Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 51 Meðeigandi og jafnframt traustur meðstjórnandi ósk- ast að nýlegu og framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttri ferðaþjónustu (gisting, veitingar, kennsla í hesta- mennsku og tamningu, hestaferðir, hestamót og keppni í hestaíþróttum, ræktun á stóð- og góðhestum, fuglaskoðun, gönguleiðir með miklu útsýni og nátt- úruperlur í nágrenni). Mjög stór og góð jörð í þjóðbraut (þjóðvegur eitt). Æskilegt að meðeigandinn annist m.a. hestaferðir, hestamót, markaðsleit, o.fl. o.fl. Fjölbreytt og gefandi framtíðaratvinna. Hentar t.d. samhentum hjónum á góðum aldri. Stórt vel rekið sveitarfélag. Góður skóli, stór sund- laug, stórt íþróttahús. Fjölbreytt félagslíf. Tilboðum, sem greina fjölskyldustærð, áhugamál, menntun, aldur og fyrri störf verður svarað. Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „Trúnaðarmál — 7356“ fyrir kl. 17.00 föstudaginn 12. júlí. Tækifæri þitt? Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI EYJÓLFUR Ísólfsson og Rás frá Ragnheiðarstöðum voru með mjög góða sýningu í forkeppni töltsins á landsmótinu í gær, fengu hvorki meira né minna en 8,03 í einkunn. Þykir það alltaf tíðindum sæta þegar áttu-múrinn er rofinn í töltinu. Hefur sjálfsagt munað mestu um afbragðs góða sýningu á hægu tölti og greini- legt að vel og samviskusamlega hef- ur verið þjálfað á Hólum í vetur og vor. Það var sigurvegarinn frá síðasta landsmóti í tölti, Hans F. Kjerúlf sem kom næstur á Laufa frá Kolla- leiru og er það í þriðja skipti sem þeir taka þátt í töltkeppni landsmóts. Hlutu 7,97 og munurinn því ekki mikill og má búast við hörkukeppni milli þeirra beggja. Næstir eru Sigurður Sigurðarson á Fífu frá Brún með 7,80. Lítt þekkt- ur knapi, Bergur Gunnarsson, kom skemmtilega á óvart og hafnaði í fjórða sæti á Dimmbrá frá Sauðár- króki með 7,57 en þau voru með mjög góða sýningu. Síðastur inn í A-úrslit varð svo Gísli Gíslason á Birtu frá Ey, einnig með 7,57 en sjálfsagt hef- ur munað einhverjum aukastöfum. B-úrslitin fara fram annað kvöld og þurfti að fara í 7,17 til að sleppa inn í þau og segir það meira en mörg orð um það hversu jöfn og sterk tölt- keppni landsmótins er að þessu sinni. Í B-úrslitum verða Haukur Tryggvason á Dáð frá Halldórsstöð- um með 7,47, Sigurbjörn Bárðarson á Kóngi frá Miðgrund með 7,43, Ein- ar Ö.Magnússon á Glóð frá Grjóteyri með 7,27, Erlingur Erlingsson á Surtsey frá Feti með 7,23 og Sigurð- ur V. Matthíasson á Gnótt frá Skolla- gróf með 7,17. Forkeppnin í tölti fór fram í blíð- skaparveðri og var það mál manna að líklega hefði aldrei verið haldin jafn sterk töltkeppni hér á landi. Mátti þarna sjá vel þjálfaða og uppbyggða töltara sem mótsgestir nutu til hins ýtrasta. Sýndu þeir einnig góð við- brögð og var óspart klappað eftir til- efnum sem voru býsna mörg. Eyjólfur og Rás með nauma forystu Morgunblaðið/Vakri Eyjólfur Ísólfsson og Rás frá Ragnheiðarstöðum voru öryggið upp- málað og tóku fyrsta sætið með stæl í forkeppninni í tölti. FJÖGURRA vetra kynbótahross voru dæmd í gær og urðu nokkrar breytingar á röð stóðhestanna. Illing- ur frá Tóftum tók forystuna en hann stórbætti hæfileikaeinkunn sína, fór úr 8,00 í 8,36, sem verður að teljast tíðindi hjá svo ungum hesti. Hann hlaut 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk, feg- urð í reið og vilja og geðslag. Illingur er undan Núma frá Þóroddsstöðum og Hríslu frá Laugarvatni svo þarna er um að ræða nokkuð hreinan Laug- vetning og er frammistaða Illings góð sárabót fyrir hrakfarir Þyrnis frá Þóroddsstöðum í fyrradag. Magnús Trausti Svavarsson sýndi Illing. Óðs- sonurinn Aron frá Strandarhöfða varð annar og hækkar sig einnig nokkuð fyrir hæfileika, úr 8,20 í 8,30 svo segja má að gott stuð sé á fjög- urra vetra hestunum, sumum hverj- um í það minnsta. Aron fékk meðal annars 9,5 fyrir tölt, hækkaði sig um hálfan þar. Knapi var Daníel Jónsson. Yfirlitssýning á laugardag Ekki gekk eins vel hjá Þórði Þor- geirssyni með Gára frá Auðsholts- hjáleigu. Hann heldur að sjálfsögðu sinni himinháu sköpulagseinkunn, 8,87, en hann lækkar fyrir hæfileika um 0,20 og það kostar hann