Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Syðri-Bakka í Keldu- hverfi 2. mars 1911. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni 22. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Erlingur Frið- riksson, bóndi á Syðri-Bakka í Keldu- hverfi, f. 1878, d. 1913, og Þuríður Vil- hjálmsdóttir, hús- móðir og kennari, f. 1889, d. 1980. Þau hjónin áttu aðra dóttur, Aðal- björgu, sem dó á barnsaldri. Hálf- bræður Sigríðar eru: Magnús Þorláksson, húsgagnasmíða- meistari í Reykjavík, f. 1925, d. 1999, Jón Erlingur Þorláksson, tryggingafræðingur í Kópavogi, f. 1926, Sigtryggur Þorláksson, bóndi og fv. skólastjóri á Sval- barði, f. 1928, Stefán Þórarinn Þorláksson, kennari við Mennta- skólann á Akureyri, f. 1930, og Vilhjálmur Þorláksson, verkfræð- ingur í Garðabæ, f. 1933. Fóst- ursystir er Björk Axelsdóttir, kennari í Mosfellsbæ, f. 1942. Sigríður gift- ist árið 1934 Páli Kristjánssyni frá Hermundarfelli. Þau skildu 1950. Sigríður fluttist með móður sinni að Ytri-Brekkum á Langanesi þegar faðir hennar féll frá. Þuríður giftist aftur 1924 og fluttu þær mæðgur þá að Ytra- Álandi í Þistilfirði og síðar Svalbarði. Sigríður varð gagnfræðingur frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1929. Hún var húsmóðir á Hermundarfelli í Þistilfirði 1934–1945 en fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði sem iðnverkakona, lengst af í Vinnufatagerð Íslands og gróðr- arstöðinni Sólvangi. Hún iðkaði listir í tómstundum, einkum myndlist og dans. Útför Sigríðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Í dag er kvödd vinkona mín Sigríð- ur Jónsdóttir eða Sigga frænka eins og hún var oftast kölluð. Kynni okkar hófust þegar ég flutti 9 ára í Barma- hlíðina í nágrenni við Siggu og átti þar athvarf ef á þurfti að halda þó að sú pössun væri jafnan á frjálslegu nótunum. Það kom fljótt í ljós að Sigga var ekki það sem kalla mátti venjuleg fullorðin manneskja af afa og ömmu kynslóð heldur nær þeim karakterum sem ýmsir barnabóka- höfundar hafa skáldað upp í seinni tíð og hafa ekki stórar áhyggjur af því hvað þykir til siðs eða hvað öðrum kann að finnast ef andinn blæs þeim eitthvað í brjóst. Þannig breytti Sigga varanlega skoðun 9 ára stráks á því hvað gamlar konur gætu og kynnu meðal annars með því að nenna að tefla við mig hvenær sem var, gefa mér forgjöf og máta mig oftast. Þetta var þegar Spasskí og Fischer áttust við í Laugardalshöll og við strákarnir í Barmahlíð lágum inni yfir tafli heilu dagana, lásum skákbækur og þóttumst vera nokkuð slyngir. En engum sögum fór af kvenfólki sem tefldi á þessum slóðum nema Siggu frænku. Það sem mörgum dettur eflaust fyrst í hug þegar Sigga er nefnd eru bolluvendirnir. Þá bjó Sigga til í hundraðavís í kompunni á stigapall- inum. Sú vertíð hófst með söfnun flugeldaprika á nýársdag og stóð fram á bolludag. Þá fengu allir krakkar sem Sigga þekkti bolluvendi og aðrir gátu keypt þessa kjörgripi fyrir lítið í bakaríum borgarinnar. Önnur vertíð hjá Siggu stóð yfir á að- ventunni en þá gerði hún blómakörf- ur í tugatali og gaf vinum og vanda- mönnum. Listhneigð Siggu átti sér fleiri birtingarform. Hún gerði mikið af myndum úr pressuðum blómum og þara sem hún rammaði inn sjálf. Á áttræðisaldri var hún á myndlistar- námskeiðum og af afrakstrinum má ætla að Sigga hefði valið sér nám og starf tengt myndlistinni hefði hún fæðst nokkrum áratugum síðar en hún gerði. Við Sigga endurnýjuðum kynnin fyrir 11 árum og þegar ég var orðinn garðeigandi vestur í bæ þá gerðist Sigga minn helsti ráðgjafi í garðin- um. Hún þekkti allar plöntur sem þar var að finna og vissi hvar þeim liði best