Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Stein-
ari Gunnlaugssyni, lögmanni fimm
stofnfjáreigenda í SPRON:
„Í 8. gr. samþykkta fyrir Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis segir með-
al annars svo: „Færð skal skrá yfir
stofnfjáreigendur sparisjóðsins. Í
skránni skal tilgreina nafn stofnfjár-
eiganda, heimilisfang og kennitölu,
ásamt stofnfjáreign hans. ... Skrána
skal ætíð geyma í skrifstofu spari-
sjóðsins og eiga allir stofnfjáreigend-
ur aðgang að henni.“
Í deilumálum undanfarinna daga
hafa umbjóðendur mínir óskað eftir
að fá skrána með hinum tilgreindu
upplýsingum í hendur. Þeir hafa bent
á hið augljósa, að tilgangur ákvæð-
isins um rétt þeirra til aðgangs að
skránni hljóti að felast í því að auð-
velda stofnfjáreigendum að ná hver
til annars um málefni sparisjóðsins,
ekki síst til að undirbúa sig fyrir fundi
stofnfjáreigenda. Það sér hver maður
að þeim tilgangi verður ekki náð með
því að leyfa stofnfjáreiganda að koma
á skrifstofu sparisjóðsins og renna
þar augum yfir nafnaröð með 1.100
nöfnum. Ákvæðið um að skráin skuli
varðveitt á skrifstofu sparisjóðsins
þýðir ekki annað og meira en orðin
kveða á um. Þar á að vera unnt að
ganga að henni vísri.
Stjórn SPRON hefur neitað um-
bjóðendum mínum um þetta. Virðist
stjórnin með þessu vilja koma í veg
fyrir að þeir eigi þess raunverulegan
kost að ná til annarra stofnfjáreig-
enda til að kynna þeim ágreinings-
efnin og leita samstöðu þeirra. Með
þessu má telja ljóst, að stjórnin mis-
beitir yfirráðum sínum yfir skránni.
Tekin hefur verið ákvörðun um að
óska eftir beinni aðfarargerð til að fá
aðgang að henni.
Þrátt fyrir fyrirstöðu stjórnenda
SPRON í þessu efni hefur umbjóð-
endum mínum tekist að skrá niður
nöfn fjölda stofnfjáreigenda. Hafa
þeir undanfarna daga fengið nokkur
bréf frá umbjóðendum mínum varð-
andi málið. Bréfin hafa fengið mikil
og góð viðbrögð hjá miklum meiri-
hluta stofnfjáreigendanna. Þetta lík-
ar stjórn SPRON sýnilega illa. Nú
hefur hún gripið til þess ráðs, að
senda erindi til Persónuverndar og
Samkeppnisstofnunar af þessu til-
efni. Vill þá ekki betur til en svo, að
stjórnin beinir kvörtunum sínum um
meðferð listanna að viðsemjanda um-
bjóðenda minna, Búnaðarbankanum.
Sá banki hefur engin bréf sent til
stofnfjáreigenda í SPRON. Það hafa
bara stofnfjáreigendurnir fimm gert.
Erindi stjórnarinnar að þessu leyti er
því út í hött. Hún telur sýnilega
heppilegra áróðurslega gagnvart al-
menningi, að gera Búnaðarbankann
að höfuðandstæðingi sínum fremur
en þá fimm stofnfjáreigendur í
SPRON, sem nú leitast við að ná
vopnum sínum gegn hinni valda-
gírugu stjórn. Stjórnin sú virðist
einskis svífast í viðleitni sinni til að
koma í veg fyrir að fimmmenningarn-
ir fái notið þess réttar að tala við aðra
stofnfjáreigendur í því skyni að knýja
á um að fundur stofnfjáreigenda
verði haldinn um ágreiningsefnin.
Erindi stjórnar SPRON til þessara
tveggja stofnana lýtur einnig að því,
að Búnaðarbankinn hafi brotið rétt á
sparisjóðnum með því að senda
starfsmönnum hans bréf til að út-
skýra fyrir þeim, að ekki stæði til að
skerða starfsstöðu þeirra og öryggi
við hugsanlega yfirtöku Búnaðar-
bankans á starfsemi SPRON. Bún-
aðarbankinn mun hafa fengið upplýs-
ingar um nöfn starfsmannanna á
heimasíðu SPRON á Internetinu og
fundið svo með uppflettingu í síma-
skrá og á annan hátt heimilisföng
þeirra. Það er kostulegt af stjórninni
að kvarta undan þessu. Enn vill hún
freista þess að koma í veg fyrir að
menn, sem málið varðar, fái réttar
upplýsingar um efni þeirra ágrein-
ingsmála sem uppi hafa verið. Hún
vill sýnilega geta ótruflað haldið því
ranglega að starfsmönnum sínum, að
starfsöryggi þeirra sé ógnað gangi
fyrirætlanir umbjóðenda minna eftir.
Það er auðvitað ekki nema sjálfsagt,
að Búnaðarbankinn, sem samið hefur
við umbjóðendur mína um að kaupa
af þeim stofnfjárhlutina, útskýri
bréflega fyrir starfsmönnum
SPRON þessa þætti málsins og frá-
leitt að með þessu teljist Búnaðar-
bankinn hafa brotið einhvern rétt á
stjórn SPRON eða starfsmönnunum.
