Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI ÁHÖFN rússnesku Tupolev-þot- unnar sem rakst á Boeing-fraktflug- vél yfir Suður-Þýskalandi fékk ekki tilmæli frá svissnesku flugumferðar- stjórninni um að lækka flugið fyrr en 44 sekúndum áður en áreksturinn varð, að því er þýsk flugmálayfir- völd, sem stjórna rannsókn slyssins, greindu frá í gær. Fjórtán sekúnd- um síðar hefðu tilmælin verið end- urtekin, og áhöfnin hefði staðfest hana og hafið lækkun. Peter Schlegel, yfirmaður flug- slysarannsóknarnefndar Þýska- lands, sagði að eftir nákvæma athug- un á upptökum af fjarskiptum væri niðurstaðan sú, að tilmælin frá flug- umferðarstjóranum hefðu komið 44 sek. fyrir slysið, en ekki 50 sekúnd- um, eins og áður hafði verið talið. „Ef gert er ráð fyrir að vélin hafi verið á venjulegum flughraða og lækkað flugið á venjulegan máta hefði lækkun átt að byrja að minnsta kosti einni og hálfri mínútu áður en leiðir þotanna skárust,“ sagði Schle- gel á fréttamannafundi í gær. Áhöfn Tupolev-þotunnar hefði hafið lækk- un 14 sekúndum eftir að tilmælin bárust frá flugumferðarstjóranum, eða þrjátíu sekúndum áður en leiðir vélanna skárust, eftir að tilmælin höfðu verið tvítekin. Staðhæfingu Rússa hafnað Tupolev-þotan var á leið frá Moskvu til Barcelona með 69 manns innanborðs. Boeing-þotan var á leið frá Ítalíu til Belgíu með tveggja manna áhöfn. Vélarnar rákust sam- an í 35.300 feta hæð eftir að báðar höfðu lækkað flugið skyndilega úr 36 þúsund fetum til þess að reyna að forðast árekstur. Í ljós hefur komið, að árekstrar- vari svissnesku flugumferðarstjórn- arinnar, sem hafði umsjón með flugi beggja vélanna, var óvirkur er slysið varð, og að annar af tveimur flug- umferðarstjórum sem áttu að vera á vakt hafði brugðið sér frá. Haft var eftir rússneskum rann- sóknarfulltrúa í gær, að áhöfn Tupo- lev-þotunnar hefði látið flugumferð- arstjórann í Sviss vita, einni og hálfri mínútu áður en leiðir vélanna skár- ust, að hætta væri á árekstri, en eng- in tilmæli um lækkun hefðu borist frá flugumferðarstjóranum fyrr en um 40 sekúndum síðar. Rússneska fréttastofan RIA-Novosti sagði heimildarmann sinn vera rannsókn- arfulltrúa sem tæki þátt í athugun á flugritum vélanna, en Schlegel hafn- aði þessu og sagðist ekki hafa neina vitneskju um slíka tilkynningu frá rússnesku vélinni. Frumrannsóknir bentu ekki til þess að svo hefði verið. Talsmaður Skyguide, fyrirtækis- ins er sér um alla flugumferðar- stjórn í Sviss, vildi ekkert segja um frétt RIA-Novosti. „Við getum ekki með nokkru móti staðfest þetta,“ sagði hann og bætti við að rannsókn- arfulltrúar í Þýskalandi yrðu að skera úr um hvort aðvörun hefði borist frá áhöfn Tupolev-þotunnar. „Ég veit ekki til þess að svo hafi ver- ið.“ Áhöfn Tupolev-þotunnar fékk lækkunartilmæli 40 sek. fyrir áreksturinn Sögð hafa varað flugum- ferðarstjóra við hættunni Berlín, Braunschweig, Moskvu. AP, AFP. Reuters Ættingjar farþega sem fórst í flugslysinu yfir Þýskalandi faðmast við hreyfil rússnesku Tupolev-þotunnar ná- lægt borginni Überlingen. Ættingjar þeirra sem fórust komu þar saman í gær og lögðu blómsveiga að flakinu. SALA George W. Bush Bandaríkja- forseta á hlutabréfum í olíufyrirtæk- inu Harken Energy árið 1990 hefur enn á ný komist í umræðuna í Bandaríkjunum