið svo illa og þú komst til mín og hughreystir mig. Þú hvattir mig áfram í því sem mig langar að gera og ég veit að þú munt fylgja mér alla leið í því. Ég veit að þú verður hjá mér og styður mig áfram. Ég mun virkilega standa mig, Kjarri minn, og ég mun tala við þig á hverjum degi og segja þér hvernig mér gengur. Það er svo miklu meira sem ég vil segja við þig en það geri ég bara þeg- ar við erum tvö ein. Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú ert heldur fyrir það sem ég er þegar ég er með þér. Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú hefur gert úr sjálfum þér heldur fyrir það sem þú gerir úr mér. Ég elska þig vegna þess að þú hefur gert meira en nokkur trú hefði megnað til að ég yrði góð og meira en nokkur örlög hefðu megnað til að ég yrði ánægð. Þú hefur gert það með því að vera þú sjálfur. (Ók.höf.) Ásýnd þín heldur mér taki hún er það eina sem ég hef. Mig dreymir þig er ég vaki og sakna þín er ég sef. (Ók. höf.) Ég elska þig. Þú verður alltaf minn Nemamiah. Við sjáumst, þín Fjóla Kristín.  Fleiri minningargreinar um Kjartan Einar Hafsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.