og bætti við ýmsu úr garðinum í Barmahlíð. Það var með eindæmum hvað allt spratt vel sem Sigga sáði eða plantaði, hvort sem var úti eða inni. Sigga talaði stundum um að ým- islegt hefði verið sér mótdrægt í líf- inu og margt hefði nú mátt hafa farið öðruvísi en það fór en aldrei brást þó að hún endaði slíkt tal með því að gera grín að sjálfri sér fyrir það og hlæja að öllu saman. Þó var orðið djúpt á hlátrinum síðustu mánuðina þegar heilsan var alveg farin og hún átti sér þá einu ósk að fá að fara. Ég samgleðst því Siggu núna að vera komin í betri stað þar sem nóg er af fallegum blómum og glæsilegum dansherrum. Brjánn Ingason. Sigga frænka hefur nú fengið hvíldina eftir langa ævi. Fyrir jólin þegar hún hætti að geta farið út fannst henni nóg komið og fór að bíða og vona að hún fengi að fara. Hún var merkileg kona en líf henn- ar enginn dans á rósum. Hún var miklu eldri en bræðurnir og því kom- in á miðjan aldur þegar við bræðra- börnin kynntumst henni, þá þegar búin að eiga viðburðaríka daga. Við munum hana búandi eina í Barma- hlíðinni, að föndra bolluvendi, að tína blóm og þara sem hún þurrkaði og vann listaverk úr en ekki síst að baka pönnukökur og hita kakó. Við systk- inin höfum öll búið erlendis í lengri eða skemmri tíma og í hverri heim- sókn til Íslands var heimboð hjá Siggu fastur liður. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu og hjá henni var eins konar miðstöð upplýsinga um ættingjana. Hún lifði tíma mikilla þjóðfélags- breytinga en tengdi á jákvæðan hátt það góða úr gamla tímanum við þann nýja. Hún var sparsöm og nýtin, var t.d. mjög ánægð þegar hægt var að skila blöðum og fernum í endur- vinnslu, hún unni náttúrunni og land- inu. Í fyrrasumar kom hún með bróð- ur mínum í Borgarfjörð, þar sem ég var í bústað. Ekki treysti hún sér í göngu með okkur en þegar við kom- um til baka var hún búin að lokka maríuerlu til sín á pallinn, búin að fara út í móann að gá að berjum og tína sér blóm. Hún var full athafnasemi alveg þangað til í fyrrahaust, fór í dans oft í viku, fór í strætó út um allan bæ, sult- aði, prjónaði og föndraði. Andlega var hún ótrúlega hress alveg inn í það síðasta. Í vetur var hún hætt að geta horft á sjónvarp en til að drepa tím- ann hlýddi hún sér yfir kvæði sem hún hafði lært og hún kunni ógrynni af. Það er margs að minnast og sakna en ég og systkini mín erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Hvíli Sigga í friði, laus við þá písl sem henni fannst lífið oft vera. Guðrún RagnheiðurJónsdóttir. Sigríður Jónsdóttir, eða Sigga frænka í Barmahlíð, er látin. Hún var dóttir fósturmóður minnar elsku- legrar, Þuríðar Vilhjálmsdóttur, lengst húsfreyju á Svalbarði í Þist- ilfirði og fyrri manns hennar, Jóns Erlings Friðrikssonar bónda á Syðri- Bakka í Kelduhverfi. Jón var bú- fræðingur frá Ólafsdal og mun hafa unnið við jarðabætur austan „Heið- ar“ þegar þau Þuríður kynntust. Sigga fæddist á Syðri-Bakka 2. mars 1911 og var því liðlega 91 árs þegar hún lést. Hún bar aldurinn vel þótt lífið léki ekki alltaf við hana fremur en aðra. Ungu hjónin á Syðri- Bakka eignuðust fljótlega aðra dótt- ur, Aðalbjörgu. Árið 1913 dró ský fyrir sólu er Jón Erlingur lést skyndilega úr lungnabólgu. Þuríður fluttist þá með litlu dæturnar á bernskuheimili sitt að Ytri-Brekkum á Langanesi. Vilhjálmur, faðir Þur- íðar, var þá látinn en Sigríður, móðir hennar, bjó áfram með sonum sínum, tvíburabræðrunum Axel og Davíð. Heimilið var fjölmennt, fósturbörn og frændlið ásamt vinnufólki að þeirrar tíðar hætti. Á hinu búinu bjó Sigtryggur bróðir Þuríðar ásamt konu og börnum. Allt bjó fólkið í Brekknabænum, timburhúsi