í kjölfar hneykslis- mála í bandarísku efnahagslífi. Bush öðlaðist hlut í Harken, auk sætis í stjórn þess, þegar fyrirtækið keypti olíufyrirtæki í hans eigu árið 1989 sem þá átti í töluverðum fjár- hagsörðugleikum. Hinn 22. júní 1990 seldi Bush um tvo þriðju af hluta- bréfum sínum í Harken fyrir 848.000 dollara, andvirði 75 milljóna króna, en tveimur mánuðum síðar féll gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 75% eft- ir að fyrirtækið tilkynnti að mikið tap hefði orðið á rekstri þess. Ekki innherjaviðskipti Samkvæmt bandarískum lögum þurfa stjórnarmenn að senda fjár- málaeftirliti þar í landi tvær tilkynn- ingar þegar þeir vilja kaupa eða selja hlutabréf í eigin fyrirtæki. Bush sendi fyrri tilkynninguna en dró það að senda skýrsluna, sem ekki barst eftirlitinu fyrr en átta mánuðum eft- ir að bréfin höfðu verið seld. Fjármálaeftirlitið rannsakaði söl- una á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Bush hefði ekki gerst sekur um innherjaviðskipti þótt finna mætti að því að svo lengi hefði dregist að senda skýrsluna. Hingað til hefur Bush ætíð haldið því fram að hann hafi sent skýrsluna á réttum tíma en hún hafi misfarist í höndum fjármálaeftirlitsins. Tals- maður Bush hefur nú breytt frá- sögninni og viðurkennir að skýrslan hafi ekki verið send á réttum tíma, en að það hafi verið á ábyrgð lög- manna Harken en ekki Bush. Umræðan er sérstaklega vand- ræðaleg fyrir forsetann þar sem hann hefur lagt á það ríka áherslu að bæta þurfi endurskoðun stórfyrir- tækja og herða á reglum um inn- herjaviðskipti. Hann vill t.d. harðari refsingar fyrir yfirmenn fyrirtækja sem blekkja hluthafa, ríkisvaldið eða almenning. Nánustu samstarfsmenn forsetans eru sagðir hafa af því áhyggjur að málið geti grafið undan málflutningi hans á þessu sviði og jafnvel minnkað fylgi hans í skoðana- könnunum. Lögfræðingar á sviði fjármála- réttar hafa gert lítið úr yfirsjón Bush, sem þeir segja ekki hafa borið nein merki þess að hann hafi reynt að fela eitt eða neitt. Edward Fleischman, fyrrverandi yfirmaður fjármálaeftirlitsins, segir að á þeim tíma sem salan átti sér stað hafi ekki verið tekið hart á mönnum sem skil- uðu skýrslum seint eða ekki. „Það að skila ekki skýrslu af þessu tagi finnst mér ekki alvarlegt brot,“ segir hann. „Réttlætir það ákæru? Í dag, vafa- laust. Fyrir fimmtán árum? Ekki nokkur möguleiki.“ Segja má að umræðan hefði ekki getað komið upp á verri tíma fyrir Bush. Á þriðjudaginn kemur hyggst hann flytja ræðu í kauphöllinni í New York þar sem hann mun útlista áætlun stjórnarinnar til að bregðast við hneykslismálunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Demókratar hafa nýtt sér um- ræðuna til að koma höggi á Bush, en málið hefur komið reglulega upp undanfarin ár. „Það er kominn tími til að þessi tiltekni framkvæmda- stjóri, Bush forseti, taki ábyrgð á gerðum sínum, bæði sem kaupsýslu- maður og sem forseti Bandaríkj- anna,“ sagði Terry McAuliffe, for- maður landsamtaka Demókrata. Hann bætti við að stjórn Bush hefði „ýtt undir vafasama hegðun meðal kaupsýslumanna landsins með því að skapa viðskiptaumhverfi sem byggð- ist eingöngu á sérhagsmunum.