Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 51

Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 51 Meðeigandi og jafnframt traustur meðstjórnandi ósk- ast að nýlegu og framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttri ferðaþjónustu (gisting, veitingar, kennsla í hesta- mennsku og tamningu, hestaferðir, hestamót og keppni í hestaíþróttum, ræktun á stóð- og góðhestum, fuglaskoðun, gönguleiðir með miklu útsýni og nátt- úruperlur í nágrenni). Mjög stór og góð jörð í þjóðbraut (þjóðvegur eitt). Æskilegt að meðeigandinn annist m.a. hestaferðir, hestamót, markaðsleit, o.fl. o.fl. Fjölbreytt og gefandi framtíðaratvinna. Hentar t.d. samhentum hjónum á góðum aldri. Stórt vel rekið sveitarfélag. Góður skóli, stór sund- laug, stórt íþróttahús. Fjölbreytt félagslíf. Tilboðum, sem greina fjölskyldustærð, áhugamál, menntun, aldur og fyrri störf verður svarað. Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „Trúnaðarmál — 7356“ fyrir kl. 17.00 föstudaginn 12. júlí. Tækifæri þitt? Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI EYJÓLFUR Ísólfsson og Rás frá Ragnheiðarstöðum voru með mjög góða sýningu í forkeppni töltsins á landsmótinu í gær, fengu hvorki meira né minna en 8,03 í einkunn. Þykir það alltaf tíðindum sæta þegar áttu-múrinn er rofinn í töltinu. Hefur sjálfsagt munað mestu um afbragðs góða sýningu á hægu tölti og greini- legt að vel og samviskusamlega hef- ur verið þjálfað á Hólum í vetur og vor. Það var sigurvegarinn frá síðasta landsmóti í tölti, Hans F. Kjerúlf sem kom næstur á Laufa frá Kolla- leiru og er það í þriðja skipti sem þeir taka þátt í töltkeppni landsmóts. Hlutu 7,97 og munurinn því ekki mikill og má búast við hörkukeppni milli þeirra beggja. Næstir eru Sigurður Sigurðarson á Fífu frá Brún með 7,80. Lítt þekkt- ur knapi, Bergur Gunnarsson, kom skemmtilega á óvart og hafnaði í fjórða sæti á Dimmbrá frá Sauðár- króki með 7,57 en þau voru með mjög góða sýningu. Síðastur inn í A-úrslit varð svo Gísli Gíslason á Birtu frá Ey, einnig með 7,57 en sjálfsagt hef- ur munað einhverjum aukastöfum. B-úrslitin fara fram annað kvöld og þurfti að fara í 7,17 til að sleppa inn í þau og segir það meira en mörg orð um það hversu jöfn og sterk tölt- keppni landsmótins er að þessu sinni. Í B-úrslitum verða Haukur Tryggvason á Dáð frá Halldórsstöð- um með 7,47, Sigurbjörn Bárðarson á Kóngi frá Miðgrund með 7,43, Ein- ar Ö.Magnússon á Glóð frá Grjóteyri með 7,27, Erlingur Erlingsson á Surtsey frá Feti með 7,23 og Sigurð- ur V. Matthíasson á Gnótt frá Skolla- gróf með 7,17. Forkeppnin í tölti fór fram í blíð- skaparveðri og var það mál manna að líklega hefði aldrei verið haldin jafn sterk töltkeppni hér á landi. Mátti þarna sjá vel þjálfaða og uppbyggða töltara sem mótsgestir nutu til hins ýtrasta. Sýndu þeir einnig góð við- brögð og var óspart klappað eftir til- efnum sem voru býsna mörg. Eyjólfur og Rás með nauma forystu Morgunblaðið/Vakri Eyjólfur Ísólfsson og Rás frá Ragnheiðarstöðum voru öryggið upp- málað og tóku fyrsta sætið með stæl í forkeppninni í tölti. FJÖGURRA vetra kynbótahross voru dæmd í gær og urðu nokkrar breytingar á röð stóðhestanna. Illing- ur frá Tóftum tók forystuna en hann stórbætti hæfileikaeinkunn sína, fór úr 8,00 í 8,36, sem verður að teljast tíðindi hjá svo ungum hesti. Hann hlaut 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk, feg- urð í reið og vilja og geðslag. Illingur er undan Núma frá Þóroddsstöðum og Hríslu frá Laugarvatni svo þarna er um að ræða nokkuð hreinan Laug- vetning og er frammistaða Illings góð sárabót fyrir hrakfarir Þyrnis frá Þóroddsstöðum í fyrradag. Magnús Trausti Svavarsson sýndi Illing. Óðs- sonurinn Aron frá Strandarhöfða varð annar og hækkar sig einnig nokkuð fyrir hæfileika, úr 8,20 í 8,30 svo segja má að gott stuð sé á fjög- urra vetra hestunum, sumum hverj- um í það minnsta. Aron fékk meðal annars 9,5 fyrir tölt, hækkaði sig um hálfan þar. Knapi var Daníel Jónsson. Yfirlitssýning á laugardag Ekki gekk eins vel hjá Þórði Þor- geirssyni með Gára frá Auðsholts- hjáleigu. Hann heldur að sjálfsögðu sinni himinháu sköpulagseinkunn, 8,87, en hann lækkar fyrir hæfileika