Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FRESTUR til að skila inn athugasemdumtil Skipulagsstofnunar við umhverfis-matsskýrslu Landsvirkjunar um Norð-lingaölduveitu rann út 11. júní. Er þess
krafist í nær öllum athugasemdum sem bárust
Skipulagsstofnun að hún hafni framkvæmdinni
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa sem fram-
kvæmdin er talin hafa í för með sér.
Gert er ráð fyrir úrskurði Skipulagsstofnunar
þriðjudaginn 9. júlí nk.
Athugasemdir bárust frá
erlendum umhverfissamtökum
Eins og greint hefur verið frá í blaðinu hafnaði
Náttúruvernd ríkisins Norðlingaölduveitu við 575
metra yfir sjávarmáli eða öðrum lónhæðum eins
og þeim er lýst í matsskýrslu Landsvirkjunar.
Telur Náttúruvernd að nýting á efri hluta Þjórsár
sé ekki viðunandi þar sem hún hafi í för með sér
frekari skerðingu á Þjórsárverum. Flestar at-
hugasemdir sem bárust Skipulagsstofnun ganga í
sömu átt. Bárust þær m.a. frá samtökum á borð
við Landvernd, Umhverfissamtök Íslands, Nátt-
úruverndarsamtök Íslands og frá Áhugahópi um
verndun Þjórsár, auk erinda frá fjölda einstak-
linga. Einnig bárust athugasemdir frá erlendum
umhverfisverndarsamtökum s.s. Wildfowl & Wet-
lands Trust í Bretlandi og BirdLife International.
Aðeins má finna þrjár athugasemdir úr öllum
erindunum þar sem ekki er lagst gegn fram-
kvæmdinni eins og henni er lýst í matsskýrslu.
Megin gagnrýni sem lesa má úr athugasemdunum
snýr að skerðingu sem fyrirhugað lón hefði á
Þjórsárver og áhrif lónsins á dýralíf og náttúrufar
á svæðinu.
Náttúruverndarsamtök Íslands setja fram ít-
arlega gagnrýni í 33 liðum og segja m.a.: ,,Þjórs-
árver og nærliggjandi svæði mega ekki við frekari
eyðileggingu af völdum vatnsaflsvirkjana. Verum
austan við Þjórsá hefur þegar verið raskað með
framkvæmdum vegna 1.–5. áfanga Kvíslaveitu.
Viðbótarrask á svæðinu vegna Norðlingaöldu-
veitu hefur í för með sér óviðunandi eyðileggingu
og rýrnun á náttúruverndar- og útivistargildi há-
lendissvæðisins fyrir sunnan og austan Hofsjök-
ul.“
Að mati samtakanna myndi fyrirhuguð Norð-
lingaölduveita í Þjórsárverum hafa í för með sér
víðtæk og að verulegu leyti óafturkræf umhverfis-
áhrif á einstaka gróðurvin á hálendi Íslands.
Telur að lónið muni fyllast
á mun skemmri tíma
Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur gerir
margar athugasemdir við matsskýrsluna, einkum
varðandi aurburð og setmyndun í lóninu. Hún
bendir m.a. á að Landsvirkjun telji að aurburður
inn í Norðlingaöldulón yrði um 1,5 milljónir tonna
eða 1,5 Gl á ári. ,,Við útreikning á þessum tölum
var m.a. miðað við setmyndun í Sultartangalóni en
vert er að hafa í huga að mjög stór hluti aurburðar
hvers árs er borinn fram á tiltölulega stuttum
tíma í kringum leysingar að vori. Á þeim tíma er
hins vegar fyrirhugað að safna vatni í Norðlinga-
öldulón til að fylla það sem fyrst [...] Ekki verður
séð af matsskýrslunni að þessi væntanlegi munur
milli Sultartangalóns og hugsanlegs Norðlinga-
öldulóns sé tekinn með í reikninginn og því vaknar
sú spurning hvort aurmagnið sem eftir situr í lón-
inu sé vanmetið,“ segir hún.
Telur hún að fullyrðingar um þetta atriði í
matsskýrslunni séu líklega rangar og að lónið
muni fyllast á mun skemmri tíma en þar segir. ,,Ef
allur sá aurburður sem framkvæmdaaðili sjálfur,
Landsvirkjun, reiknar með að berist í lónið, mun
það fyllast á 85 árum, samkvæmt ofangreindum
tölum (1,5 GL á ári í 128 GL heildarrými). Ef lónið
verður ekki orðið fullt eftir 85 ár, getur það aðeins
stafað af því að hlutfallslega meiri aurburður sest
til ofar í ánni, áður en hann næst inn í lónið,“ segir
einnig í athugasemd Þóru Ellenar, sem telur að
ekki sé hægt að fallast á þessar framkvæmdir.
