Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bikarmeistararnir fá Íslandsmeist- arana í heimsókn í bikarnum /B4 Systurnar Venus og Serena Willi- ams í úrslitum á Wimbledon /B1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Við hlerum fótatak trölla/2 Lesblindu fylgja hæfileikar/3 Leyniveröld í miðborginni/4 Tjaran rispar/5 Sköpun í skjóli fjalla/6 Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað frá Sólheimum í Grímsnesi. Blaðinu verður dreift um allt land. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra fagnar þeim áhuga sem íslenskt eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, hefur sýnt Landsbanka Ís- lands. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur eignar- haldsfélagið sent fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu erindi varðandi viðræður um kaup á hlut ríkisins í Lands- banka Íslands. Hafa ávaxtað sitt pund erlendis „Það er athyglisvert að fá þetta tilboð frá þessum ágætu mönnum,“ segir forsætisráð- herra. „Það er vænlegt að menn sem hafa ávaxtað sitt pund erlendis með góðum ár- angri vilji færa þá peninga eða hluta þeirra peninga heim til fjárfestingar hér. Það er af- skaplega ákjósanlegt og þakk- arefni í sjálfu sér, þannig að ég fagna því að þeir sýna þennan áhuga.“ Fagnar áhuga fjárfesta Davíð Oddsson for- sætisráðherra um LÍ ÁRNI Samúelsson, aðaleigandi Sambíóanna, segir að gera megi ráð fyrir ferskleika með nýjum mönnum í Háskólabíói, en samn- ingar hafa tekist með Háskóla Ís- lands og Samfélaginu ehf., eignar- haldsfélagi Sambíóanna, um að Sambíó taki við rekstri kvikmynda- sýninga í Háskólabíói frá og með deginum í dag, 5. júlí, til næstu fimm ára. Árni Samúelsson segir að í sjálfu sér verði ekki breyting á rekstr- inum. Hins vegar verði allur hljóð- tækjabúnaður uppfærður í sölunum og þar komi reynslan sér vel, en Sambíóin reka víða kvikmyndahús. „Við komum til með að koma með ferskleika í reksturinn,“ segir hann. Auk þess að bæta tæknibúnaðinn munu Sambíóin reka kvikmynda- klúbbinn Filmund áfram og jafnvel bæta hann, að sögn Árna. Lögð verður áhersla á að sýna evrópskar myndir og íslensk kvikmyndagerð verður studd. Háskóli Íslands hefur annast kvikmyndarekstur í um 60 ár, fyrst í Tjarnarbíói og í Háskólabíói síðan 1961. Stefán Ólafsson, stjórnarfor- maður Háskólabíós, segir að ein helsta ástæða endurskoðunar HÍ á þessum rekstri sé veik umboðs- staða bíósins, en Sambíóin séu sterk á því sviði. Kjör á innkaupum kvikmynda séu lök miðað við það sem annars staðar tíðkist í Evrópu og það sé í þessari grein eins og mörgum öðrum, þar sem sé hörð samkeppni, að stærri fyrirtæki njóti meiri samlegðaráhrifa í rekstri. Háskólinn eigi bíóið áfram en Háskólabíó breytist í fasteigna- rekstrarfélag. Verið sé að fá sér- fræðingana í kvikmyndarekstrinum í þennan hátt starfseminnar og það sé beggja hagur. Stefán segir að vegna breyting- anna hafi öllu starfsfólki bíósins verið sagt upp um nýliðin mán- aðamót en vonir standi til að hægt verði að bjóða einhverjum hluta starfsliðsins áfram störf. Áfram þurfi sýningar- og afgreiðslufólk en ljóst sé að fækkun verði á skrif- stofu þar sem séu nú 10 stöðugildi. Gert er ráð fyrir að starfsemin í húsinu verði áfram með sama sniði. Háskóli Íslands notar áfram sali Háskólabíós til kennslu og ráð- stefnuhalds og Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sína aðstöðu áfram í húsinu, en hugsanlega fær hún meiri tíma þar en áður. Auk þess verður Landsbanki Íslands áfram á sínum stað. Árni segir að til standi að reyna að nýta húsið sem best. Það hafi upp á margt að bjóða með stærsta sal landsins sem gefi ekki aðeins möguleika á kvikmyndasýn- ingum heldur ýmsu öðru. Þau tæki- færi verði nýtt og vafalaust brydd- að upp á einhverjum nýmælum. Segja að ferskleiki fylgi nýjum mönnum Sambíóin leigja aðstöðuna í Háskólabíói til fimm ára SEX norskum bifhjólamönnum í bif- hjólasamtökunum Savage MC, sem tengjast bifhjólasamtökum Vítis- engla, var meinuð landganga í gær þegar þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar. Var þeim snúið við á staðnum eftir úrskurð Útlendinga- eftirlitsins. Beðið var komu mannanna á grundvelli upplýsinga frá ríkislög- reglustjóra um að þeirra væri von. Lögreglan á Seyðisfirði hafði tölu- verðan viðbúnað vegna komu mann- anna og fékk aðstoð lögreglunnar á Eskifirði og ríkislögreglustjóra til að taka á móti þeim. Lögreglan hafði upplýsingar um að mennirnir væru komnir hingað til lands í þeim til- gangi að greiða fyrir því að meðlimir íslenska bifhjólaklúbbsins Fáfnis yrðu teknir inn í samtök Vítisengla. Nokkrir úr Fáfni voru komnir til Seyðisfjarðar til að taka á móti Norðmönnunum. Þegar þeir komu til landsins um kl. 10 í gærmorgun voru þeir teknir til skoðunar og sakavottorð þeirra könnuð. Ekki var þó tilefni til þess að meina þeim landgöngu á grundvelli sakavottorða en óskað var eftir því að Útlendingaeftirlitið tæki afstöðu til málsins. Kvað fulltrúi eftirlitsins upp þann úrskurð að þeim yrði mein- uð landganga á grundvelli 10. gr. laga um eftirlit með útlendingum. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslu- manns á Seyðisfirði, voru Norð- mennirnir samvinnuþýðir og fóru aftur um borð í Norrænu með bifhjól sín skömmu eftir hádegi. Morgunblaðið/Pétur Einum Norðmannanna fylgt um borð í Norrænu eftir að honum var meinuð landganga í gærmorgun. Norskum Vítisenglum snúið við ÞAÐ eru alls konar farartæki og hlutir sem komið er með á bíla- þvottaplön til að þvo. En það hlýt- ur að vera frekar sjaldgæft að hundar séu þvegnir á þeim eins og bílar. Nú á dögunum kom labradortík- in Nípa með eiganda sínum á bíla- þvottaplan Olís í Neskaupstað þar sem hún var þvegin eins og um bíl væri að ræða. Nípa lét sér þetta vel líka og var grafkyrr á meðan, enda stillt eins og þrautþjálfuðum snjóflóðaleitarhundi sæmir. Ekki fylgir sögunni hvort tíkin var bónuð eftir þvottinn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Enginn kattarþvottur ÞRÍR ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í Reykjavík í fyrrinótt og segir lög- regla það vera í hærri kantinum í miðri viku. Ökumennirnir voru allir stöðvaðir frá því kl. 1 eftir miðnætti til rúmlega hálftvö, en veitingahús- um í miðborginni er lokað klukkan eitt eftir miðnætti virka daga. Þrír grunaðir um ölvun við akstur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.