um 0,20 og það kostar hann toppsæt- ið. Gári er undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni. Þristur frá Feti varð í fjórða sæti með 8,16 og bætir hann sig frá því í vor, úr 7,98 í 8,20. Knapi var Erlingur Erlingsson. Næstir koma Akkur frá Brautarholti með 8,09 og Örvar Odd- ur frá Ketilsstöðum með 8,07. Samba frá Miðsitju stóð efst fyrir mót og heldur enn forystunni jafnvel þótt hún lækki örlítið í meðaleinkunn hæfileika. Hún hækkar sig í 9,0 fyrir tölt og 8,0 fyrir fet en fær 5,0 fyrir stökk svo væntanlega fá mótsgestir að sjá Sömbu á stökki á yfirlitssýn- ingu í fyrramálið. Knapi á Sömbu var Erlingur Erlingsson. Í öðru sæti varð Þula frá Hellubæ sem Olil Amble sýndi, með 8,19 og lækkaði hún örlít- ið. Ósk frá Þorlákshöfn varð þriðja með 8,17 og heldur öllu sínu frá vor- sýningu. Þórður Þorgeirsson sýndi Ósk. Gefjun frá Sauðanesi varð fjórða með 8,15 og Hryðja frá Hvoli fimmta. Kynbótadómar á landsmóti Fjögurra vetra hest- arnir stór- bæta sig ÞAÐ hefur lengi verið vitað að Sól- dögg frá Hvoli er afbragðs gott hross en líklega hefur hún aldrei verið eins góð og í forkeppni A- flokks gæðinga á landsmótinu í gær. Hlaut hún 8,83 í einkunn, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur ver- ið í gæðingakeppni landsmótsins til þessa. Knapi á Sóldögg nú sem fyrr var Þorvaldur Þorvaldsson. Það er athyglisvert að Sóldögg hefur lítið sem ekkert verið í um- ræðunni sem hugsanlegur sigur- vegari í A-flokki en eftir frammi- stöðuna í dag verður að telja hana mjög sigurstranglega þótt enginn geti bókað sigur fyrirfram. Adam frá Ásmundarstöðum vermdi lengi vel efsta sætið með 8,73, en knapi á honum var Logi Laxdal. Eins og í B-flokki fara 25 efstu áfram í milliriðil þar sem sýna þarf allar gangtegundir, en þeir eru Sif frá Flugumýri og Páll Bjarki Pálsson, 8,70, Logi frá Brennihóli og Olil Amble, 8,65, Léttir frá Stóra-Ási og Benedikt Líndal, 8,65, Gjafar frá Ásólfsstöð- um og Vignir Jónasson, 8,64, Kjarkur frá Ásmúla og Logi Lax- dal, 8,61, Hilmir fá Þorláksstöðum og Atli Guðmundsson, 8,58, Þór frá Prestbakka og Þorvaldur Árni Þorvalds, 8,58, Huginn frá Haga og Sigurbjörn Bárðarson, 8,57, Andvari frá Sléttubóli og Þorvald- ur Árni Þorvaldson, 8,56, Garpur frá Auðsholtshjáleigu og Atli Guð- mundsson, 8,56, Leikur frá Sig- mundarstöðum og Reynir Aðal- steinsson, 8,56, Geysir frá Gerðum og Björg Ólafsdóttir, 8,55, Bylur frá Skáney og Sigurbjörn Bárð- arson, 8,54, Fálki frá Sauðárkróki og Sigurður Vignir Matthíasson, 8,54, Víglundur frá Vestra-Fífl- holti og Jóhann G. Jóhannsson, 8,54, Vikar frá Torfastöðum og Tómas Ragnarsson, 8,54, Glampi frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,52, Stjarni frá Bú- landi og Trausti Þór Guðmunds- son, 8,50, Fjalar frá Glóru og Christine Lund, 8,50, Riddari frá Krossi og Viðar Ingólfsson, 8,47, Þytur frá Kálfhóli og Elsa Magn- úsdóttir, 8,46, Flói frá Húsavík og Gísli Haraldsson, 8,46, Blika frá Glúmsstöðum og Ragnheiður Sam- úelsdóttir, 8,45. Milliriðill í A-flokki fer fram í dag klukkan 15.45. Forkeppni A-flokks á landsmóti Sóldögg í efsta sætið öllum á óvart Sóldögg frá Hvoli og Þorvaldur Þorvaldsson voru með frábæra sýningu og tryggðu sér forystuna í A-flokki í gærmorgun meða 8,83 í einkunn. Morgunblaðið/Vakri Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Áhorfendur á landsmótinu fylgdust með af áhuga, en Andrea, sem er níu mánaða, hafði þó meira gaman af því að leika sér með dótið sitt. LANDSMÓTSSTEMNINGIN eykst með degi hverjum á Vind- heimamelum eftir því sem fjölgar hér mótsgestum. Í gærkvöldi töldu forráðamenn mótsins að hátt í fjögur þúsund manns væru komin á svæðið. Veðrið hefur leikið við mótsgesti það sem af er móti og allt útlit fyrir svipað veð- ur það sem eftir er. Framkvæmd mótsins gengur eins og í sögu að sögn forráða- manna og lögreglan segir allt hafa verið tíðindalaust hvað varð- ar umferð og eins hafi vart sést vín á nokkrum manni. Í gærkvöldi og fyrrakvöld skemmti fólk sér við að horfa á kappreiðar sem gengu mjög vel fyrir sig og hart barist um sigur í hverri grein. Framkvæmd geng- ur vel og tíðinda- laust hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.