Enn hefur mönnum ekki verið bann-
að að senda samborgurum sínum
bréf.
Það er rík ástæða til að beina því
enn til stjórnar SPRON að láta nú af
valdbeitingu þeirri sem hún beitir í
því skyni, að koma í veg fyrir að fund-
ur stofnfjáreigenda í sparisjóðnum
verði kallaður saman til að segja
henni fyrir verkum. Stjórnarmenn
ættu að muna, að þeir eru þjónar
stofnfjáreigendanna en ekki herrar.“
Yfirlýsing lögmanns fimm
stofnfjáreigenda í SPRON
ERINDI lögmanns Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis (SPRON)
til Samkeppnisstofnunar og Persónu-
verndar, þar sem farið er fram á að
vinnsla Búnaðarbanka Íslands með
skrá yfir stofnfjáreigendur verði
stöðvuð, hafði ekki borist Samkeppn-
isstofnun þegar Morgunblaðið leitaði
þar viðbragða í gær en Persónuvernd
barst bréfið um hádegisbilið.
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun segir að þegar um
hitamál sé að ræða komi það oft fyrir
að slík erindi berist til fjölmiðla fyrst.
Hann segir erindið verða tekið til
hefðbundinnar skoðunar hjá Sam-
keppnisstofnun en að það sé síðan
venjan að senda það þeim sem það
beinist gegn þannig að sá aðili geti
komið að sínum sjónarmiðum. „Síðan
fer það eftir svörunum hvert næsta
stig verður þannig að það er erfitt að
segja til um hversu langan tíma tekur
að afgreiða erindið.“ Í 20. grein sam-
keppnislaga, sem lögmaður SPRON
vísar til, segir: „Óheimilt er að hafast
nokkuð það að sem brýtur í bága við
góða viðskiptahætti í atvinnustarf-
semi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitt-
hvað það sem óhæfilegt er gagnvart
hagsmunum neytenda.“
Aðspurður tekur Guðmundur und-
ir að 20. grein samkeppnislaganna sé
mjög vítt lagaákvæði og mikið velti
því á túlkun þess. Svipuð svör fengust
hjá Persónuvernd, þ.e. að Oddur
Ingimarsson, einn úr hópi stofnfjár-
eigenda, og Búnaðarbankinn fengju
tækifæri á að svara fyrir sig.
Hörður Helgason, yfirlögfræðing-
ur Persónuverndar, segir að sig reki
þó ekki minni til þess að erindi af slíku
tagi hafi áður borist stofnuninni. Í er-
indinu er vísað sérstaklega til fyrstu
málsgreinar 7. greinar persónuvernd-
arlaga en þar segir að við meðferð
persónuupplýsinga skuli gætt að því
„að þær séu fengnar í yfirlýstum,
skýrum, málefnalegum tilgangi og
ekki unnar frekar í öðrum og ósam-
rýmanlegum tilgangi“.
Leita andsvara hjá Bún-
aðarbankanum og Oddi
MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í
heild yfirlýsingu frá stjórn Starfs-
mannafélags SPRON:
„Samkvæmt frétt í Morgun-
blaðinu í dag (3. júlí 2002), hafa
bankastjórar Búnaðarbanka Ís-
lands sent starfsmönnum SPRON
bréf. Þetta bréf hefur ekki borist
starfsmönnum, heldur eingöngu
stofnfjáreigendum sem afrit.
Við teljum að tilgangurinn með
birtingu þessa bréfs í fjölmiðlum sé
að slá ryki í augu stofnfjáreigenda
og almennings og fegra ímynd
Búnaðarbankans í þessu máli.
Okkur þykir þetta bréf í hæsta
máta óeðlileg afskipti af fé-
lagsmönnum okkar og endurspegla
óþolandi yfirgang.
Við leggjum ekki trúnað á yf-
irlýsingar bankastjóra Búnaðar-
banka Íslands um starfsöryggi
starfsmanna SPRON ef af óvin-
veittri yfirtöku verður.
Yfirtökutilraun Búnaðarbankans
er ekki sambærileg við sameiningu
og kaup Búnaðarbankans á öðrum
fjármálafyrirtækjum.
Stjórn Starfsmannafélags
SPRON lýsir andstöðu sinni við
óvinveitta yfirtökutilraun Búnaðar-
banka Íslands.
Við lýsum yfir fullum stuðningi
við störf Guðmundar Haukssonar
sparisjóðsstjóra og stjórn
SPRON.“
Yfirlýsing frá stjórn
Starfsmannafélags SPRON
MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í heild
bréf sem Jón G. Tómasson, stjórnar-
formaður SPRON, ritar fyrir hönd
stjórnarinnar og sent var bankaráði
Búnaðarbanka Íslands 3. júlí sl.:
„Bankastjórar Búnaðarbankans
hafa 2. þ.m. sent öllum starfsmönnum
SPRON bréf vegna ætlaðrar yfirtöku
bankans á sparisjóðnum.
