Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 45 ✝ GuðmundurHalldórsson fæddist á Bæ í Steingrímsfirði 5. maí árið 1921. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Guðmunds- son frá Bæ, f. 1.10. 1897, d. 13.2. 1975 og kona hans Guð- rún Petrína Árna- dóttir, f. 27.1. 1894, d. 20.6. 1974. Systk- ini Guðmundar eru Tómas Kristófer, látinn, Anna Guðrún, Unnur, látin, Jóhann Gunnar og Ármann Heiðar. Fóstursystir Guðmundar er Guðlaug Ólafsdóttir. Eiginkona Guðmundar er Ragna Guð- mundsdóttir, f. 11. október 1926. Börn þeirra eru: Halldór, skipstjóri í Reykjavík, f. 3. febr- úar 1951, kona hans er Jenný Steindórsdóttir og börn þeirra Guðmundur og Thelma; Birgir Karl, skipstjóri á Drangsnesi, f. 23. mars 1954, kona hans er Anna Svandís Gunnarsdóttir. Börn Önnu Svandísar eru Fa- rida Sif og Nadieem; Guðmund- ur Ragnar, skipstjóri á Drangs- nesi, f. 9. nóvember 1955, kona hans er Sigurbjörg Þórar- insdóttir og dóttir þeirra Ragna Ólöf; og Marteinn, f. 29.11. 1956, d. 30.11. 1956. Á uppvaxtarárum sínum réri Guð- mundur til sjós með föður sínum. Hann var einn vetur við Reykholtsskóla og tók hann síðar próf við Stýrimanna- skólann. Fluttist hann til Drangsness við Stein- grímsfjörð og gerðist þar skip- stjóri og útgerðarmaður. Hann gerði löngum út tvo báta, Gunn- hildi og Gunnvör. Keypti hann jörð á Ásmundarnesi í Bjarn- arfirði og starfrækti þar lax- og silungseldi og komu þau hjónin einnig upp æðarvarpi við jörð sína. Guðmundur hlaut fyrstur Íslendinga afreksmerki hins ís- lenzka lýðveldis fyrir að bjarga skipsfélögum sínum er togarinn Vörður fórst 29. janúar 1950. Útför Guðmundar verður gerð frá Drangsneskapellu í Steingrímsfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Afi var, nei annars, afi er góður maður (allavega þann tíma sem ég hef þekkt hann) og (eins og allir vita) mjög ungur í anda. Ég man svosem ekki eftir neinu sérstöku af honum og þó að hann sé afi minn (sem ég get verið stolt af) þá veit ég ekki nærri því eins mikið og sumir sem gætu romsað út úr sér heilu bókunum um hann. Hann var góður fiskikarl, það veit ég, með þeim betri sem ég þekki. Hann var líka alltaf svo duglegur og iðjusamur (örugglega líka þegar hann fékk flensu) kanski helst til iðjusamur. Og hann bjargaði fullt af mönnum sem voru að drukkna í sjón- um, fyrir það hlaut hann dálitla frægð. Þann kappa þekki ég ekki. Ég þekki bara afa gamla sem sett- ist niður með okkur og fékk sér kaffi- sopa (alltaf úr sömu könnunni), sem fór með okkur út í varpeyjarnar og talaði með gömlu, hásu, vingjarnlegu röddinni við fuglana og fiskana, fór út um allt á vélsleðanum og fór í kapp- akstur við hundana á hlaupum (afi vann). En nú hefur hann ákveðið að taka sér hlé frá öllu veseninu og fara og fiska svosem eins og einn og einn englaþorsk uppúr skýjahafinu eða að dunda sér við að fylgjast með okkur ... (eins gott að hegða sér vel). Ég er ekki að gefa í skyn að afi sé dýrlingur, hann er ekki gallalaus fremur en aðrir, frábær samt! Og ég endurtek í síðasta sinn: Afi er frá- bær! Því að vissulega lifir hann ennþá, hann lifir í minningunni