Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 55 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býð- ur fyrirtækjum, samtökum, stofnun- um og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, við- skiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Ólafur Egilsson, sendi- herra Íslands í Peking, verður til við- tals í utanríkisráðuneytinu þriðju- daginn 9. júlí nk. kl. 13–16. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Ástralíu, Indónesíu, Mongólíu, Norður-Kór- eu, Nýja-Sjálands, Suður-Kóreu, Taílands og Víetnam. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Washington, verður til viðtals í utan- ríkisráðuneytinu miðvikudaginn 10. júlí nk. kl. 10.30–12. Umdæmi sendi- ráðsins nær einnig til Argentínu, Brasilíu, Chile, Gvatemala, Kosta- ríku, Kólumbíu, Mexíkó, Níkaragva, Perú, Úrúgvæ og Venesúela. Þor- steinn Ingólfsson, fastafulltrúi Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður til viðtals í utan- ríkisráðuneytinu miðvikudaginn 10. júlí nk. kl. 14–16. Sendiskrifstofan gegnir hlutverki sendiráðs gagnvart Bahamaeyjum, Barbadoseyjum, Grenada og Kúbu. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, verður til viðtals í utanrík- isráðuneytinu fimmtudaginn 11. júlí nk. kl. 10–12. Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 16. júlí nk. kl. 14–16. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Armeníu, Aserbaídsjan, Georgíu, Moldóvu, Túrkmenistan og Úsbek- istan, segir í fréttatilkynningu. Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu RÚSSNESKA varðskipið Múrm- ansk kemur í opinbera heimsókn til Íslands á vegum Landhelgisgæsl- unnar sunnudaginn 7. júlí nk. og verður við bryggju Landhelgisgæsl- unnar við Ingólfsgarð í Reykjavík til 11. júlí nk. Múrmansk er 70 metra langt, 18 metra breitt og um 3.500 tonn að stærð. Heimahöfn skipsins er Múrmansk en þaðan lagði skipið af stað laugardaginn 29. júní. Í áhöfn eru 90 manns. Þar af eru 10 yfir- menn, 12 liðþjálfar og 60 undirmenn. Að auki kemur 6 manna sendinefnd frá höfuðstöðvum rússnesku strand- gæslunnar. Fyrir nefndinni fer Logvinenko aðmíráll sem er næst- æðsti yfirmaður stofnunarinnar. Skipið mun verða til sýnis fyrir al- menning meðan á heimsókninni stendur sem hér segir: 8. júlí frá kl. 10–12, 9. júlí frá kl. 10–12 og 15–17 og 10. júlí frá 10–12 og 15-17. Rússneskt varðskip í heimsókn LAUGARDAGINN 6. júlí verða haldnir tónleikar kl. 14 á Árbæjar- safninu. Fiðluleikararnir Guðrún Mist Sigfúsdóttir og Steinunn Ara- dóttir leika íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Þorkels Sigurbjörnssonar. Við Kornhúsið verða gamaldags leiktæki; kassabílar, stultur og húla- hringir. Einnig verður hægt að leika með leggi og skeljar. Teymt verður undir börnum frá 13–15 við Árbæ- inn. Sunnudaginn 7. júlí frá 13 til 17 sýna félagar úr Fornbílaklúbbi Ís- lands merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Bílunum verður stillt upp víðs vegar um safnsvæðið, fé- lagsmenn verða á staðnum, sýna bíl- ana og spjalla við gesti. Netahnýtingar verða við Nýlendu og í Árbæ býður húsfreyjan gestum upp á nýbakaðar lummur. Á bað- stofuloftinu verður prjónað og saum- aðir roðskór. Teymt verður undir börnum frá 13–15 við Árbæinn. Klukkan 14 hefst dagskráin Spek- úlerað á stórum skala í húsinu Lækj- argötu 4. Þar býður Þorlákur Ó. Johnson upp á skemmtun í anda lið- ins tíma. Þar fá gestir innsýn í lífið í Reykjavík á 19. öld. Harmóníkan verður þanin við Árbæ og Dillonshús, en þar er boðið upp á ljúffengar veitingar. Tónleikar og fornbíla- dagar í Árbæjarsafni Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Hringdu í síma 800 1111 …eða komdu í verslun Íslandssíma í Kringlunni og talaðu frítt við fjórar mikilvægustu manneskjurnar í lífi þínu. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Nokia 8310 á 39.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 39.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 24 0 06 /2 00 2 BT OPNAR Í SMÁRALIND LAUGARDAG KL. 11:00 EKKI MISSA AF ÞESSU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.