Það er áreiðanlega einsdæmi,
a.m.k. hér á landi, að forstjórar fyr-
irtækis, sem stendur að óvinveittri yf-
irtöku, sendi starfsmönnum þess fyr-
irtækis bréf – fyrirtækis sem er í
samkeppnisrekstri við yfirtökuaðil-
ann og með því leitast við að snúa
starfsmönnum gegn yfirmönnum
þeirra og stjórn. Er þetta framferði
ekki í samræmi við góða og viður-
kennda viðskiptahætti og hefur það
þegar verið fordæmt af stjórn Starfs-
mannafélags SPRON.
Þess er vænst, að bankaráð Bún-
aðarbankans hafi hemil á bankastjór-
unum í atgangi þeirra við að ná yf-
irráðum yfir SPRON og atlögu að
sparisjóðastarfsemi í landinu.“
Bréf stjórnar SPRON til bankaráðs BÍ
ORRI Vigfússon, for-
maður Verndarsjóðs
villtra laxastofna
(NASF), var í síðustu
viku útnefndur heiðurs-
sendiherra yfirvalda á
Jótlandi í Danmörku,
en þar er nú hafið mikið
endurreisnarstarf
villtra laxastofna.
Michael Aastrup Jen-
sen, borgarstjóri í
Randers, veitti Orra
viðurkenninguna að
viðstöddum ýmsum
fyrirmönnum, þar á
meðal hans hátign
prins Richard af
Berleburg, Uffe Elleman-Jensen,
fyrrverandi utanríkisráðherra Dana,
Casper Moltke greifa, auk ráða-
manna veiðistofnana, verndarsam-
taka og stangaveiðimanna.
Borgaryfirvöld í Randers eiga við
sömu vandamál að stríða og Reykja-
víkurborg varðandi raforkufram-
leiðslu Elliðaánna.
Rennslisbreytingar,
töpuð búsvæði, stíflur
og minnkandi bitmýs-
framleiðsla hafa smám
saman útrýmt villta
laxastofninum í heima-
ánum, Gudenaaen og
Elliðaánum.
Við athöfnina flutti
Niels Due Jensen, for-
stjóri Grundfos-verk-
smiðjanna og formaður
Danmarks Vildlaks-
center, erindi um end-
urreisnarstarfið á Jót-
landi sem þegar er
farið að skila árangri.
Hann hvatti til þess að raforkufram-
leiðslunni yrði hætt hið fyrsta, bú-
svæðin endurnýjuð svo ekki yrðu
frekari tafir á endurreisninni og að
virkja mætti hagsmunaaðila, einka-
framtakið og hið opinbera til góðra
verka.
Randers er vinabær Akureyrar.
Orri Vigfússon
Orri Vigfússon
Útnefndur heiðurs-
sendiherra yfir-
valda á Jótlandi
LEITIN að „fyrirmyndarökumann-
inum“ hefst með formlegum hætti í
dag en um er að ræða samvinnu-
verkefni Sjóvár-Almennra, Plús-
ferða, Olís og Rásar 2.
Fyrirmyndarökumaðurinn verð-
ur valinn í beinni útsendingu á Rás
2 en skilyrði fyrir útnefningunni er
að hann virði umferðarreglur og sé
með „fyrirmyndarlímmiða“ í aftur-
rúðunni. Að launum hlýtur sá hinn
sami Evrópuferð ásamt bílaleigubíl
í viku fyrir tvo.
Leitinni verður fram haldið alla
föstudaga í júlí og lýkur föstudag-
inn fyrir verslunarmannahelgi.
Í tilefni þess að átakið hefst í dag
verður grillað fyrir ökumenn við
Olísstöðina í Álfheimum og hefst
veislan kl. 16.
Ljósmynd/Sjóvá-Almennar
Helena M. Eyjólfsdóttir frá Akureyri á að baki 36 ára tjónlausan akstur.
Hún er ein þeirra sem valdir voru fyrirmyndarökumenn sl. sumar.
Leitinni fram haldið
alla föstudaga í júlí
Leitin að „fyrirmyndar-
ökumanninum“ hefst í dag
EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur
vísað frá kæru Landssambands kúa-
bænda fyrir hönd þriggja bænda á
þeirri ákvörðun efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra að hafna
beiðni um opinbera rannsókn á sam-
runa Borgarneskjötvara ehf., Brák-
areyjar ehf., sláturhússins Þríhyrn-
ings hf. annars vegar og Kaupfélags
Héraðsbúa og Norðvesturbanda-
lagsins hins vegar í Kjötumboðið, áð-
ur Goða.
Bændurnir óskuðu eftir opinberri
rannsókn þar sem þeir töldu m.a. að
ekki hefði verið farið eftir hluta-
félagalögum í samrunaferlinu.
Snorri Sigurðsson, formaður Lands-
sambands kúabænda, segir að unað
verði við niðurstöðu ríkissaksóknara
og ekki verði frekar aðhafst í málinu.
Ríkissaksóknari vís-
ar kæru bænda frá
Kjötumboðið