sem Vilhjálmur lét reisa um aldamótin 1900 og var með reisulegri húsum í sveitum á þeim tíma. Einnig stóð þá gamla baðstofan sem var bæði stór og vel viðuð. Þuríður tók nú við bús- forráðum ásamt Davíð afa mínum en Axel lést 26 ára gamall árið 1916. Á Brekkum, þar sem bláklukkan óx kringum álfasteininn, lækurinn rann gegnum gamla bæinn og sólin sest ekki um sumarsólstöður, ólst Sigga upp fram undir fermingu. Dav- íð, afi minn, var einstakt góðmenni og gekk hann henni í föður stað. Þótti Siggu mjög vænt um þennan frænda sinn og talaði um hann af mikilli virð- ingu. Gleði og sorgir skiptust á í lífi Sig- ríðar litlu. Systirin, Aðalbjörg, lést úr kíghósta. Sigga mundi þann atburð, mundi eftir sér úti í horni í stofunni, fannst allir hafa gleymt sér. Auðvitað voru þetta viðbrögð barnsins við sorginni. Má nærri geta hversu mik- ils virði Sigga var móður sinni sem nú hafði misst bæði eiginmann og dótt- ur. Sigga var móður sinni mjög kær alla tíð og var það gagnkvæmt. Þuríður var dugleg kona og um margt á undan sinni samtíð. Þegar Sigríður móðir hennar var látin og Davíð kvæntur maður dreif hún sig í Kennaraskólann og lauk kennara- prófi 1922, en hún hafði lokið öðrum bekk áður en hún gifti sig. Sigga varð eftir á Ytri-Brekkum hjá afa og ömmu. Hún var því litla stúlkan á heimilinu þegar faðir minn fæddist, sá hann nýfæddan í vöggu, því vildi hún vera við þegar hann var kistu- lagður, sjá hann í kistunni líka. Þann- ig var Sigga, trygg ættingjum sínum og vinum til hinstu stundar. Að námi loknu gerðist Þuríður farkennari á Langanesi – á Nesinu – eins og hún sagði og var þá Sigga ýmist með henni eða heima á Brekkum. Árið 1924 varð breyting á högum þeirra mæðgna þegar Þuríður giftist Þorláki Stefánssyni frá Laxárdal í Þistilfirði. Hann var þá bóndi á Ytra- Álandi í sömu sveit. Á hinum bænum bjó nú Sigtryggur Vilhjálmsson frá Ytri-Brekkum með fjölskyldu sinni. Þær mæðgur voru því áfram meðal frænda og hefur það trúlega gert Siggu vistaskiptin léttari en þau ann- ars hefðu orðið henni á viðkvæmum unglingsaldri. Sigga hélt alla tíð mik- illi tryggð við systkinin frá Álandi og voru sum þeirra nágrannar hennar í Barmahlíðinni. Þorlákur fóstri minn var mætur maður og reyndist Siggu vel. Hann var ákafamaður og framsýnn bóndi og höfðu ungir sem aldnir nóg að starfa. Svo komu bræðurnir, sá elsti 1925, sá yngsti 1933. Sigga fylgdist að sjálfsögðu með og tók þátt í upp- eldi bræðra sinna, var henni alla tíð mjög annt um velferð þeirra og þeirra fjölskyldna. Sigga hélt til náms við Mennta- skólann á Akureyri og lauk gagn- fræðaprófi eftir þrjá vetur, vorið 1929. Sigga var góður námsmaður, hafði næmt eyra fyrir erlendum mál- um, sagðist sjá eftir að hafa ekki farið í fjórða bekk því þá hefði hún náð betri tökum á málunum. Engu að síð- ur talaði hún rétta og góða þýsku á efri árum. Á skólaárunum fékk Sigga tilsögn í teikningu og eru til eftir hana listilega gerðar myndir – blý- antsteikningar – frá þeim árum. Sigga hefur áreiðanlega notið skóla- áranna inni á Akureyri svo námfús og glaðsinna sem hún var. Fyrir fá- einum árum heimsóttum við Sigga bekkjarsystur hennar, Huldu Páls- dóttur á Höllustöðum, þær höfðu ekki sést frá því að þær luku námi eða í nærfellt 65 ár. Var gaman að hlusta á þær rifja upp minningar frá skólaárunum og sjá þær verða ungar í annað sinn, svo kátar og skemmti- legar sem þær voru báðar. Mér flaug í hug að það eru ekki árin sem skipta máli heldur viðhorfið til lífsins og samferðamannanna. Árið 1934 giftist Sigga Páli Krist- jánssyni á Hermundarfelli. Páll var listhneigður eins og Sigga, var flink- ur organisti og spilaði