“ Gamlar syndir plaga enn forseta Bandaríkjanna Sala á hlutabréfum setur Bush í vanda Washington. AP, Los Angeles TimesBANDARÍSKA lögreglan handtók á miðvikudag stjúpson Saddams Husseins, forseta Íraks, við komuna til Miami í Flórída en að sögn fjöl- miðla vestanhafs hugðist hann þar sækja námskeið við sama flugskóla og einn af flugræningjunum sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september sl. Maðurinn heitir Mohammad Saffi og starfar sem flugvirki hjá flug- félaginu Air New Zealand. Hann var handtekinn á grundvelli inn- flytjendalaga en hann hafði ekki tryggt sér heimild til að dvelja í Bandaríkjunum sem námsmaður. Mun Saffi, sem er 36 ára, hafa ætlað að stunda flugvirkjanám við flugskóla í grennd við alþjóða- flugvöllinn í Miami – þann sama og Ziad Jarrah, en Jarrah var einn þeirra sem rændi flugvélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu eftir að nokkrir farþegar reyndu að yfir- buga flugræningjana. Saffi er elsti sonur Samiru al- Shahbandar, eiginkonu Saddams númer tvö. Hann hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Auckland á Nýja Sjálandi undanfarin sex ár og er nýsjálenskur ríkisborgari. Að sögn fjölmiðla vestra þótti yfirvöldum í Miami grunsamlegt að Saffi skyldi kjósa að ferðast um hnöttinn þveran og endilangan til að sækja námskeið, sem hann hefði auðveldlega getað sótt annars stað- ar. Engar sannanir hafa þó komið fram í dagsljósið, sem tengja Saffi við starfsemi hryðjuverkahópa og nýsjálenskir fjölmiðlar segja hann hafa neitað að ræða samband sitt við Saddam, þegar hann var inntur eftir því eftir 11. september sl. Stjúpsonur Saddams handtekinn í Miami Mohammed Saffi Miami. AFP, AP. STÆRSTI útgefandi tónlistar í heiminum, Universal Music Group, hyggst bjóða viðskipa- vinum sínum að kaupa tónlist beint af Netinu frá netfyrir- tækinu Listen.com. Fyrir ári stöðvuðu bandarískir dómstól- ar að kröfu útgefanda starfsemi Napster-netfyrirtækisins sem veitti notendum sínum aðgang að tónlistinni án greiðslu en var talið brjóta höfundarréttarlög. „Þótt við höfum 100% laga- legan og siðferðislegan rétt til að berjast gegn sjóræningjaút- gáfum skiptir það engu þegar viðskipti eru annars vegar,“ sagði Larry Kenswil, einn af stjórnendum Universal. „Við verðum að huga að öðrum og löglegum kostum.“ Stórfyrirtækið Warner Mu- sic er sagt hafa gert samninga við nokkur fyrirtæki um rétt þeirra til að bjóða tónlist á Net- inu, þar á meðal AmericaOnline og MusicNet. Fyrirtækið Full- Audio segist hafa samið við Warner um að notendur fái að hlaða efni til brennslu en greiði fyrir þjónustuna 99 sent, tæpar níutíu krónur, fyrir hvert lag. Universal er sagt ætla að bjóða svipuð kjör síðar í sumar. Lögleg Nettónlist HÉRAÐSSTJÓRI Uruzgan í Afgan- istan, þar sem tugir óbreyttra borg- ara eru sagðir hafa beðið bana í árás bandarískra flugvéla, segir að njósn- arar eigi sök á blóðsúthellingunum vegna þess að þeir hafi veitt Banda- ríkjaher rangar upplýsingar. „Við krefjumst þess að bandarísk og afgönsk yfirvöld framselji njósn- arana sem létu bandarísku hersveit- unum í té rangar upplýsingar,“ sagði héraðsstjórinn, Yar Mohammed. Hann bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem rangar upplýsingar hefðu leitt til mannskæðra sprengju- árása í Uruzgan. Njósnurum kennt um árás Íslamabad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.