Lýsa miklum áhyggjum af
áhrifum á heiðagæsir
Alþjóðlegu fuglaverndarsamtökin BirdLife Int-
ernational lýsa þungum áhyggjum af áhrifum
framkvæmdarinnar á fuglalíf og benda á að Þjórs-
árver séu á skrá samtakanna sem mikilvægt bú-
svæði heiðagæsar. Líklegt sé að framkvæmdin
hafi áhrif á 2% af íslenska heiðagæsastofninum og
á 0,6–1,5% íslensk-grænlensku heiðagæsanna, en
samtökin benda jafnframt á að skv. alþjóðlega við-
urkenndum viðmiðunum teljist alþjóðlega mikil-
vægt fuglasvæði ef 1% varpstofns fugla sé á því
svæði. Því hljóti framkvæmd sem hafi svo mikil
áhrif sem hér um ræðir að teljast mikil bæði á
landsvísu og á heimsvísu og því beri að hafna
henni.
Í athugasemd stjórnar Fuglaverndarfélags Ís-
lands segir að Þjórsárver séu mikilvægasta varp-
svæði heiðagæsa í heiminum og telur hún jafn-
framt að fjalla ætti í þessu samhengi um
samanlögð áhrif virkjana sem fyrirhugaðar eru á
heiðagæsastofninn. ,,Varpútbreiðslukort heiða-
gæsanna á Íslandi sýnir vel, hversu nátengd út-
breiðslan er við legu jökuláa á hálendi landsins og
útbreiðslu gróðurvera. Þessi gróðurver liggja
Tæplega 90 athugasemdir bá
Þjórsárver eru friðlýst og skilgreind sem svonefnt Ramsar-svæ
Framk
grófum
BANDARÍKIN, FRIÐARGÆSLA
OG UMHEIMURINN
Ákvörðun öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna um að framlengjaheimild fyrir starfi friðargæslu-
liðsins í Bosníu til 15. júlí verður vonandi
til að sættir náist milli Bandaríkjanna og
annarra ríkja öryggisráðsins um starf-
semi Alþjóðasakamáladómstólsins.
Þetta mál hefur valdið mikilli spennu í
samskiptum Bandaríkjanna við önnur
ríki, jafnvel þau ríki er alla jafna teljast
til nánustu bandamanna þeirra. Ef ekki
næðist samkomulag fyrir 15. júlí myndi
það smám saman tefla allri friðargæslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna í hættu.
Bandaríkin, sem hafa ákveðið að eiga
ekki aðild að dómstólnum, neita að við-
urkenna lögsögu hans yfir bandarískum
þegnum. Krefst Bandaríkjastjórn þess
að ekki verði hægt að draga bandaríska
hermenn, er starfa að friðargæslu, fyrir
dómstólinn. Önnur ríki telja flest að
stofnun dómstólsins sé mikið framfara-
spor í mannréttindamálum og að afstaða
Bandaríkjanna sé illskiljanleg. Erfitt sé
að ímynda sér aðstæður þar sem dóm-
stóllinn myndi ganga gegn bandarískum
hagsmunum. Hins vegar sé nauðsynlegt
að geta brugðist við mannréttindabrot-
um og stríðsglæpum víða um heim með
skipulegum hætti. Benda má á dómstóla
þá er fjallað hafa um hrottaverkin í Rú-
anda og stríðsglæpi í Bosníu sem dæmi.
Þá var það einstakur viðburður er Slo-
bodan Milosevic, fyrrverandi forseti
Júgóslavíu, var handtekinn og framseld-
ur dómstóli í Haag. Allar þessar aðgerð-
ir hafa bandarísk stjórnvöld stutt af
heilum hug.
Tilraunir til málamiðlunar hafa hins
vegar reynst árangurslausar til þessa.
Þannig geta Evrópuríki ekki sætt sig við
þá tillögu Bandaríkjanna að öryggisráð-
ið (og þar með Bandaríkin) geti beitt
neitunarvaldi gegn ákvörðunum dóm-
stólsins þar sem slíkt sé í andstöðu við
sáttmálann um dómstólinn, sem þegar
er búið að staðfesta. Jafnframt er sá val-
kostur að Bandaríkin dragi sig út úr
friðargæslu ekki fýsilegur, hvorki fyrir
Bandaríkin né önnur ríki. Án þátttöku
Bandaríkjanna hefði aldrei náðst sam-
komulag um frið á Balkanskaga og það
var ekki fyrr en að bandarískt herlið
kom þangað að hægt var að tryggja stöð-
ugleika. Það sama á við um flestar aðrar
meiriháttar aðgerðir. Þótt önnur ríki
geti framkvæmt takmörkuð friðar-
gæsluverkefni án Bandaríkjanna sýnir
reynslan frá Balkanskaga að þátttaka
þeirra er nauðsynleg í flóknari deilum,
ekki síst ef nauðsynlegt reynist að stilla
til friðar.
Að sama skapi er það mikið hags-
munamál fyrir Bandaríkin að vera með
herafla á þessum slóðum, ekki síst í
Bosníu, þar sem hryðjuverkasamtök
hafa reynt að nýta sér stjórnleysið til að
festa rætur.