í hjörtum okkar og mun áfram gera uns okkar verður minnst á sama (eða svipaðan) hátt. Kanski er réttara að samgleðjast frekar en að samhryggjast því ég veit að afi er glaður núna. Lóan mín góða ljáðu mér vængi þína, svo líða megi hratt yfir fjöllin blá. Ég þarf að gista sveitina sælu mína, á sólskinsdögum fyllist ég vorsins þrá. Já, þú hinn fyrsti fulltrúi sumarblóma, af fleygum gestum ókunnum ströndum frá. Komdu mér heim er kvöldsólargeislar ljóma, kvæðið mitt besta skaltu að launum fá. Lóan mín góða ljúfustu ástarsöngva, láttu svo óma glatt yfir fjöll og dal. Fylltu af gleði friðsæla dalinn þröngva, fáðu þér hvíld við lindina í bjarkar-sal. Þar vil ég una örlitla stund í næði, upplifa bernsku heillandi fagurt vor. Kanna að nýju kosti míns lands og gæði, kveðja sem best mín léttustu ævispor. (Hermann Guðmundsson frá Bæ.) Kær kveðja til ömmu og allra sem syrgja afa. Ragna Ólöf Guðmunds- dóttir, Drangsnesi. Mér er kært að minnast bróður míns sem er nýlátinn. Margar góðar minningar hafa runnið í gegnum hug minn síðustu daga. Mér er minnis- stæð hin einstaka verklagni þín og dugnaður. Reyndi mikið á þá eigin- leika á uppvaxtarárum okkar í Bæ. Útsjónarsamur varstu, hjálpsamur og ósérhlífinn. Traustur og góður vinur vina þinna. Kærleikur var mik- ill gagnvart fjölskyldu – foreldrum og systkinum. Fámáll varstu oft og orð- fár en ávallt var stutt í góðlátlega kímni. Þú og Tómas bróðir voruð innan við fermingu þegar þið fóruð að róa með pabba og á unglingsaldri varstu sendur út í Grímsey við Steingríms- fjörð að gæta fjár við annan mann og dvaldir þar löngum á veturna við gæslu. Lipur íþróttamaður varstu ávallt og lá sundið vel fyrir þér en skíðamennsku og fótbolta hafðirðu einnig gaman af að stunda. Sund- þróttur þinn kom nú aldeilis að not- um þegar þú þreyttir mestu eldraun sem nokkur sjómaður getur þreytt er þú bjargaðir skipsfélögunum á Verði frá Patreksfirði. Ef maður ræðir þessa atburði við Patreksfirðinga þá minnast þeir Guðmundar ætíð með hlýju og þökk. Ég man er þið Ragna stofnsettuð heimili við Hólabraut í Hafnarfirði og nokkrum árum seinna fluttust þið til Drangsness og byrjaðir þú sem skip- stjóri á Völusteini. Upp úr 1970 eign- aðistu síðan bátana sem aldeilis áttu nú eftir að fiska. Þar áður varstu sendur til Þýskalands til að sækja tappatogara sem kallaður var, 250 tonna, og gerðist skipstjóri á honum. Þar farnaðist þér vel eins og segja má um alla skipstjórnartíð þína. Ég var hjá þér á færum á Gunn- hildi tvö góð sumur og við bræðurnir vorum einnig til sjós saman á Stein- grími Trölla um nokkurt skeið. Sem dæmi um mikla yfirvegun þína vil ég nefna þegar við lentum í vondu veðri við Eyrarbakkabugt og skipið fékk brotsjó á sig. Við vorum fimm staddir á dekkinu og hinir niður í lest. Ég var staddur á rúllunni og náði taki á kúplingu spilsins og hélt mér þar. Tveir flutu aftur á skipið og náðu taki á trollspilinu. Þegar bát- urinn kom úr brotsjó og allir úr hættu heyrðist í þér: „Eru allir um borð, Jóhann?“ og síðan „við skulum halda áfram að draga, Jóhann!