toppsæt- ið. Gári er undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni. Þristur frá Feti varð í fjórða sæti með 8,16 og bætir hann sig frá því í vor, úr 7,98 í 8,20. Knapi var Erlingur Erlingsson. Næstir koma Akkur frá Brautarholti með 8,09 og Örvar Odd- ur frá Ketilsstöðum með 8,07. Samba frá Miðsitju stóð efst fyrir mót og heldur enn forystunni jafnvel þótt hún lækki örlítið í meðaleinkunn hæfileika. Hún hækkar sig í 9,0 fyrir tölt og 8,0 fyrir fet en fær 5,0 fyrir stökk svo væntanlega fá mótsgestir að sjá Sömbu á stökki á yfirlitssýn- ingu í fyrramálið. Knapi á Sömbu var Erlingur Erlingsson. Í öðru sæti varð Þula frá Hellubæ sem Olil Amble sýndi, með 8,19 og lækkaði hún örlít- ið. Ósk frá Þorlákshöfn varð þriðja með 8,17 og heldur öllu sínu frá vor- sýningu. Þórður Þorgeirsson sýndi Ósk. Gefjun frá Sauðanesi varð fjórða með 8,15 og Hryðja frá Hvoli fimmta. Kynbótadómar á landsmóti Fjögurra vetra hest- arnir stór- bæta sig ÞAÐ hefur lengi verið vitað að Sól- dögg frá Hvoli er afbragðs gott hross en líklega hefur hún aldrei verið eins góð og í forkeppni A- flokks gæðinga á landsmótinu í gær. Hlaut hún 8,83 í einkunn, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur ver- ið í gæðingakeppni landsmótsins til þessa. Knapi á Sóldögg nú sem fyrr var Þorvaldur Þorvaldsson. Það er athyglisvert að Sóldögg hefur lítið sem ekkert verið í um- ræðunni sem hugsanlegur sigur- vegari í A-flokki en eftir frammi- stöðuna í dag verður að telja hana mjög sigurstranglega þótt enginn geti bókað sigur fyrirfram. Adam frá Ásmundarstöðum vermdi lengi vel efsta sætið með 8,73, en knapi á honum var Logi Laxdal. Eins og í B-flokki fara 25 efstu áfram í milliriðil þar sem sýna þarf allar gangtegundir, en þeir eru Sif frá Flugumýri og Páll Bjarki Pálsson, 8,70, Logi frá Brennihóli og Olil Amble, 8,65, Léttir frá Stóra-Ási og Benedikt Líndal, 8,65, Gjafar frá Ásólfsstöð- um og Vignir Jónasson, 8,64, Kjarkur frá Ásmúla og Logi Lax- dal, 8,61, Hilmir fá Þorláksstöðum og Atli Guðmundsson, 8,58, Þór frá Prestbakka og Þorvaldur Árni Þorvalds, 8,58, Huginn frá Haga og Sigurbjörn Bárðarson, 8,57, Andvari frá Sléttubóli og Þorvald- ur Árni Þorvaldson, 8,56, Garpur frá Auðsholtshjáleigu og Atli Guð- mundsson, 8,56, Leikur frá Sig- mundarstöðum og Reynir Aðal- steinsson, 8,56, Geysir frá Gerðum og Björg Ólafsdóttir, 8,55, Bylur frá Skáney og Sigurbjörn Bárð- arson, 8,54, Fálki frá Sauðárkróki og Sigurður Vignir Matthíasson, 8,54, Víglundur frá Vestra-Fífl- holti og Jóhann G. Jóhannsson, 8,54, Vikar frá Torfastöðum og Tómas Ragnarsson, 8,54, Glampi frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,52, Stjarni frá Bú- landi og Trausti Þór Guðmunds- son, 8,50, Fjalar frá Glóru og Christine Lund, 8,50, Riddari frá Krossi og Viðar Ingólfsson, 8,47, Þytur frá Kálfhóli og Elsa Magn- úsdóttir, 8,46, Flói frá Húsavík og Gísli Haraldsson, 8,46, Blika frá Glúmsstöðum og Ragnheiður Sam- úelsdóttir, 8,45. Milliriðill í A-flokki fer fram í dag klukkan 15.45. Forkeppni A-flokks á landsmóti Sóldögg í efsta sætið öllum á óvart Sóldögg frá Hvoli og Þorvaldur Þorvaldsson voru með frábæra sýningu og tryggðu sér forystuna í A-flokki í gærmorgun meða 8,83 í einkunn. Morgunblaðið/Vakri Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Áhorfendur á landsmótinu fylgdust með af áhuga, en Andrea, sem er níu mánaða, hafði þó meira gaman af því að leika sér með dótið sitt. LANDSMÓTSSTEMNINGIN eykst með degi hverjum á Vind- heimamelum eftir því sem fjölgar hér mótsgestum. Í gærkvöldi töldu forráðamenn mótsins að hátt í fjögur þúsund manns væru komin á svæðið. Veðrið hefur leikið við mótsgesti það sem af er móti og allt útlit fyrir svipað veð- ur það sem eftir er. Framkvæmd mótsins gengur eins og í sögu að sögn forráða- manna og lögreglan segir allt hafa verið tíðindalaust hvað varð- ar umferð og eins hafi vart sést vín á nokkrum manni. Í gærkvöldi og fyrrakvöld skemmti fólk sér við að horfa á kappreiðar sem gengu mjög vel fyrir sig og hart barist um sigur í hverri grein. Framkvæmd geng- ur vel og tíðinda- laust hjá lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.