Afstaða Bandaríkjanna er illskiljan-
leg í margra augum. Til hennar liggja
hins vegar ákveðnar ástæður. Þær
tengjast ekki sérstaklega núverandi rík-
isstjórn heldur byggjast á grundvallar-
atriðum í bandarískri stjórnskipan og
því, hvernig Bandaríkin skilgreina hags-
muni sína. Bandarísk stjórnvöld reyndu
frá upphafi að tryggja að sáttmálinn yrði
með þeim hætti að ekki væri hætta á að
til dæmis bandarískir hermenn yrðu
saksóttir vegna starfa sinna. Þessi and-
staða kom m.a. fram í viðtali Morgun-
blaðsins við David Scheffer, farand-
sendiherra Clinton-stjórnarinnar í
málum tengdum stríðsglæpum, fyrir um
þremur árum.
Tvennt liggur til grundvallar and-
stöðu Bandaríkjanna öðru fremur.
Í fyrsta lagi formlegt skipulag dóm-
stólsins. Stjórnarskrá Bandaríkjanna
kveður skýrt á um að þegnar, sem sóttir
eru til saka, eigi rétt á réttarhöldum fyr-
ir kviðdómi. Þetta er grundvallaratriði í
bandarísku réttarkerfi og pólítískt
óhugsandi fyrir stjórnmálamenn að
samþykkja sáttmála er kveður á um
annað. Það liggur fyrir að Bandaríkja-
þing myndi aldrei sætta sig við slíkt.
Að þessum sjónarmiðum Bandaríkja-
manna var vikið í forystugrein Morgun-
blaðsins hinn 13. apríl sl. en þar sagði
m.a.:
„Bandaríkjamenn virðast kjósa að
horfa fram hjá margs konar öryggis-
ákvæðum, sem sett voru í sáttmálann
um dómstólinn að þeirra eigin kröfu og
jafnframt því meginhlutverki dómstóls-
ins að taka eingöngu til meðferðar þau
mál, þar sem einstök ríki vilja eða geta
ekki rannsakað og réttað í málum rík-
isborgara sinna, sem sakaðir eru um
glæpi, sem varða við alþjóðalög. Bent
hefur verið á að komi fram ásakanir á
hendur bandarískum hermönnum muni
fullnægjandi rannsókn í máli þeirra
heima fyrir, í samræmi við reglur rétt-
arríkis, duga til.“
Í öðru lagi telja bandarísk stjórnvöld
hættu á að dómstóllinn verði misnotaður
í pólitískum tilgangi til að koma höggi á
Bandaríkin. Þótt öðrum ríkjum þyki lítið
til þessara raka koma hafa ítrekaðar til-
raunir saksóknara víða um heim til að ná
tali af Henry Kissinger, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, ekki
orðið til að draga úr þessum áhyggjum.
Um þessar athugasemdir Bandaríkja-
manna sagði í forystugrein Morgun-
blaðsins 13. apríl sl.:
„Með því að gefa í skyn, að hinn nýi
dómstóll verði misnotaður í pólitíska
þágu gera Bandaríkjamenn lítið úr gildi
alþjóðalaga og ýta undir, að fólk trúi
mönnum á borð við Slobodan Milosevic,
sem heldur því blákalt fram, að ákæran
á hendur honum sé pólitískt sjónarspil,
runnið undan rifjum Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í NATO.“
Þá benda bandarísk stjórnvöld á að
eðli málsins samkvæmt þurfi Bandarík-
in að taka á sig aðrar skuldbindingar en
önnur ríki. Bandaríkin eru eina risaveld-
ið og beita herafla sínum oftar og víðar
en nokkuð annað ríki, hvort sem er
vegna friðargæsluverkefna eða hernað-
araðgerða. Bandarískir ráðamenn hafa
lýst því yfir að þeir hreinlega kæri sig
ekki um að þurfa að lúta aðhaldi stofn-
unar, sem Bandaríkin eiga ekki aðild að.
Hér er komið að kjarna málsins.
Stærðar sinnar og aflsmuna vegna eru
Bandaríkin með algjöra sérstöðu í heim-
inum. Spurningin er sú hvort þau beiti
afli sínu og áhrifum án afskipta annarra
ríkja eða í samvinnu við önnur ríki. Í
augum margra Evrópubúa einkennist
afstaða Bandaríkjanna af hroka. Að mati
Bandaríkjanna eru þau einungis að gæta
hagsmuna sinna.
Ef ekki næst málamiðlun er hættan sú
að smám saman muni Bandaríkin snið-
ganga önnur ríki í auknum mæli. Fátt
væri líklegra til að draga úr stöðugleika í
heiminum. Þótt Bandaríkin séu öflug
geta þau ekki tryggt hagsmuni sína ein
og sér. Skýrasta dæmið er baráttan
gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfemi
en hún mun litlum árangri skila ef ekki
kemur til víðtækt samstarf fjölmargra
ríkja. Að sama skapi verða önnur ríki að
horfast í augu við þá staðreynd að al-
þjóðlegir sáttmálar, hvort sem þeir
fjalla um loftslagsmál eða sakamála-
dómstóla, hafa takmarkað gildi án þátt-
töku Bandaríkjanna.