Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Bikarmeistararnir fá Íslandsmeist-
arana í heimsókn í bikarnum /B4
Systurnar Venus og Serena Willi-
ams í úrslitum á Wimbledon /B1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Við hlerum fótatak trölla/2
Lesblindu fylgja hæfileikar/3
Leyniveröld í miðborginni/4
Tjaran rispar/5
Sköpun í skjóli fjalla/6
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir
kynningarblað
frá Sólheimum
í Grímsnesi.
Blaðinu
verður dreift
um allt land.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra fagnar þeim áhuga sem
íslenskt eignarhaldsfélag í eigu
Björgólfs Guðmundssonar,
Björgólfs Thors Björgólfssonar
og Magnúsar Þorsteinssonar,
hefur sýnt Landsbanka Ís-
lands.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu hefur eignar-
haldsfélagið sent fram-
kvæmdanefnd um einkavæð-
ingu erindi varðandi viðræður
um kaup á hlut ríkisins í Lands-
banka Íslands.
Hafa ávaxtað
sitt pund erlendis
„Það er athyglisvert að fá
þetta tilboð frá þessum ágætu
mönnum,“ segir forsætisráð-
herra. „Það er vænlegt að
menn sem hafa ávaxtað sitt
pund erlendis með góðum ár-
angri vilji færa þá peninga eða
hluta þeirra peninga heim til
fjárfestingar hér. Það er af-
skaplega ákjósanlegt og þakk-
arefni í sjálfu sér, þannig að ég
fagna því að þeir sýna þennan
áhuga.“
Fagnar
áhuga
fjárfesta
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra um LÍ
ÁRNI Samúelsson, aðaleigandi
Sambíóanna, segir að gera megi
ráð fyrir ferskleika með nýjum
mönnum í Háskólabíói, en samn-
ingar hafa tekist með Háskóla Ís-
lands og Samfélaginu ehf., eignar-
haldsfélagi Sambíóanna, um að
Sambíó taki við rekstri kvikmynda-
sýninga í Háskólabíói frá og með
deginum í dag, 5. júlí, til næstu
fimm ára.
Árni Samúelsson segir að í sjálfu
sér verði ekki breyting á rekstr-
inum. Hins vegar verði allur hljóð-
tækjabúnaður uppfærður í sölunum
og þar komi reynslan sér vel, en
Sambíóin reka víða kvikmyndahús.
„Við komum til með að koma með
ferskleika í reksturinn,“ segir hann.
Auk þess að bæta tæknibúnaðinn
munu Sambíóin reka kvikmynda-
klúbbinn Filmund áfram og jafnvel
bæta hann, að sögn Árna. Lögð
verður áhersla á að sýna evrópskar
myndir og íslensk kvikmyndagerð
verður studd.
Háskóli Íslands hefur annast
kvikmyndarekstur í um 60 ár, fyrst
í Tjarnarbíói og í Háskólabíói síðan
1961. Stefán Ólafsson, stjórnarfor-
maður Háskólabíós, segir að ein
helsta ástæða endurskoðunar HÍ á
þessum rekstri sé veik umboðs-
staða bíósins, en Sambíóin séu
sterk á því sviði. Kjör á innkaupum
kvikmynda séu lök miðað við það
sem annars staðar tíðkist í Evrópu
og það sé í þessari grein eins og
mörgum öðrum, þar sem sé hörð
samkeppni, að stærri fyrirtæki
njóti meiri samlegðaráhrifa í
rekstri. Háskólinn eigi bíóið áfram
en Háskólabíó breytist í fasteigna-
rekstrarfélag. Verið sé að fá sér-
fræðingana í kvikmyndarekstrinum
í þennan hátt starfseminnar og það
sé beggja hagur.
Stefán segir að vegna breyting-
anna hafi öllu starfsfólki bíósins
verið sagt upp um nýliðin mán-
aðamót en vonir standi til að hægt
verði að bjóða einhverjum hluta
starfsliðsins áfram störf. Áfram
þurfi sýningar- og afgreiðslufólk en
ljóst sé að fækkun verði á skrif-
stofu þar sem séu nú 10 stöðugildi.