í kirkjunni. Það er fallegt á Hermundarfelli og vinalegt bæjarstæðið við rætur fjalls- ins. Páll var heilsuveill, með berkla, kom því í hlut Siggu að annast búið ásamt tengdaföður sínum þegar Páll var til lækninga. Þau brugðu búi vor- ið 1945, fluttust til Reykjavíkur og settust fljótlega að í Barmahlíð 46 þar sem Sigga bjó til æviloka. Páll og Sigríður eignuðust ekki börn og skildu fljótlega eftir að suður kom. Sigga vann lengst í Vinnufatagerð Ís- lands, einnig vann hún við garðyrkju. Vinnan í Vinnufatagerðinni var erfið, hraðinn mikill og oft verið að sauma þungar yfirhafnir. Sigga var dugleg og flink saumakona og hefur áreið- anlega skilað góðu dagsverki. Á þess- um árum leigði Sigga út herbergi, oft skólafólki og hafði leigjendur sína þá gjarna í fæði og hlynnti að þeim á all- an hátt. Þegar ég kom fimm ára gömul í fóstur á Svalbarði kynntist ég Siggu frænku. Hún kom norður á hverju sumri í sumarleyfinu sínu. Hún var sívinnandi, átti falleg föt sem hún saumaði sjálf og bar með sér ferskan blæ úr höfuðborginni. Hún sagði frá tívolíinu í Vatnsmýrinni, frá strætis- vögnunum og ýmsu öðru sem vakti athygli barnsins. Tvö sumur kom hún með dóttur vina sinna, Sigrúnu; sem var á aldur við mig, ekki spillti það ánægjunni. Sigga var alltaf að gera eitthvað fyrir okkur krakkana. Fara með vísur og segja okkur sögur. Ég fékk að fara með henni í berja- og grasamó og í heimsóknir á næstu bæi. Alltaf var Sigga með myndavél- ina sína með sér. Hún tók skemmti- legar myndir, hafði næmt auga fyrir myndefninu. Sigga var mikil ræktunarkona, ræktaði upp og annaðist garðinn sinn í Barmahlíðinni af mikilli natni. Hún gróðursetti tré á Hermundarfelli þegar hún bjó þar og alltaf var hún að koma með blóm og laga til í garðinum heima á Svalbarði. Eftir að við hjónin eignuðumst jörð í Húnavatnssýslu kom Sigga gjarna síðumars, fór í berjamó og fylgdist með ræktunar- starfi, þótti það ekki sem verst þótt vissulega mætti gera betur. Þær fjöl- æru garðplöntur sem við eigum eru flestar ættaðar úr garðinum í Barmahlíðinni. Þannig fylgdist Sigga líka með og stuðlaði að garðrækt bræðra sinna og frænda fyrir sunn- an. Á sínum yngri árum átti Sigga góðan reiðhest, hann Spak. Hún minntist þess oft hve gaman var að sitja hann á mjúku tölti. Löngu seinna kom hún á hestbak hjá okkur en gæðingar okkar stóðust ekki sam- jöfnuð við Spak. Á haustin safnaði Sigga ýmsum jurtum sem hún þurrkaði og notaði í jólakort og myndir að ógleymdum jólaskreytingunum sem hún dreifði milli ættingjanna. Eitt sinn fór ég með henni að tína mosa og ætlaði bara að taka lítinn plastpoka með. „Þetta er ekki nóg,“ sagði Sigga, „skreytingarnar eru svo margar“. Þegar skreytingarnar voru fullbúnar sýndi hún mér þær. Þarna stóðu þær í röðum hver annarri fallegri og biðu viðtakenda. Á hverjum vetri bjó Sigga til fjölda bolluvanda og gladdi þannig yngsta fólkið. Vendina skreytti hún með rósum úr krep- pappír. Mikið þóttu mér rósirnar hennar fallegar þegar ég var lítil og þykir raunar enn. Sigga lék á orgel á yngri árum og hafði yndi af góðri tónlist. Hún sótti námskeið í myndlist eftir að hún hætti fastri vinnu. Þar nutu listrænir hæfileikar hennar sín vel. Einhvern tíma þegar við hjónin heimsóttum Siggu hélt hún myndlistarsýningu í stofunni og dró þá fram hverja myndina annarri fallegri. Hún var af- ar næm á liti og er sólarlagsmyndin sem hangir í stofunni hennar gott dæmi um það. Siggu þótti alla tíð gaman að dansa og á efri árum æfði hún dans með Dansskóla Sigvalda. Í gamla daga sótti hún Þórskaffi, ein- hverntíma fór ég með henni þangað, og síðar Ásgarð í Glæsibæ. Þangað fórum við með henni