“ Þessi setning segir meira en mörg orð um ábyrgð mannsins til verkanna og yf- irvegun undir erfiðum aðstæðum. Þú byggðir fiskverkunarhús á Drangsnesi og vannst þar bæði hrogn og þorsk. Húsið er ennþá í fullri notkun. Hin síðari ár var ávallt jafn- ánægjulegt að koma á Ásmundarnes og hitta ykkur hjónin, ræða gamla tíma og fylgjast með hversu dugleg þið Ragna hafið verið alla tíð í varp- inu og að hugsa um fiskeldið. Aldrei hefur þurft að spyrja að gestrisninni á Ásmundarnesi eins og strákarnir mínir fengu að kynnast nokkrum sinnum. Þar leið mér vel í hvert skipti sem ég kom til ykkar og þar undir þú þér best kæri bróðir. Sást til þess að þú hefðir nóg fyrir stafni, yfir sum- artímann sérstaklega. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta þig daginn áður en þú lést. Ég er næstum viss um að þú hafir fallið frá á þann veg sem þú hefðir kosið. Löng dvöl á sjúkrastofnun var þér ekki léttbær. Til þess varstu of mikill maður nátt- úrunnar. Við vitum öll að þú ert kominn á góðan stað. Ég og fjölskylda mín vottum Rögnu, sonum ykkar, tengda- dætrum og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Guð blessi þig og hvíldu í friði. Mig langar að kveðja þig með fallegu ljóði eftir Björn Guð- mundsson, föðurbróður okkar frá Bæ. Heill sé þér, sem út á hafið kalda í hættum lífsins stýrir knör, á byrðing þó að brjóti alda þig bilar hvorki táp né fjör, með andans þrótt og orkustrengi er unnið gull hjá vorri þjóð, vér þökkum öllum dáðadrengjum hinn dýra skerf í frelsis sjóð. Heill þér, sem dregur heim að ströndum, úr hættum lífsins rammans þátt, er fleytir knör að fjærstu löndum, í fylking reisir merkið hátt. Þér fylgir bæn að fósturlandi, um frelsi líf og hjartansmál, sem tengir farmann tryggðarbandi við trausti vígða þjóðarsál. Jóhann Gunnar Halldórsson. Í dag verður jarðsunginn frá Drangsneskapellu Guðmundur Hall- dórsson. Eins og alltaf er hinsta stundin óvænt, svo var einnig í þetta sinn, Guðmundur var með hressara móti deginum áður og var glaður yfir heimsóknum ættingja og vina á sunnudeginum. Með Guðmundi er genginn mætur maður og eftirminnilegur og verður hans lengi minnst fyrir dugnað og þrautseigju og hygg ég að sjaldan hafi honum komið til hugar að gefast upp fyrr en fullreynt var. Hann var á yngri árum mikill íþróttamaður og afburðamaður í sundi en glöggur og rólegur í fasi. Þessir eiginleikar hafa fyrir löngu skipað honum á bekk með helstu afreksmönnum þjóðarinnar en hann var fyrstur manna sæmdur af- reksmerki hins íslenska lýðveldis fyr- ir frækilega framgöngu við björgun félaga sinna er togarinn Vörður fórst hinn 29. janúar árið 1950. Guðmundur fór ungur að vinna eins og tamt var á þeim tíma og til- einkaði hann sér vel þann lærdóm sem fólst í dagsins önnum til sjós og lands, og hefur hann miðlað reynslu sinni til afkomendanna, en Guðmund- ur og Ragna eiga þrjá syni sem allir eru dugmiklir útgerðarmenn og sjó- menn. Guðmundur stundaði lengst af starfsævi sinni sjóinn, fyrst sem óbreyttur sjómaður en síðan skip- stjóri og útgerðarmaður. Hann stundaði um tíma búskap á jörð sinni Ásmundarnesi í Bjarnarfirði og síð- ustu árin var hann