Gert er ráð fyrir að starfsemin í
húsinu verði áfram með sama sniði.
Háskóli Íslands notar áfram sali
Háskólabíós til kennslu og ráð-
stefnuhalds og Sinfóníuhljómsveit
Íslands hefur sína aðstöðu áfram í
húsinu, en hugsanlega fær hún
meiri tíma þar en áður. Auk þess
verður Landsbanki Íslands áfram á
sínum stað. Árni segir að til standi
að reyna að nýta húsið sem best.
Það hafi upp á margt að bjóða með
stærsta sal landsins sem gefi ekki
aðeins möguleika á kvikmyndasýn-
ingum heldur ýmsu öðru. Þau tæki-
færi verði nýtt og vafalaust brydd-
að upp á einhverjum nýmælum.
Segja að ferskleiki
fylgi nýjum mönnum
Sambíóin leigja aðstöðuna í Háskólabíói til fimm ára
SEX norskum bifhjólamönnum í bif-
hjólasamtökunum Savage MC, sem
tengjast bifhjólasamtökum Vítis-
engla, var meinuð landganga í gær
þegar þeir komu með Norrænu til
Seyðisfjarðar. Var þeim snúið við á
staðnum eftir úrskurð Útlendinga-
eftirlitsins.
Beðið var komu mannanna á
grundvelli upplýsinga frá ríkislög-
reglustjóra um að þeirra væri von.
Lögreglan á Seyðisfirði hafði tölu-
verðan viðbúnað vegna komu mann-
anna og fékk aðstoð lögreglunnar á
Eskifirði og ríkislögreglustjóra til að
taka á móti þeim. Lögreglan hafði
upplýsingar um að mennirnir væru
komnir hingað til lands í þeim til-
gangi að greiða fyrir því að meðlimir
íslenska bifhjólaklúbbsins Fáfnis
yrðu teknir inn í samtök Vítisengla.
Nokkrir úr Fáfni voru komnir til
Seyðisfjarðar til að taka á móti
Norðmönnunum.
Þegar þeir komu til landsins um
kl. 10 í gærmorgun voru þeir teknir
til skoðunar og sakavottorð þeirra
könnuð. Ekki var þó tilefni til þess að
meina þeim landgöngu á grundvelli
sakavottorða en óskað var eftir því
að Útlendingaeftirlitið tæki afstöðu
til málsins. Kvað fulltrúi eftirlitsins
upp þann úrskurð að þeim yrði mein-
uð landganga á grundvelli 10. gr.
laga um eftirlit með útlendingum. Að
sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslu-
manns á Seyðisfirði, voru Norð-
mennirnir samvinnuþýðir og fóru
aftur um borð í Norrænu með bifhjól
sín skömmu eftir hádegi.
Morgunblaðið/Pétur
Einum Norðmannanna fylgt um borð í Norrænu eftir að honum var meinuð landganga í gærmorgun.
Norskum Vítisenglum snúið við
ÞAÐ eru alls konar farartæki og
hlutir sem komið er með á bíla-
þvottaplön til að þvo. En það hlýt-
ur að vera frekar sjaldgæft að
hundar séu þvegnir á þeim eins og
bílar.
Nú á dögunum kom labradortík-
in Nípa með eiganda sínum á bíla-
þvottaplan Olís í Neskaupstað þar
sem hún var þvegin eins og um bíl
væri að ræða. Nípa lét sér þetta
vel líka og var grafkyrr á meðan,
enda stillt eins og þrautþjálfuðum
snjóflóðaleitarhundi sæmir.
Ekki fylgir sögunni hvort tíkin
var bónuð eftir þvottinn.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Enginn kattarþvottur
ÞRÍR ökumenn voru stöðvaðir
vegna gruns um ölvun við akstur í
Reykjavík í fyrrinótt og segir lög-
regla það vera í hærri kantinum í
miðri viku. Ökumennirnir voru allir
stöðvaðir frá því kl. 1 eftir miðnætti
til rúmlega hálftvö, en veitingahús-
um í miðborginni er lokað klukkan
eitt eftir miðnætti virka daga.
Þrír grunaðir
um ölvun
við akstur