þegar hún var að verða níræð og var hún þá enn létt í spori á dansgólfinu. Sigga fór ekki oft til útlanda um dagana en naut þeirra ferða og sagði skemmtilega frá. Þegar hún heim- sótti vini sína í Þýskalandi fór hún í apríl til að sjá blómstrandi ávaxta- trén. Seinna lá leiðin til vina í Hol- landi, mikið dáðist hún að blóm- skrúðinu þar. Eins og áður sagði var Sigga ákaf- lega frændrækin. Hún fór ekki í manngreinarálit og átti auðvelt með að setja sig í annarra spor. Sigga var vinmörg og hrókur alls fagnaðar í veislum. Gestrisin var hún og góð heim að sækja. Hver man ekki kaffið hennar og pönnukökurnar sem hún bakaði öðrum betur. Á níræðisaf- mælinu bauð hún á annað hundrað manns til veislu á Hótel Sögu. Voru engin ellimerki á veislunni þeirri, bæði töframaður og danssýning. Sigga kvaddi þegar dagurinn er lengstur hér á norðurhjara og nátt- úran skartar sínu fegursta. Hvíldin var henni kærkomin en heilsu henn- ar hrakaði mjög síðasta ár. Um- hyggja Jóns bróður hennar og Sig- rúnar og annarra ættingja gerði henni mögulegt að dveljast að mestu heima í veikindum sínum. Einnig naut hún góðra nágranna. Sigga auðgaði líf okkar ættingja sinna. Við þökkum henni fyrir hver hún var og hvernig hún reyndist okkur. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur. Björk Axelsdóttir. Hún Sigga frænka mín lést í hárri elli um Jónsmessuna þegar allt er í blóma. Ég man eftir myndinni af Siggu í albúminu og blómamyndinni hennar á veggnum þegar ég var barn fyrir norðan. Við heimsóttum hana í Barmahlíðina þegar við komum suð- ur og hlustuðum á sjávarniðinn í stóra kuðungnum. Mér fannst ég vera í útlöndum. Öll þessi löngu sambýlishús og stóru tré. Ég kynntist henni þegar ég var að flytja suður og fékk að búa hjá henni um tíma. Þá urðum við vinkonur. Þegar við hittumst eða töluðum saman í síma barmaði hún sér um stund út af heilsufari og fleiru en svo tók hún gleði sína, sló á létta strengi og var stórskemmtileg. Sigga var listræn og hafði yndi af fegurð og öllu sem grær. Hún þurrkaði blóm og þara og bjó til myndir og kort. Hún tók myndir af fólki, landslagi og skýjafari, teiknaði og málaði. Þegar aldurinn færðist yf- ir varð hún skjálfhent og hætti að mála, hvernig sem ég sagði henni að Tizian hefði brotið blað í listsögunni þegar hann hélt ótrauður áfram skjálfhentur. Hún vildi hafa stjórn á sínum verkfærum. Við fórum stund- um á sýningar og Sigga var ekki jafn hrifin af öllu sem við sáum en hafði hins vegar skoðanir og lét þær óspart í ljós við fólkið sem sat yfir. Sagðist til dæmis geta tekið fallegri ljós- myndir og eiga fallegri steina en þá sem voru til sýnis. Hún hafði mikinn áhuga á dansi, fór oft að dansa hjá gamla fólkinu eins og hún sagði. Kom á vorsýningar hjá dóttur minni þegar hún gat og fylgdist með dansnámi fleiri barna ættingja sinna og vina. Og kenndi mér grunnsporin í tangó. Hún var mikil framsóknarmann- eskja og sagði að það væri óþarfi að framleiða allar þessar gerðir af kjöti þegar við hefðum lambakjötið sem væri best. Fyrir jól útbjó hún hías- intuskreytingar fyrir fólkið sitt sem fylltu húsin angan. Á nýársdag tíndi hún flugeldaprik og notaði þau í lit- ríka bolluvendi með pappírsrósum á toppnum. Sendi þá börnum sem tengdust henni landshluta á milli og seldi í búðum og bakaríum í Reykja- vík og gladdi þannig mörg lítil hjörtu. Sigga var dugleg að bjóða heim gestum og kynna greinarnar á ætt- artrénu. Mörg okkar hefðum varla þekkst á götu ef við hefðum ekki hittst í pönnukökum hjá Siggu sem sótti þá oftar en ekki myndavélina. Í stóra BSRB-verkfallinu þegar út- SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.