þar með fiskeldi. Guðmundi kynntist ég best síðustu tvo áratugina eða svo, og það var gaman að fylgjast með dugnaðinum og þrautseigjunni í honum þrátt fyrir að hann hafi þá gengist undir erfiða hjartaaðgerð í London. Það var engin uppgjöf í honum eftir hjartaað- gerðina því hann sneri sér nú meira að fiskeldinu á Ásmundarnesi og dvöldu þau hjón Guðmundur og Ragna þar öll sumur, hann vann öt- ullega við fiskeldið en hún við æðar- varpið sem þau hafa eflt mikið allan þann tíma sem þau hafa átt jörðina. Það var að mörgu að hyggja í fiskeld- inu en þekkinguna virtist hann hafa haft í blóðinu því ekki var hann skóla- genginn í þeirri grein. Byggði hann upp og lagfærði húsakynni og þann búnað sem til þurfti við fiskeldið og m.a. lét hann bora eftir heitu vatni sem bar árangur og nýttist vel. Á vet- urna dvöldu þau í íbúðarhúsinu sínu á Drangsnesi og þurfti hann oft að fara í misjöfnum veðrum á erfiðri leið að sinna fiskunum sínum á Ásmundar- nesi, sem er í um 25 km fjarlægð. Það er eftirminnilegt að hafa horft á eftir þessum gamla manni fara af stað á vélsleðanum sínum þótt hríðin væri dimm, hann virtist sér þó alltaf með- vitandi um hvenær fært var því hann var glöggur á veður og aðrar aðstæð- ur. Hjá okkur, sem áttum þess kost að verða Guðmundi samferða, veit ég að lifir fögur minning um mætan mann, elsku Ragna, Halldór og fjölskylda, Birgir og fjölskylda, Guðmundur og fjölskylda, við Guðrún sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveður og biðjum Guð að blessa minningu hans. Guðmundur Björgvin Magnússon. ,,Stundum getur Guð verið góður.“ Nú hefur hann tekið til sín öðlinginn Guðmund Halldórsson frá Bæ í Strandasýslu, á nærfærinn hátt, hann dó í svefni, eftir langa og við- burðaríka ævi, heilsan þó farin að gefa sig síðustu mánuði. Guðmundur, þetta mikla hraustmenni, sem sjálfur bjargaði mannslífum úr sjávarháska og var sæmdur afreksorðu fyrir, var hlédrægur og fámáll, en frásagnar- góður þegar spurt var um lífið og til- veruna frá fyrri tíð. Alltaf fann maður fyrir manngæsku þessa manns. Nokkur undanfarin ár höfum við kynnst og átt fáeinar samverustundir með þessum heiðursmanni og konu hans Rögnu á sumardvalarstað þeirra á Ásmundarnesi í Bjarnafirði, bara að þær stundir hefðu verið fleiri. En ljúfar minningar um þennan aldna ofurhuga munu lifa lengi, og við þökkum honum fyrir að miðla okkur fróðleik frá fyrri öld og fyrir þá ánægju að hafa kynnst honum. Við sendum Rögnu, sonum og öðr- um aðstandendum hlýjar kveðjur. Bragi og Erla í Klettakoti. GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON .          3 >, &  27 . - 7 6  !#: B 4= "        9      5% $! %! ! % ' )!!" '*) ' )!+ 2 6'* ' ;%   #! 2" '6'* ' . %' %! 2#6'* '+ .                 <C , ;+ )#)"!/         9  ,    4$%  ! <9! 3'  <9+ 3'  ; ' 4!/:!!" % 3'  & .  9     ''2+ 3'  ! 6%/ #!!"   3'  4!4!'%)! "  ) *+ 7,        ,  >,4   ,   %!8A %/ +    /    # %!!"   /   ' )' !!" ! +7! !" 4 %7! !"     "   *+ / 0   3    0    < 7    ,   45           1     5 %6   ")) :"  <:''   !!" !!#  (% "  *+ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.